Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Qupperneq 12
12
DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: FIÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÚNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: RÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglysingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKU R H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Genginu haldið uppi
Ekki er búizt við gengisfellingu alveg á næstunni.
Ríkisstjórn og Seðlabanki hafa kosið að halda genginu
uppi. Gengisfellingar er þörf og hefur verið í nokkra
mánuði. Gengi krónunnar er fallið í raun. En ríkis-
stjórnin hikar við að láta skráð gengi falla. Því veldur
meðal annars, að kjarasamningar verða lausir eftir
nokkra daga. Ríkisstjórninni þykir ekki fýsilegur kostur
að fella gengið í þann mund, sem kjarasamningar eru
lausir og farið verður að semja um kaup og kjör.
Almenningur fagnar ekki gengisfellingu. Hún þýðir
verðhækkanir, aukin verðbólga. Hún þýðir, að verð á
innfluttum vörum hækkar, nokkuð sem menn gleðjast
ekki yfir í jólamánuðinum. En ekki þýðir til lengdar
að halda gengi krónunnar hærra en það er í raun. Staða
fiskvinnslunnar sýnir, að hún hefur ekki þolað lækkun
gengis Bandaríkjadollars ofan á fiskverðshækkun til
útgerðar. Staðan hefur því um nokkurt skeið verið sú,
að fiskvinnslan hefur verið rekin með tapi. Tapið er
nú sagt 8-9 prósent á frystingu. Einnig er tap á söltun,
bæði saltfiski og saltsíld. Frystihúsin hafa yfirleitt selt
í dollurum. Þegar Bandaríkjadollar hefur fallið, þýðir
það auðvitað, að hagur frystihúsanna hefur versnað að
sama skapi. Þetta hafa ríkisstjórn og Seðlabanki ekki
haft að leiðarljósi. Þvert á móti hefur gengi krónunnar
verið haldið uppi með óeðlilegum hætti. Annað hefur
stýrt afstöðu ríkisstjórnarinnar, það er óttinn við, að
eitthvað aukin verðbólga mundi hleypa öllu í bál og
brand í kjarasamningunum.
Staðan í fiskvinnslu og útgerð hefur nokkuð skánað
við sölu á ferskfiski, sem hefur gefið góðan arð. Staða
útgerðar hefur oft verið verri. Bátaútgerð hefur gengið
þokkalega. Auðvitað ganga hin margfrægu skuldaskip
illa sem fyrr. Fyrst og fremst mæðir á frystingu.
Frystihúsamenn segjast eiga upphæðir inni hjá við-
skiptabönkunum, sem hafi grætt á mismun gengis doll-
ars og annarra mynta. Því hafna bankamenn. Hinir
síðarnefndu segja, að viðskiptabankar fiskvinnslunnar
hafi ekki hagnazt á þessu misgengi. Bankarnir hafa
hvorki heimildir né getu til að verða við beiðni fisk-
vinnslunnar um 300-400 milljón króna greiðslur til
vinnslunnar. Auðvitað er gengisfelling krónunnar eina
lausnin í þessari stöðu. Við hörmum gengisfellingar.
En hvað annað er unnt að gera, meðan verðbólga er
hér á landi margfalt meiri en í viðskiptalöndum okkar
ár eftir ár? Auðvitað er gengisfelling aðeins ein afleið-
inga þessa mismunar á verðbólgustigi. Kostnaður inn-
anlands vex hraðar en verðlag á útflutningsvörum
okkar. Því stoðar ekki að segja, að gengisfelling sé eitt
gömlu úrræðanna, meðan önnur betri ráð fyrirfinnast
ekki.
Þegar gengi krónunnar er haldið of háu í lengri tíma,
verður til útsala á erlendum gjaldeyri. Meira er flutt
inn '*n skyldi, því að innfluttar vörur verða þeim mun
ódý'ari. Viðskiptahallinn vex. Erlend skuldasöfnun
vex Þetta er ekki heilbrigð stj órnarstefna.
Það er eðlilegt, að ríkisstjórnin óttist næstu kjara-
samninga. Þeir gætu enn einu sinni kollvarpað stjórnar-
stefnunni eins og varð fyrir rúmu ári.
En slíka stjórnarstefnu er ekki unnt að samþykkja.
Það er ekki fært að leggja blessun yfir þá stefnu, sem
hefur gjaldeyri á útsölu.
Haukur Helgason.
Siðblinda
Það sem einna helst virðist há
mönnum í allri umíjöllun þeirra
um það mál sem'hvað efst hefur
verið á baugi í fjölmiðlum um all-
langa hríð og nefnt hefur verið
Hafskipsmálið, er að þetta mál sem
slíkt er ætíð talið vera mál ríkisins.
Með því að þetta sé mál ríkisins
þá er það orðið vert umfjöllunar
inrian veggja Alþingis. Alþingi
hefur að sjálfsögðu með það að
gera ef slælega er á málum haldið
í einhverju þeirra fyrirtækja sem
rekin eru af ríkinu. Það kemur til
vegna þess að fjárveitingavaldið er
í höndum Alþingis og þar af leiðir
að eftirlit þarf að vera með því af
þess hálfu, að reksturinn sé í lagi.
En Hafskip er ekki ríkisfyrirtæki:
Það kemur ekki Alþingi né ríkis-
kassanum við þó að slík fyrirtæki
úti í bæ séu séu sett á stofn og/eða
sett á hausinn. Slíkt er alfarið mál
þeirra manna sem standa að verkn-
aðinum. En þegar svo er komið að
gjaldþrot sh'ks fyrirtækis er farið
að skipta verulegu máli fyrir buddu
hins almenna launamanns í
landinu, vegna þess að ríkissjóður
hefur í gegnum lán frá Utvegs-
bankanum til þess verið gerður
ábyrgur fyrir skuldunum, þá er
málið að sjálfsögðu orðið vert þess
að Alþingi láti það til sín taka. Það
er vegna þess að Útvegsbankinn
er ríkisfyrirtæki, þjóðbanki.
Kjallarinn
KRISTÍN S. KVARAN
ÞINGMAÐUR FYRIR
BANDALAG
JAFNAÐARMANNA
stað í framtíðinni. Alþingi þarf
einnig að takast á við þann vanda
sem snýr að þjóðinni vegna þess
máls. Og Alþingi verður að koma
í veg fyrir að hagsmunaárekstrar
innan ríkisfyrirtækja verði svo
miklir að menn missi tök á kring-
umstæðum og hleypi af stað at-
Útvegsbankinn stóreykur viðskipti
sín við Hafskip. Bankinn þar sem
Albert er formaður bankaráðs stó-
reykur viðskipti sín við fyrirtækið
sem er að hluta til eign formanns
bankaráðsins. Þessi tvö hlutverk/
störf fara ekki saman - það er
pólitísk siðblinda að láta sér detta
i hug að gegna þeim báðum sam-
tímis.
Ríkissaksóknari
Það er hins vegar ekki nokkur
ástæða til þess að ætla að Albert
Guðmundsson verði sekur fundinn
um lögbrot af einu eða neinu tagi.
Þess vegna biður maðurinn að
sjálfsögðu um rannsókn á þeim
ásökunum sem settar hafa verið
fram á hendur honum varðandi
afskipti hans af þessum tveim störf-
um. Hann biður um að athugað
verði, hvort hann hafi gert nokkuð
það sem talist geti sakhæft. Ef
ríkissaksóknari tekur málið til
rannsóknar - telur það rannsókn-
arhæft (sem ég efast stórlega um)
þá þykist ég þess fullviss að Albert
Guðmundsson verður á engan hátt
sekur fundinn um að hafa brotið
lög. Þvert á móti, hefur hann alveg
örugglega gætt þess vel og vand-
lega að halda sig réttum megin við
þau. Það er sáraeinfalt. Það sem
er hins vegar langt þvi frá að vera
sáraeinfalt er að hér er ekki um
„Þess vegna er þetta mál miklu
almenning og Alþingi."
heldur Útvegsbankamál, en Hafskipsmál, hvað snýr að og varðar
Útvegsbankamálið
Það er því, í þessu tilfelli, hlutur
Útvegsbankans að þessu máli sem
er áhugaverður og varðar Alþingi.
Þess vegna er þetta mál miklu
heldur Utvegsbankamál, en Haf-
skipsmál, hvað snýr að og varðar
almenning og Alþingi. Það getur
vel reynst koma í dagsljósið að
ekki hafi verið með öllu rétt að
málum staðið hvað varðar rekstur
Hafskips. Ef svo reynist vera, að
aflokinni rannsókn, að ekki sé allt
með felldii þá er það vitaskuld mál
þess tíma að bregðast við sem
skyldi.
Það sem mestu varðar nú er að
Alþingi komist til botns í því að
hve miklu leyti það getur komið í
veg fyrir að slíkt og þvílíkt éigi sér
burðarás hliðstæðri þeirri sem hér
er leitast við að reifa.
Albert
Albert Guðmundsson, núverandi
iðnaðarráðherra, hefur óneitan-
lega dregist mjög mikið inn í um-
ræðuna um hlut Útvegsbankans
að þessu máli. Það er vegna þess
að samtímis því að hann átti sæti
sem formaður bankaráðs Útvegs-
bankans - þá var hann einnig
stjórnarformaður Hafskips. Það
getur ekki farið fram hjá neinum
heilvita manni að þessi tvö störf
fara ekki á nokkurn hátt saman.
Hvílík siðblinda að láta sér detta
það í hug. Ég efast um að annað
eins dæmi finni stað nokkurs stað-
ar, þó leitað væri logandi Ijósi. Á
þessum sama tíma gerist það að
að ræða spurningu um lagalegt
atriði heldur pólitískt og siðferði-
legt atriði.
Sami maðurinn getur ekki (hver
sem hann er) samtímis verið hags-
munagæsluaðili fyrirtækis og
hagsmunagæsluaðili banka - hvors
gegn öðrum. Einn og sami maður-
inn. Það fer ekki saman að Albert
né hver sem er annar, gæti hags-
muna Útvegsbankans gagnvart
Hafskip sem formaður bankaráðs
um leið og hann gætir hagsmuna
Hafskips gagnvart Útvegsbankan-
um.
Litli maðurinn
Það verður og allra hluta vegna
að koma fram, og það skiptir meg-
inmáli, hver ber skaðann. Það
verður einnig að koma fram hver
varð þess i raun og veru valdandi
að hinn frægi „litli maður“ í þjóð-
félaginu á nú yfir höfði sér sérstak-
an skatt vegna þess skaða sem hinn
margnefndi ríkisbanki hefur orðið
fyrir, að því er virðist vegna slælegs
eftirlits og slævðrar dómgreind-
ar þeirra sem ekki hafa tekið tí-
manlega í taumana og áttað sig á
stöðu sinni.
Kristín S. Kvaran.
a „Það sem er hins vegar langt því frá
^ að vera sáraeinfalt, er að hér er ekki
um að ræða spurningu um lagalegt atriði,
heldur pólitískt og siðferðilegt atriði.“