Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985.
51
Salvador
Dali
lætur
móðan
mása
„Takið eftir, ég vil ekki að litið sé á
mig sem málara, heldur sem hugsuð.”
Það er Salvador Dali sem hefur oröiö.
Dali er nú oröinn aldraöur mjög, 81
árs, og býr nánast sem einbúi í la
Torre Galatea, aðsetri sínu í Figueras.
Þar hefur hann búið frá því í
september er hann varð að flytja frá
Pubol-kastala vegna bruna. Dali
brann illa og í kjölfarið komu upp mikil
hneykslismál. Hann umgengst
einungis örfáa aðstoðarmenn. Þeir
liggja undir ámæli fyrir að sinna meist-
ara Dali illa, hafa af honum fé og vera
flæktir í málverkafölsun í stórum stíl.
Látum kyrrt liggja hvað er satt í því.
Frá því árið 1980 hefur Dali
einangrað sig að mestu frá
umheiminum. Hér áöur fyrr var
Pubol-kastali musteri vina, kunningja
og aðdáenda Dali sem ætíð var vel
tekiö af Dali og Gölu, eiginkonu hans. I
upphafi árs 1980 lokaöi Dali fyrir allan
gestagang, þá þegar orðinn veikburða
og þunglyndur. Tveimur árum síðar
lést Gala og ekki varð Dali mann-
blendnari fyrir vikið. Markgreifinn af
Pubol, eins og hann heitir eftir að Jó-
hann Karl Spánarkonungur aðlaði
hann, veitir nánast engin viðtöl. Þrátt
fyrir það tókst útsendara Paris Match
að hafa tal af honum.
Dáist að keisurum
Samningaviðræður stóöu lengi yfir
en loks í sumar fór viðtalið fram. Dali
bjó spurningarnar sjálfur til: 1.
Konungdæmiö á Spáni 2. Englarnir 3.
Kúbisminn 4. Súrrealisminn. Eftir
þessum línum fór viðtalið að mestu.
— Eruð þér fylgjandi konungdæm-
inu?
„Já, ég er fylgjandi konungdæmi,
það er ástand frá guði komiö. Eg hef
ætíð dáðst að keisurum, konungum og
meira að segja harðstjórum. Hvað
væri Frakkland án Loðvíks 14. eða'
Spánn án konunga sinna? Ekkert! I
frönsku byltingunni voru brennd góð
málverk og góðar bækur, um leið og
forréttindi konungsins voru afnumin.
Ég dái mest Trajanus. Þegar hann
hernam Dakíu var stungið upp á því
við hann að byggð yrði bátabrú til að
fara yfir Dóná. „Ég vil steinbrú,”
sagði hann. „Rómverskur keisari fer
ekki yfir Dóná á trébrú. ”
Ég dái konung vorn, Jóhann Karl.
Og það er dálítið mér að þakka að hann
er konungur. Ég sagði við Franco:
„Yðar hátign, ef yður tekst að endur-
reisa konungdæmiö þa verðið þér eins
og Velasquez viðMenines.” ”
Tancredo
— Þér hittuð Franco árið sem
ólívurnar í Ampurdan frusu?
„Já, það var agaíegt, plönturnar
voru allar dánar, en hann lét gróður-
setja nýjar. Franco var dularfullur
maöur. Ég kallaði hann Tancredo í
grini.
(Tancredo á rætur að rekja til
nautaatshefðar Spánverja.Tancredo er
hvitklæddur nautabani scm scst á stól
á miðjum vellinum og reynir svo að
sitja grafkyrr eins lengi og hægt er —
þar til nautið er að stökkva á hann.)
Á einum fundinum sem ég átti með
Franco var hann í hlutverki
Trancredos. Hann beið min innst í sal
nokkrum, standandi fyrir framan
spænska fánann. Hann beið grafkyrr
allt þar til ég var alveg kominn að
honum. Þá fyrst rétti hann mér
höndina. . . . Einu sinni, þegar ég
sýndi í Madrid, kom hann og lét taka
niður myndina Brauðkörfuna og svo
var hún hjá honum mjög lengi.”
— Mér var sagt að hann hefði látiö
gera eftirmynd af henni, segir
aðstoðarmaður Dalis, Pitcot.
„Ég veit það ekki. En hvert kvöld,
áður en hann fór að sofa, sagði hann i
gríni: „Jæja, hvaö sagði Dalí í dag?”
Spyr jið annarrar spurningar.”
Picasso var mér faðir
— Þér talið mikiö um Picasso þessa
dagana . . .
„Picasso, hann var mér faðir. Hann
fæddi mig og hýsti og lánaði mér
peninga tU aö fara tU Bandaríkjanna.
Ég hef endurgreitt honum næstum aUt,
þó ekki alveg .. . Ég heimsótti hann
tvisvar í viku fyrir hádegi. Hann átti
þá heima í Rue de la Boetie. Hann las
fyrir mig ljóð, mjög falleg ljóð sem
hann haföi samiö. Hann var með Juan
Gris á heilanum. Haim horfði á
hvernig hann fór aö því að mála,
hvernig hann blandaöi litina.
Þetta var á kúbismaskeiðinu, þegar
hlutir voru leystir upp og sýndir frá
mörgum hliðum í senn. Hann sagði við
mig: „Þú skilur um leið hvað ég er að
gera. Listgagnrýnendur eru asnar sem
skilja ekki neitt.” Síðar hættum við að
hittast: hann var skráður í Flokkinn.
En ég sendi honum ætíö póstkort á
sama tíma ár hvert.”
Hvorki konur né
sniglar í júlí
„Ég skrifaði aUtaf það sama á
kortin, setningu á katalónsku: „A1
juUol ni dona ni cargol” (Hvorki konur
né snigla í júU). Eitt sinn var ég beðinn
um að skrifa grein um Picasso. Ég tók
texta sem hét Inniskór Saffóar og
skipti á nöfnum Picassos og Saffóar.
Það var frábært. Spyrjið annarrar
spurningar.”
— Þér hafið mikinn áhuga á
gullgerðarlist. Sagt er að þér
rannsakið nú ljósmynd af kvikasilfri
sem kvað hafa sömu áferð og
Brauðkarfan, ef hún er skoðuð í raf-
eindasmásjá?
„Ég þarf énn að stunda miklar
rannsóknir. Ég hef reyndar endurskírt
Brauðkörfuna eftir einkunnarorðum
Önnu frá Bretaskaga „Dauöi fremur
ensmán”.”
Kolkrabbinn
— Og koUírabbinn? (Blaöamaður
vitnar til smokkfisks úr viði sem DaU
hefur komið fyrir á enninu á
eftirprentun af Mósesi Michelangelos.)
„Það var þegar ég fór að fá þrá-
hyggjuna varðandi dauða Beilinis.”
(Vincenzo BelUni, höfundur La Norma,
dó 1835 viö dularfullar aðstæður.) Einn
góðan veðurdag kvað DaU upp úr með
að BeUini hefði látist úr eitrun
frumdýrs sem þrífst í þvagfærum
vissra kolkrabbategunda. Hann lét
framkvæma rannsókn sem sannaöi tU-
gátuna. Líffræðingar lögðu blessun
sína vfir hana. sem og Bellini- |
stofnunin í Catane. Dali varð ægiglað-. :
ur rétt eins og þegar stærðfræðingur-
inn René Thom staðfesti þá skoðun
hans að burðarlínur heims lægju í |
gegnum jámbrautarstöðina í Perpign-
an. ;
Salvador DaU heldur áfram.
„Kolkrabbinn á höfði Mósesar er súr- 1
realískur hlutur. Þetta tengist hvert i
öðru: kvikasilfrið, Brauðkarfan, j
Móses bjargast úr vatninu og i
smokkfiskurinn sem vísar svo tU 1
Bellinis.”
— En Dali stöðvar súrreaUska
einræðu sína. Hann viU heldur tala um ;
fortíöina. Hann upplýsir að Christian
Dior hafi lengi verið verndari sinn, því
hann gangi með mynd eftir DaU á sér.
Hann talar um Chanel, Schiaparelli )
(„Hann var grimmur.”), en með
honum bjó Dali tU hhui fræga Hattskó,
og svo um Noailles vísigreifafrú, en
hjá henni var frumsýningin á
Gullöldinni. Og hann talar um
Faucigny-Lucinge prinsessu,, sem var
svo virðuleg að manni hefði ekki þótt
neitt óviðeigandi þótt hún heföi gengið |
með hárkollu á öxlinni.”
Og upp úr þurru segir DaU bláða- |
manni Paris Match: „Vitið þér að ég !
hef oft verið settur í steininn? I fyrsta
skipti var það út af föður mínum. Einu
sinni var mér stungiö inn í Madrid, I
þegar ég var rekinn úr Ustaskólanum. j
Og svo var mér stungið inn í New York :
er ég ók baðkeri inn um gluggann á
Bonwitt Tellerbúðinni sem ég hafði
veriö að skreyta... Aðraspurningu.” !
— En safnið yðar? Það er búiö að ;
klára það. Hafiö þér nýjar áætlanir á i
takteinunum?
„Ég ætla að heimsækja safnið í
næstu viku. Vitið þér að þetta er
vinsælasta safn á Spáni? Næstu
spurningu.”
— ÆtUð þér að fara í hús yðar, Port
LUgat, í sumar?
„Nei, nei. Það er of mikið af 1
ferðamönnum. Ég vil ekkert sjá, j
hvorki blóm né fólk. Ekkert nema þráð j
sem hangir ofan úr loftinu. |
Einsemdina.”
Klukkan í San Pedro kirkjunni þar sem |
Salvador FeUpe Jacinto var skirður fyrir
81 ári, slær níu högg. ViðtaU Paris Match |
við DaU er lokið. Og það hafði gleymst að
talaumenglana.