Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Qupperneq 16
16 DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Magnús St. Magnússon pípu- lagningamaður: Nei, ég var að kaupa eina útlenda til að gefa en þú mátt náttúrlega ekki segja hvaða plata það er. Ég hlusta nú ekki á þetta garg en mér þætti gaman að fá eina klassíska. , mm Stefanía Jóhannsdóttir hús- móðir: Bara í gegnum auglýsingar en er að byrja að skoða núna. Það hefur engin vakið sérstakan áhuga minn enn sem komið er. Ég býst ekki við að plötufyrirtækin fari á hausinn þó að mikið sé gefið út núna. það getur alveg eins verið að ég fái plötu í jólagjöf. Tvöfalt afnotagjald Ónafngreindur skrifar: Að gefnu tilefni vil ég koma þeirri ábendingu til sjónvarpsnotenda að þeir geymi kvittanir vegna greiddra afnotagjalda. Bæði ég og dóttir mín höfum orðið fyrir því að rukkuð tvisvar og í síðara vera skiptið af lögfræðingi sem hótar lögtaki verði ekki staðið í skilum. Sem betur fer höfum við átt kvitt- anirnar en ég hef heyrt um þá sem þurft hafa að borga aftur vegna þess að kvittunin fannst ekki. Ég fór niður á innheimtudeild sjónvarpsins til að forvitnast um hvernig á þessu stæði og vildi fá að sjá frumritin af kvittununum, en þær fundust þá hvergi. Og ekki nóg með það: Sjónvarpið segist enga ábyrgð bera á innheimtu- manninum, en viðurkennir þó að hann sé á þess vegum. Hann skilar ekki af sér peningunum fyrr en eftir marga mánuði þegar þeir sem ekki hafa verið svo forsjálir að geyma kvittanimar eru búnir að greiða tvöfalt afnotagjald til að komast hjá lögtaki. Brýtur Landhelgisgæzlan lög? Einar örn Thorlacius skrifar: Þátturinn ,,Sandkorn“ er eitt af því sem ég les alltaf í DV og oft mér til skemmtunar. Þann 26. nóvember sl. fipaðist þó Jóhönnu S. Sigþórsdóttur nokkuð þegar hún fordæmdi það athæfi Landhelgisgæzlunnar að merkja búk nýju þyrlunnar með „Landhelgisgæzlan“. Bókstafur- inn z fer þarna mjög í taugarnar á Jóhönnu og skal ég ekki deila við hana um það; Stafsetning er nú bara formsatriði og mega menn hafa hvaða álit sem er á z eða öðrum bókstöfum fyrir mér. En Jóhanna gengur lengra. Hún ásakar Landhelgisgæzluna a.m.k. tvisvar fyrir lögbrot og fullyrðir að z hafi verið „afnumin með lögum úr íslensku ritmáli". Hver skyldi nú sannleikurinn vera í þessu máli? Einungis einar opinberar reglur gilda um stafsetningu á íslandi. Það er „Auglýsing um íslenska stafsetn- ingu“, nr. 132, frá 3. maí 1974, gefin út af menntamálaráðuneytinu og undirrituð af Magnúsi Torfa Ólafs- syni, þáverandi menntamálaráð- herra (ásamt smábreytingu frá 1977). Hver skyldi nú vera munurinn á lögum frá Alþingi annars vegar og auglýsingu frá ráðuneyti hins vegar? Jú, lög eru samþykkt af meirihluta Alþingis og undirrituð af forseta íslands ásamt hlutaðeigandi ráð- herra. Auglýsing ráðuneytis er hins vegar útgefin af hlutaðeigandi ráð- herra einum, tíðast til nánari út- færslu á einhverjum Iögum, og er þá laganna getið í lok auglýsingarinnar sem heimildar. Þess má geta að ef auglýsing stangast á við lög víkur auglýsingin að sjálfsögðu alltaf fyrir lögunum. Þar sem engin lög gilda um ís- lenzka stafsetningu gátu höfundar fyrrnefndrar auglýsingar ekki vísað til neinna laga sem stúðnings, enda reyna þeir ekki að gera það. Ef at- huguð epu lög um Stjórnarráð ís- lands má sjá þar tilgreind nákvæm- lega verkefni menntamálaráðuneyt- is, þ.e. a) Kennsla og skóli, b) Vís- indastarfsemi, fræðistörf og rann- sóknastofnanir, c) Söfn og d) Listir. Samkvæmt þessari upptalningu má telja útilokað að menntamálaráðu- neytið geti sett almennar reglur um stafsetningu án lagaheimildar heldur í mesta lagi vinnureglur fyrir menn innan ráðuneytisins eða nátengda því. Þegar lesin er 1. gr. títtnefndrar auglýsingar kemur í ljós að höfundar hennar virðast vera algjörlega sam- mála ofangreindum viðhorfum. 1. gr. hljóðar nefnilega þannig: „Eftirfarandi reglur skulu gilda um stafsetningarkennslu í skólum, um kennslubækur útgefnar eða styrktar af ríkisfé, svo og um embættisgögn, sem út eru gefin.“ Síðan tekur við kafli sem fjallar um afnám z. Orðin „svo og um embættisgögn, sem út eru gefin" hljóta einungis að eiga við gögn menntamálaráðuneyt- isins því furðulegt væri ef mennta- málaráðuneytið færi að hlutast til um stafsetningarreglur annarra ráðuneyta, hvað þá allra lands- manna, án lagaheimildar. Sannleikurinn samkvæmt ofan- greindu er sá að á íslandi gilda engar almennar, opinberar reglur um staf- setningu og kann það að koma sumum á óvart. Menntamálaráðu- neytið hefur eitt ráðuneyta sett sér ákveðnar vinnureglur og birt þær í Stjórnartíðindum í formi auglýsing- ar, væntanlega til kynningar og til eftirbreytni öllum þeim sem kæra sig um. Það liggur því Ijóst fyrir að for- stjóri Landhelgisgæzlunnar er í full- um rétti þegar hann lætur rita z á þyrlubúkinn. Landhelgisgæzlan heyrir nefnilega undir dómsmála- ráðuneytið. Og jafnvel þótt einhver vildi teygja öll ráðuneytin undir títt- nefnda auglýsingu myndi það engu breyta því varla telja menn þyrluna „útgefið embættisgagn". Það er líka rétt að benda á það að auglýsingin mælir alls ekki fyrir um stafsetningu i öllum bókum útgefn- um af ríkinu. Nei, einungis „kennslubækur, útgefnar eða styrkt- ar af ríkisfé" skyldu þola afnám z árið 1974. Ég vona að þetta bréf leiðrétti þá ótrúlega útbreiddu villu að z hafi verið afnumin úr íslenzku ritmáli með valdboði. Til þess að slíkt væri hægt þyrfti lög frá Alþingi. Menn geta því skrifað eins og þeim sýnist á íslandi. Annars er spaugilegt að Jóhanna skuli veitast að Landhelgisgæzlunni í skrifum sínum. í sama blaði og umræddur Sandkornsþáttur birtist skrifar Jónas Kristjánsson há- stemmdan leiðara um fjögurra ára afmæli DV. Jónas fylgir nefnilega gömlu z-reglunum til hins ýtrasta! Hefur þú fylgst með hvað út er komið af nýjum íslenskum plötum? Baldur Birgisson nemi: Nei, nei, en ég vildi gjarnan fá eins og eina í jólagjöf. Það verður sjálfsagt gefið mikið af plötum um jólin enda er sjálfsagt að styrkja íslenska tónlist. Elín Sigurðardóttir nemi: Voða lítið, ég er bara að skoða jólaplötur núna en sé enga nýja. Það er aldrei að vita nema ég gefi einhverja af þessum nýútkomnu í jólagjöf. Jóhannes Sigfússon nemi: Ég er nú minna í þeim íslensku, hef jú heyrt lagið til styrktar Eþíópíu. Mér finnst það ágætt en þekki ekki plöt- una. Svo hef ég líka heyrt í íslcnsku diskógrúppunum með útlendu smel- lina. Elín Lára nemi: Já, aðeins. Platan með Jóhanni Helgasyni er góð, hann er fyrirtaksmaður. Svo líst mér vel á Strumpana. Ég hugsa að þetta verði metár í plötusölu, mjög mikið gefið í jólagjöf. Þeir góma lambið mitt, jóla- glaðninginn. Rammíslenskt lamb Færeyingur hringdi: Ég er svo reið að ég gæti orgað. - og ég ætla bara að gera það. Stundum gerir maður það sem maður getur. Ég er nefnilega Færeyingur, kona sem flutti frá Færeyjum til íslands íyrir 30 árum. Auðvitað þykir mér skerpukjöt gott, það þykir öllum löndum mínum. Ég er foxill. Þeir henda kjötinu mínu sem er íslenskt lambakjöt, verkað í Færeyjum og sent mér fyrir jólin. Þannig hefur það verið í 27 ár. En sl. 3 ár hafa þeir hent jólaglaðn- ingnum mínum, skerptu lambi sem át í sig kraft á íslenskum öræfum. Það fær ekki að koma inn í landið aftur, þó það hafi bara farið til Færeyja. Ég er snarplega reið. Til fjandans með þá! Það gerðist svolítið ferlegt Einn hneykslaður: mér rosalega óréttlátt þetta með Ég heiti Kristófer og er 12 ára manninn sem mátti ekki hafa strákur. Ég hef nú aldrei áður númerið á bílnum. Hann smíðaði skrifað í blöðin en úr því allir eru það sjálfur. Þetta er algjört rugl; að því þá ætla ég nú bara að gera ég veit ekki hvað þeir hjá Bifreiða- það líka. Ég er nefnilega svo eftirlitinu eru að hugsa. Ætli þeir hneykslaður. viti það kannski ekki sjálfir? Ég Það var eitt alveg ferlegt sem er ekkert viss um það. gerðist hér á landi, allavega finnst Af hverju mátti maðurinn ekki hafa númerið á bílnum? Hann smíðaði það nú sjálfur. Spurningin Ekki að ástæðulausu Dreifbýlingur hringdi: vænkist, jafnvel mig, eldri konu á Ágætu landsmenn! Ég er eldri Hellu, langar að fá skerm á þakið kona á Hellu og get lítið hreyft til að geta náð í erlendar sjón- mig. Þess vegna langar mig í nafni varpsstöðvar. Dagskrá sjónvarps- aldraðra að fara þess á leit við ins er svo fjarskalega léleg alveg sjónvarpið að Derrick verði sýndur með ólíkindum hvað hún getur klukkan 21.00. verið léleg. Þess vegna er ég nú að Ég er nú hreint ekkert hissa á kvarta, ég er ekki ein af þeim sem því að hagur myndbandaleiganna kvarta að ástæðulausu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.