Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1985, Blaðsíða 29
DV. MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985.
29
Sviðsljós Sviðsljós
Sting segir að fólk reki upp stór augu þegar hann sjáist á göngu með börnin. Hér er hann með sambýlis-
konu sinni, Trudie Styler, og helmingnum af barnaskara sínum.
Fjögurra barna
faðir í löggunni
- Sting er hinn mesti barnakarl
„Ég er mjög venjulegur maður. Ég
elska börnin min og reyni að vera
með þeim eins mikið og ég get. En
ég verð aldrei heimilisfaðir sem lab-
bar um í töfflum reykjandi pípu. Ég
held að börnin mín njóti mín betur
ef ég geri það sem mér líkar.“ Þetta
segir popparinn Sting.
Sting viðurkennir fúslega að hafa
gert skurk í kvennabæ og ekki verið
við eina íjölina felldur. Hann viður-
kennir líka að hafa prófað flest eitur-
lyf, viskítegundir og annað vafasamt.
En þegar hann varð faðir breytti
hann til.
„Fólk trúir ekki sínum eigin aug-
um þegar það sér mig í göngutúr með
börnunum mínum. Búist er við að
poppstjörnur lifi öðruvísi lífi...“
Sting býr með leikkonunni Trudie
Styler sem er tuttugu og átta ára
gömul. Þau eiga tvö börn, Brigitte
tveggja ára og Jake sex mánaða.
Popparinn lýsir Trudie sem
draumakonunni. Hún er falleg, klár
og sjálfstæð. Og Sting leggur mesta
áherslu á sjálfstæðj. „Hún vill sjálf
vera frjáls og óbundin.“ Sting getur
ekki hugsað sér neitt verra en af-
brýðisama eiginkonu sem vaki yfir
hverri hreyfingu. Sting er því ánægð-
ur með að Trudie hafi eigin áhuga-
mál og að hún sé laus við afbrýði-
semi. Sambandið gengur því vel en
samt hafa þau engan áhuga á að
giftast.
„Ég er enginn villtur kvennabósi
en ég held að það sé ekki hægt að
lofa eilífri ást.“
Sting talar af reynslu því hann var
kvæntur i sjö ár. Fyrrverandi eigin-
kona hans heitir Frances Tomelty
og er leikkona. Hann eignaðist tvö
börn með henni, son og dóttur. „Ég
sé ekki eftir því hjónabandi. Við
vorum mjög hamingjusöm um tíma
og eignuðumst tvö yndisleg börn.
Mér þykir leitt að það hafi ekki
gengið..
Sem sé að auk tónlistar og kvik-
mynda eru börnin númer eitt í lífi
Stings.
ÓDÝRT
ÓDÝRARA
ÓDÝRAST
Allt glænýjar vörur framleiddar erlendis og fluttar inn án án
allra milliliða, það gerir muninn.
ÖKUMENN!
Munið að Ijósastaurarnir rekast ekki á bílana
nema ísjálfsvörn.
Eigum til afgraiðalu nú þngar mikið úrval
notaðra rafmagns- og dfisillyftara, enn-
f remur snúninga og hliðarf œrslur.
Tökum lyftara upp fi uppgarðan, leigjum
lyftara. Flytjum lyftara, varahluta- og
viðgerðaþjón usta.
Lfittu inn — við gerum þór tilboð.
Tökum lyftara í umboðssölu.
LYFTARASALAN HF.,
Vitastíg 3, simar 26455 og 12452.
Skiptaréttur Hafnarfjarðar hefur falið
undirrituðum að selja neðangreindar
eignir þrotabús Málms hf., Reykja-
víkurvegi 50, Hafnarfirði:
1. Varahluti í bifreiðar, s.s. kerti, viftureimar,
bremsuborða, Ijós og fleira.
2. Ýmiss konar aukabúnað á bifreiðar.
3. Málningarvörur og tæki til mátningarblöndun-
arfrá Sadolin.
4. Trésmíðaverkfæri, skrúfulager ogfleira.
5. Metabo rafmagnshandverkfæri.
6. Makita rafmagnshandverkfæri.
7. Skrifstofuáhöld og innréttingar.
Fyrst og fremst er leitað að kaupanda að öllum
eignum þrotabúsins. Til greina kemur þó að selja
einstaka vöruflokka, s.s. þifreiðavarahlutalager,
Metaþo-verkfæri, Makita-verkfæri og málningar-
vörur.
Framangreindar eignir verða sýndar að Reykjavíkur-
vegi 50, fimmtudaginn 12.12. 1985 frá kl.
10.00-12.00 og 14.00-16.00.
Sigurður G. Guðjónsson hdl.,
Lögfræðiskrifstofunni sf.,
Tryggvagötu 26,
101 Reykjavík,
sími 62-20-40.
STURTUKLEFAR
jólatilboð
Bjóðum Keralle Sturtuklefa
með einstökum kjörum:
EKKERT ÚT OG REST Á 6 MÁN.
GETUM ANNAST UPPSETNINGU
& VATNSVIRKINN M
ÁRMÚLA 21 REYKJAVÍK
SÍMAR: 686455, 685966, 686491
Grandagaröi 3. Rvik s. 29190 Mánagötu 1. isaf. s 94-4669 Egilsbraut 5. Neskst. s. 97-7732 Eyrarvegi 17, Selfossi s. 99-1283