Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 5
AÐ VERA MED FULLRI UNDIRMEDVITUND Rætt við Sjón um súrrealismann Oh! Þaö byrjar með zebrahryssu. Eg horfi á hana. Ég er nýkominn heim. I herberginu mínu. Z. Hún er stúlkan mín. Ég er eins nálægt henni og ég get. Svartar rendur fyrir báðum augum. Linsurnar. Myrkur sem ekki er hægt að skrifa nóg um. Hún hreyfir sig eitt skref. F. Bjart yfir. Ég hendist aftur. Sé hana alla. Tek hana. Leigubíll vek- ur mig. Lítil rauð augun. Við hurðina. Fjarlægist. Heyri það. Sker ofan af egginu. Salt. Kirsuberjasaft. Helli sól- blómaoiíu yfir gangbrautina. Skríð á maganum yfir. Sofna á gangstéttinni. Vakna. Sólbrúnn. Þar sem hún klóraði mig eru hvít ör. Inn í sefiö. Oh! Sjón heitir höfundur þessara lína, eða réttu nafni Sigurjón Sigurðsson og er því alnafni lögreglustjórans í Reykjavík. Hann er tuttugu og þriggja ára gamall, upprunninn úr því hverfi höfuðborgarinnar sem hvað minnst hefur verið kennt viö ljóðlist: Breið- holtið. Er hann fyrsta breiðhylska skáldið? „Þaö er eflaust rétt,” segir hann, þar sem viö látum fara vel um okkur á Hressó, „en hins vegar var Breiðholtið mjög ljóðrænt þegar ég var krakki. Við lékum okkur þar innan um grjót og grös þar sem steinsteypan tók síöar völdin.” Sjón vakti kornungur athygli fyrir skáldskap. Ékki aöeins vegna þess aö hann var vart kominn af gelgjuskeiði þegar hann byrjaöi að gefa út, heldur og að hann aðhylltist þá stefnu í skáld- skap sem nefnd er SÚRREALISMI. DV hélt á fund hans til að kynnast þess- ari stefnu — agnarögn. Fá íslensk skáld hafa gengist við sæmdar/skammar- heitinu súrrealisti enda þótt áhrif hans leynist víða. Kannski þurfti Breiðholt- ið til. „Eg hef stundum velt því fyrir mér hvort súrrealisminn hafi ekki ver- ið einhvers konar viðbragð við þessu hverfi.” Enginn er eyland og Sjón ekki held- ur. Hann og félagar hans i Medúsu hafa verið mikilvirkir við listiðkun, þar sem mörkin milli skáldskapar, myndlistar, gjörninga og lífsstílsins hafa verið óljós. Kannski eins óljós og mögulegt er. Ritvél „Einhvern tímann byrjuðu þessi ósköp. Veturinn ’77 tók ég þátt í gerð skólablaösins ásamt Þór Eldon sem ég kynntist þegar ég var í níunda bekk. Um þetta leyti var ég byrjaður aö lesa ljóð atómskáldanna af fullum krafti. Ég settist við ritvél og fyrr en varði var ég farinn að semja ljóð. Þetta varð hrein ástríöa. ..” — Eg man eftir því að skáldbróöir þinn, Sigurður Pálsson, sagði mér ein- hvern tímann að hann gæti ekki samið neittaf vitiáritvél. „Eg sem allt á ritvél, rytminn sem skapast er ritvélin hristist á borðinu og stafirnir skella á blaðiö skilar sér í ljóðinu... Eg snerti varla penna nema til að skrifa punkta.” — Nú er varla hægt aö tala um súrrealiska hefð á Islandi. „Nei, ekki beint. En atómskáldin voru vel lesin í þeirri ljóðlist sem var efst á baugi á þeirra tíma. Þeir sóttu mikiö til Frakka sem réðu feröinni og voru margir súrrealistar eða undir áhrifum frá þeim. Eg las til dæmis bók sem heitir Erlend nútímaljóð aftur og aftur í æsku, en hún er gefin út um þaö leyti sem atómskáldin eru að koma upp á yfirborðið. Þar kynntist ég Trist- an Tzara, Eluard og tékkneska skáld- inu Viteslav Nezval. Það lá kannski beint við þegar ég fór að yrkja að ég sækti eitthvað til þeirra. Furðulegir hlutir En ég hef alltaf gaman af furöuleg- um hlutum, draumum og fantasíu. Ég varð líka snemma hrifinn af Edvard Munch, Dalí og Flóka. Eg teiknaði töluvert þegar ég var yngri og ég sé á því eins og fyrstu ljóöunum mínum að ég var ekki langt frá súrrealismanum, enda þótt ég gerði þaö ekki meðvitað þá. Ég held að það sé ekki hægt að yrkja án þess að notast við einhverjar aðferðir súrrealismans. Flest skáld fást einhvern tíman við ósjálfráða skrift, frjálst spil hugans og tengingu innri merkingar oröa. I Fjölbraut var ég aftur viöloðandi skólablaö og fyrr en varði vorum við Olafur Engilbertsson, Matthías Magn- ússon, Þór Eldon og Jóhanar farnir að skrifa, þýða og vinna nútímaljóð. Ein- hvern veginn var það óhjákvæmilegt að útkoman varð súrrealismL Hrekkjalómur og dreymandi Viö fórum svo saman af stað með Medúsu veturinn 1979—80. Jú, ég er forfallinn súrrealisti en það þýðir ekki að ég liti ekki við neinu öðru. Ég er mjög hrifinn af expressjónisma bæði í ljóðlist og myndlist. Og af dadaisman- um, anarkisma, galdri. Yfirleitt öllu sem krefst þess að ég fari mínar persónulegu leiðir í að breyta lífinu. Hjá okkur i Medúsu hefur það komiö fyrir að dadaisminn og súrrealismi hafa skarast. Svona líkt og þegar hrekkjalómurinn og dreymandinn hitt- ast.” — Þið súrrealistarnir hljótið að skandalísera. „Við skandalíserum reglulega reglu- lega. Það fylgja þessu viss prinsíp. Súrrealismi er afstaða til lífsins sem kemur fram í tónlist, myndlist, músík, eða hverju sem menn fást við. Það er því ekki rétt að tala um súrrealiska myndlist heldur frekar myndlist súrrealista o.s.frv. Verkin endur- spegla upplifun okkar á lífinu. Við höf- um trú á að hægt sé að breyta heimin- um með ljóðum. Að ljóð séu raunveru- legt afl. Við vinnum með veruleikanum og reynum að neyða fólk til að sjá hann í nýju ljósi... Þetta er löngunarveru- leiki sem birtist þegar öllum siögæðis- höftum og fyrirframhugmyndum er sleppt. Innri veruleiki mætir ytri. . .. og ef lesandinn upplifir skörunina á stefnumóti innri og ytri veruleika þá gerist eitthvað álíka hjá honum.” Frelsið — En nú enduðu margir frönsku súrrealistanna (Aragon, Eluard...) í kommúnistaflokknum. „Já, ég held aö það hafi verið per- sónulegir veikleikar hjá sumum þeirra. Aðrir sáu að sér mjög fljótt og sneru baki við honum. Þeir yfirgáfu hið sanna frelsi og takmörkuöu sig við afmarkaðan veruleika. Aragon var i rauninni mjög „skynsamur” og féll þess vegna vel inn í lokaða hugmynda- fræði kommúnista. Súrrealisminn er eins opinn og hægt er. Hann er frelsi.. . ICommúnisminn bauð upp á byltingu í hvelli. Sumir hættu að trúa á ljóðið, ástina og drauminn sem byltingaröfl. En Breton t.d. fór út úr kommúnista- flokknum og það er víst að fyrir vikið öölaðist hann ekki eins mikla frægð og frama og Aragon sem var þar áfram. En súrrealisminn er alveg jafnnauö- synlegur nú og þá. Ef ekki meira nauð- synlegur nú. Fólk er alveg jafnhrætt við að lifa drauma sína. Og gervifrjáls- lyndið sem veður uppi er ódýr blekk- ing. ..” Mörk draums og veruleika — En hvað þarf maður að gera til að vera sannur súrrealisti. Hlaupa um berrassaður, éta blóm, ganga í skota- pilsi? „Nei, nei, hreint ekki. En þetta er smekksatriöi. Það er ekki hægt að gefa uppskrift að sönnum súrrealista. Þetta fer eftir hverjum og einum. Það á að brjóta markvisst niður mörkin milli draums og veruleika. Og það eru margir súrrealistar án þess að hafa hátt um það eða vita ekki af þvi. I ljóö- list og málaralist eru býsna margir sem nota sömu aðferðir og súrrealist- ar. Hverjir? Nei, ég held ég sé ekki að telja upp. .. en menn geta líka þvert á móti sagt að margir segist vera súrrealistar og séu það alls ekki. Og það eru fleiri en súrrealistar sem hrífast áf ódýrum hryllingsmyndum, klámmyndum og annarri lágmenn- ingu. Þeir sem gera slikar myndir eru oft svo afslappaðir og óbældir að gullkom- in streyma frá þeim. Nýjasta bókin Oh! er undir sterkum áhrifum frá mörgu slíku. Það er ekkert eins hættulegt og að taka sig alvarlega. Okkur í Medúsu hefur tekist að vera tekið svona eins og poppurum, ekki teknir alvarlega; kannski verið viðurkenndir í besta lagi sem fulltrúar hliðarmenningar.” Ljóð eins og Terminator — En nú hefur það komiö fyrir að þú fáir góöa dóma. Það hlýtur að vera áfall! „Krítíkerarnir sem skrifa vel um okkur eru nú bara fólk og hljóta að vera yfir sig hrifnir af myndum eins og Terminator eða Splash. Terminator vel á minnst! Mig dreymir um að skrifa ljóð eins og Terminator. Það er spennan, maður, spennan. Ást, ljóð, draumur, dauöi: þetta eru tabú sem ekki má tala um og alls ekki upplifa. Ástfanginn maður er vitfirrt- ur, vís til alls og þess vegna er bannaö að vera ástfanginn, raunverulega hold- lega ástfanginn. öll ást er holdleg. Ást- fanginn maður verður ofsafenginn, missir ráð og rænu. Og ekkert fær stöðvað hann frekar en góöan brand- ara.” Óbótamenn og morðingjar — Nú voru súrrealistarnir í Frakk- landi ákaflega hrifnir af ýmsum óbóta- mönnum og dásömuðu jafnvel morð... Helíogabalus, Neró og fleiri voru hetjur þeirra. „Á sama hátt og súrrealisminn tekur mið af trylltri ást eða sjáendum sem fylgja innri röddum, þá sækir hann til þessara „glæpamanna” sem voru jú ekkert nema venjulegt fólk þangaö til á augnablikinu sem glæpurinn var framinn. Þetta er ein leið til að breyta samfélaginu á „ósiðferðilegan” hátt. Og glæpurinn blundar í okkur öllum... „Glæpamennirnir” túlka löngun okkar til að breyta samfélaginu. ..” Með fullri undirmeðvitund — Súrrealistar hafa löngum átt lítt upp á pallborðið hjá þeim sem sitja við stjórnvöl þjóðfélagsins og kjötkatlana. Sjón kvartar líkast til ekki. Sjón og fé- lagar hans í Medúsu eru iðnir við kol- ann sem fyrr. Nýverið gaf Sjón út bók- ina Oh! (Isn’t it wild!), en sýnishom úr henni birtist hér með viðtalinu í upp- hafi og við hliðina á. Sjón las tvívegis upp á tónleikum Megasar og Kukls í Gamla bíói og svo á Norrænni ljóðahá- tíð um síðustu helgi. Er þetta viðtal birtist á prenti mun hann enn lesa upp úr verkum sínum á dagskrá í tengslum viö Norrænu hátiöina sem ber heitið Ljóöskáldasallat: 13, ung og fersk. „Það var auðveldara að vera súrrealisti í framhaldsskóla. Það er ekki fyrr en núna sem það fer að vera erfitt. Það finnst engum sjálfsagt leng- ur að maður hafi þessar skoðanir. Þær eru meira ögrandi. Og það verður erf- iðara og erfiðara næstu fimmtíu árin. Staöa manns er sterkari en þá. Það er erfitt að vera frjáls en ótrúlega skemmtilegt um leið því persónur f jölga sér eins og amaba og heimurinn í kring fyllist af fallegum, undarlegum hlutum. Stefnan er fram á við: Að vera meðfullriundirmeðvitund.” ás

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 209. tölublað - Helgarblað II (14.09.1985)
https://timarit.is/issue/190340

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

209. tölublað - Helgarblað II (14.09.1985)

Aðgerðir: