Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Blaðsíða 6
6
DV. FÖSTUDAGUR11. OKTOBER1985.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Eyjólfur Melsted búinn afl koma maukinu í pressuna og þrýstir vatninu út. Vatnsósa pappírinn biflur
vinnslu í þvottabalanum. Fremst sjáum við pappírsklumpa tvo. Sá Ijósari er orðinn þurr í gegn og tilbúinn
til brennslu.
Pressan pressuö:
segir Eyjólfur Melsted
Fáar þjóöir lesa og gefa út eins mörg
dagblöö og við Islendingar. Á hverjum
degi fyllast blaða- og tímaritagrindur
íslenskra heimila af nýjustu útgáfun-
um og mestur hluti þeirra endar ævi-
skeið sitt í sorptunnunni nokkrum dög-
um síðar. j
— Hvað er annað hægt aö gera viö
dagblaðabunkana en fleygja þeim?
spyrja nú sumir. j
Hér á íslandi hefun þeim yfirleitt
verið hent beint á haugana. Fram aö
þessu hefur lítill hluti jpappírsstaflans
farið í einhvers konar endurvinnslu.
Hjá milljónaþjóðum eflendis ber
meira á endurvinnslu dagblaða en hér.
I Bandaríkjunum er til dæmis algengt
að sjá stóra stálgáma við íbúðahverfi
og eru dagblaðakaupendur hvattir til
aö kasta blöðunum í þá eftir notkun i
staðinnfyrirað kastaþeimísorpið.
Þegar blaðagámarnir eru síðan full-
ir eru þeir teknir og dagblaðapappír-
inn endurunninn. Oft eru það ýmiss
konar líknarfélög sem sjá um útgerð
slíkra pappírsgáma og fá vissa umbun
fyrir sitt verk frá þeim fyrirtækjum er
sjá um endurvinnslu pappírsins.
Dagblaöapappír er þó brúklegur i
ýmislegt.
Eyjólfur Melsted tónlistarmaður
hefur í tvö ár gert sér mat úr þeim dag-
blöðum er til falla á heimili hans. Með
sérstakri pressu hefur hann unnið
bréfklumpa er hann hefur síðan notað
sem öndvegis eldsneyti í viðarofninn í
sumarbústaðnum. Með þessu segist
Eyjólfur hafa sparað sér mikil eldi-
viðarkaup og líklega stórfé.
„Eg rakst á þessa pressu í Þýska-
landi fyrir nokkrum árum,” segir
Eyjólfur, ,,á þeim tíma er umræða um
orkusparnaö var hvað almennust.
Þetta er sáraeinfalt verkfæri og fer lít-
iðfyrirþví.”
Eyjólfur byrjar á því að rífa dag-
blöðin sín í þunnar ræmur. „Ætli ég
noti ekki svona tvö helgarblöð í hvert
holl,” segir Eyjólfur. Síðan kemur
hann þeim fyrir í bala fullum af vatni.
Stærð balans skiptir ekki máli. Oft er
þægilegt að hafa hann á svölunum eða í
skúrnum, sæmilegur þvottabali er
fyrirtak. Dagblaðaræmunum er skellt
í vatnið og þær látnar liggja í bleyti þar
til pappírinn er orðinn vel vatnsósa.
Aö sögn Eyjólfs er yfirleitt nóg að láta
pappírinn liggja í svona einn sólar-
hring.
Pressan pressuð
Eftir sólarhing í bleyti er pappírs-
deigið orðið boðlegt í pressuna. „Ég
tek einfaldlega vænan slurk af vatns-
ósa pappírnum og nota pressuna til að
pressa úr honum allt það vatn sem
mögulegt er. Pressan myndar svo
bréfklump sem ég læt þorna í liðlega
viku áður en hann er hæfur til
brennslu,” segir Eyjólfur.
Pressan góða sem Eyjólfur rakst ó í Þýskalandi. Einföld smið og ódýr.
Pressuninni lokið, klumpurinn tekinn úr.
Að sögn Eyjólfs hafa bréfklumparnir
hans reynst fyrirmyndar eldiviður í
viðarofni sem hann á í sumarbústaðn-
um. „Ég nota nú yfirleitt annan eldiviö
til að kveikja með upp í ofninum en
bréfklumparnir hafa síðan reynst vel
við aö halda hitanum í bústaðnum.
Þetta myndar fljótt glóð og brennur
ekki með miklum loga, auk þess sem
þeir taka mjög fljótt eld,” segir Eyjólf-
u..
Ekki kvað Eyjólfur neina ólykt af
pappírsklumpunum er þeir brynnu en
DV-myndir KAE.
sagöi hugsanlega varasamt að brenna
þeim annars staðar en í lokuðum eld-
stæðum. „Askan af þessu er mjög fín,
stundum nota ég hana til áburöar
þannig að hér er um gjörnýtingu á dag-
blaðapappírnum að ræða.”
Ekki kvaöst Eyjólfur vita af öðrum
er stunduöu slika brennslu á dagblaöa-
pappír en kvaö bér um mjög svo ein-
faldan verknað að ræða og sniöugan
fyrir þá sem spara vildu eldiviðar-
kostnað viö upphitun sumarbústaöa
sinna, ekki síst á köldum árstíðum.
Verð- og þyngdarmerking-
ar á brauði og kökum
Nokkuð hefur borið á fyrirspurn-
um á Neytendasíðu um reglur þær
er gilda um þyngdarmerkingar
á brauði og kökum. Þann 7. des.
1983 gaf Verðlagsstofnun út nýjar
reglugerðir um verð- og þyngdar-
merkingar á brauði, kökum og kexi.
Eftirfarandi upplýsingar eru tekn-
ar úr nýjasta tölublaöi Verðkynning-
ar er Verðlagsstofnun gefur út.
1. Á eftirtöldum vörum er skylt að
gefa upp bæði verð á sölueiningu og
verð á kílói eða 100 g miðað við köld
brauö.
a. Matarbrauð alls konar, heilt og
skorið í sneiöar, flatkökur og hveiti-
kökur.
b. Kex, smákökur, tvíbökur,
hrökkbrauð og þess háttar.
2. Á eftirtöldum vörum má sleppa
upplýsingum um verð á kílói eöa 100
g ef lágmarksþyngdar er getið.
Rúnnstykki, horn, kruður, kruöuboll-
ur, pylsu- og hamborgarabrauð og
þess háttar.
3. Á eftirtöldum vörum nægir að
gefa upp verð á sölueiningu:
Tertubotnum, formkökum, vínar-
brauðum, snúöum, sætum bollum,
kleinum, þurrkökum, kransakökum,
r jómakökum og þess háttar.
Nánari upplýsingar fást á skrif-
stofu Verðlagsstofnunar, Borgartúni
7, Reykjavík, sími 27422.
Auglýsingaþjónustan
Sameinumst öfl um taó