Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Blaðsíða 20
20 DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985. Afburðatölva Tölvukaupendur fá alltaf meira og meira fyrir peningana sína. í þeirri þróun er AMSTRAD tvímælalaust toppurinn: 64K tölva, litaskjárog innbyggt segulband. Frábærhönnun, afloghraði, skínandi litir, gott hljóð og spennandi möguleikar Tæknilegar upplýsingar: • BAUD hraöi á segulbandinu 1000 og 2000. • Tengi fyrir disk drif, centronics prentari. • Stýripinnar, sterio, viðbótar RAM og ROM. • Meö diskdrifum fylgir CP/M. • Stýrikerfi og Dr. Logo forritun- armálið. • Úrval af forritum. • Örtölva Z80A 4MHZ. • 64 K RAM þar af 43 K fyrir notendur 32 K ROM. • 640 x 200 teiknipunktar. • 27 litir. • 20, 40, 80 stafir í llnu. • Innbyggt segulband. • Innbyggöir hátalarar. • Fullkomiö lyklaborö meö sér- stökum númeralyklum. • 12 forritanlegir lyklar. Verð aðeins 21.980 kr. stgr. Söluumboð í Reykjavík: Söluumboð úti á landi: Bókabúö Keflavlkur Kaupfélag Hafnarfjaröar Múslk & myndir, Vestmannaeyjum Bókaskemman Akranesi Seria sf isafiröi KEA-hljómdeild Akureyri Bókaverslun Þórarins Húsavlk Fjölritun s.f., Egilsstööum Tölvu': Laugaveg 118 v/Hlemm, TOLVULAND H/F KROSSGATAN Sl. föstudag var dregið um 5 vinninga í PFAFF-krossgátunni. Lausnarorðin voru „GÓÐAR VÖRUR“ og vinningar féllu sem hér segir: 1. Kaffikanna: Svandís Bára Steingrímsdóttir, Vogalæk, 311, Borgarnesi. 2. Vasarakvél: Gunnar Ólafsson, Breiðvangi 11, Hafnarfirði. 3. Hárblásari: Halla Kristjánsdóttir, Grýtubakka 4, Reykjavík. 4. Vekjaraklukka: Bára Lind Hafsteinsdóttir, Pólgötu, 400 ísafirði. 5. Krullujám: Sigríður Halldórsdóttir, Arkarholti 12,270 Varmá. Vinningar hafa verið sendir frá okkur til viðkomandi aðila. Við þökkum ótrúlega góðar undirtektir. GHS* Borgartúni 20. Magnús Thorvaldsson, blikksmiður í Borgarnesi, með endurskinsskildi fyrir eineygða bíla. Ný uppfmning sem valda mun byltingu i öryggismálum bifreiða. Ný íslensk uppf inning: V0NARNEIST1ÞEIRRA EINEYGÐU Frá Sigurjóni Gunnarssyni, fréttaritara DV í Borgarnesi: Þið hafið eflaust einhvern tíma verið í bíl úti á þjóðvegi nr. 1 eftir að dimma tók. Þið mætið bílljósum, tveimur í senn, og allt gengur vel. Allt í einu sjáið þið fram undan eitt ljós!! Er hér á ferðinni mótorhjól eða er þetta bíll, eineygður bíll, og hvor- um megin er bilaða ljósið? Er bíllinn á miðjum vegi eða úti við kant? Flestir lenda einhvern tíma í þess- um vanda og í sumum tilfellum setur þetta bílstjóra alveg út af laginu. En nú er komin lausn á þessum vanda. Magnús Thorvaldsson, blikk- smiður í Borgarnesi, hefur útbúið hringlaga plötur á stærð við bílljós og sett á það sjálflýsandi efni og festingar. Lendi ökumaður í því að ljós brotni eða pera gefi sig þá er ekki annað en að smella þessari plötu þar sem bilaða ljósið er og þá er allur vandi þeirra er á móti koma leystur. Daníel Oddsson, tryggingafulltrúi og formaður klúbbsins Öruggur akstur í Borgarfirði, hefur reynt þetta nýja öryggistæki og hefur það í alla staði reynst mjög vel. Glampi frá þessari sjálflýsandi plötu sést vel og gott er að átta sig á staðsetningu bíla með hana. Glampinn frá plöt- unni kemur sem endurvarp frá bíl- ljósum þess er á móti kemur. Eitt- hvað mun lögreglan í Borgarnesi hafa athugað þetta og líst henni vel á. En ekki er enn vitað um afstöðu Umferðarráðs í þessum efnum, en þessi öryggisplatti hefur verið þar til athugunar um tíma. Ljóst er að hér er um nýtt, öruggt og handhægt hjálpartæki að ræða í bílinn. Það fer lítið fyrir því í farang- ursrými bílsins og uppsetning þess er mjög auðveld. Magnús er ákaflega hugmyndarík- ur og umhugað um að allir hafi það best og að hagkvæmni sé í öllu. Hann er með mörg járn í eldinum (blikk- plötur) og er einnig með á athugun- arstigi nýja gerð húsa sem ætti að lækka byggingarkostnað verulega. Nú er aðeins að bíða umsagnar Umferðarráðs og þá er hægt að hefja framleiðslu á fullu, öllum til heilla ogöryggis. yÉB WmL Pl l&;a^|§pW Sundfólk hjá Ungmennafélaginu Skallagrími í nýjum búningum er Verslun Jóns og Stefáns gaf. „NÚ MEGA METIN FARA AÐ VARA SIG!” Frá Sigurjóni Gunnarssyni, fréttaritara DV í Borgarnesi: Mikill uppgangur heíúr verið í sundíþróttinni í Borgarnesi og ár- angur með ólíkindum. Það er Ung- mennafélagið Skallagrímur í Bor- gamesi sem hefur innan sinna vé- banda sunddeild þar sem þessi upp- gangur er. Nú er svo komið að þó svo árið sé ekki ennþá liðið í aldanna skaut hafa Borgarnesmet í sundi flogið svo tugum skiptir og er jafnvel hægt að telja þau í hundruðum. Ungmennafélagið Skallagrímur keppir út á við undir merki Ung- mennasambands Borgarfjarðar og hafa gömul UMSB-met ekki fengið að lifa heldur hafa á árinu verið sett um 150-170 met. Menn eru alltaf að bæta sig svo áreiðanlegri tölur er ekki hægt að fá. Þegar sundfólk keppir er það í sundbolum eða -skýlum og þykir það henta þegar sundtökin eru tekin. En uppi á bakka, á meðan viðkomandi bíður eftir að röðin komi að honum, er gott að vera í búningi (íþróttabún- ingi að sjálfsögðu) og þá helst í sama lit og af sömu gerð og aðrir í sama liði. Það eflir liðsheildina og hvetur til dáða í vatninu. Sunddeild Skallagríms hefur notið velvildar fyrirtækja og stofnana í Borgarnesi sem og einstaklinga. Eins og myndin ber með sér er hér saman- komið sundlið Skallagríms í nýjum búningum er Verslun Jóns og Stef- áns gaf. Verslun Jóns og Stefáns hefur verið ötul við að styrkja íþróttastarfsemi í Borgamesi eins og hér sést. Hið unga sundfólk er að vonum ánægt með búningana og svellur því nú hugur í brjósti um að slá enn frekar gömul met, bæði UMSB og Borgarness. Á næsta ári mega metin fara að vara sig!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.