Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Blaðsíða 8
8 DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Hæstaréttar- dómariámóti dauðarefsingu Ellí Carlsdóttir, fréttaritari DV í Boston: William Brennan, hæstaréttar- dómari, sagði fyrir skemmstu að með dauðarefsingunni væri farið ómanneskjulega með hina dæmdu og þeir meðhöndlaðir eins og dauðir hlutir, fyrst leikið með þá og þeim síðan varpað í úrganginn. Hinn 79 ára gamli dómari gerði þessa athugasemd í óvenjulega harðri árás á dauðarefsingarlög- in i erindi sem hann flutti í Kaliforníuháskóla. „Hið sví- virðilegasta morð leysir ekki ríkið undan þeirri stjórnarskrár- bundnu skyldu að virða manns- lífið eða það sem mannleg virð- ing heitir," sagði dómarinn. Brennan dómari hefur verið fyrir liinum frjálslyndari í hæsta- rétti Bandaríkjanna en þeir hafa verið í minnihluta. Einvígihjá Timmanog Kasparov Kasparov, hinn nýi heims- meistari í skák, kom um helgina til Hollands til þess að tefla þar þessa viku sýningareinvígi við Jan Timman, hollenska stór- meistarann, sem er þriðji hæsti skákmaður í heimi að ELO-stig- um (2640). Munu þeir tefla sex skáka einvígi. Þetta eru fyrstu kappskákir Kasparovs síðan hann vann heimsmeistaratitilinn. Timman á í byrjun næsta árs að tefla við sovéska stórmeista- rann Yusupov um réttinn til að skora á heimsmeistarann að ári. Áður á Karpov, sem tapaði titlin- um til Kasparovs í nóvember, rétt á tækifæri til þess að endur- heimta heimsmeistaratitilinn með öðru einvígi við Kasparov. Villlátaákæra Marcosforseta Corazon Aquino, ekkja hins myrta andófsleiðtoga, Benigno Aquino, segist mundu láta hand- taka Ferdinand Marcos, núver- andi forseta Filippseyja, ef hún sjálf næði kjöri í forsetakosning- unum í febrúar næsta. „Ég mundi láta ákæra hann,“ sagði hún og bætti síðan við: „Kannski að það verði gert án þess að ég þurfi að koma til.“ Hún hefur margítrekað lýst því yfir að hún telji Marcos ábyrgan fyrir morðinu á Aquino sem skotinn var til bana í landgöngu- stiga á flugvellinum í Manila þegar hann var að koma heim úr útlegð og sjúkrahúsvist í Bandaríkjunum. Táragas og svipur not- aö á blakka í Durban Óeirðalögregla í Suður-Afríku dreifði í gær þúsundum blakkra mótmælenda eftir fjöldafund þeirra í hafnarborginni Durban. Baráttusamtök blökkumanna í Durban skipulögðu fundinn þar sem krafist var að blökkumannaleið- toganum Nelson Mandela yrði sleppt úr haldi. Heiðursgestir fundarins voru átta leiðtogar Lýðræðisfylkingar blökku- manna, UDF, er nýverið hafa verið látnir lausir úr fangelsi eftir að sak- sóknari féll frá ákærum á þá fyrir meint landráð. Eftir fundinn fóru fundarmenn með hrópum um götur Durban, köstuðu múrsteinum í bifreiðir og verslanir hvítra og hrópuðu slagorð. Kalla þurfti til liðsafla lögreglu er dreifa varð fundarmönnum með svipum og táragasi. Hátíðisdagur hvítra Hvítir Suður-Afríkumenn halda í dag upp á afmæli frækins sigurs Búa yfir stríðsmönnum Zulumanna árið 1838. Búist er við mótmælum blökku- manna í tilefni dagsins og eru her og lögregla í viðbragðsstöðu. Götuóeirðir í hafnarborginni Dur- ban hafa fram að þessu ekki veríð eins alvarlegar og nú. Hvítir líta á borgina sem sitt rótgróna yfirráða- svæði og hafa fram að þessu ekki liðið neinn óróa innan borgarmar- kanna annan en þann er verið hefur í hverfum blökkumanna umhverfis Durban síðustu mánuði. Jarðsprengja drepur sex Jarðpsprengja drap í nótt sex manns úr tveim fjölskyldum hvítra á þjóðvegi skammt frá landamærunum að Zimbabve. Talsmaður hersins sagði að talið væri að hér væri um að ræða eina af jarðsprengjum þeim er liðsmenn Afríska þjóðarráðsins komu fyrir á hluta þjóðvegakerfisins við landa- mærin að Zimbabve fyrir rúmum þrem vikum. Herflokkum hefur tekist að finna meirihluta jarðsprengjanna en þrátt fyrir það hafa þær valdið miklum usla og ótta í landamærahéruðum. Ein slík jarðsprengja drap blakkan dráttarvélabílstjóra um síðustu mánaðamót. Fórnarlömbin í gær eru fyrsta hvíta fólkið er verður jarð- sprengjunum að bráð. Óeirðalögregla dreifði í gær þúsundum blakkra mótmælenda í hafnar- borginni Durban með svipum og táragasi. Mikil ólga er nú í Suður- Afriku. í dag halda hvítir hátiðlega upp á frækinn sigur sinn yfir stríðs- mönnum Zulumanna árið 1832. Andrúmsloftið mengar Norðursjó Nýjar rannsóknir sýna að Norður- sjórinn er alvarlega mengaður af andrúmsloftinu jafnt sem iðnaðarúr- gangi sem berst með vatnsföllum til sjávar eftir því sem vestur-þýskir vísindamenn segja. Walfried Michaelis prófessor sagði á blaðamannafundi í Bonn að vís- indamenn hefðu fært sönnur á að 30-50% þungra málma, sem finna mætti í hinum vestur-þýska hluta Norðursjávar, hefðu borist með and- rúmsloftinu. - Áður höfðu allir geng- ið út frá því sem gefnu að mengunin væri nær einvörðungu komin með framburði vatnsfalla. Ekki sagði prófessorinn neinar sönnur vera fyrir því að þessi meng- un væri aðallega komin frá Bretlandi þar sem kolamengun andrúmslofts- ins þykir hafa valdið miklu um hinn „súra“ dauða skóganna í Evrópu. Sagði hann að blýið virtist aðallega komið frá útblæstrí bifreiða í Ham- borgog Bremen. Vestur-þýskir vísindamenn telja að ekki megi aðeins kenna menguðum árframburði um mengun Norðursjávar heldur eigi mengaðir loftstraumar í andrúmsloftinu þar einnig verulegan hlut að máli. Erfiðisvinna getur valdið hjartameini og krabba Ellí Carlsdóttir, fréttaritari DV i Boston: Erfiðisvinnumönnum er miklu hættara við að deyja úr hjartasjúk- dómum og krabbameini heldur en kyrrsetumönnum, samkvæmt niður- stöðum rannsóknar, sem nýlega var opinberuð. Rannsókn þessi stóð yfir í 30 ár og tók til 2.292 karlmanna. Ef frá voru taldar reykingar, of hár blóðþrýstingur og kolesterol þá var erfiðisvinna aðalvaldurinn að hjartasjúkdómum samkvæmt þessari rannsókn. - Af karlmönnum á milli 35 og 64 ára í erfiðisvinnu dóu 13,7 af hverjum þúsund úr hjartakvillum eða krabbameini, en af kyrrsetu- mönnum 8,5 af hverjum 1000. Af mönnum í léttum erfiðisstörfum dóu 10,1 af hverjum þúsund úr þess- um sjúkdómúm og í meðalerfiðum störfum dóu 11,1 af hverjum þúsund. Það var læknadeild Bostonarhá- skóla sem kynnti þessa rannsókn á árlegu móti samtaka um heilbrigðis- mál almennings. Um leið komu fram niðurstöður rannsóknar heilbrigðismiðstöðvar Texasháskóla þar sem bar á því að erfiðisvinnumenn nýttu sér illa heil- brigðisfræðslu sem atvinnurekand- inn bauð þeim upp á ókeypis. En fengju þeir frí í vinnunni til þess að notfæra sér hana þá gerðu þeir það frekar sem aftur leiddi af sér bættari heilbrigðisvenjur þeirra. t HíCAmo.N motíc, mc. t>jrwi r. YFTACH KATZUft. 2ACH1NQY, JONATHAN : : nrflvt 0 sw Os Strákamtr úr „Heítv tpskkv 0FTHEWOLF Múmer sex er sú djaffaaía og iyndnaata aiþeímöiium MU.toxr* VfMm u WlOAMCttií ISt.F.NSKUR TEXTJ FJORAR TOPPMYNDIR SFM ENGIN ALVÖRULEIGA MÁ LÁTA SIG VANTA. Pöntunarsími 91-17620. Dreifing, Sigluvík sf. YFIR100 GENGU í GILDRUNA Á annað hundrað manns á flótta undan réttvísinni gengu í gildru lögreglunnar í Washington um helgina og voru handteknir eftir að hafa þegið boð í veislu sem yfir- valdið efndi gagngert til í þeim tilgangi að egna fyrir þá. Yfir 3.000 manns, sem lögreglan hefur leitað, voru sendir boðsmiðar í fagnaðinn þar sem auk veislu- fanga var boðið upp á ókeypis aðgöngumiða að kappleik, sem fyrir löngu er orðið uppselt á, og eins möguleiki á að vinna í happ- drætti miða og ferð til New Orleans á úrslitaleik í ameríska fótboltan- um. Lögreglumenn brugðu sér í gervi þjóna og þjónustumeyja og veittu gestunum höfðinglegar móttökur. Þegar ljóst var að ekki mundu fleiri mæta til fagnaðarins bauð veislu- stjórinn gestina velkomna og til- kynnti þeim að þeir væru hand- teknir. Til veislunnar var boðað undir fölsku flaggi sjónvarpsíþróttafrétta og veisluboðin send í pósti á síð- ustu kunnu heimilisföng þessa fólks sem sumt var eftirlýst fyrir alvarleg afbrot eins og fíkniefnaaf- brot og líkamsárásir. - Tveir í hópi hinna handteknu voru eftirlýstir fyrir morð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.