Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 10
54 DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985. LOPI LOPI Þriggja þráða plötulopi, 10 sauðalitir, að auki rauðir og bláir l'rtir. Sendum í póstkröfu um landið. Ullarvinnslan Lopi sf Súðarvogi 4, 104 Reykjavík, sími 30581. >Stúdentaleikhúsið 19 á hringferð með rokk-söngleikinn: EKKÓ guðirnir ungu eftir Claes Andersson, þýðing: Ólafur Haukur Símonarson. Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir, leikstjórn: Andrés Sigurvinsson. ............ 16. sept.kl. 21:00 (mánud.) Vopnafjörflur.... 18 g0pt ki 21;(J0 (mjðv j Borgarfjörflur eystri. 19 gopt k| 21;00 (fjmmt.) Egilsstaflir..... 20. sept. kl. 21:00 (föstud.) Neskaupstaflur........ 21. sept. kl. 21:00 (laug.) Allar sýningamar hefjast kl. 21.00. I sfmi: 687-455 FJÖLBREYTT HELGARTILBOÐ Frá kr. 150,- Góður matur þarf ekki að vera dýr. Opið alla daga kl. 11 —22 I I I I I I I I I I I I I I irf eða af hverju fremja menn frekar sjálfs- morð á svartri brú en blárri? \ Listamenn eru ekki þeir einu sem sýsla meö liti. Efnafræöingar, sál- fræðingar, læknar, iðnjöfrar, borgar- skipuleggjendur, arkitektar, herfræö- ingar og ekki síst viðskiptafræðingar um allan heim eru á kafi í þessu. Eða ekki ber á öðru. Þing alþjóða-lita- samtakanna var haldið í Monte Carlo á dögunum og dró að sér 400 sérfræðinga frá 48 löndum. Ástæðan: litir hafa mikil áhrif á hegðum mannsins. Ákveðnir litir róa og aðrir æsa. Sumir gera menn reiöa, aðrir auövelda meltingu og enn aðrir valda magakrampa. Og sumir litir gera læknum kleift að greina sjúkdóma. Sumir litir plata mann til að kaupa, sumir gera allt leyfilegt, sumir skipa fyrir... Þaö er því ekki að furða að til dæmis viðskiptafræðingar og -jöfrar vilji vita sem gleggst deili á áhrifunum. Margur fræðagosinn . hefur sett i fram furðu- kenningar um áhrif lita og því ber að taka fullyröingum um þessi efni með vissri varúð. Á ráðstefnunni í Monte Carlo voru þó spekingar á ferö og því má treysta orðum þeirra. Litafræðin skiptist niöur í ýmsar greinar. Rauðar pillur Lyf jafræðingar verða að vera vel að sér um áhrif lita. Og það eru þeir. Engum lyfjaframleiðanda dytti í hug að framleiða rauðar piilur handa hjartveikum. Hjartasjúklingur fengist aldrei til aö gleypa rauða pillu. Fræðingarnir segja að æða- og hjarta- sjúklingar hatist við þennan lit af eðlis- ávísun. Harold Wolhfarth, líffræðingur við Albertonháskólann í Kanada, hefur sýnt fram á það með tilraunum að hjartsláttur eykst um 17% í rauðu umhverfi. Columbiaháskólinn í Bandaríkjun- um rannsakaði 30 þúsund manns og komst aö þeirri niöurstöðu að sjúkling- ar tóku lyf jaskammt sinn refjalaust ef þeirn geðjaðist að litarhætti pillanna. Þetta vita lyfjaframleiðendur vel. Því er ekki að undra að pillur gegn magnleysi eru gular eða appelsínugul- ar, því það eru hressir litir. Lyf gegn kvíða eru á sama hátt oft Ijósbláar pill- ur í róandi lit. Lyf, sem notuö eru gegn bólgum, eru oft og tíðum rauð (sárs- auki) og hvít (sem heldur sársauka niöri). Pillur gegn þunglyndi eru aldrei grænar því sá litur veldur streitu í sálartetrinu. Á sjúkrahúsum út um gjörvalla Evrópu eru litir notaðir við sjúkdóms- greiningar og til þess að fylgjast með framvindu lækningar. Þunglyndir ofstopamenn velja gult Sjúkrahús í Berlín greinir „tauga- veiklaða sem hafa tilhneigingu til þrá- hyggju” á þann hátt að þeir haldi mikið upp á blágrænt. Sjúklingar á klínik. í Wiirzburg (þeir sem eiga við ígerð að stríða) velja grænan lit (saturé) en hafa ímugust á gulum. En á sjúkrahúsi í Aschaffen- burg missa sjúklingar, sem þjást af sama sjúkdómi, áhugann á grænum lit um leið og þeir komast undir áhrif róandi lyfja. Á svipaöan hátt greina menn þunglynda ofstopamenn frá öðrum þunglyndissjúklingum á þann hátt að hinir fyrrnefndu eru ekki seinir á sér að velja gulan iit! Og þá er komið að litaþerapíunni (chrometherapie). Salfræðmgar og læknar hafa í sameiningu búið til kenningar um litaþerapíu sem byggir á þeirri forsendu aö litirnir hafi áhrif á mannlega breytrn. Er litameðferö beitt, bæði gegn líkamlegum og and- legum sjúkdómum. Það er rétt aö taka það strax fram að þessi aðferð er býsna umdeild, en nýtur þó töluverös fylgis. Reyndar er þaö svo að ýmis dæmi virðast renna stoðum undir kenninguna um áhrif litanna. Blackfriarsbrúin í Lundúnum er dæmi sem vekur deilur sérfræðinga. Brúin var í eina tíð svört og alræmdur sjálfs- morðsstaður. En viti menn! Þegar hún var máluð blá fækkaði sjálfs- moröunum um helming. Rannsóknir í Renaultverksmiðjunum í Billancourt í Frakklandi hafa leitt í ljós að þeim sem vinna á verkstæðum sem eru svart- máluð er mun hættara við þunglyndi, mígreni og svo framvegis en þeim. sem vinna á skærmálaðri vinnustað. En það vill kannski hvort sem er enginn vinna í myrkri? Slvsatiflni minnkar et ákveflnir litir eru látnir tákna ákvoðin efni. Til dæmis blái

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 209. tölublað - Helgarblað II (14.09.1985)
https://timarit.is/issue/190340

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

209. tölublað - Helgarblað II (14.09.1985)

Aðgerðir: