Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Síða 17
DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Þar þrífst nú ekki nokkur maður því fnykurinn er fádæma vondur. w Oþverri á efstu hæð, englar undir niðri Viðskiptavinur Útvegsbankans: Nú, þegar flett hefur verið ofan af Hafskipsmálinu og öllum er ljóst hvílik spilling og óþverri þrífst í skúmaskotum efstu hæðar Útvegs- bankans, hlýtur að vera óhjákvæmi- legt að hreinsa þar til. Enda er fnyk- urinn svo vondur að engum er líft þar nema orðinn sé samdauna. Og ég ætla ekki að gefa mig í jafnóþrifa- legt verk og þær hreingerningar sem standa fyrir dyrum. Hins vegar vil ég benda á það sem allir viðskiptavinir Útvegsbankans vita að starfsfólkið þar er með ein- dæmum elskulegt og gott. Þess vegna og eiginlega bara þess vegna þætti mér allnokkur eftirsjá að bankanum. Já, í rauninni er starfsfólkið slíkir englar að mér þætti það svartasta synd ef allt færi til and.... Ógleymanleg skemmtun Hannes Tómasson skrifar: Fyrir nokkru fór ég með Starfs- mannafélagi Olíufélagsins Skelj- ungs að sjá sýningu Þjóðleikhúss- ins á leikritinu Með vífið í lúkun- um. Og það var nú aldeilis stórgóð sýning, leikararnir voru í einu orði sagt frábærir. Allir með tölu eiga þeir skilið mínar bestu þakkir fyrir skemmtunina. Einnig vil ég geta þess hve mat- urinn sem við fengum í Leikhú- skjallaranum fyrir sýningu var sérstaklega góður. Það voru nú engar smáræðis kræsingar! En þegar ég fór niður í kjallara að sýningu lokinni var tónlistin í di- skótekinu einum of hávær fyrir minn smekk. Þá langar mig að geta um annað leikrit sem ég sá um daginn og hafði mikia unun af en það er Reykjavíkursögur eftir Ástu Sig- urðardóttur. Kjallaraleikhúsinu verður seint fullþakkað fyrir þessa mögnuðu sýningu. Mér fannst að vísu býsna kalt í leikhúsinu og hafði svolitlar Með vífið í lúkunum var ógleymanleg skemmtun. áhyggjur af heilsu leikaranna. En ég fékk heitt og gott kaffi í hléi og vona að þeir hafi líka fengið sér sopa. Dýrindis flík með frönsku mynstri Kona hringdi: Ágætu lesendur! Ef einhver getur hjálpað mér þá eruð það örugglega þið. Ég er í öngum mínum og hef verið það um skeið eða allt frá því ég tapaði kjólnum, þessari líka dýr- indis flík, með frönsku mynstri, mest í bláu. Ermarnar eru langar og kögur um hálsinn. Það hlýtur einhver ykkar að hafa fundið hann, þessa líka dýrindis flík. Ég verð alveg eyðilögð ef þið getið ekki hjálpað mér. Þetta var nýr kjóll, sá fínasti sem ég hef eignast um ævina, og ég hafði aldrei farið í hann. Hann bara fauk úr bílnum mínum, eða það held ég. Við vorum á Vitastíg, nema við höf- um verið í Skipholti. Ég allavega sat með nýkeyptan kjólinn í kjöltu minni þangað til ég þurfti að bregða mér út í flýti, í svo miklum flýti að ég skildi dymar eftir opnar, erindið tók líka engan tíma. En það var vindur. Já það var einmitt vindurinn sem tók kjólinn. Og þar sem ég veit, og allir vita, að vindurinn notar ekki kjóla, þvi hann er karl, þá er ég viss um að hann hefur bara feykt honum eitthvað eins og hverju öðru drasli - og skilar honum aldrei. Þess vegna bið ég ykkur, lesendur góðir, að hafa augun opin ef þessi dýrindis flík skyldi verða á vegi ykkar úr eða í vinnu. Það er jafnvel hugsanlegt að ég borgi viðkomandi fundarlaun. Þó fer það náttúrlega allt eftir fjárhag mínum þegar svo vel vill til að finnandi finnst. Síminn minn er 71314 en þeir hjá DV tækju líka á móti kjólnum. KENWOOD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.