Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Blaðsíða 14
14
DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985.
Menning Menning Menning Menning
Hvar ertu, granni?
Steingeröur Guömundsdóttir:
FJÚK, Ijóð.
Bókaútgáfa Menningarsjóös 1985.
Rúm þrjátíu ár eru síðan Stein-
gerður Guðmundsdóttir sendi frá
sér fyrstu bók sína, leikritið Rondo.
Þremur árum síðar kom annað
leikrit, Nocturne, en síðan liðu
hartnær fimmtán ár án bókar, en
þá hafði hún snúið sér að ljóðagerð
og var hætt leikritun að mestu.
Fyrsta ljóðabókin kom út 1969 og
hét Strá. Síðan hafa fjórar bæst
við, lítil kver og fremur orðspör,
öll með stuttum nöfnum - Blær,
Kvika, Log og Fjúk.
Þessi einkunnarorð festir skáld-
konan á fremsta blað hinnar nýju
bókar sinnar Fjúk - framan við
Ijóð sem íöfnum eru nefnd:
Fjúka orð af málsins myndum -
meitla ljóð í skáldsins dul.
Fjúka lauf í léttum vindum -
lifrauð græn og brún og gul.
Þessu raðar skáldkonan að vísu
ekki svona á blaðsiðuna, heldur
einu orði eða tveim í línu, svo að
ásýndum ber það svip prósaljóðs,
en jafnskjótt og maður ber sér það
í munn, rennur það í rím og stuðla.
Svo er um mörg önnur ljóðin í
bókinni. Orðum þeirra er flestum
raðað í slíkar festar niður eftir
síðunni en ekki í ljóðhendingar á
þverveginn hvort sem þau eru því
marki brennd eða ekki.
Fyrir kemur þó að Steingerður
fellir ljóð í gamalkunnan stakk og,
fastar rímskorður, einkum þegar
hún segir til syndanna án vægðar
og tekur harðast á afbrotum gegn
fegurð og sakleysi náttúrunnar.
Þegar hún hefur lýst „vorbláum
degi“ af hrifningu víkur hún að
mönnum og bætir við:
Mennirnir - þetta mikla undur
máttvana börn - en vaxin þó -
Bókmenntir
ANDRÉS
KRISTJÁNSSON
mannvígum stjórna - mola
sundur
menning - frelsi helgi-ró.
I sterku ljóði um Sakharov og
örlög hans kveður hún fast að orði
og þá er sem henni þykir betri
stuðla- hnútar en lausmálsljóð.
Hins vegar losnar hún gjaman úr
þeim stakki þegar henni liggur
ekki mikið annað á hjarta og
skemmtir sér við að lofa fegurð
himins ogjarðar.
En hvort sem ljóðin eru ljóðstöf-
um bundin eða laus úr þeim reipum
er lögmál þeirra ætíð hrynjandi og
fallháttur og orðavalið jafnan
vandað og markvíst. Það dylst
engum að þessi skáldkona fer
skyggnum huga um orðheima,
ætlast til fullrar merkingar af orð-
um og velur þeim sæti og erindi í
festina með vandfýsi. Hún ætlast
til þess að hvert orð standi fyrir
sínu og þurfi ekki skósveina.
Hreinskilni er líka meginein-
kenni þessara blæfögru og orð-
prúðu ljóða og mörg þeirra streyma
fram eins og lindir sem svala.
Skáldkonan er ekki hrædd við að
opna hug sinn og lýsa ótta sinn.
Þetta sést gerla í örstuttu Ijóði -
Spum ellinnar:
Ungviðið kátt,
allirísátt.
Ærsl og hlátur.
Að mér sest grátur.
Égerfyrir-
Égfer-égflýti mér.
Burt. Ég fer burt.
Enhvurt-hvurt?
Og þannig er víða í þessum ljóð-
um komið að mannlegum spurn-
ingum, ekki ætíð til þess að veifa
spökum, svörum heldur til þess að
víkja spurningunni til lesandans.
Skáldkonan vill vekja en ekki
svæfa. En aðall þessara Ijóða er
skáldleg íhygli, orðskyggni og
háttvís hrynjandi. Þau tala til le-
sanda á þann hátt að hann hlýtur
að hlusta - og hugsa sitt. Táknrænt
um spurningarstefið - án beinna
svara - er ljóðið Hver ertu,
grarnii? _ A K
dVJota^g ti^mnmg
Það er friðsælt og fallegt í
Skerjafirðinum. Þangað er
gott að koma. í þessu gróna
hverfi, að Einarsnesi 34, hefur
ný snyrtistofa verið opnuð:
PALMA. Andrúmsloftið í
PALMA er einkar notalegt.
ERLA GUNNARSDÓTTIR
snyrtifræðingur og starfslið
hennar hefur eitt markmið:
AÐ LAÐA FRAM ÞÍNA
BESTU KOSTI.
P4VMA
SNYRTISTOFA
Einarsnesi 34,Sími 12066
SNYRTISTOFAN PALMA
býður þér: Húðhreinsun
Andlitsbað • Vaxmeðferð
L.itun • Handsnyrtingu
Snyrtivörur • Ljós • Notalega
tilfinningu.
de Jean snyrtivörurnar
bandarísku eru nýkomnar.
Fást einnig í Snyrtihöllinni
Garðabæ.
TÍMAPANTANIR í SÍMA 12066
Mexíkanskur hvalreki
Juan Rulfo:
PEDRO PARAMO (Pétur heiði)
löunn 1985,129 bls.
Guóbergur Bergsson þýddi.
Höfundur þessa verks er mexík-
anskur og sagan gerist í mexikanskri
sveit skömmu eftir byltinguna á
öðrum tug þessarar aldar. - Um leið
og þetta er ritað koma vöflur á rit-
dómarann. Gerist saga? Það væri
nær að segja að hún hafi gerst löngu
áður en sögumaður hefur frásögn
sína. Og hvað kemur fyrir hann? Það
eitt að hann hittir vofur í löngu
eyddri sveit í auðu þorpi hjá yfir-
gefnu stórbýli. Vofurnar tala, hver
sitt sögubrot, um ást, ofbeldi, svik
og morð. Þetta eru sögubrot sem
stundum er erfitt að fá botn í. Það
er síbreytilegt hver er í sviðsljósinu
því það færist fram og aftur í tíman-
um. I öllum þessum sjálfstæðu sögu-
brotum birtast þó smám saman
meginlínur í mynd þessa horfna - en
sígilda - samfélags: stórjarðeigandi
svífst einskis til að tryggja vald sitt
og efla. Átökunum, sem af því hljót-
ast, kynnumst við frá ýmsum hliðum.
Minnisstæðastur verður kannski
presturinn í hlutverki þess sem átti
að gæta hjarðar sinnar, hagsmuna
smælingjanna, en beygði sig fyrir
valdinu og er bugaður yfir svikum
sínum. Vegna þeirra, meðal annars,
var ekki hægt að skrifta fólk fyrir
andlátið og því er bærinn fullur af
friðlausum vofum. - Það er að
minnsta kosti gott yfirvarp til að
láta allt þetta fólk segja sögu sína.
Fólk er umkomulaust
Guðbergur hefur skrifað stuttan
eftirmála en greinargóðan og tek ég
hér smáglefsu úr honum til glöggv-
unar ó efninu:
„Maður að nafni Juan Prec-
íado fer að ósk móður sinnar
að leita að föður sínum, til að
hefna sín.á honum fyrir van-
rækslu hvað varðar umsjón
og uppeldi. Á leiðinni yfir
heiði hittir hann mann sem
heitir Abúndío. Og það er
ekki fyrr en í sögunnar rás
að lesandinn kemst að því að
Abúndío þessi er líka sonur
Pedro Paramo og því hálf-
bróðir hins sem leitar. En í
sögulok er augljóst að sá hinn
sami hefur drepið föður sinn.
Það er þess vegna hálfbróðir-
inn sem leiðir Juan Precíado
á vit söunnar, svo hann kom-
ist í allan sannleikann um
föðurinn, og ekki bara um
hann heldur líka í sannlei-
kann um sögu mexíkanskra
sveita og þjóðfélags, þar sem
stórbóndinn ræður öllu, líka
ástarmólum manna.“
Fólkið hrífur er það talar beint til
lesenda um sín hjartans mál, einfalt
og umkomulaust gagnvart undir-
stöðuatriðum lífs síns. Jafnvel harð-
stjórinn Pedro höfðar til lesenda í
vonlausri ást sinni á konunni, sem
sér hann ekki vegna geðveiki sinnar,
en það orð er kannski bara annað
nafn á ást hennar á fyrra manni.
Sagan þéttist æ meir um þennan
kjarna, Pedro-Súsana, er að lokum
hennar líður. Með öðrum orðum: hún
afhjúpar að fólk er umkomulaust í
grundvallaratriðum. Einstakir at-
burðir skipta minna máli eil ella
myndi vegna þess að allt er löngu
liðið.
Fólkið er hvað öðru líkt vegna þess
að það talar aðeins um það mikil-
vægasta í lífi sínu, lífsþrána, ástina,
dauðann. Þetta minnir því töluvert
á ljóðabálkinn Kirkjugarðurinn í
Skeiðarárþorpi eftir Edgar Lee
Masters, sem Magnús Ásgeirsson
þýddi, og Guðmundur Böðvarsson
fylgdi í Saltkorn í mold. Og raunar
minnir þessi bók mig miklu fremur á
ljóð en sögu vegna þessa brota-
kennda forms, þar sem söguþráður
er fjarlægur eða litilvægur og per-
sónur birtast fyrst og fremst í augna-
bliksmynd.
Sveigjanlegur stíll
Þessum einföldu sögum hæfir vel
tær, einfaldur stíllinn, sem er nokkuð
upphafinn. Ekki hefi ég getað borið
þýðingu saman við frumtexta en hún
er á fallegu máli og eðlilegu. Gaman
er að sjó t.d. indjána (á bls. 86) sem
tala alveg eins og einhverjir íslenskir
sveitamenn - svo sem vera ber, til
að skila sögunni til íslendinga sem
Bókmenntir
ÖRN ÓLAFSSON
líkastri því sem hún birtist mexíkön-
um:
Enginn kemur: Þorpið er eins
og mannautt. Indíánakonurn-
ar báðu menn sína að kaupa
dálítið af stoppigarni og syk-
urlús og kannski síu, ef hún
fengist, svo hægt yrði að sía
maisdrykkinn. Hálmkápurn-
ar eru orðnar níðþungar af
vætu þegar líður að hádegi.
Þeir spjalla saman, segja
skrítlur og skellihlæja. Kam-
illublómin skína döggvot. Og
þeir hugsa: „Ja, hefðum við
haft með okkur dálítinn púl-
quedrykk þá væri allt í lagi;
en sverðkaktusahæðin syndir
í vatni. Hvað er þá hægt að
gera!“
Guðbergur sýnir ótrúlegan sveigj-
anleika i stíl. Þetta er þriðja bókin
sem ég sé frá honum á þessari vertíð,
þar af tvær þýddar, en þær eru hver
með sínum sérstaka svip.
Þetta er í stuttu máli sagt heillandi
bók og auðskilið að Rulfo hafi orðið
þjóðskáld fyrir, svo sem Guðbergur
rekur í eftirmála. I honum er prent-
villa, sem ég nota tækifærið til að
leiðrétta, klausan (á bls. 127) á að
vera svona:
Bókmennafræðingar halda
því fram að Juan Precíado
hverfi niður í dalinn að þorp-
inu Comala fyrir áhrif frá
Helvíti Dantes, því að leið-
sögumanns sé þörf inn í það.
En ég held að Bók dauðans
komi þarna inn í bókmennta-
leikinn: dauðinn er einfald-
lega farinn að semja sögu lífs-
ins. í ágætri kvikmynd sem
ég hef séð og er gerð af rit-
höfundinum mexíkanska,
Carlos Fuentes, er skýringin
sú að jarðskjálfti hafi orðið
og jörðin gleypt Precíado.
Það kann vel að vera. Eftir
íréttum að dæma, sem ég hef
lesið í íslenskum blöðum, var
héraðið, sem sagan gerist í,
hart leikið í síðustu jarð-
skjálftum.