Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Blaðsíða 3
DV. MIÐVKUDAGUR 4. SEPTEMBER1985. 3 „Hlýturað verða rætt áþinginu” — segirValgeir Gestsson, formaður KÍ, um úrskurð stjórnarBSRB Stjórnarfundur hjá BSRB, sem haldinn var á mánudag, úrskuröaði „aö auðir seðlar og ógildir skuli teljast með þegar ákvaröaö er um úrslit” allsherjaratkvæðagreiðslu Kennarasambands islands um úr- sögn úr bandalaginu. Samþykkt var tillaga þess efnis á fundinum og þar segir ennfremur: „Sam- kvæmt tilkynningu kjörstjórnar greiddu 2443 atkvæði í allsherjarat- kvæðagreiðsiunni. Af þeim greiddu 1572 atkvæði með úrsögn úr BSRB eða 64,35%. Samkvæmt 7. gr. laga BSRB þarf a.m.k. 2/3 greiddra at- kvæöa til þess að úrsögn teljist samþykkt. ” „Kennarar geta skotið þessum úrskuröi til þings BSRB, sem verður haldiö í október, eöa til dómstóla,” sagði Haraldur Stein- þórsson, framkvæmdastjóri BSRB, í samtali við DV um úrskurð stjórn- arinnar. Framkvæmdastjórinn var spuröur um eignaskipti ef af úr- sögn kennara úr bandalaginu yröi. „Þá munu þeir ekki eiga lengur aðild að starfsmenntunarsjóði bandalagsins,” svaraði fram- kvæmdastjórinn. Um eignarhiut kennara í orlofshúsum BSRB eru skýrar reglur. Endurgreitt verður framlag þeirra umreiknaö eftir byggingarvísitölu að frádregnum 4% fyrir hvert ár sem húsin hafa verið í notkun. Kennarasamband Islands mun eiga 12 orlofshús að andvirði 3,7 milljóna króna um siðustu áramót. Kennarasambandið á 18% eignar- hlut í húsi BSRB við Grettisgötu. „A þessu stigi málsins á ég ekki von á því að það verði gert,” svar- aði Valgeir Gestsson, formaöur Kennarasambands Islands, þvi hvort kennarar myndu leita til dómstóla um úrskurð BSRB. „Um svo stórt mál setn þetta hlýtur aftur á móti að verða rætt á þingi BSRB i október.” Á stjórnarfundi BSRB í fyrra- dag hafnaöi stjórnin þeirri beiðni fulltrúaráös kennarasambandsins að skipa þriðja fulltrúa i kjör- stjórn. Kjörstjórn skipa tveir full- trúar kennara og einn frá banda- laginu. Fulltrúi bandalagsins hefur sagt sig úr kjörstjórninni og var þvi síðan hafnað i fyrradag að skipa nýjan. Kennarasainbandið hefur óskaö þess að kjörstjórn úrskurði um vægi auöu og ógildu seðlanna i allsherjaratkvæöagreiöslunni um úrsögn kennara úr BSRB sem framfórímaísl. -ÞG Púkinn bætti við nútti Meinleg viUa slæddist inn í forsíðufrétt DV í gær um raforku- þörf landsmanna í næstu framtíö. Þar var greint frá raforkuspá til ársíns 2015 sem væntanleg er til birtingar. Um aldamótin munum við, samkvæmt spánni, þurfa um 1200 gigavattstundum minni raf- orku en áður hefur verið spáð. Til samanburöar var getið hvað Blönduvirkjun væri aflmikil og sagt aö fullbúin verði hún 7500 GWst. En þar lá prentvillupúkinn í felum og hleypti krafti í fréttina, hann bætti við einu núlli. Blöndu- virkjun verður 750 GWst þegar fram liða stundir. Þannig er samanburðurinn réttari. Digur laun seðlabankastjóra: UM 1,6 MILUÓNIR Á ÁRI Mánaöarlaun bankastjóra ííkisbank- anna eru um 97 þúsund krónur. Mánaöarlaun formanns bankastjórnar Seðlabankans, Jóhannesar Nordals, eru nokkuð hærri, eöa um 122 þúsund. Auk þess fá bankastjórar greidd auka- mánaöarlaun í desember og um 36 þús- und krónur í risnu á ári. Bankastjórar fá 8 prósent launaviöbót vegna setu á bankaráösfundum, sem eru innreiknuð í fyrrnefnd mánaðarlaun. Jóhannes Nordal fær tvöfalda þessa þóknun auk 10 prósent launaviðbótar. Árslaun bankastjóra ríkisbankanna er því, samkvæmt þessu, um 1,3 milljónir. Formaður bankastjórnar Seðlabar.kans hefur eitthvað um 1,6 milljónir í laun á ári. Þessar upplýsingar koma fram í greinargerð sem Baldur Möller, fyrr- verandi ráðuneytisstjóri, hefur unniö fyrir viöskiptaráöuneytið. Honum var ætlaö að athuga starfskjör bankastjór- anna og gefa ábendingar um hvernig eölilegt sé að hafa fyrirkomulag þeirra málaíframtíðinni. 1 greinargerðinm er fjallað ítarlega um þróun á starfskjörum bankastjóra. Fjallaö er um hvernig bílamálum hefur verið háttað gegnum árin og einnig eftirlaunagreiðslum. I greinar- gerð Baldurs segir að eftirlaunamál bankastjóra séu komin úr samræmi við þróun mála hjá öðrum starfsmönn- um ríkisins. Bankastjórar Seðlabankans ná 90 prósent eftirlaunaréttindum eftir 12 ára starf. Bankastjórar í Lands- bankanum og Búnaðarbankanum ná þessu marki á 15 árum. 1 Búnaðar- bankanum geta bankastjórar náö 100 prósent eftirlaunarétti, en eftir 25 ár. Bankastjórarnir greiða samt engin ið- gjöld í lífeyrissjóð. Baldur tekur skýrt fram aö hann taki ekki pólitíska afstööu gagnvart þessum málum. Hann viðrar þá hug- mynd að Kjaradómur taki yfir þær ákvarðanir sem bankaráðin liafa haft með höndum. Hann telur það þó ekki vænlegan kost. Honum sýnist að heppi- legast sé að sett verði einhver ákvæði inn í þá reglugerð sem verið er að gera í sambandi við ný bankalög. Þar gæti verið ákvæði um að ráðherrum væri ævinlega kynntar fyrirhugaðar breyt- ingar á launakjörum bankastjóra sem bankaráðin f jalla um. Viðskiptaráðherra hefur skrifaö bréf til bankaráðanna þar sem þeim er falið að endurskoða reglur um bílamál bankastjóranna. Einnig er óskað eftir því að eftirlaunaréttindi bankastjór- anna veröi færð til samræmis við al- menn löggjafarviðhorf í þeim efnum. Viðskiptaráðherra hefur einnig ákveöið að ákvæði verði sett í væntan- lega reglugerö um bankalögin þess efnis að allar fyrirhugaðar breytingar á starfskjörum bankastjóranna verði kynntar lionum áður en ákvörðun er tekin. APH Stækkun álversins í Straumsvík: Samvinna við Kínverja raunhæfur möguleiki — segir Jóhannes Nordal — Japanir hafa líka áhuga „Eg tel þetta meö álitlegri mögu- leikum sem upp hafa komið,” sagði Jóhannes Nordal, formaður Lands- virkjunar, í samtali viö DV um áhuga Kinverja á því að gerast eignaraöilar í álverinu i Straumsvík. 1 fyrrakvöld lýsti Málmiðnaðar- samsteypa Kínverska alþýðulýð- veldisi'ns áhuga á að taka upp við- ræöur við íslensk stjórnvöld og for- ráðamenn Svissneska álfélagsins um hugsaniega stækkun álversins í Straumsvík. — En er hér um að ræða raun- hæfan möguleika? „Já, ég tel þaö. Kínverjar eru stór- ir innflytjendur í_ áli og þeir hafa í gegnum árin keypt ál frá Straums- vík. Almarkaður þeirra fer ört vaxandi og því hafa þeir áhuga og hag í því að trygg ja sér ál. — Hafa þeir gert tilboö eða drög að tilboði? „Nei, þeir liafa ekki gert þaö, ein- ungis lýst yfir almennum áhuga á aö taka upp viðræður sem við erum einnig tilbúnirtil.” Hvert er þá næsta skref ? „Þeir vilja fá viðbótarupplýsingar og gögn til að kynna sér hagkvæmni á stækkun sem við og Svisslending- ar munum láta þeim í té. I framhaldi af því veröa viðræöur.” — Veröa þær viöræður fljótlega? „Eg get ekki svarað því hvenær þær verða. Hins vegar hef ég trú á því aðþeimveröihraöað.” — Eru fieiri aöilar heitir? „Aðilar í Japan hafa einnig sýnt áhuga þótt ekki sé hægt að skýra frá því nánar.” Hvorir eru álitlegri að bínu mati, Kinverjar eða Japanir? „Eg þori ekki að meta það á þessu stigi. Þó verð ég að segja aö sam- vinna við Kínverja þykir mér mjög álitleg,” sagði Jóhannes Nordal. -KÞ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.