Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985.
57
William Ayache er á góflri leið með að vinna sér fast sæti í franska lands
liðinu.
liöinu í forföllum Manuels Amoros.
Ayache er eins og Amoros mjög
skemmtilegur sóknarvöröur sem
skapar ávallt hættu þegar hann rýkur
upp kantinn.
Brasilíumaðurinn
Á miðjunni ræöur ríkjum José
Touré, þeldökkur knattspyrnumaöur
sem á nokkra landsleiki aö baki. Hann
er geysilega teknískur, hreinasti töfra-
maöur meö knöttinn, oft kallaður
„Brasilíumaðurinn”. Hann er geysi-
lega sterkur skallamaöur sem Vals-
arar veröa að halda niðri hvaö sem þaö
kostar. Annar hættulegur skallamaður
er franski landsliðsmaöurinn Yvon Le
Roux sem kom til Nantes frá Monaco
í sumar. Margir minnast hans frá
leik Dana og Frakka í Evrópukeppn-
inni í sumar því Alan Simonsen var
lengi frá leik eftir samstuö við hann.
Fleiri góðir leikmenn komu til Nantes
í sumar. Tveir miöjumenn,
Bracigliano, sem kom frá Metz, og
Argentínumaöurinn Burruchaga, ættu
að koma liðinu að miklum notum þegar
þeir falla inn í liösheildina.
Markakóngurinn
Sóknarmenn Nantes eru ákaflega
sterkir. Fyrstan skal nefna
Júgóslavann Vahid Halilhodzic,
markakóng frönsku fyrstu deildar-
hreint ekkert lamb aö leika sér við,
enda þótt hann líti út eins og strætis-
róni. Hann á þó í vök að verjast í lið-
inu vegna framsóknar ungs kant-
manns, Roberts aö nafni.
Bruno Baronchelli miðvallar-
leikmaöur átti um tíma sæti í franska
landsliðinu, en hann leikur tæpast gegn
Val því harm hefur um langt skeið átt
við illvíg meiðsli að stríða.
Yngri minna þekktir spámenn fylla
heilsteypt lið Nantes. Pierre Morice,
ýmist kant- eða miövallarspilari,
Robert Frankorski og Michel Der
Zakarian eru ungir og efnilegir enda
hafa tveir þeirra leikið í unglinga-
landsliði.
Nantes hefur orflið fyrir mikilli blófltöku undanfarið. Þessi mynd er rúmlega ársgömul. Á hana vantar
Halilhodzic, Touró og Yvon Le Roux en hann var ekki kominn til liðsins þá. Frá vinstri: Demanes, Bossis
(farinn til R.C. de Paris), Avache, Bibard (farinn til PSG), Adonkor (látinn), Rio (farinn). Sitjandi:
Baronchelli (meiddur), Frankowski, Robert, Morice, Amisse.
Bertrand-Demanes, markvörður Nantes, er orðinn þrjátiu og þriggja ára gamall. Hann var landsliðsmaður
um langt skeið. Meðal annars varði hann mark Frakka á HM i Argentinu 1978 en þótti ekki standa sig vel.
Hér ver hann þó glæsilega.
innar. Hann var um langt skeið fasta-
maöur í júgóslavneska landshðinu og
leikur meö því þegar þess er kostur.
Halilhodzic er alhliða framherji,
frábær skallamaður, alltaf á réttum
staö eins og Paolo Rossi en er að auki
firna skotfastur. Skorar hann því
mikið úr aukaspyrnum. Hann hefur
reyndar verið á bekknum hjá Nantes í
vetur, hvort sem það er vegna meiðsla
eða annars. Halilhodzic átti góða
möguleika á að hreppa gullskóinn í
fyrra, verðlaun handa markahæsta
manni Evrópu, en meiddist undir lok
keppnistímabilsins og varð að láta í
minni pokann fyrir Gomes hjá Porto.
Kantamaðurinn
Loic Amissc kantmaður er orðinn
þrjátíu og eins árs en þessi smái en
knái fyrrverandi landsliðsmaður á
ugglaust eftir að valda Valsmönnum
ómældum erfiöleikum. Hann er kant-
maður af gamla skólanum og er
Franska landsliöið, sem lék á móti
Austur-Þjóðverjum á dögunum, var
skipað fjölmörgum fyrrverandi og nú-
verandi landsliðsmönnum.
3 núverandi og
3 fyrrverandi í landsliði
Henri Michel landsliðsþjálfari lék
lengi með Nantes, auk þess að vera
fastamaöur í franska landsliðinu.
Aðrir Nantesleikmenn í þeim leik voru
Yvon Le Roux og William Ayache í
vöminni, en hinir tveir varnar-
mennirnir, Maxime Bossis og Michel
Bibard, léku líka með Nantes í fyrra.
Fabrice Poollain, fyrrverandi Nantes-
maður, var í hópnum. Jose Toure var
einnig í hópnum, en hann á við
ramman reip að draga því hann leikur
svipaða stöðu á vellinum og
snillingarnir Michel Platini og Alain
Giresse.
ás.
Þegar fýlan frá Kletti
þjarmaði að Nantes
þjálfarinn og framkvæmdastjórinn léku með Nantes gegn KR 1966
Nantes hefur áður leikið á Islandi.
Árið 1966 léku þeir viö KR-inga í
Evrópukeppni meistaraliða og var
stórleikurá Laugardalsvellinum.
Svo skemmtilega vill til að bæði
framkvæmdastjóri Nantes, Robert
Budzinsky, og þjálfarinn, Suaudeau,
voru meðal leikmanna Nantes þá.
Fyrri leikurinn var hér heima.
Vísirsagðiumleikinn: „Nantesfann
verðugan mótherja í ískuldanum á
Laugardalsvelli” í fyrirsögn. Undir-
fyrirsögnin er „KR var í fæstu síðra
en frönsku meistararnir”.
Svo segir blaðið „KR-ingar komu
sannarlega á óvart í gærkvöldi gegn
frönsku meisturunum Nantes á
Laugardalsvellinum. Að vísu tapaöi
KR með 3—2 gegn þessu frábæra liði,
en samt sem áður sannaðist það enn
einu sinni að KR gengur vel gegn er-
lendum liöum. Staðreyndin var sú að
KR átti, fullt eins skilið að vinna 3—2
eins og Frakkarnir. Ekki bara þetta.
Leikurinn í gærkvöldi í nistandi
kuldanum sýndi liðlega 3000 áhorf-
endum stórkostlega góöa knatt-
spyrnu — og voru þar bæði liðin að
verki en ekki aðeins erlendi aöilinn
eins og oft hefur viljað brenna við.”
I upphafi leiks virtist þó fátt benda
til þess að KR-ingar riöu feitum hesti
frá viðureigninni því eftir 9 mínútur
var staðan 2—0 fyrir Nantes. Gondet
og Simon höfðu skorað tvö falleg
mörk. KR-ingar áttu nokkur mark-
tækifæri en á síðustu mínútu fyrri
hálfleiks gerðist undarlegt atvik.
Gunnar Felixson sótti hart að mark-
verði Nantes, Eon. Fannst fram-
herjanum, De Chenadec, Gunnar
ganga svo hart fram aö hann ýtti
Gunnari í burtu. Dómarinn dæmdi,
merkilegt nokk, vítaspyrnu og Ellert
B. Schram skoraði örugglega;
Gondet kom Frökkum í 3—1 með
föstu skoti af vítateigi, en Ellert B.
Schram minnkaði muninn með
þrumuskoti utan vítateigs í bláhorn-
ið.
Robert Budzynski, framkvæmda-
stjóri Nantes, var hér á dögunum til
að njósna um Valsmenn. Hann sagði
að kuldinn hefði ekki hrjáð leikmenn
Nantes nándar nærri eins mikiö og
fýlan frá Fiskimjölsverksmiðjunni á
Kletti.
Nantes er hafnarborg en engin er
þar fiskimjölsverksmiðjan. Þegar
KR-ingar léku síðari leik sinn áttu
'þeir erfitt uppdráttar. Nantes komst
í 3—0 í fyrri hálfleik. I upphafi þess
síöari minnkaði Baldvin Baldvinsson
muninn, 3—1, en Frakkarnir skoruðu
tvívegis áður en Hörður Markan
lagaði stöðuna skömmu fyrir leiks-
lok. 5—2 fyrir Nantes í síöari leikn-
um og þeir komust áfram á 8—4
samanlagt.