Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1985, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1985, Side 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985. Ekki öll kurl komin til grafar: Tap Utvegsbankans getur numiö allt aö 1 milljardi „Líkur benda til þess að tap Útvegsbankans geti orðið allt að einum milljarði. Þetta þýðir með öðrum orðum að svokallaðUr Haf- skipsskattur vegna taps Útvegs- bankans verði ekki 10 þúsund krónur á hverja íjölskyldu í landinu heldur 20 þúsund krónur,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, Alþýðubandalagi, m.a. þegar hann hóf umræðuna á Alþingi í gær. Ólafur kom víða við í ræðu sinni. Hann sagði að margt benti til þess að Hafskipsmálið væri aðeins byrj- unin á ' fleiri gjaldþrotamálum. Hann nefndi fyrirtæki eins og Arnarflug, Sjöstjörnuna, Trésmiðj- una Víði, Hagvirkja, Byggung og Olís. Mörg þessara fyrirtækja væru í viðskiptum við Útvegsbankann og gæti það orðið til þess að bank- inn tapaði einum milljarði áður en yfir lyki. Hann benti á að margt benti til þess að jbrráðamenn Hafskips hefðu notað lán frá Útvegsbankan- um til að færa íjármagn yfir í önnur fyrirtæki, s.s. skúffufyrirtæki. Þessir menn ættu því eftir að standa uppi mun ríkari en áður eftir fall Hafskips. Þá benti hann á að fyrirtæki með eignaraðild að Hafskip hefðu notað sér stöðu sína með því að knýja afslátt út úr Hafskip fyrirtækjum sínum til styrktar á kostnað Hafskips og Útvegsbankans. Ólafur nefndi sem dæmi fyrirtæk- ið Reykvísk endurtrygging sem væri eitt af þeim fáu fyrirtækjum sem Hafskip hefði greitt allar skuldir sínar til. Skýringin væri kannski sú að tveir af stjórnendum Hafskips, þeir Ragnar Kjartansson og Björgólfur Guðmundsson, væru aðaleigendur þess fyrirtækis. Ný- lega hefði þetta fyrirtæki endur- byggt aðsetur sitt og breytt í glæsi- byggingu. Það hefði verið fram- kvæmt af fyrirtækinu Staðarstaður hf., sem að sjálfsögðu væri í eigu þeirra Björgólfs og Ragnars. Afskipti sjálfstæðismanna Ólafur gerði að umtalsefni tengsl Sjálfstæðisflokksins við Hafskips- málið. Þar væri hvér silkihúfan upp af annarri í flokknum innan vébanda fyrirtækisins. „Þessi stærsti flokkur landsins verður að vera reiðubúinn í samvinnu við þingheim allan og þjóðina að leiða í ljós að ekkert geti talist óeðlileg fyrirgreiðsla vegna flokkstengsla við fyrirtækið,“ sagði Ólafur. Hann benti einnig á að tap Út- vegsbankans ætti eftir að verða mun meira en 350 milljónir króna. Það var Ólafur Ragnar Grímsson sem hóf umræðuna um Hafskipsmálið i gær. Hann fullyrti að svo gæti farið að hver fjölskylda í landinu yrði að punga út 20 þúsund krónum vegna fyrirsjáanlegs taps Útvegsbankans. DV-mynd GVA Hann sagði að það ættu eftir að koma sjóveðskröfur sem ættu for- gang yfir kröfur Útvegsbankans. Einnig væri tilboð Eimskips skilyrt á þann hátt að eignir Hafskips væru í því ástandi sem þeim er lýst og ekki vist að Eimskip sætti sig við þær lýsingar. Einnig virtist Eimskip ekki eiga að greiða kaup- verðið fyrr en um næstu aldamót. Og það sem meira er þá eigi lánin að vera vaxtalaus. Þá þyrfti að gera upp þau lán sem bankinn veitti Islenska skipafélaginu. Nóttin 40 þúsund Ólafur vék einnig að þeim upplýs- ingum sem hefðu komið fram í Helgarpóstinum um lúxuslifnað forráðamanna Hafskips erlendis. Þar hefði komið fram að þeir hefðu leigt sér svítur á dýrustu hótelum í New York. Ein nótt á slíku hóteli kostaði um 40 þúsund krónur eða tvöföld laun fiskverkunarfólks. Einnig að forstjórar fyrirtækisins í Bandaríkjunum keyrðu um í 10 metra löngum límósínum með bar og öðrum þægindum. Þessar upp- lýsingar þyrftu að koma fram við rannsókn málsins. Þriggja manna- nefnd, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið, dugir ekki til. Rétt væri að setja ú laggirnar rannsóknar- nefnd, skipaða þingmönnum, og rannsóknin færi fram fyrir opnum tjöldum. Arnarflug að syngja sitt síð- asta Það sem vakti mesta athygli í ræðu Matthíasar Bjarnasonar við- skiptaráðherra var þegar hann ræddi um Arnarflug. Hann upplýsti að daginn áður hefði hann fengið bréf frá forstjóra Arnarflugs þar sem segði að félagið gæti þurft að stöðva reksturinn á næstu dögum. Eigin fjárstaða fyrirtækisins væri slæm og mikið af erfiðum útistand- andi skuldum. Þá hefðu erlendir lánardrottnar brugðist illa við að heyra um slæma stöðu fyrirtækis- ins í íjölmiðlum. Það hefði orðið til þess að þeir hefðu hert kröfur sínar til muna á hendur félaginu. Tryggingafélag eitt hefði neitað að tryggja flugvélarnar eftir að starfs- maður þess, sem staddur var hér á landi, hafði heyrt fréttir í sjón- varpinu um yfirvofandi gjaldþrot félagsins. Annars var Matthías harðorður í garð umfjöllunar fjölmiðla um Hafskipsmálið. Hann nefndi að í nóvember hefðu innlán dregist saman í Útvegsbankanum um heil- ar 200 milljónir. Þetta mætti rekja til _ptta fólks vegna umfjöllunar fjölmiðla þrátt fyrir marg- endur- teknar yfirlýsingar stjórnvalda um að allt tap yrði tryggt. Bankarnir sameinaðir Matthías sagði að nefnd, sem skipuð hefði verið til að kanna stöðu ríkisbankanna, hefði skilað áliti í gærmorgun. Nefndin var skipuð Gylfa Þ. Gíslasyni, Birni Líndal og Sigurgeiri Jónssyni. í áliti nefndarinnar kæmu m.a. fram hugmyndir um að sameina Útvegs- banka og Búnaðarbanka. Hann skýrði frá því að á næstunni yrði unnið að úrvinnslu þessara hug- mynda. I ræðu sinni rakti Matthías ná- kvæmlega hvernig samskiptum Útvegsbankans og Hafskips hefði verið háttað. Hann sagði að saga þeirra væri löng. Það var fyrst 1974 sem erfið staða Hafskips kom upp og ekki voru nægileg veð fyrir skuldunum. Ýmsar aðgerðir fóru frafn þennan áratug. Hins vegar batnaði staða fyrirtækisins 1980 og allt fram ú úrið 1984. Þá fór að halla undan fæti. Og 9. október í ár voru skuldir Hafskips við ban- kann komnar upp i 748 milljónir en tryggingar aðeins um 291 millj- ón. Á ekki að dæma menn fyrir- fram Forsætisraðherra varaði við að menn væru dæmdir fyrirfram. Hann sagði að allt yrði gert til að upplýsa alla þætti þessa máls og bað menn að halda ró sinni. Hann skýrði frá því að allri bankaleynd yrði aílétt í sambandi við viðskipti Hafskips við Útvegsbankann. Jón Baldvin Hannibalsson varp- aði fram þeirri spurningu til við- skiptaráðherra hvort ekki væri rétt að gefa fleiri aðilum tækifæri til að bjóða í eigur Hafskips. Margt benti til þess að Eimskip væri að fá þessar eigur á gjafverði. Þá væri ljóst að einokunarstaða Eimskips myndi aukast til muna og gæti það leitt til aukins álags á almenning í formi hærri flutningsgjalda. Hef gert allt sem í minu valdi hefur staðiö Matthías Á. Mathiesen, fyrrver- andi viðskiptaráðherra, sagði það ekki vera rétt að hann hefði setið aðgerðalaus í þessu máli. „Ég hef gert allt það sem staðið hefur í mínu valdi til að finna lausn á þessu máli,“ sagði Matthías. Hann rakti afskipti sín af Hafskip og Útvegsbankanum Hann sagði að það væri ekki rétt að hann hefði sagt að veð hefðu verið næg fyrir skuldum Hafskips við Útvegs- bankann í umræðu á Alþingi í vor. Hins vegar hefði hann vitnað í orð bankastjóra bankans sem hefðu sagt að veð væru í fleiru en eigum félagsins. Guðmundur Einarsson, Banda- lagi jafnaðarmanna, taldi mögulegt að bankastjórar hefðu verið að reyna að blekkja viðskiptaráð- herrann með því vísvitandi að forð- ast að segja að veð væru næg. Þegar hér var komið var gert hlé á umræðunni og fundi haldið áfram um kvöldið. APH Bókalisti DV1985: SKIPHERRANN VINSÆIASTUR Bókin um Guðmund skipherra' Kjærnested hefur notið mestra vinsælda á jólabókamarkaðnum það sem af er. Bók Jóns Orms Halldórssonar um Vilmund Gylfa- son og nýjasti reyfari Alistairs MacLean fylgja síðan fast á eftir. Þetta eru helstu niðurstöður könn- unar sem DV gerði síðdegis í gær á vinsælustu jólabókunum í upp- hafi bókavertíðarinnar. Kcnnunin var með svipuðu sniði og undanfarið ár. Hringt var í tíu verslanir víðs vegar um land og upplýsingar fengnar um tíu vinsæl- ustu bækumar. Vinsælasta bókin í hverri versfun fær 10 stig, sú í| öðru sæti 9 stig og þannig koll af kolli niður listann. Endanlegur listi er síðan fenginn með því að leggja saman stigin sem hver bók fékk. Verslanirnar sem aðstoðuðu við þessa könnun eru: Penninn í Hafn- arstræti, Bókabúðir Braga við Hlemm og í Lækjargötu, Hagkaup í Skeifunni, Bókabúð Böðvars í Hafnarfirði, Bókhlaðan á ísafirði, Bókabúð Brynjars ú Sauðárkróki, Bókabúð Jónasar Jóhannssonar á Akureyri, Bókabúðin Hlöðum á Héraði og Bókabúð Kaupfélags Árnesinga á Selfossi. Bóksalarnir, sem rætt var við,. voru sammála um að jólabókasalan væri þegar komin á skrið. Berlega kom í ljós að fimm efstu bækurnar á listanum hafa þegar náð nokkru forskoti á þær sem á eftir koma. Engu að síður verður að hafa í huga að nokkrar bækur, sem bók- salar töldu líklegar til vinsælda, eru fyrir skömmu komnar í búðir og enn er von á bókum. Vinsælda- listinn á því vafalaust eftir að breytast þegar nær líður jólum og salan nær hámarki. En eftir því sem næst verður komist þá raðast bækurnar svo eftir vinsældum: 1. Sveinn Sæmundsson: Guðmundur skipherra Kjær- nested II, Örn og Örlygur. 2. Jón Ormur Halldórsson: Löglegt en siðlaust, stjórnmála- saga Vilmundar Gylfasonar, Bókhlaðan. 3. Alistair MacLean: Njósnir á hafinu, Iðunn. 4. Eðvarð Ingólfsson: Sextán ára í sambúð, Æskan.. 5. Þórarinn Eldjárn: Margsaga, Gullbringa. 6. Andrés Indriðason: Bara Stælar, 7. Inga Huld Hákonardóttir: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir - lifssaga baráttukonu, Vaka-Helgafell. 8. Erlingur Davíðsson: Aldnir hafa orðið, 14, Skjaldborg. 9. RolfLindberg: Jólasveinabókin, Iðunn. 10. Sven Hazel: Kommisarinn, Bókhlaðan. Bókalisti DV verður næst birt- ur að viku liðinni. - GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.