Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1985, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1985, Síða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnacformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI^ 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ARVAKUR HF. -Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð I lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Missti stjórn á sér Leiðinlegt er, hve illa sumir þingmenn missa stjórn á sér í ræðustól. Það er eins og þeir hrífist svo af eigin málflutningi, að þeir missa fótfestu í efnislegum rökum og fara svo langt út fyrir staðreyndir að þeir byrja að dreifa vömmum og skömmum í allar áttir. Þeir eru að því leyti eins og ríkisbankar, að þeir bera enga ábyrgð. Bankarnir bera í skjóli ríkissjóðs enga ábyrgð á gerðum sínum. Og þingmenn bera í skjóli frið- helginnar á Alþingi enga ábyrgð á orðum sínum. Þeir geta rægt og rifizt án þess að þurfa að standa við það fyrir dómi. Illræmt var, þegar þetta kom fyrir Ólaf Þ. Þórðarson á síðasta þingi. Farið var fram á, að hann endurtæki orð sín utan þings, svo að hægt væri að höfða meiðyrða- mál gegn honum. Það þorði hann ekki, svo að þolendur fengu enga formlega leiðréttingu mála sinna. f gær kom þetta fyrir Ólaf R. Grímsson í ræðustól á Alþingi. Hann flutti þar langa ræðu, sem hann hreifst svo af, að hann byrjaði að hreyta ókvæðisorðum í allar áttir. Meðal annars veittist hann að DV, útgáfufélagi þess, Frjálsri fjölmiðlun, og útgáfustjórum þess. Ólafur laug því, að DV eða Frjáls fjölmiðlun hefði „notið sérstakra vildarkjara hjá Hafskipum“ og verið notað „til þess að mjólka áfram lánin úr þjóðbankan- um“ „yfir í nýja húsið hjá DV hérna uppi í bæ“. Þessi stóru orð þarf þingmaðurinn þinghelginnar vegna ekki að standa við. Staðreyndin er hins vegar sú, að DV eða Frjáls fjöl- miðlun eiga ekki krónu í Hafskip og hafa aldrei átt, né heldur á Hafskip krónu í DV eða Frjálsri fjölmiðlun og hefur aldrei átt. Á þann hátt geta engir fjármunir færzt á milli fyrirtækjanna og hafa aldrei gert. Staðreyndin er ennfremur sú, að DV eða Frjáls fjöl- miðlun hafa ekki staðið í neinum umtalsverðum við- skiptum við Hafskip. Pappírinn í blaðið er ekki fluttur inn með Hafskip og hefur aldrei verið. Hann hefur verið og er fluttur inn með öðru skipafélagi, Eimskip. Þannig er hvorki um neina eignaraðild að ræða, né nein viðskipti, sem máli skipta. Húseign DV er byggð á mörgum árum fyrir eigið aflafé fyrirtækisins án nokk- urar aðstoðar Hafskips og raunar án nokkurrar umtals- verðrar aðstoðar banka. Til frekari áréttingar þess, að DV og Frjáls fjölmiðlun eiga enga aðild að máli því, sem alþingismaðurinn fjall- aði um, má nefna, að þau eiga ekki viðskipti við banka þann, sem þingmaðurinn kallar þjóðbankann, Utvegs- bankann. Viðskiptabanki okkar er Landsbankinn. DV hefur verið byggt upp að húsnæði og tækjum án þess að gengið hafi verið í vasa ríkissjóðs og skatt- borgaranna, hvorki beint né gegnum bakdyrnar. Hið sama verður ekki sagt um blað alþingismannsins, Þjóð- viljann, sem hefur stutt ógeðfelldan málflutning hans í máli þessu. Það lifir á ríkisstyrkjum. Leiðinlegt er, að þingmaður skuli vera í slíkum vand- kvæðum við að vekja á sér þá athygli, sem hann telur við hæfí, að hann skuli grípa til óyndisúrræða af þessu tagi. Raunar verður það ekki skýrt með öðrum hætti en hann hafi. misst stjórn á sér í ræðustól. Þótt þingmenn beri ekki fyrir dómstólum neina ábyrgð á orðum sínum í ræðustól á Alþingi, er æskilegt að þeir forðist upphlaup af þessu tagi, sem eiga verulegan þátt í að draga úr áliti fólks á hinni gamalgrónu stofnun. Jónas Kristjánsson „Þegar Ólafur Ragnar benti á Albert og sakaði hann, með orðum forsætisráðherra, um hagsmunaárekstur í þessu máli, - láðist honum að rifja upp hvernig hann er til kominn.“ Albert Guðmundsson með réttu „guðfaðir" þeirrar ríkisstjórnar. Hver var „arkitekt" Alþýðu- bandalagsins í þeim stjórnarmynd- unarviðræðum? Sá heitir Ólafur Ragnar Grímsson. Þeir Ólafur Ragnar og Albert hafa því makkað mikið í þessum stjórnarmyndunar- viðræðum. Hvað fékk Albert fyrir sinn snúð? Hann fékk formennsku í bankaráði Útvegsbankans, þar sem hann setti upp sínar bækistöðvar og fór að stjóma af skörungsskap. Hverjir kusu hann til þessa starfa? Þingmenn Alþýðubanda- lags, Framsóknarflokks og nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Abyrgóarmenn Vissu þeir, hvað þeir voru að gera? Vissu þeir ekki að Albert hafði í mörg ár verið stjórnarfor- maður Hafskipa, stærsta viðskipta- aðila Útvegsbankans? Að sjálf- sögðu. Hverjir bera því ábyrgð á umræddum hagsmunaá- Bræður munu berjast „Ég tel að það verði að rannsaka þessi viðskipti. Krafan um það er orðin svo almenn. Ég tel því óeðlilegt annað en að rannsókn fari fram. Það er einnig óhjá- kvæmilegt vegna þeirra saka, sem Albert Guð- mundsson hefur þurft að sæta. Það getur enginn ráðherra setið undir slíkum áburði. Albert hefur sjálfur skýrt frá því að hann vilji að þetta mál verði rannsak- að niður í kjölinn." (Steingrímur Hermanns- son í DV-viðtali 07.12.1985). Þingsjárþátturinn sl. föstu- dagskvöld náði dramatiskum hápunkti þegar Albert Guð- mundsson spurði þjóðina: Hvaða sakir eru bornar á mig? Hvaða ákæra er borin fram á mig í þessu máli? Og Ölafur Ragnar, í gervi Water- gate-nefndarmanns, benti vel snyrtum vísifingri á Albert og vís- aði til svara forsætisráðherra: Að það væri ólíðanlegt, að í ráðuneyti hans sæti maður, sem lægi undir grun um hagsmunaárekstur í stærsta gjaldþrotamáli lýðveldis- sögunnar. Þess vegna væri Albert Guð- mundssyni sjálfum það fyrir bestu, að hann viki úr ráðherrasæti, meðan rannsókn málsins færi fram. Hvaða rannsókn? Rannsókn skiptaráðanda á gjaldþroti Haf- skipa? Sú rannsókn snýst eingöngu um fjármál Hafskipa. Fái skiptar- áðandi rökstuddan grun um fjár- málamisferli (t.d. brot á bókhalds- lögum, óréttmætar fjármagnstil- færslur frá Hafskipum í önnur fyr- irtæki í eigu forstjóranna o.s.frv.) fara slík mál rétta boðleið til rann- sóknarlögreglu og sakadóms. En hvað með Útvegsbankann - banka þjóðarinnar? Hver ber ábyrgð á þeim aukaskatti, sem nú verður lagður á skattgreiðendur af þeim sökum? Hver er ábyrgð gæslumanna almannafjár - í bank- aráði, bankastjórn, bankaeftirliti - Seðlabanka? Til botns Verður ekki að komast til botns í því máli með það að leiðarljósi, að þvílík mistök endurtaki sig ekki? Eru svipuð mál á kreiki í öðrum bönkum og staðan þar litlu betri - eins og Albert Guðmunds- son lét liggja að í umræddum sjón- varpsþætti? Þá rannsókn framkvæmir ekki skiptaráðandi. Hún beinist að Útvegsbankanum og hugsanlega öðrum bönkum, að aðgerðum eða aðgerðaleysi bankastjórnar, bank- aráðs, bankaeftirlits, Seðlabanka og viðskiptaráðherra. Ríkisbankamir starfa undir æðstu stjórn viðskiptaráðherra, fyrir hönd framkvæmdavaldsins. Én bankaráðin eru þingkjörin og eiga að heita eftirlitsaðili Al- þingis. Framkvæmdavaldið getur ekki Kjallarinn JON BALDVIN HANNIBALSSON, FORMADUR ALÞÝÐUFLOKKSINS Vinstra megin við miðju rekstri, - sem Albert er nú ákærður fyrir? Allir þingmenn AB, Fram- sóknar og nokkrir þing- menn Sjálfstæðisflokks- ins. Þeirra á meðal ákær- andinn úr Watergate- þættinum, Ólafur Ragnar Grímsson. Hver var staða Útvegsbankans, þegar Albert Guðmundsson, stjórn- arformaður Hafskipa, tók þar við formennsku í bankaráði? Hún var þannig, að fljótlega þurfti að gera út björgunarleiðang- ur til þess að rétta bankann við. Hvernig gerðist það? Það gerðist þannig að ríkisstjórnin, fjármála- ráðherra Ragnar Arnalds, f.h. skattgreiðenda, tók að sér að borga sex milljarða gkr. með yfirtöku á skuld Útvegsbankans við Seðla- banka og niðurfellingu á refsivöxt- um vegna skulda í Seðlabanka. „Dýr mundi Hafliði allur“ Þetta voru sex milljarðar gamalla króna - 60 milljónir nýkróna. Þetta ^ „Framkvæmdavaldið getur ekki ™ rannsakað sjálft sig. Þess vegna er eðlilegt að rannsóknin fari fram, skv. for- dæmum, á vegum nefndar, sem alþingi kýs.“ rannsakað sjálft sig. Þess vegna er eðlilegt að rannsóknin fari fram, skv. fordæmum, á vegum nefndar, sem Alþingi kýs. Um það snýst tillaga Alþýðuflokksins, sem lögð var fram sl. fimmtudag. Ekki er hægt að skilja annað en forsætis- ráðherra hafi lýst stuðningi við þá tillögu. Gildir það fyrir Framsókn- arflokkinn allan? Ætlar Sjálfstæð- isflokkurinn að snúast gegn því, sbr. ummæli Matthíasar Bjarna- sonar og Þorsteins Pálssonar? Ætla þeir að leggja „heiður" Sjálf- stæðisflokksins að veði í þessu máli? Hagsmunaárekstur hverra? Svör við þessum spurningum fást væntanlega þegar Alþingi tekur til við að ræða fram komnar þingsá- lyktunartillögur um rannsóknar- nefnd á vegum þingsins. En á meðan er rétt að staldra við einn þátt þessa máls, sem hingað til hefur legið í láginni. Þegar Ólafur Ragnar benti á Albert og sakaði hann, með orðum forsætisráðherra, um hagsmunaárekstur í þessu máli, -láðist honum að rifja upp, hvernig hannertilkominn. Er mönnum ekki enn í fersku minni, með hvaða hætti ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens varð til? Vendipunkturinn í því máli var bréf, sem Albert Guðmundsson skrifaði, þar sem hann sagðist skyldu verja þá ríkisstjórn falli. þetta bréf varð forsenda þess að Gunnari Thoroddsen var veitt umboð til stjórnarmyndunar af forseta Islands. Þess vegna hét var ákveðið á árinu 1980. Á mæli- kvarða framfærsluvísitölu hefur þessi upphæð nú sexfaldast. Þessi upphæð samsvarar því 360 milljón- um króna á verðlagi dagsins í dag. Þaðerán vaxta. Var ekki bankastjórn Útvegs- bankans að halda því fram að þetta væri sú upphæð, sem skattgreið- endur hefðu tapað á viðskiptum Útvegsbankans og Hafskipa (þótt margir trúi því varlega og ætli að sú upphæð sé hærri)? Þessar 360 milljónir voru teknar að láni erlendis. Þetta er gengis- bundið dollaralán á hæstu vöxtum, sem okkur er ætlað að greiða af til ársins 1992. Þessi upphæð gæti því nú hæglega verið orðin meira en tvöföld - eða svipuð upphæð og nemur heildarskuld Hafskipa við Útvegsbankann. Og þar með miklu hærri upphæð en samsvarar áæt- luðu eigin fé bankans, sem reyndar er viðurkennt af bankamönnum að er stórlega ofmetið. Nú er spurningin: Hvers vegna gleymdi Albert Guðmundsson að benda „Watergate-ákærandanum" á það, að þeir tveir sömdu á sínum tíma í mesta bróðerni um „hags- muna-áreksturinn“. Það var reyndar forsendan fyrir ríkisstjórn, sem kom verðbólgunni upp i 130% og tvöfaldaði hlutfall erlendra skulda miðað við þjóðarfram- leiðslu. fslands óhamingju verður allt að vopni. Jón Baldvin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.