Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Qupperneq 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. OKTOBER1985. i Rjúpnaveiðinerhafin: „Mörg ár síðan menn hafa séð eins mikið” —segir Sverrir Scheving Thorsteinsson Þœr voru varar um sig rjúpurnar undir Ulfarsfelli i vikunni og létu menn ekki koma of nœrri sér og á innfelldu myndinni sést hvað gerðist ef of nærri var komið. Þœr vita liklega hvað þær eiga i vændum. Rjúpnaveiðitíminn er genginn í garð og máttu fyrstu skotveiðimenn- imir byrja í morgun en fram að 22. desember má skjóta. Eigi færri en 10 þúsund manns stunda skotveiði hér- lendis og eru þeir í öllum landshlut- um. Enda er víst komin spenna í margan manninn og verður örugg- lega mikill púðurreikur næstu daga. Gæsaveiðar standa líka yfir þessa dagana og hefur vist gengið á ýmsu. Margir hafa það að atvinnu að skjóta rjúpur og er víst töluvert upp úr því að hafa, en kuldalegt er það og ekki beint f jörugt starf. Þar sem rjúpnaveiðin er nú að hefjast í dag og margir orðnir spenntir höföum viö samband við þá Amþór Garöarsson fuglafræöing, Sverrir Scheving Thorsteinsson, jarðfræðing og skotveiðimann, og Sveinbjöm Benteinsson, bónda að Draghálsi. „Það má ekki búast við mikilli breytingu og þá er miöaö við síðustu ár, fer mikið eftir veðri og snjólagi,” sagði Amþór Garðarsson er við spurðum um væntanlega rjúpnaver- tíð. „Það er gott snjólag fyrir hana um fjöll og hálendi. Rjúpan hefur góöa haga og ég á ekki von á neinum uppgripum. En þetta getur breyst á stuttum tíma ef veöurfar breytist.” „Jú, við heyrum sögur af rjúpum og þá frá smalamönnum sem segjast hafa séð töluvert af henni. Bændur tala um að rjúpur hafi sést mikiö og þá víða um landið,” sagði Sverrir Scheving Thorsteinsson. „Menn segja þetta góðri veðráttu að þakka, mildu og kyrru veöri, það hjálpai mikiðtil.” — Hafiö þið fengið fregnir af viss- um stöðum? DV-mynd G. Bender. VEIÐIVON GunnarBender „Já, það var óbein talning í nágrenni Reykjavíkur og fyrir austan fjall hafa menn sé mikiö af rjúpu. Höfum fregnir af rjúpum í Borgarfirði, Dalasýslu og Mývatns- sveit og víðar. Það hefur oft verið talað um mikið og svo veröur kannski lítið úr, en nú gegnir öðru máli því að mörg ár eru síðan menn hafa séð eins mikið.” — Á að fara til rjúpna næstu daga? „Já, það er öruggt ef veðurfar verður ekki þeim mun verra. Ætli ég og yngri strákurinn minn kikjum ekki upp í Grafning eða Hengil, það þýðir líklega ekki að fara í Bláfjöll, það verða svo margir þar.” — Svo þið eru bjartsýnir? „Já, ef taka má mark á því sem maður hefur heyrt og menn hafa tal- aðumsínámilli.” „Ég hef verið að smala og ekki séð neina rjúpu, maður hefur yfirleitt alltaf séð eitthvað en ekkert núna. Rjúpurnar eru liklega bara svona ofarlega ennþá,” sagöi Sveinbjörn Beinteinsson er viö spurðum um rjúpur í næsta nágrenni við Drag- háls. — Á ekki að skreppa til rjúpna, Sveinbjöm? „Jú, ætli maöur kíki ekki einhvern daginn þegar vel viörar, búiö að vera gott veður, aðeins rigning núna. Ég hef ailtaf farið til rjúpna síðan ég var strákur, fer upp á Skarðsheiði og stundum austur á Botnsheiði. ’ ’ G.Bender „Sá sem fær 70 rjúpur þekkir fjöllin” — segir Þórður Halldórsson frá Dagverðará Þórður Halldórsson frá Dag- verðará á Snæfellsnesi er maöurinn sem fiskar renni hann færi, miði hann á rjúpu eða annaö kvikt hæfir hann. Einn af hressari skyttum þessa lands en hann hefur oft farið til rjúpna og skotið fjölda af þeim, kann því margar rjúpnasögur. Við slógum á þráðinn til hans í tilefni þess að rjúpnaveiðin er að byrja. — A aö fara til rjúpna núna, Þóröur? „Eg hef stundum farið til rjúpna héma fyrir norðan og mann munar ekki um það þótt maður verði áttræð- ur núna í nóvember. Maður gæti náð í 10 rjúpur, ekki meira,” — Hvers vegna ekki meira? „Það er allt í lagi að skjóta en það má ekki ganga nærri neinum stofni. ’ ’ — Finnst þér ekki synd að skjóta rjúpur? „Nei, mér finnst meiri synd að drepa kálf.” — Fer rjúpunni fjölgandi eða fækkandi? „Ég hef enga trú að þetta sé nein stórfjölgun eins og sumir skotveiði- menn hafa sagt, rjúpunum fjölgar svona hægt og sígandi. Eg held að það verði að fá skyttumar, sem eru Þórður Halldórsson frá Dag- verðará. DV-mynd G. Bender. vanar og mikið í þessu, til að segja um hvort það verði fjölgun en ekki skrifstofumenn.” — Er þér eitthvað sérstaklega eftirminnilegt frá fyrri árum? „Já, það gerðist margt og ég man eftir tveimur köllum á Snæfellsnesi sem snöruðu 1000—1300 rjúpur og þá var rjúpan spök, þetta var útflutn- ingsvara. Fyrir frostaveturinn mikla 1918 var mikið af rjúpu, hún var í þúsundatali þar sem lyng var. Þá féll hún svo að það sást ekki rjúpa á eftir. Síðan hefur rjúpan aldrei náð sér, ég hef aldrei séð þessar lægðir og annað. Sá sem fær 70 rjúpur þekk- ir fjöllin og veit hvernig á að haga sérviðhana.” G.Bender. Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor afhendir Guðjóni Frið- rikssyni 25 þúsund króna verðlaun úr Móðurmálssjóði á föstudag. DV-mynd: ÞK Móðurmálssjóður: Guðjón Frið- riksson fékk verðlaunin Guöjón Friðriksson, blaðamaður á Þjóðviljanum, hlaut á föstudag verð- laun úr Móðurmálssjóði — Minningar- sjóði Björns Jónssonar, fyrrum rit- stjóra, alþingismanns og ráðherra. Guðjón hlaut verðlaunin fyrir „góðan stíl og ljóðrænar mannlífsmyndir” í skrifum sínum á undanförnum árum. Móöurmálssjóður var stofnaður árið 1943 til að verðlauna mann er hefur blaðamennsku að aðalstarfi,, og hefur að dómi sjóðsstjómarinnar undanfarin ár ritað svo góðan stíl og vandað íslenskt mál, að sérstakrar viðurkenningar sé vert” eins og segir í skipulagsskrá sjóðsins. Áður hafa niu íslenskir blaðamenn hlotið styrk úr Móðurmálssjóði. hhei. Morötilraunin í Osló: Neitar enn að ræða við lögregluna Islendingurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi í Osló og ákærður hefur verið fyrir morðtilraun á lög- reglumanni þar í borg, neitar enn að tala í yfirheyrslum. Hann hefur hins vegar kært gæsluvarðhaldsúrskurð- inn. Lögreglan í Osló sagði í morgun að ekkert nýtt hefði komið fram í máli þessa manns. Líklegt væri að á næstu dögum yrði maðurinn sendur í geð- rannsókn. APH j dag mælir Pagfarl________í dag mælir Dagfari______ídagmælir Dagfari Malagafanginn á heimavelli t fyrravetur bárust þær fréttir hingað til lands að ungur islendingur hefði verið handtekinn suður á Spáni, nánar tiltekið á Malaga, og þar hefði hann mátt dúsa í fangelsi mánuðum saman upp á vatn og brauð. Þessar fréttir fengu mjög á landann sem er góðhjartaður og miskunnsamur og má ekki aumur sjá á nokkrum manni. Áður en varði var hafist handa um almenna fjársöfnun fyrir Malagafangann og gekk maður und- ir manns hönd að leysa hann úr haldi. Ekki dró það úr vorkunnsemi ts- lendinga að við og við bárust bréf frá fanganum í prísundlnni, þar sem hann lýsti á dramatískan hátt hörm- ungum sfnum og aumkunarverðri vistinni Innan fangelsismúranna, og bjuggust menn við þvi á hverrl stundu að tilkynning bærist um dauða fangans vegna vosbúðar og pyndinga spánskra fangelsisyfir- valda. Eftir margra mánaða harðræði og elnangrun barst sú gleðifregn til ts- lands að fanginn væri loks laus og var honum jafnskjótt sendur farmiði þar sem fanglnn var boðinn velkom- innhelm. 1 öUu þvi irafári, sem yfir gekk til að forða þessum veslings einstæðingi og saklausa fóraarlambi úr höndum spánskra illmenna, láðist alveg að geta þess hvers vegna manninum hafði verið stungið inn. Helst var þó að skilja að meintur glæpur hans hefði verið sá, að hafa verið gripinn i misgáningi fyrir refsibrot, sem ein- hver annar hefði framið. Aldrel hefur almennilega verið upplýst hvað endanlega olli þvi að fanginn slapp úr prísundinni. t Helg- arpóstinum í síðustu viku er hins vegar haft við þennan fanga viðhafn- arviðtal, opinskátt og hreinskilið, eins og nú tíðkast, og þar kemur fram að það var enginn annar en sjálfur utanrikisráðherra sem gekk í málið í tilefni af helmsókn forseta ts- lands til Spánar. Má af þessu sjá að Malagafanginn hefur verið látinn laus í skiptum fyrir forsetann og diplomatiskan frið milli Spánar og tslands. Af þessu er ljóst að Malaga- fanglnn er og hefur verið þungavigt- armaður í pólltikinni og ekki nema von að vlð hann séu birt viðhafnar- viðtöl eftir helmkomuna. Það láðist aftur á móti að taka það fram i þessu sama viðtali að Malaga- fanginn hefur gert það gott eftir að hann kom heim. Munu fáir menn hér á landi hafa getið sér jafngott orð hjá lögreglunni í Reykjavík sem þessi viðfrægi og stórpólitíski Malaga- fangi þvi varla hefur það innbrot ver- ið framið hér á höfuðborgarsvæðinu að slóðina mætti ekki rekja til þessa sama manns. Um það leytl, sem við- talið er tekið, mun kappinn hafa setið í Síðumúlanum fyrir margföld inn- brot og aðra smáglæpi sem hann tel- ur óþarfa að rekja i viðtölum við f jöl- mlðla. Sýnir það vel muninn á spönskum fangelsum og islenskum að meðan hann þarf að smygla út bréfum úr prísund sinni á Spáni býður hann blaðamönnum til viðtala hér í Siðu- múlanum. I viðtalinu kemur fram að fangels- isvistin hafi ekki verið jafnslæm á Spáni eins og af er látið því yfir fang- elsismúrana rigndi yflr hann og samfangana margfdldum skömmtum af hvers kyns flkniefnum sem héldu bæði honum og öðrum fangelsislim- um við efnið. Er helst að skilja að það hafi verið óþarfa afskiptasemi hjá íslenska utanríkisráðherranum að skipta á sér og forsetanum og hrekja sig úr þessu ókeypis gósen- landi f iknief nanna. Malagafanginn heldur því statt og stoðugt fram að hann sé saklaus af ákærum á hendur sér fyrir þjófnað á Spáni. Sú afneitun er afar trúverðug enda varla við þvi að búast að mað- ur, sem lætur greipar sópa um ís- lensk heimili, nenni að vera að stela einhverju smáræði af bláfátækum Spánverjum. Sannleikurinn er lika sá að menn fá ekki blaðaviðtöl við sig á forsíðum nema þeir steli af tslend- ingum á heimavelli. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.