Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1985, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1985, Side 26
#26 DV. MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985. Andlát Sigríður Guðmundsdóttir frá Bol- ungarvík andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 9. desember. Steinunn Magnúsdóttir, Reyni- hvammi 25, Kópavogi, lést að morgni 10. þ.m. á gjörgæslu Landakotsspít- ala. Sigríður Guðmundsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. desember kl. 13.30. Fimmtudaginn 12. desemberkl. 13.30 fer útför Ingimundar Guðmunds- sonar, Laugateigi 15, Reykjavík, fram frá Dómkirkjunni. Oddur E. Kristinsson skipstjóri, Grenimel 17, léstþann lO.þ.m. Knut Langedal, Þórsgötu 15, Reykjavík, lést í Landspítalanum 8. desember 1985. Anna Guðmundsdóttir leikkona lést 30. nóvember sl. Hún fæddist á Skálanesi í Vopnafirði 19. apríl 1902, dóttir hjónanna Stefaníu Benjamíns- dóttur og Guðmundar Ólafssonar. Anna giftist Páli Þorleifssyni en hann lést árið 1961. Þeim varð ekki . hama auðið. Anna Jék með Leik- félagi Reykjavíkur frá 1929 og þar til Þjóðleikhúsið var stofnað, árið 1950, þar lék hún til dauðadags. Útför Önnu verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dagkl. 13.30. 60 ára afmæli á í dag, 11. desember, Bergur P. Jónsson, deildarstjóri hjá Flugmálastjórninni. Hann og kona hans, Svanhvít Sigurlinnadótt- ir, ætla að taka á móti gestum á heimili sínu Hraunhólum 4 A í , Garðabæ milli kl. 16 og 19. Tilkynningar Léttir jólahljómleikar í Fíladelf- íu Léttir jólahljómleikar verða haldnir í Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík, á fimmtudagskvöld kl. 21. Þar koma fram Hjalti Gunnlaugsson, Pálmi Gunnarsson, Magnús Kjartansson, Guðný, Elísabet Eir og Þorvaldur Halldórsson, ásamt aðstoðarfólki. Kynnt verður tónlist af nýjum hljóm- plötum fyrrgreindra flytjenda. Þær heita „Sannleikurinn í mínu lífi“ (útg. Ný tónlist), „ Friðarjól" (útg. Skálholt), „...Manstu stund“ (útg. Fíladelfía forlag), „Föðurást" (útg. Þorvaldur Halldórsson). Einnig verða sungnir jólasálmar og óvæntar uppákomur til að koma samkomu- gestum í hátíðarskap. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Tekin verða samskot fyrir kostnaði. Það sem umfram verður rennur til söfnunar Hjálparstofn- unnar kirkjunnar vegna afganskra flóttamanna. Amadeus - stjarnan á tónleik- um Sinfóniuhljómsveitar ís- lands Fimmtudaginn 12. desember verða 3. stjörnutónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar íslands haldnir í Háskólabíói þar sem eingöngu verða flutt verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat. Kynnir á tónleikunum verður Sig- urður Sigurjónsson í hlutverki Amadeus, sem hann fór með eftir- minnilega á íjölum Þjóðleikhússins. Tónleikarnir hefjast með Sinfóníu nr. 1 sem Mozart samdi árið 1764 aðeins sjö ára gamall. Eftir forleik að óperunni ,,Brúðkaup Fígarós“ syngur Katrín Sigurðardóttir aríur Cherubinos, ,,Voi che sapete“ og „Non so piu“ en Katrín syngur um þessar mundir hlutverk Oscars í „Grímudansleik“ eftir Verdi í Þjóð- leikhúsinu. Gísli Magnússon leikur einleik í 2. þætti Píanókonserts nr. 21. Þá syngur Katrín aríu Zerlinu, „Batti, batti“, úr óperunni „Don Giovanni“. Hljómsveitin leikur 1. þátt úr Sinfóníu nr. 39 og Langholt- skórinn syngur „Ave verum“. t>á leikur Einar Jóhannesson einleik í 3. þætti Klarinettu-konserts Moz- arts, en Einar vakti mikla athygli þegar hann flutti þetta verk í Frakk- landsferð Sinfóníuhljómsveitarinnar sl. sumar. Tónleikunum lýkur með „Lacrymosa“ úr Requiem, það var síðasta verkið sem Mozart samdi, en hann lést árið 1791 áður en það var fullgert. Jóladagatal SUF 10. desember nr. 635. Kvennadeild Flugbjörgunar- sveitarinnar verður með jólafund miðvikudaginn 11. desember kl. 20.30. Munið jóla- pakkana. LAUSAR STOÐUR HJA REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. □ Staða yfirmanns fjölskyldudeildar Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar er laus til umsókn- ar. Áskilin er félagsráðgjafamenntun og reynsla á sviði stjórnunar og starfa er lúta að fjölskyldu- meðferð og barnavernd. Allar nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 25500. Umsóknum fer að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 27. desember 1985. Þátturum Kjarval Um næstu helgi lýkur sýningunni KJARVAL ALDARMINNING á Kjarvalsstöðum. Um 23 þúsund manns hafa séð sýninguna og er sýnt að aðsóknin mun slá öll fyrri met í húsinu frá upphafi. Ekki verður hægt að framlengja sýninguna þar sem allar myndirnar eru í einkaeign og umsamið að þeim verði skilað fyrir jól. Á laugardaginn kemur, 14. desember, flytur Valtýr Pétursson, listmálari og myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, erindi um Kjarval í tengslum við sýninguna. Valtýr átti mikil og frjó samskipti við Kjarval á sínum tíma, var m.a. í sýningarnefnd í tilefni sjötugsaf- mælis hans 1955, og stóð fyrir, ásamt fleirum, sýningum á verkum Kjarv- als í fjáröflunarskyni fyrir nýtt myndlistarhús, síðast 1968. Valtýr flytur erindi sitt í fundarsal Kjarv- alsstaða kl. 17 laugardaginn 14. des- emher og er öllum heimill ókeypis aðgangur. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-22 fram til sunnudags- kvölds 15. desember. Háskólafyrirlestrar Johan Henrik Poulsen, forstöðu- maður Foroyamálsdeildar Fróðskap- arseturs Foroya, flytur tvo opinbera fyrirlestra í boði heimspekideildar Háskóla íslands, Félags íslenskra fræða og íslenska málfræðifélagsins dagana 11. og 12. desember 1985. Fyrri fyrirlesturinn nefnist Fær- eysk málrækt og verður fluttur mið- vikudaginn 11. desember kl. 17.15 í stofu 301 í Árnagarði. Seinni fyrirlesturinn nefnist Fær- eysk mannanöfn og verður fluttur fimmtudag 12. desember kl. 17.15 i stofu 301 í Árnagarði. Johan Henrik Poulsen hefur um árabil starfað við Fróðskaparsetur, lengst af sem forstöðumaður Foroya- málsdeildar og því verið forystumað- ur í færeyskum fræðum í heimalandi sínu. Hann hefur birt ritgerðir á því sviði, séð um útgáfur og einkum unnið mikið starf við orðabókargerð. Hann hefur áður tlutt fyrirlestra við Háskóla Islands. Fyrirlestrarnir verða fluttir á ís- lensku. Öllum er heimill aðgangur. Firmakeppni í tennis Tennisdeild ÍK ætlar að halda firma- keppni um jólin. Spilað verður með forgjöf þannig að búast má við jafnri og skemmtilegri keppni. Mótið verð- ur haldið í íþróttahúsinu, Digranesi, 20.12-3.1. og er þátttökugjaldið 1000 kr. Ópal veitir verðlaun. Tilkynning- ar skulu berast fyrir 18. desember til Guðnýjar Eiríksdóttur í síma 45991. Útivistarferðir Fimmtudagur 12. desember: Aðventukvöld (myndakvöld) í Fóstbræðraheimilinu, Langholts- vegi 109, kl. 20.30 stundvíslega. Myndasýning fyrir hlé: Myndir úr síðustu ferðum, þ.á m. aðventuferð í Þórsmörk, haustblóti á Snæfellsnesi, Jökulgili og óvissuferð á Emstrur. Kristján M. Baldursson útskýrir myndirnar og segir frá vetrarferðun- um. Eftir hlé verður dans og fl. Það verður sannkölluð aðventustemmn- ing. Allir velkomnir. Útivistarfé- lagar. Munið að greiða heimsenda gíróseðla fyrir árgjaldi 1985. Geymið auglýsinguna. „Virðið bifreiðastæði fatlaðra" Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, hefur látið prenta spjöld sem vekj.a athygli á merktum bílastæðum fatlaðra. Fyrir hreyfihamlaða, sem nauðsynlega þurfa á bíl að halda til þess að komast leiðar sinnar, er árið- andi að geta lagt bílum nálægt stöð- um þar sem þjónusta er veitt. Á síð- ustu árum hefur stæðum, sérstaklega merktum fötluðum, fjölgað töluvert. Hins vegar er mikill misbrestur á því að almenningur taki tillit til þeirra. Menn hugsa oft sem svo að 2-3 mínútur skipti engu máli og leggja bílum sínum í merktu stæðin. Fatlað- ir verða fyrir töluverðum óþægindum af þessum sökum. Spjöldin eru myndskreytt og með ofangreindri áletrun. Þau eru úr stífum pappír í stærðinni A5 og til þess ætluð að þeim sé stungið undir rúðuþurrkur rangstæðra bíla. Spjöldin fást á skrifstofu Sjálfsbjarg- ar, Hátúni 12, s. 91-29133, og eru afhent ókeypis meðan birgðir endast. Viljum við hvetja fólk til þess að hjálpa okkur að verja þennan rétt fatlaðra með því að dreifa spjöldun- um eftir þörfum. SÍ félagsfundur Skýrslutæknifélag Islands boðar til félagsfundar um greiningu algorith- ma í Norræna húsinu fimmtudaginn 12. desember nk. kl. 15. Efni: What is Analysis of Algorithms? Fyrirles- ari: John R. Gilbert. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku. John It. Gilbert er gestaprófessor við Háskóla fs- lands. Hann 'lauk B.S. prófi í stærð- „Á ég að trúa því að þeir starfs- félagar sem ég horfi hér.á, sem ég hef borið virðingu fyrir, treyst, eng- um ykkar hef ég brugðist og flestir ykkar hafa leitað til mín, á ég að trúa því að meðal ykkar leynist sá hugur til mín að þið viljið pólitískt knésetja mig til að ná fram bletti á Sjálfstæðisflokknum sem gæti orðið ykkur til framdráttar í næstu kosn- ingum?“ sagði sár og reiður Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra á Alþingi í gærkveldi. Það ríkti dauða- þögn í þingsalnum á meðan Albert kyrjaði yfir þingmönnunum. „Ykkur er fjandans sama um ein- staklinginn, sem hefur reynst ykkur vel, bara að það geti orðið ykkur tímabundið til framdráttar." Albert sagði að það væru erfiðir tímar sem hann færi nú í gegnum. Alls konar slúður væri birt um hann hérlendis og erlendis. Hann upplýsti að líklega myndi hann lögsækja þá fréttamenn sem stæðu fyrir þessu óþverraslúðri um hann. „Ég mun berjast gegn þessu og ég fræði frá Háskólanum í New Mexico árið 1973 og Ph.D. gráðu í tölvunar- fræði frá Háskólanum í Stanford árið 1981. Frá þeim tíma hefur hann verið aðstoðarprófessor við Cornell. Jólafundur kvennadeildar SVFÍ í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 12. desember kl. 20 í Lækjarhvamrhi, Hótel Sögu. Kaffíveitingar og skemmtiatriði. Snyrtistofan Snót flutt Snyrtistofan Snót er flutt að Hlíðar- vegi 29 A, Kópavogi. Síminn er 46017. Á stofunni er boðið upp á alla al- menna snyrtingu, auk fótaaðgerða. Unnið er upp úr vörum frá Sothys, Germaine Monteil og Astor og eru þær einnig til sölu. Opið er mánu- daga kl. 13-18, þriðjudaga - föstu- daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 10-14. Eigandi Snyrtistofunnar Snótar er Guðmunda Árnadóttir fótaaðgerða og snyrtifræðingur. mun sigra. Það brýtur mig enginn,“ sagði Albert með þungar brúnir. Umræðunni um Hafskipsmálið lauk um miðnætti. Margir tóku til máls. Það kom meðal annars fram að viðskiptaráðherra ætlar ekki að láta fara fram dómsrannsókn vegna ummæla fyrrverandi viðskiptaráð- herra á Alþingi í vor. Það er Guð- mundur Einarsson, Bandalagi jafn- aðarmanna, sem hefur óskað eftir rannsókn. Hann telur að viðskipta- ráðherra hafi farið með rangt mál þegar hann skýrði frá stöðu Hafskips gagnvart Útvegsbankanum. Hann upplýsti í gærkveldi að hann myndi jafnvel leita til saksóknara vegna þessa máls. Fyrrverandi og núver- andi viðskiptaráðherra ber ekki saman hvenær skýrsla frá Útvegs- bankanum um stöðu Hafskips barst ráðuneytinu. Matthías Bjarnason hefur sagt að það hafi verið 3. júní en Matthías Mathiesen segir að það hafi ekki verið fyrr en í lok mánaðar- ins. APH — Sjá einnig bls. 2 Laugateig Langholtsveg Sigtún Barðavog. Blaðbera vantar á biðlista í Garðabæ, Vogahverfi, Sund og Laugarnes. Blaðbera vantar í afleysingar á Aragötu og Hörpu- götu. Vamarræða Alberts: „Égmunsigraogþað brýtur mig enginn”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.