Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985. 63 rchestral anoeuvres Þetta hafa þeir strákarnir í Orchestral Manoeuvres In The Dark eöa OMD gert og gengur bara vel. Þeir eiga viö þaö vandamál aö glíma að vera hærra skrifaöir meöal gagnrýn- enda í Bretlandi en meðal almennings en njóta hins vegar mikilla vinsælda á meginlandi Evrópu, sérstaklega í Norður-Evrópu. Furðulegt nafn Orchestral Manoeuvres In The Dark: (sannarlega undarlegt hljómsveitar- nafn; útleggst eitthvað í áttina aö herkænskubrögð hljómsveitarinnar í myrkrinu á íslensku!) kemur frá hljómsveitaborginni Liverpool einsog svo margar góöar hljómsveitir og heldur á þessu ári upp á sex ára starfs- afmæli. Hljómsveitina skipa í dag þeir Paul Humphreys, Andrew McCluskey, Mal- colm Holmes og Martin Cooper, en tveir þeir síöastnefndu eru nýtilkomnir sem fastir meölimir. Upphafsmennirnir aö OMD voru þeir Paul Humphreys og Andrew McCluskey og enn sjá þeir um allar lagasmíöar, textagerö og útsetningar. Þeir eru OMD. INTHE ark Enginn er spámaöur í sínu fööur- landi segir máltækið og á þetta ekki síður viö um hljómsveitir sem og aðra Tears For Fears í Bandaríkjunum um þessar mundir en í heimalandinu Bret- landi nýtur hún miðlungsvinsælda. listarmanninn en viö þessu er ekki mikið aö gera; erfitt er aö segja til um hver orsökin fyrir þessu er og því ekk- spámenn. Þekkt dærni um sannleiks- I gildi þessa gamla máltækis er vel- gengni bresku hljómsveitarinnar Það aö vera meira og minna hafnað af löndum sínum hlýtur aö vera æöi súrt epli aö bíta í fyrir margan tón- ert annað aö gera en aö bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og halda svo áfram ótrauöur. Segulbandið Winston Þegar þeir Paul og Andrew voru aö hefja tónlistarferil sinn í Liverpool uppúr 1975 var pönkið í algleymingi og tölvupoppiö að hef ja innreiö sína. Þeir hölluöust frekar aö tölvupoppinu og þegar OMD var stofnuð í lok árs 1978 samanstóð hún af þeim Paul og Andrew og segulbandi nokkru sem hét Winston. Paul sá um hljómborösleik og söng, Andrew gítarleik og söng en Winston sá um afganginn. Og OMD vakti athygli sem varö til þess aö henni var boðið að taka upp smáskifu snemma árs 1979. Platan, sem innihélt lagiö Electricity, þótti bara skramþi góð og hljómplötufyrir- taddð Din-Disc þóttist sjá sér hag í þvi að fá OMD í sínar raðir og bauð samning. Enola Gay Eftir þetta fóru hjólin að snúast en engu að síður var OMD ennþá óskrifaö blaö meöal þorra almennings í Bret- landi. Ur því var bætt síðla árs 1980 er smá- skífan Enola Gay kom á markaðinn. Platan náöi strax miklum vinsældum enda lagið gott. I kjölfariö sigldi svo breiöskífan Organisation og hún seldist sömuleiöis vel. Samt vantaöi herslu- muninn á aö OMD gæti talist í hópi allra fremstu hljómsveita Bretlands. Þegar hér var komið sögu höföu þeir Paul og Andrew lagt Winston vininum og ráöiö lifandi fólk í hans staö enda hljómsveitin farin að troða upp i ýmsum meiriháttar hljómleikahöllum í Englandi og í Evrópu. Táningahetjur Því var nefnilega þannig variö að snemma uppgötvuðu meginlandsbúar hvaö í OMD bjó og höfðu Belgar og Hollendingar sérstakt dálæti á hljóm- sveitinni. En þaö var heima í Bretlandi sem hljómsveitin vildi fá viöurkenningu og þaö tókst meö útgáfu smáskífanna Joan Of Arc og Souvenir og breiöskíf- unnar Architecture & Morality en allar þessar plötur komu út 1981 og voru bæði lögin Souvenir og Joan Of Arc á breiðskífunni. Skyndilega var OMD á allra vörum í Bretlandi og víöar því gagnrýnendur og almenningur voru sammála um að f þessi lög og platan í heild væri meö því allra besta sem tölvupoppið heföi alið af sér. — Eftir aö viö gáfum út Architec- ture & Morality gjörbreyttist hlust- endahópurinn hjá okkur á tónleikum, segir Andrew. Skyndilega vorum viö orönir einhverjar táningahetjin- og fremstu bekkirnir voru fullir af æpandi smápíum. Allt í vaskinn Það var því mikil freisting fyrir þá Paul og Andrew er þeir fóru að vinna aö næstu plötu að halda sig viö sömu formúlu og á A & M (þetta er svo langt nafn aö ég nenni ekki aö skrifa það); þannig væri velgengnin tryggö og allt í sómanum. En þeir voru ekki á þehn ® buxunum aö hjakka í sama farinu lengi og á næstu plötu tóku þeir upp á því aö stunda tilraunastarfsemi í tón- listinni og einsog hendi væri veifaö var velgengnin fyrir bí. Platan sem bar nafniö Dazzle Ships fékk hörmulega útreið hjá gagnrýn- endum og ekki var almenningur upp- rifnari. Ofan í kaupiö bættist skortur á smáskífum og hljómsveit sem ekki getur sent frá sér slarkfærar smá- skífur er ekki hátt skrifuð í Bretlandi. Allt kemur fyrir ekki Þeir Paul og Andrew vilja ekki viðurkenna aö þessar móttökur sem Dazzle Ships fékk hafi oröiö til þess aö , þeir sneru sér aftur aö auðmeltari tón- list; þeir segja aö Dazzle Ships hafi bara verið smáhlykkur á annars nokkuö beinni línu. - Hvað um þaö, næsta plata, Junk Culture, fékk bærilegar viötökur hjá gagnrýnendum í Bretlandi en hinn al- menni plötukaupandi virtist samt ekki leggja í að kaupa plötuna. Smáskífan Talking Loud And Clear gekk þó sæmi- lega en ennþá var langt í land meö að end- urheimta fyrri vinsældir. Og nú á dögunum kom út sjötta breiðskífa OMD og þar fer hljóm- sveitin hreinlega á kostum; hvert lagiö r - ööru betra á plötunni, en allt kemur fyrir ekki, almenningur í Bretlandi lætur sér fátt um finnast og því er ekki undarlegt þótt þeir félagar Paul Humphreys og Andrew McCluskey segi: — Þaö lítur bara út fyrir aö viö verðum aö byrja alveg upp á nýtt í - Bretlandi. -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 209. tölublað - Helgarblað II (14.09.1985)
https://timarit.is/issue/190340

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

209. tölublað - Helgarblað II (14.09.1985)

Aðgerðir: