Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Side 9
DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985.
Uttönd Uttönd
Sovéskum Siberíuhreindýrum gefið á gaddinn. Tekist hefur að bjarga
þúsundum hreindýra frá svelti með stórefiis fóðurgjöf auk þess sem
heilu stofnarnir hafa verið fluttir til.
Jaröbönn hjá
hreindýrunum
Þúsundir hreindýra í Síberíu geta
orðið hungurdauðanum að bráð þvi
að ísgljá þekur nú hreindýramosann
i högum þeirra. Þessi jarðbönn varna
þeim að krafsa sig í beitina. Reynt
hefur verið að fljúga með fóður til
þeirra og gefa út á gaddinn, en veður
hefur hamlað þyrluflugi.
Stórum hreinahjörðum hefur verið
smalað burt af freðmýrunum og yfir
á aðgengilegri haga, en 115.000 dýr
eru enn talin vera í hættu.
Venjulegast eru hreindýr mjög
dugleg að bjarga sér og krafsa sig
niður úr snjónum í mosann, en í
s'íðasta mánuði gerði asahláku, svo
að freðmýrarnar urðu auðar. Síðan
fraus ofan í alla bleytuna og niður
úr klakanum gátu þau ekki barið.
Rússar telja að á þessum slóðum
(vestan við Beringsund, sem skilur
að Sovétríkin og Bandaríkin) séu
venjulega nær 500.000 hreindýr.
HUNGURVERKFALL
HJÁ UNESCO
Formaður starfsmannafélags
Menntastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna (UNESCO) lauk á föstudag
fjögurra daga hungurverkfalli sínu,
þegar MBow framkvæmdastjóri
UNESCO féllst á kröfurnar um
stofnun samninganefndar starfsfólks
og stofnunarinnar um fækkun starfs-
liðs.
Formaðurinn og sex aðrir starfs-
menn höfðu fastað i anddyri aðal-
stöðva stofnunarinnar í París til þess
að fylgja þessum kröfum eftir.
UNESCO hefur neyðst til þess að
segja upp um 800 manns eftir að
Bandaríkin og Bretland hafa dregið
sig út úr stofnuninni. Þessi tvö aðild-
arríki höfðu lagt til um 30% af ráð-
stöfunarfé stofnunarinnar, en voru
óánægð með starfsemi hennar, sem
þau töldu pólitískt hlutdræga og
bruðlsama.
Um 2.300 manns starfa í aðalstöðv-
um UNESCO í París. Nokkur hundr-
uð þeirra lögðu niður vinnu í byrjun
síðustu viku vegna uppsagnanna.
Fólksflótti frá Austur-Þýskalandi til
Vestur-Þýskalands:
20 ÞÚSUND FLYTJ-
AST í ÁR
Ketilbjörn Tryggvason, DV, Vest-
ur-Berlín:
Á ári hverju sækja þúsundir aust-
ur-þýskra borgara um leyfi til að
flytjast til Vestur-Þýskalands. Ná-
kvæm tala um fjölda þessara beiðna
er aldrei gefin upp hjá austur-
þýskum yfirvöldum en sérfræðingar
vestanmegin telja töluna langt yfir
hundrað þúsund á ári.
Flestir þessara umsækjenda kaupa
sér einungis vandræði með þessari
tilraun sinni til að komast til vest-
ursins. Að sögn kunnugra kemur það
oft fyrir að viðkomandi missi vinnu,
eða lækki í launum, börn umsækj-
enda fá ekki lengur inni á dagheimili
og ættingjar fá jafnvel að kenna á
hegningarharmi yfirvalda.
Fæstir fá að flytjast úr landi og fer
það reyndar nokkuð eftir atvinnu-
greinum og þar með mikilvægi ein-
staklingsins hvort hann fái að flytj-
ast yfir hinn illræmda múr sem liggur
milli þessara tveggja þýsku ríkja.
Hingað til hefur Vestur-Þjóðverjar
tekið á móti velflestum þessara
flóttamanna og hafa jafnvel reynt
að fá austur-þýsk yfirvöld til að
hækka kvótann um leyfilegan fjölda
þeirra er flytjast mega úr landi.
Árið 1984 fengu um 40 þúsund
manns að flytjast til vestursins, en
fregnir herma að talan sé helmingi
lægri þetta árið, eða um 20 þúsund
manns.
Til viðbótar við þennan fjölda
kaupa vestur-þýsk yfirvöld árlega
pólitíska fanga frá Austur-þýska-
landi.
Hafa Vestur-Þjóðverjar frá því
múrinn var reistur 1963 borgað
samtals 3,5 milljarða þýskra marka
til þessara þarfa og með því keypt
um 30 þúsund pólitíska fanga frjálsa.
Umsjón:
Guðmundur
Pétursson
og
Hannes Heimisson
Islensk M
og ensk “
KNATTSPYRNA
Víðir Sigurösson
ÍSLENSK
KNATTSPYRNA 1985
íslensk knattspyrna er komin út,
ítarlegri en nokkru sinni fyrr.
í bókinni er að finna nákvæmar
töflur um leiki, leikjafjölda og
markaskor einstakra leikmanna
auk 300 mynda. íslensk
knattspyrna '85 er besta
heimildarit um íslenska
knattspyrnu sem völ er á. . .
Verð kr. 1.488.-
Þetta er 5. árbókin
Saga Westham er komin út.
Bókin fjallar í máli og myndum
um Westham, sögu þess og sigra.
Westham er eins og kunnugt er
eitt frægasta knattspyrnulið
Bretlands og í dag eitt af
toppliðunum. Verð kr. 975.-
If=
OKHLAÐAN
l X ± X JL JL X X . J
ALLT A SAMA STAÐ!
ÞVERHOLTI11.
Síminn á öllum deildum 27022. ES