Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 18
62
DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985.
EFNI
UngurFrakki að nafni Besson
vekurmikla athygli fyrir
nýjustu mynd sína sem
nefnist SUBWAY
STÍLL OFAR
dag einn þegar hann var aö ferðast
meö „metro”, neðanjarðarlestinni í
París. Hann staldraði viö hjá lestar-
stöð sem verið var að endurbyggja og
settist þar niður smástund. Allskonar
hugmyndir mynduðust í kolli hans og
eftir nokkra tíma var hann búinn að
gera gróft handrit að kvikmyndinni.
Síöan tók fimm mánuöi aö kvikmynda
Subway. Töluvert var lagt í þessa
mynd miðaö við franskan kvikmynda-
iðnaö en sú áhætta virðist hafa skilað
sér vel eins og áður sagði.
myndirnar með þessari grein til að sjá
hve vel hann fellur að hlutverkinu.
Myndræn útfærsla
Hann hefur í blaðaviðtali nýlega lýst
því hvernig hann fékk hlutverk Freds:
„Ég var í London að leika í myndinni
Greystoke,” sagði hann, „þegar ein-
hver hringdi í mig frá París og mynd
að nafni Subway barst í tal. Þetta var í
fyrsta skipti sem ég hafði heyrt um
þessa mynd og var mér tjáð að þegar
væri búið að fá leikara í öll hlutverk.
En samtímis festist í höföi mér orðiö
Subway og ég heyrði sjálfan mig segja
„Þetta verður stórkostleg mynd”.
Eftir að ég hafði lokið við að leika í
Greystoke kom ég aftur til Parísar. Ég
var á gangi meö vini mínum eftir
Champs-Elysées þegar við hittum
Besson. Við vorum kynntir en ég vissi
ekki þá að hann hafði ákveðiö að
breyta hlutverkaskipan vegna þess aö
Sting gat ekki verið með í myndinni.
En þaö sem gerst hafði var að á einka-
sýningu á Greystoke hafði Besson
ákveðið að ég væri sá sem hann væri aö
leita að. Þegar ég síöan las handritið
sagði ég strax já. Það var stórkost-
legt.”
Frá myndrænu sjónarmiði er
Subway talin stórkostleg. Neðan-
jarðarkerfi járnbrautanna í París er
heimur út af fyrir sig. Sviðsmynd þar
er mjög myndræn og auövelt fyrir
frjóan leikstjóra að gera gott efni með
þann bakgrunn. Því má segja að
Subway sé ein rósin enn í hnappagatið
fyrir franska kvikmyndagerö.
-BH.
Hér sést Fred (Christopher Lambert)
Ef frá eru talin Bandaríkin, þá hefur
líklega engin önnur þjóð lagt eins
mikiö til málanna í kvikmyndagerð og
Frakkar. Þeir voru í fararbroddi
þegar kvikmyndin sem slík var að
fæðast sem fjölmiðill auk þess að þeir
þróuðu nýjan stíl hvað varðar mynd-
mál. Það vill oft gleymast að það voru
Frakkar en ekki Bandaríkjamenn sem
voru risar í kvikmyndaiðnaðinum
fram aö fyrri heimsstyrjöíd. Á þessiun
tíma dreifði Pathé dreifingarfyrir-
tækið tvöfalt fleiri myndum í Banda-
rikjunum en öll amerísku fyrirtækin
samanlagt. Þessi forysta Frakka var
lögð í rúst í fyrri heimsstyrjöldinni en
þótt Frakkar yrðu að láta í minni pok-
ann fyrir Bandaríkjamönnum voru
þeir samt sem áður leiöandi afl í kvik-
myndagerð í Evrópu, ekki síst vegna
þess hve marga listræna leikstjóra
þeir áttu. Hér má nefna menn eins og
Réne Clair, Jean Renoir og Marcel
Carné svo einhverjir séu nefndir.
Árið 1959 urðu þó nokkur tímamót í
sögu kvikmyndagerðar í hinum
vestræna heimi sem mátti rekja til
Frakklands. Þá var frumsýnd myndin
hans Jean-Luc Godard, A Bout De
Souffle með þeim Jean Paul Belmondo
og Jean Sieberg í aðalhlutverkum. Var
hér um að ræða kveikjuna að hinni svo-
kölluðu nýbylgju í kvikmyndagerð.
Fleiri góðir menn lögðu hönd á plóginn
við þetta frjókorn frönsku nýbylgj-
unnar, svo sem þeir Francois Truffaut,
sem skrifaði handritið, Claude
Chabrol, sem var framleiðandi, og
Eraul Coutard sem sá um lýsinguna.
Þessir menn lögðu grunninn að
frönsku nýbylgjunni ásamt þeim Eric
Rohmer og Jacques Rivette.
Nýtt blóð
Eftir nokkra ládeyðu milU 1970 og
1980 náði frönsk kvikmyndagerð sér
aftur á skrið. Nýir menn tóku við af
gömlu meisturunum og allir lögöust á
eitt til að auka veg og virðingu franskr-
ar kvikmyndagerðar. Gömlu meistar-
arnir hjálpuðu einnig til eins og best
sést á nýjustu mynd Claude Chabrol
sem ber nafnið Poulet Au Vinaigre.
Godard virðist aldrei eldast a.m.k.
ekki í hugsun eins og myndir hans, Je
Vous Salue, Marie, sem ætlunin var að
lita á timarit sem fjallar um uppáhaldsefni hans sem er rokktónlist.
sýna á sl. kvikmyndahátíð, og svo
Detective, sýna.
En nýju leikstjórarnir vekja ekki
síður athygli. Það er erfitt að ímynda
sér að mynd eins og Diva væri gerð
annars staðar en í Frakklandi. Myndir
í þessum flokki eru listavel gerðar þar
sem stíll er oft á tíðum settur á hærra
pallborð en efni. Þessar myndir endur-
spegla nútímaþjóðfélag fyrir ungt fólk
þar sem fjölmiðlar og umhverfi móta
sterklega lífsmáta og atferlissniö
fólks. Einnig virðist sem þessar
myndir eigi svo sannarlega upp á pall-
borðið hjá kvikmyndahúsagestum
enda ungt fólk þar í meirihluta.
Undirheimar
Ein sú mynda sem fellur undir
þennan flokk er franska myndin
Subway en hún hefur gengið mjög vel í
Frakklandi að undanförnu. Myndin er
byggö í kringum tvær söguhetjur, þ.e.
Fred (Christopher Lambert) og
Helenu (Isabelle Adjani). Fred er smá-
glæpamaður sem brýst inn í peninga-
skáp á heimiU Helenu og manns
hennar meðan á veislu stendur. Þar
kemst hann yfir skjöl sem geta komiö
þeim hjónum á kaldan klaka. Eftir
eltingarleik við lífverði Helenu flýr
Fred niður í franska „metro”, neðan-
jarðarlestarkerfið. Þar hittir hann
fyrir hóp manna sem að býr þarna
neðanjarðar. Þar kennir einnig
margra grasa og eru margir persónu-
leikarnir æði litríkir. Fer vel á með
Fred og þessum mislita hópi en Fred
virðist eyða mestum tíma sínum í að
sinna sínu áhugamáli sem er rokktón-
list.
Honum tekst að tæla Helenu á fund
| sinn í „metró”. Eftir að hafa kynnst
Fred ákveður hún að yfirgefa eigin-
mann sinn sem hún er oröin leið á og
dveljast hjá Fred ekki síst vegna þess
hvað henni finnst lífernið þarna
neðanjarðar spennandi. Þetta veldur
því að eiginmaður Helenar setur nú
eins mikinn kraft og hægt er í leit sína
að Fred og stolnu skjölunum. Verður
ekki farið nánar út í söguþráðinn
heldur veröa áhorfendur aö komast að
raun um endi myndarinnar þegar þar
að kemur.
Ungur leikstjóri
Þótt efni myndarinnar minni aö
mörgu leyti á dæmigeröa svokallaða
„underground” mynd þá virðist
Subway ná til stórs hóps áhorfenda.
Það sem reið líklega baggamuninn er
einstaklega næm leikstjórn af hendi
Frakkans Luc Besson sem aðeins er 26
ára gamall. Hann hefur aöeins gert
eina mynd áður en það var myndin The
Last Battle sem gerö var 1982 og gaf
honum 12 alþjóðleg verðlaun á kvik-
myndahátíöum víða um veröld.
Besson gaf tóninn í The Last Battle
hvað varöar óvanalega hæfileikaríka
leikstjórn. Myndin var tekin í
svart/hvítu og stereótón án nokkurs
tals. Hér var um að ræða ævintýra-
mynd sem átti að gerast eftir kjarn-
orkustríð.
Hugmyndin að Subway fékk Besson
Tarsan sem pönkari
En þá var komið að einu vandasam-
asta atriðinu, sem var val leikara í
aðalhlutverk. Fyrir vaUnu sem Helena
varð Isabelle Adjani. Henni leist vel á
handritið, ekki síst hvernig sviðs-
myndin var hugsuð kringum hin ýmsu
atriði. Meiri vandi var fyrir höndum
hjá leikstjóranum aö velja í hlutverk
Freds.
Upphaflega hafði Besson ætlað sér
að fá söngvarann Sting í hljómsveit-
inni Police í aöalhlutverkið. Sakir þess
að Sting var búinn að festa sig annars
staðar þegar upptökur á Subway
hófust, þá varð Besson að leita fyrir
sér annars staðar. I þetta sinn varð
fyrir valinu Christopher Lambert sem
festi nafn sitt á spjöld sögunnar sem
kvikmyndaleikari fyrir frábæra túlkun
sína á Tarsan í myndinni hans Hugh
Hudson, Greystoke, sem sýnd var í
Austurbæjarbíói fyrir nokkru síðan.
Þeir sem eiga erfitt með að
ímynda sér Lambert í hlutverki Fred
þurfa ekki annað en að viröa fyrir sér
Subway byggir töluvert á nánu sambandi þeirra Helenu og Fred