Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 2
46 DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985. Breid- síðan MORÐINGI GÓMAÐUR Lögreglan í Kaliforníu haföi leitaö dyrum og dyngjum að moröingja ein- um sem haföi oröið sextán manns aö bana — á stundum verið nærri því aö ná í skottið á djöfsa en jafnan gripiö í tómt. Morðinginn, sem lögreglan reiknaöi meö aö væri snargeggjaöur, var kall- aöur „Night Stalker” í blöðunum og ýmsir höföu séö hann í svip. Og af lýs- ingu höföu teiknarar lögreglunnar dregið upp mynd af honum sem birtist á forsíðum dagblaða oftar en einu sinni. Nafniö „Night Stalker” varö til þeg- ar fréttist aö flest morö og ódæðisverk mannsins voru með svipuðu svipmóti: hann ruddist inn í bústaöi fólks í út- hverfum, myrti menn og nauögaöi kon- um. Auk moröanna sextán var hann þannig sakaöur um yfir tuttugu nauög- anir. Umfangsmikil leit Lögreglan leitaöi moröingjans frá San Francisco og sjö hundruð km vegalengd til suðurs. Á öllu þessu svæöi hafði morðingjans orðið vart og á mörgum heimilum haföi hræðsla gripiö um sig. Sala skotvopna og ör- yggislæsinga margfaldaöist og skotfé- lögin á svæðinufengu ótal umsóknir: fólk vildi þjálfa sig í skotfimi til aö hæfa moröingjann léti hann sjá sig í nágrenni þess. Þaö var svo í matvöruverslun einni í austurhluta Los Angeles aö blóðugur ferill Richards Ramirez endaði. Hann stóö viö kassann á leiö út meö varning þegar hann greip dagblaö úr hillu og leit á þaö. Þegar hann sá mynd af sjálfum sér á forsíöu brá honum svo í brún aö hann kastaði frá sér blaðinu og rauk á dyr. Fólk sem statt var nærri þekkti hann BRÉF FRÁ SKÚLA Hr. ritstjóri. Eftir samtal okkar um daginn varð mér ijóst aö þaö mun veitast mér erfitt að sjá mér farborða með því aö skrifa vikulegan dálk í blað þitt. Ritlaunin, sem þú nefndir, eru fyrir neðan allt velsæmi. Heföi Móses fengið greitt eftir þínum taxta, þegar hann samdi boöoröin tíu, þá hefði hann haft boðorðin fleiri. Hann heföi haft þau aö minnsta kosti hundraö þúsund. Ég tek mér því penna í hönd eina kyrrláta kvöldstund í þeim tilgangi einum að skrifa þér og láta þig vita aö ekkert veröur úr því aö ég gerist dálkahöfundur í blaði þínu. Reyndar finnst mér erfitt aö skrifa þetta bréf því ég hef ekki stíl- aö sendibréf síöan ég var strákur í sveit og þurfti aö skrifa heim eftir sælgæti og nýjum gúmmískóm. En þolinmæðin þrautir vinnur allar og þar eö ég hef byrjaö bréfiö, hlýtur mér einhvern veginn að takast aö ljúka því. Ég minnist þess aö George Bern- hard Shaw sagöi einhvern tíma aö þaö væri engin sérstök kúnst aö skrifa, svo fremi aö maður hitti á rétta tóninn í byrjun. Og tækist manni aö góma þennan tón, eöa öllu heldur lykil, þá gæti maður sagt hvaö sem er. Hann hefur víst talið sig hafa hitt á tóninn þegar hann skrifaöi vini sínum og bróöur í list- inni bréf í tilefni af því aö þessi list- bróöir hans hafði lent í slysi og misst fótinn. Shaw sagði þá m.a.: „Þaö er nánast tildur og óþarfi fyrir mann í þinni stööu aö vera meö tvo fætur. . . Og því nánar sem þaö mál er athug- aö þeim mun augljósara veröur þaö að þú ert óvenjulega hamingjusamur maður og heppinn, laus viö lim sem þú getur ekki þakkaö neitt. .. ” En svona skrifaöi enginn nema Shaw. Og ég er víst enginn Shaw; eöa finnst þér þaö? Eg veit þó aö ég er líkur honum aö einu leyti. Ég hef nefnilega aldrei rangt fyrir mér. Og þaö haföi Shaw heldur aldrei. Ég hef haft á réttu aö standa í flestum (nei, öllum) þeim málum sem ég hef nennt aö skenkja þanka og mynda mér skoðun á. Eftir því sem aldurinn færist yfir mig verður mér betur ljóst þetta meö mína óskeikulu dómgreind. Og jafn- framt veröur mér betur ljóst hve ungt fólk er vitlaust. Áöur fyrr lagði ég mig stundum í framkróka um aö sanna mitt mál, skýra fyrir öörum hvers vegna ég heföi á réttu aö standa. En nú er ég alveg hættur þannig áreynslu. Ég hef einfaldlega rétt fyrir mér. Basta. Eins og þú getur ímyndaö þér þá er þaö ákaflega þægileg tilfinning sem fylgir því aö vita best og aö þurfa aldrei að velta því fyrir sér hvort þaö sé áreiöanlega þannig. Einu erfiðleikarnir, sem því eru samfara, eru þeir að annaö fólk, eins og til dæmis konan mín, efast stundum um þennan eiginleika minn. Og þaö getur kostaö mig tíma og krafta aö útskýra fyrir henni og krökkunum aö þeirra álit á einhver ju máli sé í rauninni einskis viröi — mín skoðun sé rétt. Ég hef heyrt þaö utan aö mér, t.d. á fundum í klúbbnum mínum, aö fáeinir aörir á mínum aldri eigi viö svipaða örðugleika aö stríöa. En þannig hefur þaö veriö frá upphafi heimsbyggöar aö þeir sem best vita hafa orðiö aö þjást fyrir heimsku annarra. Viö gáfumennirnir erum náttúr- lega sannkölluö guöslömb sem rog- ast meö synd heimsins. Ætli ég hafi þá þessar línur fleiri. Þér er velkomið aö hóa í mig ef þú þarft ráðjöf á einhverju sviöi, sama hvaö er. Þinn Skúli. Ps. Læt fylgja meö mynd af mér. Ég veit aö þig hefur lengi langað til að hafa ásjónu mína nærri þér, svona til aö muna hvernig greindur maöur lítur út. Skúll. KONUNGLEG ÖLMUSA 14 ára unglingur í Miami í USA fékk senda ávísun í pósti um daginn. Meö ávísuninni á hann aö greiöa fyrir hjartaaögerð sem á aö gera á honum. Það var prins einn í Saudi-Arabíu scm sendi tékkann. Prinsinn haföi séð sjónvarpsmynd um piltinn, sem heitir reyndar Biiiy, og varö hrærður yfir örlögum hans. Og þar eö prinsinn er í olíubransan- um sendi hann ávisun sem hljóðar upp á 80 miiijón kall. BETRA EN KAVÍAR Nýjustu fregnir úr sælkera- heiminum herma að sniglaegg séu uú afar eftirsótt og þyki merkilegri fæða en rússneskur kavíar. Þeir sem hafa meiri áhuga á mat sem erfitt er að krækja í en góðum mat hugsa nú ekki um annað en sniglaegg. Segir sagan að maður eigi aö panta sniglaegg á frönskum veitingastöðum með því að halla sér að þjóninum og segja: „Franskan kavíar, takk!” Og þá fær maður eggin — kannski. Skynsamlegast mun vera að skola niður sniglaeggjum með Bordeaux. KANÍNUR OFMETNAR Manneskjur eru á að giska 10.000 sinnum virkari kynferöislega en kanínur. Eða svo segir dr. Dennis Lincoln í Bretlandi. Hann heldur því lika fram að í Bretiandi eigi milljarður samfara sér stað ár hvert. Lincoln reiknaði þennan (fánýta) fróöleik út með því að huga að barns- fæðingum í landinu. Það fæðast 720.000 Bretar ár hvert og mun þurfa a.m.k. 1000 tilraunir (þar með taldar „tilraunir” þar sem getnaðarvörnum er beitt) til að barn komi undir. En kanínurnar losa egg við hverjar samfarir. Þannig má segja að kanínur séu 10.000 sinnum friósamari . en manneskjur — en það hljómar bara ekki eins skemmtilega. Við erum alla vega kynferðislega virkasta spendýr jaröarinnar, segir doktorinn. Og duglegasta spendýrið líka — í kenningasmíö. TIL ATHUGUNAR FYRIR ALBERT OG JÚN BJÚRLÍKA Breska rannsóknarstofnunin í hag- fræði, Economic Affairs, heldur þvi fram i nýrri skýrslu að bæta megi efnahag Bretlands mjög með því að draga úr reglum varðandi áfengis- neyslu og opna fleiri krár. Þannig ráðstafanir muni veitá fleirum atvinnu og laða að ferðamenn. i ÞJÚFAVÖRN STOLIÐ Þjófar hreinsuðu allt út úr húsi Nelson-fjölskyldunnar um daginn. Nelson-fjölskyldan, sem býr í Englandi, fór í frí og kom aö kofanum tómum að loknu leyfi. Þjófarnir höfðu líka stolið vélmenni sem Tom Nelson verkfræðingur hafði eytt 250 vinnustundum í að hanna og fullgera og kostaði 50.000 kr. Nelson hafði nefnilega gleymt að setja vélmennið í samband. FRÉTTAYFIRLIT Bengölskum tígrisdýrum hefur f jölgaö um 400% frá síðustu talningu. En Ringó Starr, fyrrum bítill, verður aftur á móti afi bráðum og í bænum Sjöbo í Svíþjóð hefur bakari einn bakað kransaköku sem er fjórir metrar á hæð. Ætli það sé ekki met? Á FYRSTA FARRÝMITIL BETRI HEIMS t Tíbet iöka menn það að láta mölva bein sín þegar öndin er skroppin úr vitum og er svo beinamulningnum hrært saman við smjör og korn. Fyrir þetta verða menn auövitað að borga. Heilar 8000 kr. En þetta er eina leiðin samkvæmt trú þarlandsmanna tU að komast til himna, því að til himna fer maður ekki nema í maga fugls. En þaö er eins og venjulega: fátækir hafa ekki ráð á svona meðhöndiun eftir dauðann. Landbúnaðarverkamaður í Tíbet hefur nefnilega nákvæmlega 8000 kr. í mánaðarlaun. Er þaö ekki svipað og íslenskur eftirlaunaþegi? HVERÁ FRELSISGYÐJ- UNA? Nú eru ríkin New York og New Jersey komin í hár saman vestur í N- Ameríku. Stríðið stendur um þaö hvort ríkjanna eigi þá frægu frelsisgyðju. Það er í samræmi við einhvern gleymdan samning frá árinu 1889 sem New Jersey heimtar yfirráð yfir bæði Liberty Island og Ellis Island (þar sem innflytjendurnir komu á land forðum). Og það er cðlilegt að þeir í N.J. vilji ráða yfir þessum stöðum: Á hverju ári heimsækja 2 milljónir ferðamanna þessa staði og borga aögangseyri. ÞAR SEM BLINDIR AKA BÍL Hunter, lögregluþjónn í London, bar vitni fyrir rétti. Hann sagði: „Ég sá að herra Harper var við aldur, en ég varð undrandi þegar ég bað hann að stíga út úr bíl sínum og Iesa á númersskilti bíls sem var í 10 m fjarlægð. Þá spurði hann: „Hvaða bíl?” Og þar eð hann hafði gleymt númerinu á sínum eigin bíl bað ég hann að lesa það hátt fyrir mig. Þá kastaði hann sér á fjóra fætur, lagði nefið að númerinu og las svo vit- laust. Frú Joan Lowther, sem var farþegi í bílnum hjá hr. Harper, sagði þá að félagi sinn væri næstum blindur, en bætti við: „Meira segi ég ekki því að það er almennt taliö hættulegt að tala við lögregluna.” ” Fyrir réttinum sagði hinn blindi: „Þegar við förum út að keyra þá sér frú Lowther það sem þarf að góna á, hún var bara ekki með augun hjá sér þegar þessi lögreglumaður stöðvaði okkur.” I HITA LEIKSINS Carl Gústaf, kóngur Svía, varð að sæta ákæru af hendi lögreglunnar um daginn. Hann var ákæröur fyrir að hafa verið með í veiðimannaflokki sem felldi 38 elgsdýr. Talsmaður kóngsa sagði aö kóngur (sem er einn aðalmaðurinn í alþjóða- samtökum sem berjast fyrir verndun villidýra) hefði í hita leiksins „gleymt | aðtelja”. FLEIRI BLINDIR ÁBÍL Það var á Chesapike Turnpike í USA að Mark Daniels var tekinn fyrir að aka bíl kæruleysislega. Þetta er í Portsmouth í Virginíu. Og Daniels sagði við dómarann seinna: „Vinur minn, hann Kelly Pelton, var í sam- kvæmi. Þar var ég líka. Þegar við ákváðum að verða samferða heim þá ræddum við málið og komumst að því að þaö væri gáfulegast að ég keyrði þar eð hann var kófdrukkinn, en ég bláedrú. Að vísu er ég steinblindur, en hann ætlaði að hjálpa til.” KJÚKLINGUR EFTIR SPRENGJU Ef þú lifir af kjarnorkustríð, skaltu fá þér kjúkling. Svo segir Leon Goure prófessor sem hefur rannsakað þetta mál. Hann segir einnig að maður eigi að drepa kjúklinginn svo fjótt sem auðið er eftir sprenginguna. Þ.e.a.s. ef kjúkl- ingurinn lifir sprenginguna af. Svo er best að sjóða hann. INNILOKAÐIR SLÁTRARAR Herra Steven Hay, sem er 22 ára grasæta í Bretlandi, hefur verið dæmdur til að greiða 75 pund í sekt fyrir að líma aftur dyr ellefu slátrara- búða. Herra Hay er á móti því að slátrarar drepi dýr og geri úr þeim kjötrétti. Honum finnst að fólk eigi að lifa á grasi — eins og hann sjálfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 209. tölublað - Helgarblað II (14.09.1985)
https://timarit.is/issue/190340

Tengja á þessa síðu: 46
https://timarit.is/page/2506833

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

209. tölublað - Helgarblað II (14.09.1985)

Aðgerðir: