Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 3
47 DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985. þá á svipstundu af teikningu lögregl- unnar og hljóp á eftir honum. Hann var hundeltur yfir götur og torg, garöa og port og mannfjöldinn sem eftirförina veitti hrópaöi í sífellu: „Moröinginn! Þaö er moröinginn! ” Ramirez kastaöi sér svo inn í bíl sem var kyrrstæöur á stæöi, reyndi aö aka á brott en í fátinu ók hann beint á stein- vegg. Sjö lögreglubílar voru þá komnir í eftirförina og ein þyrla. Ramirez komst út úr bílflakinu, réðst aö bíl sem hann sá nærri og reyndi að slita út úr honum konu sem sat undir stýri. Þá bar þar aö eigin- mann konunnar sem greip járnrör sem á vegi hans varð og sló moröingjann í götuna. „Drepið hann!" 1 Mörg hundruö manns söfnuðust aö lögreglustöðinni þar sem Ramirez var í haldi fyrst eftir handtökuna. Lögregl- an þurfti aö setja sextíu manna sveit umhverfis stööina til aö varna innrás reiös múgsins. Fleiri en einn gerðu til- raun til að ryöjast inn á stööina til aö drepa morðingjann. „Drepið hann!” „Drepiö hann! ” æpti múgurinn. (Reuter) Guðvarður er að reyna að láta sér vaxa skegg. í Egyptalandi, eins og annars staðar í löndum islams, eru menn viðkvœmir fyrir því hvernig orðið Allah er notað. Þess vegna var það að yfirvöldin handtóku hann Ahar Quseir þegar þeir sáu að einhver hafði þrykkt orðið Allah i rykið víða á gangstéttum og götum Kairó. Quseir er nefnilega innflytjandi, sérgrein: skófatnaður og hafði flutt inn 25.000 pör af skóm sem báru nafn guðs. Það var svo kínverski ambassadorinn í Egyptalandi sem bar fram afsökunarbeiðni við stór- sjeikinn við AlöAghar háskólann. Herra Ding Guoyo sagði: „Þessi stigvél voru framleidd austur í Nangyshen. Það er svo langt i burtu að þar hefur ekki nokkur sála hugmynd um að til sér einhver guð sem heitir Allah." ÍAStU° Það er viöbúiö aö ónæmistær- ing (aids) fari sem farsótt um alla Brasilíu, ef sjúkdómurinn fer aö breiöast út í fátækrahverfunum, segja sérfræðingar í Sao Paulo. Hingaö til hefur ónæmistæringin aöallega herjað á miöstéttarfólk. 415 tilfelli hafa veriö staöfest í Brasilíu og greind. Flest þessara til- fella komu upp í Sao Paulo, þar sem búa 14 milljón manns. 200 þessara ót- sjúklinga hafa látist. Eftir því sem Ricardo Veronese, prófessor í smitsjúkdómum viö háskól- ann í Sao Paulo,- segir, þá sýndi niður- staöa bloörannsókna á 15000 manna úr- taki hærri smittíðni en er í Bandaríkj- unum. I Bandaríkjunum hefur blóö verið skoöaö úr meira en milljón manns og tíu þúsund tilfelli hafa verið greind. Ot-tíðni er talin vera 0,25% í Bandaríkjunum en 0,32% í Brasilíu. „Ef viö miðum viö þessar tölur,” sagöi Veronese í viðtali viö fréttamann Reuters, „þá veröa 5000 ót-tilfelli í Brasilíu innan tveggja ára. ” Hommar úr miðstétt Veronese sagöi aö hingaö til hefðu rannsóknarmenn helst greint ót.-í kyn- hverfum körlum úr miöstétt. „Reyndar hefur sjúkdómsins oröiö vart í báöum kynjum.” Nýlega voru 40 vændiskonur skoðaöar og ein þeirra reyndist smituö af ónæmistæringu. „En berist ónæmistæringin í fátækrahverfin, þá er viöbúiö aö vírusinn fari sem eldur í sinu,” sagöi Veronese. Fjölmiölar í Brasilíu hafa fjallaö ítarlega um ónæmistæringuna og út- breiðslu hennar, einkum þó eftir að fréttir bárust af því aö Rock Hudson, ' bandaríski kvikmyndaleikarinn, heföi fengið veikina. En heilbrigöisyfirvöld hafa lagt áherslu á að þótt hætta sé á aö veikin breiðist út, einkum þar eð þessa illskeytta víruss hefur orðiö rækilega vart, þá sé ekki um faraldur að ræöa. Carlos Santana heilbrigöismálaráö- herra kom fram í sjónvarpi í Brasiliu og sagði aö tíöni ónæmistæringartil- fella væri t.d. hvergi nærri sambærileg viö malaríutilfelli, en í Brasilíu eru um 100.000 malaríus júklingar til jafnaðar. Ráðstefna Fyrr á þessu ári var fyrirhugað aö efna til ráöstefnu um ónæmistæringu í Sao Paulo. Þegar svo umræöan um sjúkdóminn varð hávær í sumar var ákveðið aö flýta þessari ráöstefnu, og stendur hún þessa dagana. Santana heilbrigðismálaráðherra sagöi aö þaö riöi á fyrir stjórnvöld aö ræða rækilega um hættuna af ónæmistæringu, því víöa í landinu væri mikil hræösla aö grípa um sig vegna blaðaskrifa og ónákvæmrar umf jöllunar. Plastbikarar á börum í Sao Paulo hefur veriö komiö á lagg- irnar miðstöð þar sem fyrir liggja allar tiltækar upplýsingar um ónæmis- tæringu. Og daglega hringja um 100 manns í síma miðstöövarinnar og spyrjast fyrir um hættuna af aö smitast af ót. Veronese, sérfræðingurinn sem aö ofan var nefndur, segir aö yfirvöld veröi aö aöhafast eitthvað meira en þegar hefur verið gert. Hann hefur krafist þess aö allir þeir sem gefa blóð veröi prófaöir fyrir blóögjöf til aö ganga úr skugga um hvort þeir eru smitberar eða ekki. En þannig er staðið aö verki í Bandaríkjunum. Heilbrigöismálaráðherrann segir aftur á móti aö í Brasilíu hafi yfirvöld ekki ráð á aö skylda alla blóögjafa til aö koma i rannsókn. „Eg lít svo á,” segir Veronese, „aö sérhver manneskja sem hefur ót-vírus í blóðinu stefni heilbrigöi þjóðarinnar í hættu — og skiptir þá engu hvort viö- komandi 'hefur tekiö sjálfan sjúkdóm- inn eðurei.” Snemma á áttunda áratugnum gekk illskeytt farsótt um Sao Paulo. Þá fengu 40.000 manns heilahimnubólgu (meningitis). „Þá sagöi herforingjastjórnin að ekki væri um faraldur að ræða,” segir Veronese. „Og afstaða stjórnvalda varöandi upplýsingaskyldu og sjúk- dómavarnir hefur ekki breyst í þessu landi.” En margir í Sao Paulo eru orönir hræddir og varir um sig. Á velþekktum veitingastaö þar sem kynhverfir koma saman eru drykkir reiddir fram í ein- nota plastbikurum. (Reuter) ^istae'í'09' öoa®10* CLIFF UR DJUKBOXINU! Ungur alþýöubandalagsmaður skrif- ar: Kæru umsjónarmenn Helgarblaös! Ég get ekki oröa bundist yfir þeim tvískinnungi sem einkennir íslenskt þjóðfélag svo mjög sem þaö er gegn- sýrt af því sem ég vil kalla hernámi hugarfarsins og hundingshætti sem má rekja beint til veru amerísks her- námsliðs á Rosmhvalanesheiöi þar sem Jón Hreggviðsson bauö áöur danskri yfirstétt birginn. Ein er sú dáindisstjórn sem í þjón- ustu auðvalds og burgeisastéttar arörænir, pyntar og kvelur alþýðu síns lands og beitir aö auki rasískri hugmyndafræði til aö halda þeldökk- um mönnum frá ítökum í stjórn landsins. Þetta er afturhalds- og apartheidstjórnin í Suöur-Afríku. Hvernig fer stjórn hvíta minnihlut- ans (um 5% af íbúum) að því aö halda skara fátækra og þjáöra blökkumanna niðri? Jú, meö stuön- ingi Bandaríkjastjórnar og legáta hennar í Vestur-Evrópu. Sameinuðu þjóöirnar hafa vissu- lega lagt blátt bann viö þessu og að auki bannaö samneyti við lista- og íþróttamenn sem leggja lag sitt við hina blóðugu ógnarstjórn. Cliff nokk- ur Richard, væminn og leiðinlegur skallapoppari, er einn þeirra sem settur hefur veriö á SVARTAN LISTA. En hvað gerir islensk borg- arastétt þegar hún á þess kost aö vinna gegn moröum og blóðsúthell- ingum? Otvarpsstjóri kannast ekk- ert viö svartan lista og íslenska þjóöin varð aö þola aö horfa upp á aftaníossa fasistanna kyrja klám- söngva í sjónvarpssal. En annaö er þaö sem sannar á æ auösærri hátt vinahót íslenskra og suöur-afrískra burgeisa. Á kjúkl- ingastaö nokkrum í Reykjavík er djúkbox eitt mikið. Og hvaö er boðið þar upp á annaö en vesalinginn og kynþáttahatarann CLIFF RICH- ARD! Er ekki rétt, heiðruðu umsjón- armenn Helgarblaösins, aö snúa bökum saman og fá staðnum lokað eða að minnsta kosti að platan með Cliff verði tekin úr djúkboxinu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 209. tölublað - Helgarblað II (14.09.1985)
https://timarit.is/issue/190340

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

209. tölublað - Helgarblað II (14.09.1985)

Aðgerðir: