Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1985, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985. 13 ERU VEÐURFRÉTTIRNAR ÞJÁNING EÐA ÞJÓNUSTA? Veðurstofa Islands er ríkisstofn- un og lifír í fortíð veiðimannaþjóð- félagsins þegar sjóróðrar og úti- gangur búfjár skipti öllu máli. Til skamms tíma þótti það yfir- gengileg frekja að spyrja Veður- stofu Islands um veðurhorfur lengra fram í tímann en til næsta sólarhrings. Það er stutt síðan Veðurstofa Islands tók upp á því að birta horfur í veðurfari næstu þrjá sólar- hringa. Það var auðvitað bylting. En sú bylting nær skammt. Aðrar veðurstofur íjalla um veðrið til mun lengri tíma. Og þær fjalla einnig miklu nánar um það veður sem er en Veðurstofa Islands. Þetta er undarlegt því tæpast er það mikilvægara í nokkru öðru þjóðfélagi en hér að hafa veður eins á hreinu og hægt er með því að beita nútímaþekkingu. Veðursvæði Það er ekki langt síðan Veður- stofa íslands breytti veðursvæðum sínum, bæði á sjó og landi, þó aðallega á sjó. Ég þekki ekkert til á sjónum. En ég veit að á landi eru núverandi Veðurstofuveðursvæði út í hött. Þá horfi ég á þjóðfélagið eins og það er. Stóra dæmið er auðvitað sjálft höfuðborgarsvæðið þar sem heimingur þjóðarinnar býr og star- far. Sambærileg eru önnur þétt- býlissvæði. Mergurinn málsins er sá að veð- urfar er ógnarlega breytilegt frá morgni til kvölds, frá kvöldi til morguns og ekki síður frá bletti til bletts á þeim litlu svæðum á landinu þar sem fólk er flest. Spásvæði Sjálfsagt eru núverandi spásvæði Veðurstofu íslands þokkaleg ram- magerð um grófari veðurspár frá landfræðilegu sjónarmiði. Slíkar spár eru á hinn bóginn allt of yfir- borðskenndar í nútímanum. Lítum á höfuðborgarsvæðið. Þar búa 100 þúsund manns í veðurfars- lega viðkvæmu umhverfi, þar sem vindar mótast misjafnlega af hafi, af fjöllum eða úr dölum. Og þar sem hitamunur skiptir oft mörgum gráðum. Þarna er einnig álíka flókið mannlíf og í stórborgum þar sem fólk er á fleygiferð um lengri eða skemmri veg allan sólarliringinn og allar tafir kosta ekki aðeins taugastríð, lieldur einnig mikla peninga. Almennar spár Veðurstofu Is- lands fyrir þetta aðalþéttbýli lands- ins eru aðeins inni í flæmi sem kallast Faxaflói og nær frá Reykja- a „Ætli það nálgist ekki að þetta eina ™ spásvæði nái til 2/3 af þjóðinni? Og er ekki verið að spá fyrir fólk?“ neshæl út um Faxaflóa á Snæfells- nes og upp um Þingvelli. Ætli það nálgist ekki að þetta eina spásvæði nái til 2/3 af þjóð- inni? Ög er ekki verið að spá fyrir fólk? Eru ekki nútíma veðurspár ætlaðar til þess að greiða götu manna og treysta öryggi þeirra sem mestmá? Veðurútlit Þeir sem lifa nútímalífi í þétt- býlinu og hafa öll veður í fangið um leið og þeir tipla út úr húsi mættu að minnsta kosti vita hvaða veðri eða veðrabrigðum þeir eiga von á næstu klukkutímana. Vinn- an er þarna, skólinn þarna, versl- unin þarna, Bláfjöllin eða Skálafell HERBERT GUÐMUNDSSON BLAÐAMAÐUR þarna, Heiðmörkin þarna, fótbolt- inn eða golfið þarna og þarna, Sundin blá þarna, Skerjafjörður þarna. Hafnarfjörður þarna, Mos- fellssveit þama, og jafnvel er Breiðholtið órafjarri Kvosinni, hvað þá Nesinu, á veðurkorti þeirra sem ekki vinna á Veðurstofu Islands. Hún er raunar á veðrarass- inumÖskjuhlíð. Veðurskeyti þaðan segja sáralít- ið um það veður sem er á höfuð- borgarsvæðinu, eins breytilegt og það er oftast í svo gríðarfjölbreyttu landslagi á Íslandi. í blíðviðrinu á síðasta sumri. einmitt á Faxaflóa Veðurstofunn- ar, varblíðunni þó svo misskipt dag eftir dag að á meðan Grafarvogs- búar stiknuðu urðu Seltirningar innkulsa. Samt var jafnheiðskírt. Miklu verri eru svo skilin í vetrar- veðrunum. Það vantar sálina í þjónustu Veðurstofu fslands. Það vantar næmi á nútímann og hreyfingar fólks sem er á sífelldu flakki vegna starfa og í tómstundum. Ekki bara í breytilegu þéttbýli, heldur einnig um vinsæla nátúrureiti fjarri því, bæði sumar og vetur. Þetta fólk. nútímafólk í nútíma- þjóðfélagi, á að geta gengið að veðurfregnum og spám sem ná til þess og það skilur. Það á ennfremur að geta treyst því að Veðurstofa íslands vari við yfirvofandi ós- kunda. A því er enn misbrestur svo um munar. Skemmst'er að minnast veðurofs- ans í nóvember. Þá héngu börn í ljósastaurum og girðingum uppi í Breiðholti og sjálfsagt víðar á meðan Veðurstofan sendi út hefð- bundnar lesningar í morgunsárið. I:>ar kom þó meðal annars á daginn að veðurathugunarstöðin Reykja- vík er frekar ónákvæmur samnefn- ari þeirra veðra sem meirihluti þjóðarinnar hreppir úti um allt liöfuðborgarsvæðið. Herbert Guðmundsson. VORT SAMFELAGSLEGA GÆSLUVARÐHALD Einn af mikilvægustu þáttum stjórnkerfisins er félagsleg íhlutun sem miðar að samfélagslegu öryggi og fullnægju samfélagslegra þarfa á sem breiðustum grunni. Þennan þátt höfum við íslendingar áreið- anlega einsett okkur að vanrækja ekki, ef miðað er við þann ótölu- lega fjölda aðskiljanlegra ráðu- neyta, stofnana og nefnda sem sett- ar hafa verið til að bera hinn al- menna borgara i fangi sér. Mér er hins vegar ekki grunlaust um að þessi tvö hugtök „samfélags- legur“ og „hinn almenni borgari", hafi náð að festast í dálítið vafa- samri merkingu og' þar með að stýra vinnubrögðum sem i mörgum tilvikum hafa verið rangsnúin og þverstæð við tilgang sinn. Það er auðvitað afskaplega þægi- leg lausn að hluta litla þjóð niður í tvær heildir, þ.e. þá sem stjórna á og hina sem eiga að stjórna með hjálp örtölvutækni og hvers kyns náttúrulausra bleksmiðjutóla. En sú þjóð, sem þannig er komið hjá, er ekki líkleg til að verða lengi sjálfri sér til sóma í neinu efni. Horfttil útlendinga Það hefur loðað við okkur Islend- inga að verða óþarflega bláeygir þegar við höfum horft til annarra þjóða og margir eru ennþá haldnir barnalegri oftrú á allt sem stutt er bóklegum lærdómstáknum. Vísast eru þetta leifar frá þeim tíma þegar enginn hlutur entist Islendingi eins til frægðar og sá að hafa drukkið sig í hel í dönskum skóla. Eitt ljósasta dæmið um þetta er íslenskur byggingarstíll sem er innfluttur arkitektúr og hefur kostað þesa þjóð meiri fjármuni sem allir skipsskaðar hennar í samanlagðri kristni. Nokkur feng- ur er þó að þeirri myndrænu tján- ingu sem gefur „hinum almenna borgara" færi á að skoða hvcrnig fer þegar mannvitið frýs í leiðslum akademískrar þekkingar. En þetta var útúrdúr. Eitt af fáu sem við íslendingar erum sammála um er merkilega hugvitsamleg óþjálni kerfisins okkar, þessa undarlega afsprengis forsjálni, þekkingar og tækni. Þarna hefir ofverndunar- og stjórn- unarárátta sérmenntaðra skrif- stofuþursa fengið í lið með sér tölv- una góðu, sem er svo fullkomin að öllum búnaði að henni getur ekki skeikað í neinum hlut, sé hún kelfd á réttu gangmáli, en beri þar út af er hins vegar voðinn vís. Tölvan hefur að sjálfsögðu ein- faldað marga þá hluti sem kröfðust vinnu og umhugsunar og ekki efast ég um'gagnsemi hennar sem hjál- pártækis við vísindaleg verkefni og ýmiss konar gagnaúrlausnir. En þegar þessu apparati er ætlað að taka forsjá almennings í sínar hendur með hvers kyns tilskipun- um og ábendingum eftir útreik- naðri „statistik“ þykir mér of langt gengið. Það fer að verða áleitin spurning hvort þeir séu ekki að verða fullmargir, sem hafa það hlutverk eitt að lesa af tölvuskjám svörin við erindum fólks, sem leitar til þeirra ef mál hafa þróast öðru- vísi en hefðbundin „samfélagsleg“ stöðlun kveður á um. Kerfisforsjá Það er heldur nöturlegt hlut- skipti fyrir opinberan embættis- mann að standa eins og gærus- krýddur hellisbúi, bjargar- og ráða- laus með svörin „það er ekki hægt, við höfum enga heimild til" o.s.frv., þegar einhver borgarinn ber upp erindi sem krefst lítilsháttar sveigj- anleika frá hefðbundnum leiðum vegna sérstöðu sem alltaf getur og alltaf er að myndast en getur varð- að framtíð og lífshamingju heillar íjölskyldu. En það er einn mikil- vægasti öryggisventill kerfisfor- sjárinnar að byggja sér skotheldan varnarmúr gegn öllu slíku ónæði. Sú staðreynd að kerfið á sér fáa formælendur bendir einna helst til þess að það sé ein af þeim merki- legu plágum, sem almættið sendir oss jarðarbúum til að hamla gegn alvörulausum þankagangi, sem sækir á mannskepnuna í hófláusu meðlæti. Lausn þessa vanda er sem betur fer fremur einföld og lykillinn að henni í höndum okkar borgaranna. Við þurfum að efla með okkur þann skilning að við erum sterk, dug- mikil og óvenjuvel upplýst þjóð í góðu landi ótal tækifæra. Og með þá lifsskoðun að veganesti göngum við sameinuð á hólm við þá ógæfu- sömu menn sem með markvissum stjórnunaraðgerðum hafa gert ís- lenskt mannlíf að samfélagslegum óhugnaði og einstaklinginn að forsjárþurfandi viðundri. Við þurf- um ný viðhorf og við þurfum ný stjórnvöld. Við þurfum stjórnvöld sem skilja það að ísland er handa fólki en ekki ríkisstjórnum; ekki handa fámennishópum stjórnsýslu- stofnana til að sýna fram á óskorað vald sitt i öllum efnum. Við þurfum stjórnvöld, sem skilja það að mað- urinn, einstaklingurinn, og skyn- samleg nýting landsins og auðlinda þess eru hornsteinar lífshamingju þjóðarinnar. Við þurfum stjórnvöld sem skilja að „þjóðin" er ekki pakki af hreyfanlegum lífverum sem svipta her helst öllu sjálfræði og stjórna með einhverja óskiljan- lega velferð samfélagsins í huga; skilja að samfélagið er hópur ein- staklinga með sjálfstæðar, oft ólík- ar lífsskoðanir og atferlisþrár. Skilja að það er ábyrgðarhluti að meðhöndla einstaklinginn eins og samfélagslegt hráefni og meina honum helst alla ábyrgð á sjálfum sér. Skilja að það er mikill munur á samfélagslegu öryggi og sam- félagslegu ofbeldi. Við þurfum stjórnvöld sem skilja að lög eru ekki afrakstur guðlegrar opinberunar. Lög eru sett - og þau á því aðeins að setja að skoðun undangenginnar þröunar hafi sýnt fram á nauðsyn þeirra. Lög eru atferlisrammi en ekki skýlaus úr- skurður réttlætis. Lög eru sett m'eð viðhorf gærdagsins í huga og geta verið úrelt og óþörf á morgun. Lög eru í eðli sínu öryggisþáttur, en þegar þau eru hætt að þjóna þeim tilgangi, ellegar sýnt er að þau hafa af einhverjum sökum ekki náð tilgangi sínum, ber að afnema þau tafarlaust. Fyrir hverja eru lögin? Það er menningarþjóð til van- sæmdar að burðast með löggjöf sem truflar velferð borgaranna í stað þess að tryggja öryggi þeirra eins og til er ætlast. Ég staðhæfi að þau efni eru fyrir hendi í dag í fjölmörg- um tilvikum. Afskipti stjórnsýslu- stofnana og stjórnvalda af þegnum þessa lands minna á stundum helst á gæsluvarðhald. Trillukarl, sem bannað er að renna færi í sjó í sjálfsbjargar- eða sálubótarskyni, er andskotann ekki „frjáls maður í frjálsu landi“, svo eitthvað sé nefnt. I hinum smærri einingum þjóð- ÁRNI GUNNARSSON FERSKFISKEFTIRLITSMAÐUR SAUÐÁRKRÓKI félagsins er að sjálfsögðu einnig allvel fyrir flestum hlutum séð. Bónda, sem hyggst byggja sér reyk- hús fyrir nokkra vatnasilunga til að ná af þeim moldarbragðinu, er heimil sú framkvæmd hafi hann aflað sér tilskilinna leyfa frá 6 umfjöllunaraðilum, enda hafi hann áður sent þeim tilskilin gögn s.s. vandlega útfærða byggingarteikn- ingu, undirritaða af meistara, ásamt glöggri afstöðumynd og greinargerð um framkvæmdaþörf, Hins vegar eru á því afar litlar líkur að honum verði nokkru sinni heimilt að éta þann fisk sem honum kann að auðnast að verka í þessari merkilegu byggingu sinni og kerf- isins, hvað þá að bjóða fólki sínu hann til átu, því öll þau matvæli, sem lögskipaðir eftirlitsmenn kerf- isins hafa verið sviknir um að fá að skoða, skulu tafarlaust innsig- luð og síðan brennd. Sú þjóð, sem lætur sér svona hringavitleysu vel líka, á auðvitað ekki betra-skilið en að fá að njóta hennar. Ég sagði víst hér einhvers staðar að framan að við værum vel upplýst og skynsöm þjóð. Svei mér ef ég er ekki strax farinn að efast um réttmæti þessarar ályktunar. Árni Gunnarsson. a „Það er menningarþjóð til vansæmd- ™ ar að burðast með löggjöf sem truflar velferð borgaranna í stað þess að tryggja öryggi þeirra eins og til er ætlast.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.