Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Side 20
20
DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985.
Afburðatölva
Tölvukaupendur fá alltaf meira og meira fyrir peningana sína.
í þeirri þróun er AMSTRAD tvímælalaust toppurinn:
64K tölva, litaskjárog innbyggt segulband.
Frábærhönnun, afloghraði, skínandi litir,
gott hljóð og spennandi möguleikar
Tæknilegar upplýsingar:
• BAUD hraöi á segulbandinu
1000 og 2000.
• Tengi fyrir disk drif, centronics
prentari.
• Stýripinnar, sterio, viðbótar
RAM og ROM.
• Meö diskdrifum fylgir CP/M.
• Stýrikerfi og Dr. Logo forritun-
armálið.
• Úrval af forritum.
• Örtölva Z80A 4MHZ.
• 64 K RAM þar af 43 K fyrir
notendur 32 K ROM.
• 640 x 200 teiknipunktar.
• 27 litir.
• 20, 40, 80 stafir í llnu.
• Innbyggt segulband.
• Innbyggöir hátalarar.
• Fullkomiö lyklaborö meö sér-
stökum númeralyklum.
• 12 forritanlegir lyklar.
Verð aðeins 21.980 kr. stgr.
Söluumboð í Reykjavík:
Söluumboð úti á landi:
Bókabúö Keflavlkur
Kaupfélag Hafnarfjaröar
Múslk & myndir, Vestmannaeyjum
Bókaskemman Akranesi
Seria sf isafiröi
KEA-hljómdeild Akureyri
Bókaverslun Þórarins Húsavlk
Fjölritun s.f., Egilsstööum
Tölvu':
Laugaveg 118 v/Hlemm,
TOLVULAND H/F
KROSSGATAN
Sl. föstudag var dregið um 5 vinninga í
PFAFF-krossgátunni.
Lausnarorðin voru „GÓÐAR VÖRUR“
og vinningar féllu sem hér segir:
1. Kaffikanna:
Svandís Bára Steingrímsdóttir,
Vogalæk, 311, Borgarnesi.
2. Vasarakvél:
Gunnar Ólafsson,
Breiðvangi 11, Hafnarfirði.
3. Hárblásari:
Halla Kristjánsdóttir,
Grýtubakka 4, Reykjavík.
4. Vekjaraklukka:
Bára Lind Hafsteinsdóttir,
Pólgötu, 400 ísafirði.
5. Krullujám:
Sigríður Halldórsdóttir,
Arkarholti 12,270 Varmá.
Vinningar hafa
verið sendir
frá okkur til
viðkomandi
aðila.
Við þökkum ótrúlega góðar undirtektir.
GHS*
Borgartúni 20.
Magnús Thorvaldsson, blikksmiður í Borgarnesi, með endurskinsskildi fyrir eineygða bíla. Ný uppfmning
sem valda mun byltingu i öryggismálum bifreiða.
Ný íslensk uppf inning:
V0NARNEIST1ÞEIRRA
EINEYGÐU
Frá Sigurjóni Gunnarssyni,
fréttaritara DV í Borgarnesi:
Þið hafið eflaust einhvern tíma
verið í bíl úti á þjóðvegi nr. 1 eftir
að dimma tók. Þið mætið bílljósum,
tveimur í senn, og allt gengur vel.
Allt í einu sjáið þið fram undan eitt
ljós!! Er hér á ferðinni mótorhjól eða
er þetta bíll, eineygður bíll, og hvor-
um megin er bilaða ljósið? Er bíllinn
á miðjum vegi eða úti við kant?
Flestir lenda einhvern tíma í þess-
um vanda og í sumum tilfellum setur
þetta bílstjóra alveg út af laginu.
En nú er komin lausn á þessum
vanda. Magnús Thorvaldsson, blikk-
smiður í Borgarnesi, hefur útbúið
hringlaga plötur á stærð við bílljós
og sett á það sjálflýsandi efni og
festingar. Lendi ökumaður í því að
ljós brotni eða pera gefi sig þá er
ekki annað en að smella þessari plötu
þar sem bilaða ljósið er og þá er allur
vandi þeirra er á móti koma leystur.
Daníel Oddsson, tryggingafulltrúi
og formaður klúbbsins Öruggur
akstur í Borgarfirði, hefur reynt
þetta nýja öryggistæki og hefur það
í alla staði reynst mjög vel. Glampi
frá þessari sjálflýsandi plötu sést vel
og gott er að átta sig á staðsetningu
bíla með hana. Glampinn frá plöt-
unni kemur sem endurvarp frá bíl-
ljósum þess er á móti kemur. Eitt-
hvað mun lögreglan í Borgarnesi
hafa athugað þetta og líst henni vel
á. En ekki er enn vitað um afstöðu
Umferðarráðs í þessum efnum, en
þessi öryggisplatti hefur verið þar til
athugunar um tíma.
Ljóst er að hér er um nýtt, öruggt
og handhægt hjálpartæki að ræða í
bílinn. Það fer lítið fyrir því í farang-
ursrými bílsins og uppsetning þess
er mjög auðveld.
Magnús er ákaflega hugmyndarík-
ur og umhugað um að allir hafi það
best og að hagkvæmni sé í öllu. Hann
er með mörg járn í eldinum (blikk-
plötur) og er einnig með á athugun-
arstigi nýja gerð húsa sem ætti að
lækka byggingarkostnað verulega.
Nú er aðeins að bíða umsagnar
Umferðarráðs og þá er hægt að hefja
framleiðslu á fullu, öllum til heilla
ogöryggis.
yÉB WmL Pl
l&;a^|§pW
Sundfólk hjá Ungmennafélaginu Skallagrími í nýjum búningum er Verslun Jóns og Stefáns gaf.
„NÚ MEGA METIN
FARA AÐ VARA SIG!”
Frá Sigurjóni Gunnarssyni,
fréttaritara DV í Borgarnesi:
Mikill uppgangur heíúr verið í
sundíþróttinni í Borgarnesi og ár-
angur með ólíkindum. Það er Ung-
mennafélagið Skallagrímur í Bor-
gamesi sem hefur innan sinna vé-
banda sunddeild þar sem þessi upp-
gangur er. Nú er svo komið að þó
svo árið sé ekki ennþá liðið í aldanna
skaut hafa Borgarnesmet í sundi
flogið svo tugum skiptir og er jafnvel
hægt að telja þau í hundruðum.
Ungmennafélagið Skallagrímur
keppir út á við undir merki Ung-
mennasambands Borgarfjarðar og
hafa gömul UMSB-met ekki fengið
að lifa heldur hafa á árinu verið sett
um 150-170 met. Menn eru alltaf að
bæta sig svo áreiðanlegri tölur er
ekki hægt að fá.
Þegar sundfólk keppir er það í
sundbolum eða -skýlum og þykir það
henta þegar sundtökin eru tekin. En
uppi á bakka, á meðan viðkomandi
bíður eftir að röðin komi að honum,
er gott að vera í búningi (íþróttabún-
ingi að sjálfsögðu) og þá helst í sama
lit og af sömu gerð og aðrir í sama
liði. Það eflir liðsheildina og hvetur
til dáða í vatninu.
Sunddeild Skallagríms hefur notið
velvildar fyrirtækja og stofnana í
Borgarnesi sem og einstaklinga. Eins
og myndin ber með sér er hér saman-
komið sundlið Skallagríms í nýjum
búningum er Verslun Jóns og Stef-
áns gaf. Verslun Jóns og Stefáns
hefur verið ötul við að styrkja
íþróttastarfsemi í Borgamesi eins og
hér sést. Hið unga sundfólk er að
vonum ánægt með búningana og
svellur því nú hugur í brjósti um að
slá enn frekar gömul met, bæði
UMSB og Borgarness. Á næsta ári
mega metin fara að vara sig!