Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 6
50
DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985.
Einn maður — tvær persónur
Tívolístjórinn komst fljótt aö því aö
Pinon var eiginlega tvær persónur.
Annars vegar var hann sjálfur og hans
karlmannlegi haus. Hins vegar var
þaö kona sem Pinon kallaöi Maríu og
haföi fínlegt konuhöfuö. Shideler varö
frá sér numinn af ánægju, því hinn
klofni persónuleiki stemmdi vel inn í
skemmtidagskrá þá sem hann samdi
kringum Pinon/Maríu. Shideler kynnti
Pinon sem „hjón, frægasta kærustupar
vesturstrandarinnar, sem fyrst var
dæmi um óyfirstíganlega ólukku en
síöan dæmium ólýsanlega lukku”.
Þaö gengur fram af bók Enquists aö
„parið” María og Pinon hafa þjáöst
óhugnanlega í námunni. Umheimurinn
hefur hrakiö „þau” út á ystu nöf eöa í
þaö dýpsta víti og neitað Pinon um aö
fá aö vera manneskja. En í raun er
hann dæmi um þann ófullkomleik sem
sérhver manneskja, skrímsli eöur ei,
veröur aö dragnast meö lífiö í gegnum.
Sú var aö minnsta kosti kenning
Antons nokkurs Lavey sem stofnaöi
djöflatrúarsöfnuð í Westwood viö Los
Angeles. Og sama kenndi „Djöfla-
kirkja” í San Franeisco, en sú kirkja
var stofnuð 1933, skömmu eftir dauöa
Pinons. I þessum djöflakirkjusöfnuöi
voru aöeins skrímsli — og þeim fannst
eðlilegt aö tilbiðja þann engil sem haföi
hrapað ofan úr himnaríki — og nefna
þann fugl Guð.
Hvernig skrímsli verður
maður
Saga Enquists af skrímslinu Pinon
er útsmogin. Hann dvelur lengi viö aö
lýsa óhamingju Pinons í námunni — og
segir frá því hversu mjög Pinon fyrir-
varö sig fyrir viðbótarhausinn.
Svo kemur hann upp á yfirborð jarö-
ar og lítur í spegil í fyrsta sinn. Þá upp-
götvar hann að viðbótarhausinn er
ekki svo slæmur. Hann er meira aö
segja fremur laglegur og blíöur til
augnanna. Og hann skýrir „hana”
Maríu. Þau veröa pariö Pasqual og
María Pinon. Eftir því sem á söguna
líður — og ævi þeirra Maríu, verður
kærara meö þeim, Pinon sættir sig við
tilveru sína: hann er ekki lengur
skrímsli heldur maöur — sem elskar
aöra manneskju og viröir.
Gagnrýnendur hafa lýst þessari bók
Enquists sem afreki — aö honum hafi
tekist aö segja söguna af skrímslinu
þannig aö þróun Pinons úr skrimsli í
mann sé eðlileg, sjálfsögö — sérstæð
en um leið alvanaleg. Undirtitill
Fallinna engla er — ástarsaga.
Skrímslið í okkur öllum
„Ætli því sé ekki svo farið meö okkur
að viö felum skrímslið í okkur innra
meö okkur, horfumst aldrei í augu viö
þaö — flest,” sagöi Enquist í blaöaviö-
tali. „Á tímum, þegar gildi manneskj-
unnar og samhjálpin á í vök að ver jast,
þegar koma fram uppástungur um aö
ekki eigi aö halda lífi í gamalmennum
á stofnunum — þá veröum viö aö
muna, vita, gera okkur grein fyrir aö
öll erum viö manneskjur. Bók mín er
þvermóðskufull vörn fyrir þeim mál-
staö, þeim rétti sem hver og einn hefur
til að vera manneskja. Eg ákvaö að
skrifa um manneskjur á mörkum þess
mennska — ég vildi skrifa um virðingu
og manngildi „skrímslis”, þess sem
hefur hrapað niður úr himnaríki. Bók-
in er langt ástaljóð, ort til manneskj-
unnar.”
Þaö fylgir sögunni um Pasqual
Pinon að María liföi sínu einkalifi
(hvernig sem þaö var hægt) — átti sitt
tilfinningalíf, var í raun önnur mann-
eskja og því ekki út í bláinn aö Pinon
liti á þau sem hjón: Pinonhjónin.
-GG
Á okkar tíö er það fremur sjaldgæft
aö maöur rekist á skrímsli. Skrímsli
viröast alfarið heyra sögunni til og
ekki einu sinni líkur á aö viö fáum aö
berja skrímslið í Lagarfljóti augum.
Og þaö er náttúrulega bannsett
skynsemistrúin sem þessum leiðindum
veldur. Skrímslaskorturinn gerir lífiö
vissulega tilbreytingarsnauöara. Þá
var ástandiö skárra fyrr á öldum.
Og þó berast stöku sinnum fréttir af
skrímslum — en oftast koma þær frétt-
ir úr tímaritum um læknisfræði eöa
mannfræöi; og vísindin gleypa
skrímsliö, loka þaö inni á hæli eöa ein-
hvers staöar víös fjarri forvitnum aug-
um vorum.
Til forna var allt fullt af ófreskjum.
Menn og skepnur, afmynduö á ýmsa
lund, röltu um götur og torg, bæi og
þorp og ekki nema albrjáluðustu tilfell-
in læst innan múra. Sum skrímsli
fyrri tíma áttu viðburðaríkan og
skemmtilegan starfsferil í
skemmtanabransanum, réöust á mála
hjá umferðarleikhúsum og hring-
leikjahúsum og flökkuöu of veröld
víða.
Stjörnuskrímsli
Pasqual Pinon var svona stjörnu-
skrímsli — þ.e. skrímsli úr
skemmtanalífinu.
Pinon fæddist í Mexíkó einhvern
tíma milli 1880 og 1890 og var meö tvö
höfuö. Hann var með venjulegt höfuö
sem hæföi karlmanni: og þar ofan á
var minni haus sem heföi passað vel á
kvenmann. Núna hefur sænski rit-
höfundurinn Per Olof Enquist skrifað
skáidsögu þar sem Pinnn er í stóru
hlutverki. Bókin heitir Fallnir englar og
liefur fengió jákvæöa dóma eins og
viö var að búast, því Enquist er í senn
skarpur og næmur penni, gáfaöur
höfundur. En þaö var þetta með
skrímslið:
Pinon fékk ekki aö vera í friöi meö
sinn varahaus. Meðbræður hans og
systur í Mexíkó álitu að úr því aö hann
var ekki meö einn haus eins og þau
sjálf þá hlyti hann aö vera á vegum
satans sjálfs, eöa einhvers úr
fjölskyldunni í neösta víti. Og menn
tóku vesalings Pinon, bundu og kefluðu
og geymdu niöri á botni dimmrar
koparnámu. „Eins og engill fallinn af
himni ofan var honum haldiö í gísl-
ingu, haföur í pant gegn illskunni
sjálfri,” skrifar Enquist.
I febrúar 1922 var Pinon bjargaö úr
prísundinni. Þaö gerði tívolístjórinn
John Shideler frá San Diego í Kali-
forníu. Og Pinon varð stjörnuskrímsli.
HREVh
TRYCGIR ÞÉR ÞÆCINDIFYRSTA SPÖUNN
Bill fra Hrevfll flytur þig þægilega og a rettum
tima a flugvolllnn.
Pu pantar fyrirfram
Við hja Hreyfli erLjm tilhunir að flytja þig a Keflavikur-
flugvoll a rettum tima i mjukri limosinu Malið er
einfalt Þu hringir i sima 685522og greinir fra dvalarstað
og brottfarartima Við segjum þer hvenær öillinn
kemur
Eitt gjald fyrir hvern fatpega
Við flytjum þig a notalegan og odyran hatt a
flugvollinn. Hver farþegi borgar fast gjald Jafnvel þott
þu sert emn a ferð borgarðu aðeins fastagjaldið.
Viö vekjum þig
Ef brottfarartimi erað morgni þarftu að hafa samband
við okkur milli kl 20 00 og 23 00 kvoldið aður Við
getum seð um að vekja þig með goðum fyrirvara, ef þu
oskar Þegar brottfarartimi er siðdegis eða að kvoldi
nægir að hafa samband viðokkur milli kl. 10:00 og 12 00
sama dag
UREYFILL
685522