Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Blaðsíða 6
DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985.
Neytendur___________Neytendur__________Neytendur___________Neytendur
Coclel De Frutas Con Nueces:
1 lata de coctel de frutas
Vi taza de nueces
1 taza de mayonesa \
2 cucharaditas de leche
v? cucharadita de mostaza preparada
i cucharadita de azucar
Acomodar la fruta escurrída en una fuente.
y adornarfa con hojas de lechuga. Despar-:
ramar la mayor parte de las nueces sobre
la fruta. Dilutr la mayonesa con leche
hasta estar fíquida. Mezclar el azucar y la
mostaza con la mayonesa v vedir sopíe la
fruta y las nueces. Adornar coq JTástb de
las nueces Delicioso con pi
carme de cordero o de chani
INGREDIEMTES:
FRUTAS (MELOCOTONES. PERAS. UVAS. PÍNAS.
\ CEOEZAS COLOREAOAS CON E-lZT)
\ Y ALMIBAR DENSO ÍA3JA Y AZUCARES)
NET VVEIGHT PESO NETO
410 gr
DRAINED WEIGHT
PESO ESCyRRIDO
227
'ACKEO FOR
COM6X FOODS
CAPE TOWN
Contents Peaches Pear?.. P’neapple. Seedless
(->aoes. Chemes ano Syrup
IMPORTAOO POR:
JOSE A PADRON DELGADO
U PEtilA S. IA HIGUERITA, TENERIFE
NUMERO DE REGISTRO SANITARK3
40.1978 T.F.
ENVASADO POR
COMEX EOODS
TULBAGH CENTRE
CAPE TOWN
CONSUMIR
PREFERENTEMENTE
ANTES DE FIN DE 1988
CATjRSORtA COMERCtAL
SELECTA
CHOICE GRADE
1*1111 WCKtítll Fruits in Syrup
Coctel de Frutas en Atmibar
Miðinn utan af dósinni frá Suður-Afríku. Við höfum um árabil borðað ávexti frá Suður- Afríku með bestu lyst - þaðan koma t.d.
Outspan appelsínur.
Ávextir villa á sér heimildir
Stjörnuklasi er látinn hylja naf n f ramleiðslulandsins Suður-Af ríku
„Nýlega keyptum við hálfdós af
kokkteilávöxtum. Til fróðleiks fór
ég að athuga hvort þeir væru frá
S.-Afríku. Ekki sást í fljótu bragði
hvaða land framleiddi þessa ávexti,
en þó mátti sjá nafnið Cape Town.
Flestir átta sig ekki á þessu nafni
en það er víst „Höfðaborg".
Þegar betur er að gáð mátti sjá
einhver stjörnumerki neðst á mið-
Sýrður rjómi er góður í marga
rétti, bæði sósur, salöt, soðna rétti
og einnig bakstur. Hér á eftir eru
nokkrar uppskriftir sem sýrður
rjómi er notaður í. Gott er að eiga
sýrðan rjóma í kæliskápnum þegar
jólahátíð fer í hönd. Geymsluþol
hans er gott.
Sinnepssósa með graflaxi.
1 dós sýrður ijómi
2 msk. majones
1 tsk. hunang
2 tsk sinnep
4-5 msk. þurrkað dill
svartur pipar og salt eftir -
smekk
4-5 msk. þeyttur rjómi
1-2 dropar sósulitur
Hrærið saman sýrða rjómanum,
majones, hunangi og sinnepi, bætið
svo dilli, kryddi ogsýrða rjómanum
út í, síðast er sósulitnum bætt út
í. Látið standa í kælii 1-2 klst. svo
sósan jafni sig vel. Berið fram með
graflaxi, ristuðu brauði og sítrónu.
Fitkifrauð
300 g ýsuflak eða annar fisk-
u
1 ðós sýrður rjómi
2 i/2 dl þeyttur rjómi
1/4 tsk. pipar
1 pk. fiskhlaup (Toro)
4 dl sjóðandi heitt fisksoð
Sjóðið fiskinn í léttsöltu vatni.
Leysið hlaupið upp í sjóðandi soð-
inu og kælið síðan vel. Hrærið í
öðrj hverju á meðan. Látið fiskinn
einnig kólna vel. Stappið hann og
hrærið sýrða rjómanum saman við
með sleif. Bærið svo þeytta rjóman-
anum og hvað átti þessi stjörnu-
klasi að hylja? Jú, nafnið á fram-
leiðslulandinu. Það sést á milli
stjarnanna, ef vel er að gáð, skráð
bæði á ensku og frönsku:
Framleitt í Suðu-Afríkulýðveld-
inu.
um út í og kryddið. Hellið svo
kældu hlaupinu út í blönduna og
hrærið rólega í svo allt jafnist vel
saman.
Hellið svo í fisklaga form eða
hringmót og látið stífna. Hvolfið
frauðinu á fat, skreytið með salat-
blöðum, sítrónubátum og tómötum.
Waldorfsalat
Margar tegundir eru til af Wald-
orfsalati sem þykir eiga mjög vel
við t.d. steiktan kalkún.
100 g sellerí
2 græn epli
3 hringir ananas
70 g valhnetukjarnar
1 dós sýrður rjómi
Skerið sellerístilkana smátt.
Skerið flysjuð eplin og ananas-
hringina í litla bita og saxið val-
hnetukjarnana smátt. Blandið öllu
saman við sýrða rjómann og bragð-
bætið með örlitlum sykri ef vill.
Rjómahorn
4 1/2 dl hveiti
2 1/2 tsk. lyftiduft
2 dl rifinn ostur
1/2 tsk. salt
50 g smjör eða smjörlíki
1 dós sýrður rjómi
Setjið þurrefnin og ostinn í skál
og myljið smjörið saman við. Hræ-
rið sýrða rjómanum út í og hnoðið
deigið létt. Skiptið deiginu í tvo
hluta og fletjið út hvom fyrir sig í
hringlaga köku. Skiptið hvorri
köku í átta jafna hluta og vefjið
upp frá breiðari endanum.
Raðið homunum á bökunarplötu,
penslið með samanþeyttu eggi og
EKKIVERIÐ
AÐ FELA NEITT
Með þessu bréfi fylgdi miðinn
utan af ávaxtadósinni og mikið
rétt. Stjörnuklasi huldi nafn fram-
leiðslulandsins.
Við höfðum upp á innflytjandan-
um sem reyndist vera Samband
islenskra samvinnufélaga. Einn af
bakið í 8-10 mín. við 225 gráða hita.
Berið hornin fram með smjöri.
200 g dós af sýrðum rjóma kostar
50 kr. Þessar uppskriftir eru úr
tilraunaeldhúsi Mjólkursamsöl-
unnar. - A.Bj.
sölumönnunum sagði okkur að
fyrir nokkru hefði þeim borist bréf
þar sem stjörnuklasinn var til
umræðu. í bréfinu segir að þegar
leitað hafi verið tilboða í niður-
soðna ávexti í sumar hefðu borist
hagstæðustu tilboðin í niðursoðna
ávexti frá S.-Afríku. Þaðan voru
pantaðir í ágúst blandaðir ávextir
og niðursoðnar perur. Það var áður
en viðskiptahöft voru sett á inn-
flutning á vörum frá S.-Afríku.
Þessir ávextir komu svo hingað
til lands fyrir fáeinum vikum og
er verið að selja þá þessa dagana.
Sölumaðurinn neitaði því alfarið
að verið væri að leyna einhverju
með stjörnuklasanum sem prentað-
ur er yfir nafn framleiðslulandsins
á miða dósarinnar.
Við birtum hér mynd af miðanum.
Nafn Suður-Afríku kemur hvergi
fram en á tveimur stöðum kemur
nafnið Cape Town fram. Sömuleið-
is er upplýst að þessir ávextir hafa
verið framleiddir fyrir fyrirtæki á
Tenerife.
Lýsandi
gullhólkar
Það er alltaf gaman að búa til eigið
jólaskraut. Hérna eru þrjár konung-
legar luktir eða ljósastikur, tákn-
rænar fyrir hina þrjá heilögu menn
eða vitringa, sem komu til þess að
sjá Jesúbarnið nýfætt og votta því
virðingu sína, þá Kaspar, Melchior
og Baltasar.
Ljósastikurnar eru búnar til úr
stífum gullpappír og hugmyndaflug-
ið sett á flug hvað varðar mynstrið.
Gætið að ykkur við verkið, því brún-
irnar á gullpappírnum eru skarpar
og auðvelt að skera sig á þeim.
Hólkarnir eru svo límdir saman á
brúnunum. í botninn á þeim er látið
kerti í álformi. Ljósið geislar fallega
út um mynstrin á hólkunum.
Salmonellu-
sýkingin:
Gætið
ýtrasta
hrein-
lætis
við mat-
reiðslu
„Það voru strax gefin fyrirmæli
um sölustöðvun um allt land á
aliöndum frá Vilmundarstöðum í
Borgarfirði. Þetta er slátrun frá því
í sumar og í haust. Rannsóknir
hafa leitt í ljós sýkingu í þessum
aliöndum en endur virðast sérlega
næmar fyrir þessum sýkli, salmon-
ella typhimurium," sagði Þórhallur
Halldórsson, forstöðumaður heil-
brigðiseftirlits Hollustuverndar
ríkisins, í samtali við DV.
Þórhallur benti á að varhugavert
væri að meðhöndla sýkta fugla því
smit berst fljótt með eldhúsáhöld-
um og einnig getur smit borist í
mat sem ekki er eldaður, eins og
hrásalat eða majónsósa. Hins veg-
ar drepst sýkillinn við matreiðslu.
Mjög áríðandi er að allt kjöt,
sérstaklega svína- og fuglakjöt, sé
gegnumþítt áður en það er matreitt
til þess að auðvelda fullkomna
hitun við matreiðsluna. Gætið þess
að halda soðinni matvöru alveg
aðgreindri frá hrávöru og notið
ekki sömu skurðbretti eða önnur
áhöld til meðhöndlunar á þessum
tveimur tegundum matvæla nema
þau séu vandlega þrifin á milli.
-Geta rjúpur verið með salmon-
ellusýkingu?
„Það hef ég aldrei heyrt minnst
á og tel alveg fráleitt," sagði Þór-
hallur Halldórsson.
A.Bj.
A.Bj.
Akureyrarmjólkin er kominn í jólaumbúðir. Jólasveinn prýðir nú
umbúðirnar og er hann greinilega að lauma einhverju góðgæti í
skó góðu krakkanna. DV mynd JGH
mmm
Sigurður Kristinsson
Hlíðarenda, Breiðdal“.
Sýrður rjómi í sósur,
salöt og baksturinn
1