Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985. 59 BÍLAR Umsjón: Jóhannes Reykdal BMW325i með fjórhjóladrifi með eyðslugrannri dísilvél sem sér- staklega var hönnuð með litla mengun íhuga. Nýi 325i bíllinn er nú meö 171 hest- afls (125kW) vél v. 5800 sn. og há- markshraða 217 km. Rúmtak vélarinn- ar er 3494 rúmsm. Þessi nýja vél verður í nýjum opnum sportbíl, 325i, sem kemur í stað 323i, og eins í fjór- hjóladrifna bílnum. Dísilvélin er raunar sú sama og áður var komin fram í stóra bílnum, 542d. Auk þessara nýjunga í 3-línunni mun BMW sýna nýjan keppnisbíl í mótorsporti frá verksmiðjunum sem byggður er á 3-línunni og kallast m3. koma> tit »■** * ?£££* « ■"*“ BMW-bílasmiöjurnar hafa tilkynnt um hluta af þeim nýjungum sem koma munu fram á næsta ári og verða þær sýndar í fyrsta sinn opinberlega á 51. alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt sem byrjar á mánudag. Aðallega er hér um að ræða útvíkk- un á 3-línunni frá verksmiðjunum sem átt hefur miklum vinsældum að fagna. Fyrst ber að telja að nú hefur BMW skellt sér í slaginn með öðrum bíla- framleiðendum, sem kynnt hafa fjór- hjóladrifna bíla undanfarið, og kynnir nú í fyrsta sinn 325i með fjórhjóladrifi. Nýlega kynntu verksmiðjurnar nýja gerð 325e og nú í Frankfurt verður kynntur nýr dísilbíll, 324d, og er hann — auk fleiri nýjunga í 3-línunni Sportbíllinn 325i er með þeim sprækari á markaðinum, vélin sex strokka og 171 hestafl. Hámarkshraðinn er sagður vera um 217 km á klst. 51 INT. AUTOMOBIL-AUSSTELLUNG FRANKFURT/M 12 -22 SEPT 1985 Á mánudaginn opnar 51. al- þjóðlega bílasýningin í Frankfurt dyr sínar fyrir áhugasömum bílaaðdáendum. Þessi sýning er haldin annaö hvert ár og er ein sú stærsta slíkra sýninga sem hald- in er í heiminum. Ávallt er beðiö eftir þessari sýningu með nokk- urri eftirvæntingu því margir bílaframleiðendur telja þessa sýningu besta vettvanginn til aö kynna helstu nýjungar sínar. Undanfarin ár hafa ávallt komiö fram óvæntar nýjungar á þessari sýningu sem ekki var vitað um fyrirfram. Meöal þeirra nýjunga sem vit- að er um nú má nefna að frá Ford verða sýndar endurbættar gerðir af Escort og Orion ásamt hinum nýja Ford Scorpio en nú með f jór- hjóladrifi frá Ferguson líkt og Orion4X4. Frá Opel mun veröa sýndur Kadett í blæjuútgáfu og eins ný f jögurra dyra gerð af Kadett. Helsta útspil frá Mercedes Benz verður nýr stationbíll í W124 línunni ásamt nýjum fjór- hjóladrifnum bíl úr stóru S-lín- unni. VW og Audi verða ekki með stórar né miklar breytingar svo vitað sé, nema ef nýi 80 bíllinn komi óvænt fram í dagsljósiö. Helsta breytingin sem vitað er um frá þessum verksmiðjum er breyting á vélunum, sem er fólg- in í nýjum vökvaundirlyftum fyrir ventla, sem hafa í för með sér að ventlastilling á að vera úr sögunni. Einnig á elektróniska kveikjukerfið að hafa verið endurbætt á þann veg að stilling þess á að endast líftíma vélarinn- ar. Nýtt mælaborð í Citroen BX DIGIT: Skýringar: 1. Fjarstýring á miölæsingu (centrallocking) á dyrum. 2. Stýring á birtu í mælaboröi. 3. Gluggi sem sýnir aflestur frá örtölvu (aukagluggi) 4. Digital hraðamælir. 5. Hröðunarvísir (sem sýnir hlut- fallhraða). 6. Viðvörunarljós sem sýnir að afturljós logi ekki. 7. Viövörun um illa lokaðan aftur- hlera. 8. Ljósarofi sem sýnir með gaum- ljósi hvaða ljós loga. 9. Viðvörun um opnar dyr. 10. Viðvörun um opið vélarlok. 11. Bensínmælir með viðvörunar- ljósi. 12. Kílómetramælir. 13. Núllstilling á dagteljara. 14. Dagteljari á km-mæli. 15. Elektróniskur snúningshraða- mælir. 16. Olíu-þrýstingsmælir. 17. Gaumljósv.yfirfyllingarávél. 18. Rofi til að kalla fram aflestur frá örtölvu. 19. Kassettuútvarp sem hægt er að taka með sér úr bílnum. 20. Ortölva. 21. Skjár f. örtölvu. Forsmekkur að mælaborði framtíðarinnar? Framleiðendur Citroén bifreiðanna hafa löngum þótt framúrstefnulegir í hönnun bíla sinna, bæði að utan sem innan. Mælaborðið hefur jafnan þótt vera sérstætt og nú hafa Citroénverk- smiðjurnar bætt um enn betur og kom- ið fram með nýtt mælaborð í líkingu við þau sem áður hafa sést í einstaka japönskum bílum. Hér er um aö ræða nýtt mælaborö í Citroén BX, sem kynnt var í fyrsta sinn 5. september síðastliðinn, og kall- ast bíllinn nú BX19 DIGIT. Þetta mælaborö er í BX 19 GT bílnum (1905 rúmsm, 105 hestöfl, 185 km hámarkshraði) og sýnir starfsemi vélarinnar og hröðun bílsins á nýstár- leganhátt. örtölva er tengd þessu mælaborði og sýnir ýmsa starfsemi auk þess aö gefa upplýsingar um hraða og eyðslu auk annarra hluta og er hægt að sjá aflest- ur frá tölvunni í mælaborðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 209. tölublað - Helgarblað II (14.09.1985)
https://timarit.is/issue/190340

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

209. tölublað - Helgarblað II (14.09.1985)

Aðgerðir: