Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 8
52
DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985.
Undir stjórn
gyðinganna
er Cannon til alls
líklegt
Fyrir nokkrum árum var Cannon-
kvikmyndafyrirtækiö eitt illræmdasta
fyrirtæki í Hollywood. Þaö var ekki
aðeins aö myndir fyrirtækisins þóttu
vægast sagt lélegar heldur einnig að
þaö var á hvínandi kúpunni.
Þá gerðist þaö árið 1979 að tveir
ísraelskir frændur, Menahem Golan og
Yoram Globus, mættu til leiks og
keyptu fyrirtækið. Og nú hófst mikið
ævintýri.
„Við ætluðum að sameina listræn
gæði Evrópumanna og tækniþekkingu
Bandaríkjamanna,” segir Golan.
Ætlunarverkið var sem sé ekki lítið.
Hollywood hefur hingað til verið talið
óvinnandi virki: ný kvikmyndafyrir-
tæki eru ekki stofnuð á hverjum degi.
Og útlendingar, gyðingar frá Israel að
auki, eiga yfirleitt ekki upp á
pallboröið.
„Tvö fyrstu árin vildi enginn heyra
á okkur minnst, það var aldrei hringt
til baka ef við lögðum inn skilaboö. ”
Það er ekki laust við aö það gæti
beiskju er Menahem Golan rifjar það
upp. En hvað sem öðru líður er Cannon
komið í keppni viö risana. Heildar-
velta fyrirtækisins var 108.700.000
dollarar og í ár framleiðir það tuttugu
og tvær myndir sem er meira en
risarnir gera. Fyrirtækið á kvik-
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKADSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö
nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.
Markaöstorgíö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV
lesiö.
Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu,
en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og
eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný-
komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa
keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af tækifærum.
Þaö er bara aö grípa þau.
Þú hringir...
Vid birtum... Það ber árangur!
Smáauglýsingadeildin er í Þverholti i I.
ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐIÐ
Oplð:
Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
laugardaga, 9.00—14.00
sunnudaga, 18.00—22.00
FrjaIst,ohað dagblað
Golan með
samninginn sem
Godard skrifaði
undir á borðdúk.
myndarétt að meira en 500 myndum og
hefur útibú í New York, Chicago,
Atlanta, Dallas, Kansas City og Los
Angeles. Itök þess í Evrópu aukast
einnig dag frá degi. Þaö á dreifingar-
og framleiöslufyrirtæki á Stóra-
Bretlandi og bíókeðju með 216 sölum.
Nýverið keypti Cannon 53 sali sem
franska Gaumont fyrirtækið átti á
Italíu. I Hollandi á Cannon 49 sali.
Sókn á franska og þýska markaöi er
i deiglunni.
Og svo er til Cannon sjónvarpstöð og
Cannon videómyndir. Cannon er orðið
stærsta „litla” kvikmyndafyrirtæki
Bandaríkjanna.
Samt sem áður eru frændurnir Golan
og Globus heldur illa séðir í Hollywood.
I fyrsta lagi tala þeir ensku með
hreim, eru illa til fara og skrifstofur
þeirra eru á vondum stað í borginni, á
Sunset Boulevard. Beverly Hills fólkið
lítur þá óhýru auga og auglýsingar
þeirra eruvúlger!
Golan svarar: „Hollywood er níutíu
prósent blaöur og tíu prósent vinna.
Þeir skilja ekki að leikreglurnar eru:
að framkvæma.” Cannon gengur sem
sé vel og hinir eru öfundsjúkir.
Frændurnir hafa kannski hegöaö sér
eins og örgustu íssölumenn en dæmiö
hefurgengiðupp.
Þeir hafa mest fengist við að
framleiða hlægilega ódýrar B-myndir
þar sem blandaö er saman ofbeldi,
klámi og fimmaurabröndurum í mis-
miklu magni. Fyrir þremur árum hófu
þeir að framleiða „listrænar” myndir
meðfram. Á afrekaskré fyrirtækisins
má því sjá við hliðina á drauga- og
klámmyndum Love Streams eftir John
Cassavettes, Maria’s Lovers eftir
Andrei Kontchalovsky. Og í undir-
búningi eru ópera Verdis, Oþelló, sem
Zeffirelli leikstýrir, The Runaway
Train, sem Kontchalovski leikstýrir
eftir handriti Akira Kurosawa, Fool
For Love sem Sam Shepard skrifar og
leikur í en Robert Altman leikstýrir,
myndir sem Lina Wertmiiller og
Liliana Cavanni leikstýra. Og einnig
Salomé sem Claude d’Anna leikstýrir
og byggð er á samnefndu verki
Oscars Wilde.
„Það eru svo fá fyrirtæki sem veita
þessum nöfnum viðtöku þrátt fyrir
frægö þeirra. Þeir koma því til okkar
því þeir vita að við höfum áhuga á
kvikmyndum,” segir Golan.
Á kvikmyndahátíðinni í Cannes í
vor gerðist sá merkilegi atburður aö
Golan og Jean-Luc Godard skrifuðu
undir samning. .. áborðdúk!
Godard samþykkti að gera mynd
eftir verki Williams Shakespeares, Lé
konungi! Og nota bene, hann á að gera
hana með amerískum leikurum, á
enskri tungu. Féllst leikstjórinn á að
Cannon mætti klippa myndina eins og
því sýndist að því þó tilskildu að God-
ard mætti hafa „the final cut”, sem
kallað er, fyrir franskan og sviss-
neskan markað! Takan átti að fara
fram á Jómfrúreyjum.
Kannski ber að líta á þennan
borðdúkssamning sem grín en engu að
síður sýnir hann vel hversu snjall
auglýsingamaður Golan er.