Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Page 10
10
DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985.
Utiönd Utiönd Utiönd Utiönd
Nordmenn áhyggjufullir
vegna tíðra olíuslysa
Öryggismál á norðlægum haf-
svæðum, þar sem Norðmenn
pumpa upp olíu og gasi fyrir millj-
ónir á hverjum degi, eru nú mikið
til umræðu í Noregi.
Það er ljóst að auðæfin í jarðlög-
unum undan Noregsströndum eru
gífurleg og hafa mikla þýðingu
fyrir framtíðarþróun norskra efna-
hagsmála.
Á skömmum tíma hefur Norð-
mönnuiii tekist að byggja upp full-
komið net olíuborpalla með ný-
justu tækni sem völ er á. Og Norð-
menn eru stoltir af hinni nýju stétt
olíuathafnamanna.
Tíð slys að undanförnu á vinnslu-
svæðum olíunnar hafa þó skyggt á
stoltið og fengið menn til að huga
frekar að öryggiskröfum í iðnaðin-
um.
í október síðastliðnum sprakk
borhola á einum oiíuborpalla
norska ríkisolíufélagsins Statoil
með þeim afleiðingum að einn
maður fórst og 80 manna áhöfn
borpallsins þurfti að yfirgefa
vinnustað sinn í skyndi.
Það slys nánast endurtók sig í
síðasta mánuði er sprenging varð
í borholu á Gullfaks-svæðinu þar
sem unnið er að byggingu nýrra
borpalla.
Fyrrgreind óhöpp hafa leitt til
þess að Statoil hefur látið gera
umfangsmiklar kannanir á örygg-
isbúnaði og sérstök rannsóknar-
nefnd hefur verið skipuð til að
endurmeta öryggisreglur.
Óhöppin í október og nóvember
eru ekki þau einu sem um ræðir.
Frá því norski olíuiðnaðurinn sleit
barnsskónum hefur slysatíðnin
verið óvenjutíð. Versta slysið átti
sér stað í marsmánuði árið 1983 er
olíuborpallurinn Alexander Kiel-
land sporðreistist og honum hvolf-
di. I ICielland slysinu fórust alls 123
Háværar gagnrýnisraddir
í kjölfar slysaöldunnar hafa
gagnrýnisraddir hækkað. Gagn-
rýni hefur einna mest verið áber-
andi i röðum forystumanna í nor-
skum verkalýðsfélögum.
Telja þeir að öryggissjónarmið-
um hafi verið fómað fyrir gróða-
hagsmuni á olíusvæðunum. Skjót-
fenginn gróði hafi ráðið stefnu
norsku ríkisstjórnarinnar.
Forystumenn ríkisolíufélagsins
og stjórnvöld hafa auðvitað harð-
lega neitað ásökunum verkalýðs-
félaganna og telja gagnrýni þeirra
í hæsta máta ósanngjarna.
„Frá því við hófum olíuvinnslu
okkar fyrir 16 árum höfum við
komið á fullkomnasta öryggiskerfi
á oliuborsvæðum sem til er í heim-
inum,“ segir blaðafulltrúi Statoil,
Haakon Lavik, og visar allri gagn-
rýni á bug.
Versta olíuslysið við Noregsstrendur átti sér stað í mars árið 1980
er olíuborpallurinn Alexander Kielland sporðreistist. í því slysi
fórust 123 menn.
Að sögn blaðafulltrúans eru
engin þau ráð til er gersamlega
útiloka slys á olíusvæðunum.
Sprengislysin í október og nóvemb-
er endurspegli aðeins tölfræðilega
möguleika á slíkum slysum. „í
þetta sinn var röðin einfaldlega
komin að okkur,“ sagði Haakon
Lavik.
Það þykir staðfesta áhyggjur
norsku ríkisstjórnarinnar af örygg-
is- og mengunarmálum þegar bann
var lagt við borunum Exxon og
Shell fyrirtækjanna á borsvæðum
norðan heimskautsbaugs á meðan
heimskautsvetur stæði yfir. Yfir-
leitt er talað um að heimskautsvet-
urinn með öllu sínu skammdegi
hefjist 15. nóvember og standi yfir
í þrjá mánuði.
Norsk yfirvöld skýrðu ákvörðun
sína með því að segja að fyrirtækin
hefðu ekki sýnt fram á að hafa yfir
að ráða nægilega fullkomnum
tæknibúnaði til að standast heim-
skautsveturinn, auk þess sem ýmsu
hefði verið ábótavant við aðbúnað
starfsmanna á þessum norðlægu
slóðum.
Ibúar norðurhéraða óánægðir
Ákvörðun norskra stjómvalda
um bann við borunum á norður-
svæðunum hefur verið harðlega
gagnrýnd í Norður-Noregi.
Olíufélögunum hafði verið veitt
leyfi til borana með nokkrum fyrir-
vara og höfðu lagt í mikinn undir-
búning. Ibúar dreifbýlissvæða á
norðurslóðum hugðu einnig gott til
glóðarinnar og kunnu vel að meta
aukin umsvif hinna erlendu olíufé-
laga er glæddi annars fábreytt
atvinnulíf.
Shell olíufélagið hefur einnig
gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir
að hafa tilkynnt um bannið með
svo litlum fyrirvara og segir ák-
vörðunina hafa valdið félaginu
miklu fjárhagslegu tjóni. Hefur
olíufélagið krafist þess að ákvörð-
uninni verði breytt.
Formælandi Exxon olíufélagsins
í Noregi lét hafa eftir sér í blaða-
viðtali við norskt dagblað að ák-
vörðunin um allsherjarbannið væri
hneykslanleg. „Ef við hefðum vitað
um að banna ætti alla borun eftir
15. nóvember hefðum við aldrei
lagt í þá gífurlegu fjárfestingu er
við lögðum í. Við sendum borpalla
upp eftir og það eitt að loka fyrir
olíustreymið þarna norður frá í
þessa þrjá mánuði mun kosta okk-
ur tug milljóna norskra króna.“
Þúsund og ein nótt á
tuttugustu öldinni
Ásgeir Eggertsson, fréttaritari
DV íMunchen:
Hver hefði haldið að ævintýra-
höllin, sem listamaðurinn Hund-
ertwasser byggði í Vin, sé ætluð
illa stæðu fólki í samfélaginu. Samt
er raunin sú. 50 íbúðir eru í húsinu
og umsækjendur um þær eru 150.
Þolir ekki hversdagslega
byggingarlist
Hvernig fékk Fiedensreich
Hundertwasser þá flugu í höfuðið
að byggja þetta hús og hafa það
svona útlítandi? - Hundertwasser
segir ómannúðleg hús vera erkió-
vini sína. Hann berst gegn einhæfri
og innihaldslausri byggingarlist
sem hann segir tröllríða manna-
byggðum. Ekki notar hann fallegri
orð um arkitektana.
Hundertwasser fékk svo tækifæri
til að sýna hvað í honum bjó þegar
Bruno Kreisky, fyrrum kanslari
Austurríkis, ruddi honum braut í
gegnum skriffinnskuskóginn í
Vínarborg. Biðu margir fullir eftir-
væntingar þess að sjá hvað kæmi
út úr því þegar Hundertwasser og
Josef Krawina legðu saman. Kraw-
í anda „náttúruhús" með orkuspar-
andi miðstöðvarkerfi, gróðurmold-
arsalernum og fleiru. Ekki átti að
nota nein gerviefni í þá byggingu.
En kostnaðaráætlun varð viða-
meiri en verjanlegt var. Umhverfis-
verndarsjónarmiðin urðu því að
víkja fyrir sparnaðarsjónarmiðum.
- Þar með sagði Krawina bless.
Hundertwasser stóð einn eftir að
byggingu hússins.
Ekkerteins
Dag hvern var hann á þeytingi á
milli handverksmannanna. Þeir
urðu fljótt örvæntingu nær við
verk sín. Engin tvö skúmaskot
voru eins útlítandi. Hundertwasser
hvatti þá til þess að láta eigin
andagift ráða við smíðina. Allir
máttu iðnaðarmennirnir leggja
flísar í hvers konar hlykkjum og
með hvaða útflúri sem þá fýsti.
Listamaðurinn lagði til að flísar
væru settar í hverja þá glufu sem
þeim varð komið við.
Beinar línur eða rétt hom eru
þyrnir í augum Hundertwassers. I
öllum herbergjum er fyllt upp í öll
horn, allir kantar gerðir ávalir. Ef
meistarinn rak augun í einhvern
Listamaðurinn, Friedensreich
Hundertwasser, uppi á einum
af þrettán bakgörðum sem eru
á ævintýrahúsinu.
ina starfaði í upphafi að skipulagn-
ingu hússins með listamanninum.
„Náttúruhús“
Krawina vildi strax byggja annað
og meira en ævintýrahöll. Hann sá
Hundertwasser einsetti sér að byggja hús i anda „Þúsund og einnar
nætur“. Það stendur á horninu á Kegel- og Löwengasse, ef einhver
hefur áhuga á að koma og skoða.
flöt, sem honum fannst of hvers-
dagslegur, lét hann slaghamarinn
ríða og linnti ekki fyrr en flöturinn
hafði fengið sitt „persónulega“
útlit.
Þetta mósaíkgólf, sem múr-
arinn er að leggja síðustu hönd
á, er dæmigert fyrir þá frjálsu
aðferð sem notuð var.
Enginn neyddur
Gagnrýnendur þessa framtaks
segja að fólki eigi eftir að líða illa
í umhverfi þar sem það fái ekki að
ráða útliti íbúðanna sjálft. Hund-
ertwasser færir þau rök fram að
enginn verði neyddur til að búa í
húsinu. Einnig að hver og einn
geti breytt íbúðinni að eigin smekk.