Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 16
60
DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985.
Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál —
Leiðtogar Baader-Meinhof samtakanna fundust látnir í Stammheim:
Voru þau myrt?
Helstu leiðtogar Rote Armee Fraktion í upphafi áttunda áratugarins. F.v. Ulrike Meinhof, Andreas Baader, Gudrun Ensslin, Jan-Carl Raspe og Irmgard Möller. Sú síðastnefnda er
nú ein á lifi og situr i lifstiðarfangelsi.
Snemma morguns þriöjudaginn 18.
október 1977 fundust tveir leiðtogar
hryöjuverkasamtakanna, sem kennd
voru viö Baader og Meinhof, látnir í
klefum sínum í Stammheimfangelsinu
í Stuttgart, sá þriöji var aö dauöa kom-
inn og hinn fjóröi særöur. Þetta gerðist
gftir að félagar fanganna höfðu
árangurslaust reynt að fá vestur-þýsk
yfirvöld til aö láta þá lausa, fyrst í
skiptum fyrir iöjuhöldinn Hanns-
Martin Schleyer en síðan fyrir áhöfn
og farþega þotu sem arabískir sam-
verkamenn þýsku borgarskæruliöanna
rændu. Skýring yfirvalda var sú að
Andreas Baader, Gudrun Ensslin og
Jan-Carl Raspe heföu framiö sjálfs-
morð og Irmgard Möller gert tilraun til
þess. Máliö þykir á hinn bóginn hiö
dularfyllsta og margir urðu strax til
þess að halda því fram aö
þremenningarnir heföu veriö myrtir.
Hér er ekki rúm til þess aö rekja í
löngu máli sögu samtakanna sem gula
pressan kallaöi Baader-Meinhof flokk-
inn en hétu í raun og veru Rauða her-
deildin (Rote Armee Fraktion, eöa
RAF). Þau voru sprottin upp úr
stúdentahreyfingu sjöunda áratug-
arins þegar hluti stúdentanna komst
að þeirri niöurstöðu aö þaö eina sem
dygði gegn rotnuöu og spilltu kerfi
kapítalismans væri vopnuö barátta.
RAF stóð að sprengjutilræöum gegn
mannvirkjum bandaríska hersins í
Vestur-Þýskalandi, sem og Springer-
pressunni, en ekki höföu samtökin
starfaö lengi þegar allir helstu for-
sprakkamir voru handteknir, svo aö
segja á einu bretti. Þáö gerðist sum-
ariö 1972 og vestur-þýsk yfirvöld töldu
sig hafa kveöið samtökin niöur.
Leiðtogarnir hrynja niður
En þaö fór á annan veg. Samtökun-
um bættist sífellt liðsauki óánægöra
ungmenna og næstu árin beindist
kraftur RAF og annarra svipaðra sam-
taka, eins og 2. júní hreyfingarinnar,
einkum að því aö fá leiðtogana lausa úr
fangelsi. Þaö gekk lítið því vestur-þýsk
yfirvöld voru staðráöin í aö láta ekki
undan kröfum hryöjuverkamanna.
Engu aö síöur héldu borgarskæruliö-
arnir áfram og sumariö 1977 var komin
fram á sjónarsviðiö „þriöja kynslóöin”
sem var enn harösvíraðri en nokkrir
fyrri hópar hryðjuverkamanna. Leiö-
togar „þriöju kynslóöarinnar” — eink-
um og sér í lagi Christian Klar — töldu
aö ef vestur-þýsku samfélagi væri
greitt nægilega þungt högg myndu
stjómvöld neyðast til að ganga aö skil-
málum RAF. Um vorið og sumarið 77
voru þannig myrtir tveir merkismenn í
Vestur-Þýskalandi, fyrst ríkissaksókn-
arinn Siegfried Buback og síðan
bankastjórinn Jiirgen Ponto.
En leiðtogar „þriöju kynslóöar-
innar” uröu aö hafa hraðan á því RAF-
fangamir hrundu niöur í fangelsinu.
Áriö 1974 lést einn af leiötogunum, Hol-
ger Meins, eftir hungurverkfall og
tveimur árum síðan fannst Ulrike
Meinhof hengd í klefa sínum. Yfirvöld
sögöu að hún heföi framið sjálfsmorð
en ýmislegt benti til þess aö maðkur
væri í mysunni. Sagt var aö Meinhof
heföi verið myrt eftir aö henni heföi
verið nauögað en aldrei varö úr því
skorið.
„Þriðja kynslóðin"
lætur til skarar skriða
Hinn 5. september 1977 geröi „þriðja
kynslóðin”, í félagi viö ýmsa gamla
jaxla úr RAF og 2. júní hreyfingunni,
úrslitatilraun til þess aö fá leiðtogana
lausa. Baader, Ensslin og Raspe höfðu
þá nýlega verið dæmd í lífstíðarfang-
elsi eftir réttarhöld sem satt aö segja
voru vestur-þýsku dómskerfi til lítils
sóma og það var ljóst aö þau myndu
aldrei sleppa úr öryggisfangelsinu
Stammheim. Þennan dag var Hanns-
Martin Schleyer, formanni vestur-
þýsku iönrekendasamtakanna, rænt og
þess krafist að 11 borgarskæruliðar
yröu látnir lausir í skiptum fyrir hann.
Vestur-þýsk yfirvöld, undir forystu
Helmut Schmidts kanslara, neituöu
sem fyrr en RAF bjó þá að tengslum
sínum viö Palestínuaraba. Hinn 13.
október rændu nokkrir arabískir
skæruliöar vestur-þýskri farþegaþotu á
leið frá Mallorca og bergmáluðu kröf-
ur RAF. Þotunni var flogið til Moga-
dishu í Sómalíu en þar tókst vestur-
þýskri úrvalshersveit aö yfirbuga
ræningjana og frelsa farþega og áhöfn.
Löghlýðnir borgarar Þýskalands höföu
varla lokiö við aö óska hver öörum til
hamingju þegar ógnvænlegar fréttir
bárust frá Stammheim: leiðtogar RAF
voru látnir viö dularfullar aðstæöur.
Þá voru örlög Schleyers ráöin. Hann
fannst myrtur daginn eftir.
Yfirvöld héldu því fram aö um sjálfs-
morö hefði veriö aö ræða og heföu
fangarnir bundist samtökum um aö
fyrirfara sér þegar ljóst var að tilraun-
ir til aö frelsa þá höföu farið út um
þúfur. Stuðningsmenn RAF (og raunar
ýmisir fleiri) staðhæföu hins vegar aö
fangamir heföu veriö myrtir vegna
þess aö yfirvöldin, eöa einhver hluti
þeirra, hefðu talið aö eina leiöin til aö
losna viö frekari árásir hryöjuverka-
manna væri aö „fjarlægja” leiötogana
sem þeir reyndu svo ákaft aö fá lausa.
Yfirvöldin voru því nauöbeygö til aö
láta rannsaka málið i þaula og voru
mörg hundruö lögreglumenn og aörir
sérfræöingar fengnir til þess. Læknar
frá mörgum löndum könnuöu málið og
þingnefnd frá Baden-Wiirttemberg
stýröi sinni eigin rannsókn. Sex
mánuðum síöar leysti saksóknarinn í
Stuttgart rannsóknarnefndirnar hins
vegar upp og fullyrti að hin uppruna-
lega skýring um sjálfsmorð væri enn í
fullu gildi. Þrátt fyrir að sitthvað kæmi
ekki heim og saman var möguleikinn á
moröi aldrei rannsakaöur í alvöru
vegna þess, eins og einn lögreglu-
mannanna sagöi, „aö í jafnöruggu
fangelsi og Stammheim væri slíkt ein-
faldíega óhugsandi”.
Tímasetning á reiki
Baader, Ensslin, Raspe og Möller
voru öll í haldi á sjöundu hæö og síðan
Schleyer var rænt áttu öll aö hafa veriö
í algerri einangrun. Þau áttu ekki að fá
dagblöð, sendibréf né neitt af því tagi,
þau fengu ekki aö hlusta á útvarp eöa
horfa á sjónvarp og þeim var ekki leyft
aö hafa samband sín á milli. Vörðun-
um var uppálagt að leita vandlega í
klefum þeirra tvisvar á dag. Eftir at-
buröina 18. október sagöi hins vegar í
opinberri skýrslu aö föngunum hefði
tekist aö tengja rafmagnskerfi klef-
anna upp á nýtt þannig aö þeir heföu
getaö haft samband hver við annan og
að Baader, Ensslin og Möller heföu
getaö hlustað á útvarp meö földum
heyrnartækjum þó yfirvöld hafi aöeins
sýnt heyrnartæki Möllers því til
sönnunar.
Þaö vakti furöu aö ekki virtist unnt
aö tímsetja dauöa fanganna meö
neinni nákvæmni. Baader var sagður
hafa látist milli 00.15 og 02.15 um
nóttina og Ensslin milli 01.15 og 01.25
en þegar sérfræöingarnir voru spuröir
hvort mögulegt væri aö þau heföu ekki
látist fyrr en um sexleytið um morgun-
innvar svarið„já”.
Baader fannst liggjandi á gólfinu
með augun opin og höfuðið í blóöbolli.
Skammbyssa lá viö hliö hans. Nálægt
hné hans voru tvö tóm skothylki. Dauöi
Baaders var ef til vill illskýranleg-
astur þeirra atburða sem geröust í
Stammheim þessa örlagaríku nótt.
Eftir krufningu var niöurstaöa sér-
fræöinganna á þessa leið: Baader dó af
einu skoti í hnakkagrófina og fór skotið
út úr höfði hans hinum megin. Taliö
var að hlaupi skammbyssunnar heföi
veriö haldiö þétt upp viö hnakka hans
þegar hleypt var af. Þá fundust leifar
af blóði í lófa og á' þumalfingri hægri
handar. Við dómsrannsóknina var því
haldiö fram aö Baader — sem var
örvhentur — heföi haldið á byssunni í
hærgi hendi, beint henni öfugri upp á
við og síðan þrýst á gikkinn meö þumli
vinstri handar. Eftir skotiö hefði blóð
slest á hægri hönd hans.
Sjálfsmorð útilokað?
Þetta var ómögulegt. Lögreglumenn
höföu fundiö skothylkiö sem geymdi
kúluna er banaöi Baader til hægri viö
likið. Skammbyssan sem notuð var
spýtir nefnilega notuðum skothylkjum
út úr sér til hægri. Niðurstaða dóms-
rannsóknarinnar var því sú aö Baader
heföi haldið um hlaupiö meö vinstri
hendi og hleypt af meö þeirri hægri.
Þetta var eina leiöin til aö skýra stööu
tóma skothylkisins en skýrir hins veg-
ar ekki hvers vegna blóðslettur fund-
ust á hægri hendi hans en ekki þeirri
vinstri.
En ekki var allt sem sýndist. Viö
dómsrannsóknina var ekki birtur
vitnisburöur dr. Roland Hoffmanns
sem komist hafði aö þeirri niðurstööu,
eftir rannsóknir á púðurleifum á
hnakka Baaders, aö hinu banvæna
skoti heföi veriö hleypt af úr 30 til 40
sentímetra f jarlægö. Sé þaö rétt útilok-
ar þaö vitaskuld sjálfsmorö en dr.
Hoffmann vildi ekki kveða fast aö orði.
Hann sagöi aö púöurleifarnar á
hnakka Baaders hlytu aö hafa horfið
en aö sögn sérfræöinga getur slikt aö-
eins átt sér staö ef hljóödeyfir er notað-
ur. Enginn slíkur fannst í klefa Baad-
ers.
Fleira var dularfullt viö dauöa Baad-
ers. Þrjár kúlur fundust í klefa hans.
Ein hafði grafið sig í dýnu hans, önnur
í vegginn nálægt glugganum og kúlan
sem drap hann var fyrir framan rúm-
iö, til hægri viö líkiö. Þetta var afgreitt
meö því aö Baader heföi viljað láta líta
út fyrir aö átök hefðu átt sér stað í
klefa hans.
Dauði Jan-Carl Raspe var heldur
ekki auöskýranlegur. Byssukúla haföi
farið inn um hægra gagnauga og út úr
höföi hans hinum megin. Kúlan fannst
síöan í bókaskáp Raspes. Niöurstaða
dómsins: „Raspe hlýtur aö hafa hleypt
af byssunni sem fannst nálægt honum
meöan hann sat á dýnu sinni, vegna
þess hvernig hann lá þegar hann
fannst. Byssan lá nálægt hægri hönd
hans.” Tveir af fjórum vöröum sem
fundu hann aö morgni 18. október full-
yrtu hins vegar aö þeir heföu greini-