Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 11
55
Herir Atlantshafsbandalagsins klæðast grænum herbúningum. Græni liturinn fékkst með því að finna út
meðaltal grænna lita i öllum skógum Evrópu.
Á veitingastað: Markaðsstjórnendur reyna allt hvað af tekur að
velja rétta liti á rétta vöru. Þumalputtaregla i auglýsingum er
gull = munaður, blér = kuldi, grænn = ferskur
Gemlingarnir
róast í bleiku
Fáu er hægt aö slá föstu í þessum
fræöum, en... og þó... Ef herbergi er
málaö í aöeins einum lit finnur íbúi
þess fljótt til köfnunartilfinningar sem
er náskyld innilokunarkennd. Stundum
er spilað á þetta: 1 San
Bernardinofangelsinu í Kaliforníu eru
vandræðagemlingar lokaöir inni í
bleikum klefum. Eftir fimm mínútur
róast þeir. „Og eftir stundarfjóröung
sofna margir,” segir Paul Boccomini,
yfirmaöur læknaþjónustu fangelsisins.
Bleikur er nefnilega litur barnæsku,
tákn ástúðlegs öryggis!
En: „Þeir sem hafa dálæti á bleiku,
hafa allt bleikt í kringum sig eða
klæðast bleiku eru að reyna aö herða
upp hugann,” segir Max Liischer.
Hann er svissneskur aö ætt og sál-
fræðingur aö mennt og höfundur
frægs litaprófs, sem notaö er um allan
heim.
Liischer bætið viö: „Þessar
manneskjur tjá á þennan hátt ósk um
aö gangast undir verndarvæng
einhvers. Á sama hátt má segja að ef
jarðvegslitir vaöa uppi í fataskáp
einhvers túlkar þaö djúpstæðan kvíða,
skort á sjálfsöryggi.”
í rauða boðinu
helltu menn niður
Litasálfræðingar segja gjarnan
eftirfarandi sögu: Tíu manns er boöiö
fjórum sinnum í kvöldveröarboö. I
hvert skipti er matseðillinn hinn sami
og umhverfið eins, aö því undanskildu
aö Utum er breytt. Þegar græni
liturinn var ríkjandi. grúföu menn sig
niður í diskana. I „rauða boðinu” helltu
menn víninu niöur, átu sér til óbóta og
tveir lentu í hávaöarifrildi. I „hvíta
boðinu” voru menn einstaklega
kurteisir og voru aö drepast úr
leiðindum. „Gula boöiö” var
hressilegast, þá skiptust menn á síma-
númerum.
I sálgreiningu koma litir mikið viö
sögu. Sálgreinirinn Michel Hervé í
París nær bestum árangri með notkun
málningar og faröa. „Þaö er ekki hægt
að tjá allar tilfinningar og minningar
meö orðum. En litir í málun og förðun
gera fólki stundum kleift að rifja upp
sársaukafullar minningar.”
Bílljósin
Dag nokkurn málaöi stúlka, sem var
í meöferð hjá Hervé, andlit sitt hvítt.
Hún gerði svo gula hringi í kringum
augun. „Þannig gat hún rifjaö upp at-
burö. Móöir hennar tók hana meö sér í
ökuferð um nótt. I hvert skipti sem bíl-
ljós sáust sagði móðirin: „Jæja, þá
lendum við í slysi, bara vegna þess að
þú tafðir okkur.” Unga stúlkan hafði í
rauninni málaö bílljós á andlit sitt.”
Á sjúkrahúsum, og þá sér í lagi
geösjúkrahúsum, hafa stjórnendur í æ
ríkari mæli tekiö litasamsetningar til
endurskoöunar. Heitir litir leysa hvar-
vetna kaida af hólmi.
Sölumenn og auglýsendur vita sínu
viti hvað litaval á umbúðir og annað
þess háttar varðar.
Æpandi rauður litur á
bensínstöðvum og kaffiteríum skipar
neytandanum að flýta sér á lítt
dulbúinn hátt, svo dæmi sé tekið.
Og ef menn vita ekki hvaða litur
selur ákveðna vöru vita þeir vel hvaða
litur selur hana ekki.
„Til dæmis má ekki pakka ferskri
vöru inn í svartar umbúðir,” segir
Francois de Villard, forstjóri franska
auglýsingafyrirtækisins Lonsdale.
Lykilatriði í faginu eru: gull =
munaður, blár = kuldi, grænn =
ferskur.
Öryggi á vinnustað
Litasamsetningar geta veriö
lykilatriði hvað varðar öryggi á
vinnustað. Fullyrt er að ef lita-
fræðingur er hafður með í ráðum við
hönnun vinnustaðar sé hægt að minnka
líkur á slysum. Lítum nánar á það.
Leiðslur eru málaðar hver í sínum lit,
eftir því hvaöa vökva eða lofttegund
þær bera. Gas er rautt, vatn grænt, loft
blátt. Auðskilið og engin hætta á
ruglingi.
En það verður að fara rétt að.
Dæmi: Á vinnustað í Frakklandi var
hvítmálaður gangur. Tvær hurðir
voru í enda hans, hlið við hlið. Aðrar
dymar lágu út og var hurðin grámáluð.
Hin hurðin var að kústaskáp og var
blá. Þaö brást ekki að fólk opnaöi bláu
dyrnar (kústaskápinn) til að fara út, því
blár er samnefnari súrefnis og rýmis.
Það verður að fara eftir hinum
óskráöulögum!
Herbúningur
Herinn þarf líka að velta fyrir sér
litasamsetningum. Allir herir aðildar-
þjóða Atlantshafsbandalagsins ganga í
eins litum grænum herbúningum. En
þegar liturinn var valinn vaknaði
spurning: Átti græni liturinn að vera
eins og í skógum Normandi eða eins og
í Svartaskógi? Engir tveir skógar eru
nákvæmlega eins grænir. Því var
gripið til þess ráðs að senda lita-
fræðinga út í skóg að tína lauf. Því
næst voru þau rannsökuð og fundiö út
einskonarmeðaltal. Hugmynda-
fræði á sér liti. Fasisminn er svartur
og kommúnisminn rauður. Konungs-
veldi er hvítt, Sjálfstæðisflokkurinn er
blár og umhverfisvernd er græn. Enda
er hún uppi á móti öllum!
ás (byggtá LE POINT) j