Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Page 15
DV. FÖSTUDAGUR11. OKTOBER1985. 15 Menning Menning Menning Menning Hálf ur veruíeiki Sýning Eyjólfs Einarssonar íListmunahúsinu Eyjólfur Einarsson var lengi vel einn af síöustu móhíkönum þess bylgjustíls í afstraktlist sem Þor- valdur Skúlason innleiddi og enn eimir eftir af hjá núlifandi septemb- ermönnum. Línur og litir eru lagðir á myndflötinn í miklum sveiflum og leitast er viö að skapa myndrænar líkingar fyrir náttúrleg öfl. En meö- an eldri bylgjumenn voru allir í há- loftunum var Eyjólfur jarðbundnari í líkingum sínum. Eg haföi a.m.k. á tilfinningunni aö hann væri í raun aö mála landslag og gefa til kynna mannlega nærveru í því. Stundum undu línur hans upp á sig, mynduöu kjarnaform sem voru eins og ávæn- ingur af anatómíu. Herslumunur Ég þykist nú hafa verið sannspár því á síöustu tveimur árum hefur Eyjólfur verið aö nálgast veruleika hlutanna hægt og bítandi og á sýningu hans í Listmunahúsinu vantar nú aöeins herslumuninn upp á þaö aö hann stígi það skref til fulls. Eins og stendur ríkir nokkurs kon- ar millibilsástand í verkum hans, kannski hálfur veruleiki. Megin- áherslur þeirra rekja rætur sínar til afstraktmálverksins og hér á ég viö hina stóru fleti og burðarása sem hvorir tveggju eru málaðir með þeim glæsibrag sem Eyjólfur er þekktur fyrir. Þessir þættir styöja síðan viö þá atburði sem eiga sér staö í mynd- unum, sjálft frumlagiö. Þegar aö þeim kemur notar Eyjólf- ur ýmsa tækni súrrealista, vitnar jafnvel í velþekkt súrrealísk mótíf, taflborðiö, teninginn, eggið. Mest beitir hann þó því bragöi súrrealista Eyjólfur Einarsson — Fönix, 1984 (nr. 19). Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson aö umturna hinu þekkta eöa gera þaö óvirkt meö einhver jum hætti. Þokkafull skáldverk Andstæðum fyrirbærum er teflt saman, viötekin f jarvídd og rými eru tekin úr sambandi, óskiljanleg atvik gerast, en þó er alltaf eins og okkur komi þetta allt viö. Eyjólfur er þó gersneyddur djúpstæðri bölsýni margra sígildra súrrealista. Hann er ekki í því aö senda tilverunni langt nef eöa umbylta trú okkar á rökræna heimsmynd heldur miklu fremur aö leita ævintýranna í hvunndeginum, draga þau fram áhorfandanum til ánægju. Því er hætt viö aö mörgum þyki þessi verk Eyjólfs einum of gæf, einum of smekkleg. Víst er aö sum þeirra eru ekki nógu áríðandi, önnur eru of fastmótuð til aö ná flugi. En þar sem Eyjólfi tekst best upp, í mörgum vatnslitamyndanna, mál- verki eins og „Fönix” (nr. 19) eöa „Funi” (nr. 42), nær hann aö skapa þokkafull skáldverk sem eiga brýnt erindi við okkur. Péttft' íit'lfíwm \M>if frú Hmfafdat Hin eilífa leit (iuðn v tteimeiu > ii<*uir Eg gehgfrá b<vnum BÆKUR ÞRIGGJA SYSTKINA Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér tvær nýjar ljóöabækur. Þær eru Ég geng frá bænum eftir Guönýju Beinteinsdóttur frá Grafar- dal í Borgarfiröi og Hin eilífa leit eftir Pétur Beinteinsson, bróöur hennar. Einnig hefur Hörpuútgáfan sent frá sér endurútgáfu á Bragfræði og hátta- tali Sveinbjarnar Beinteinssonar sem einnig er bróöir þeirra. I Grafardal í Borgarfirði ólust upp í byrjun þessarar aldar átta systkini sem flest hafa oröiö þekkt fyrir ljóöa- gerð og kveöskap. Áður hafa komið út ljóöabækur eftir Einar og Sigríði og í undirbúningi er útgáfa ljóðabókar eftir Halldóru. Bragfræði og háttatal Sveinbjarnar kom fyrst út áriö 1953 og bætti þá úr brýnni þörf sem kennslubók í rímna- og vísnakveöskap. Var hún strax tekin í notkun í framhaldsskólum og víöar sem kennslubók. Háttatalið var síðar gefiö út á snældu þar sem höfundurinn kveður rímnalögin. Um langt árabil hefur bókin veriö ófáanleg enda seldist hún fljótlega upp. Bragfræði og háttatal er 77 bls. aö stærð auk eftirmála og er gefin út í kiljuformi. Bók Guðnýjar er 44 bls. Bókin er meö myndum í höröu bandi. Bók Péturs er 88 bls. með sama um- búnaöi og bók Guðnýjar. Pétur Þór Bjarnason gerði myndir á bókakápur. IteUTIJT famnt héiiendis Það er ekki á hverjum degi sem HTH kynnir nýtt útlit á eldhúsinnréttingum. Fyrir skömmu voru tvær útlitsgerðir kynntar í Danmörku, HTH 2400 og HTH 2500. Þessar nýju innréttingar hlutu strax frábærar viðtökur og hafa þær fengið lof fyrir nútíma hönnun og einkar smekklegt útlit. Gæðin eru óbreytt og afborgunarkjörin þau bestu sem þekkjast - allt að 12 mánaða lánstími. Vertu velkomin á sýningu okkar um helgina að skoða nútíma hönnun á HTH eldhús- innréttingum. A innréttingahúsiö I 1 Hátegsvegi 3 105 Rvík. s. 27344 / i r.TiR 1r hth fréttir hth préttir hth FR] I . ... 'JTR . u*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.