Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Side 22
22 DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985. IBM kúluritvélar Til sölu IBM kúluritvélar sem notaðar hafa verið við kennslu í Verslunarskóla Íslands. Vélarnar verða til sýnis og afhendingar dagana 17. og 18. desember, kl. 9-5. Söluverð kr. 19.500,- JARÐLEIR Erum komin með mjög góðan jarðleir á góðuverði, tværtegundir, hvítan og rauðan. Myndabæklingar og bækur. Komið og lítið inn. Rauðarárstíg 16 105 Reykjavik Sími 2 95 95 DAMASKDUKAEFNI 55% bómull, 45%viskose, straufrítt. Litir hvítt, blátt, drapp, tvær munsturteg- undir, breidd 140 og 170 cm. Verð kr. 700-925. Saumum einnig eftir máli. Silkiunnir dúkar og sérvíettur í gjafaköss- um. ^annprtiaberslunín €rla Snorrabraut 44 — pósthólf 5249 Sími 14290. Póstsendum. Pósthólf 5249. Þeir sem standa að nýju KONTRA-skrifstofuhúsgögnunum íslensku, sem sjást á myndinni, hreykn- ir af afkvæmi sínu. F.v. Ágúst Magnússon, framkvæmdastjóri trésmiðju Kaupfélags Árnesinga. Gunnar Dungal, forstjóri Pennans, og Valdimar Harðarson hönnuður. íslensk framleiðsla og hönnun: Rennur saman í eitt heilsteypt kerfi „Eins íslenskt og það getur orð- ið,“ sagði einn af fulltrúum Penn- ans er nýju KONTRA-skrifstofu- húsgögnin voru kynnt í gær. Hús- gögnin eru hönnuð af Vilmundi Harðarsyni sem hannaði verð- launastólinn Sóleyju, framleidd af Kaupfélagi Árnesinga og seld í Pennanum. Húsgögnin raðast saman í ein- ingum á ýmsan máta og hvergi er notað lím, þannig að hægt er að breyta og bæta við á auðveldan máta. Þetta rennur saman í eitt heilsteypt kerfi. Trompið er þó tölvuarmurinn. Tölvuborðið er undir skrifborði, kippt fram við notkun, og hægt að færa það upp og niður og til hliðar eftir vild. Kontra er búið að vera í u.þ.b. eitt ár í virkum undirbúningi. Kaupfélagið fékk Vilmund til að hanna húsgögn sem hentuðu nú- tímaskrifstofu. „Þetta er fjárfesting upp á rúmlega 6 milljónir. Við höfum fengið dyggan íjárstuðning, bæði frá Iðnlánasjóði og viðskipta- bönkum kaupfélagsins,“ sagði Ágúst Magnússon, framkvæmda- stjóri trésmiðju Kaupfélagsins. Tölvuarmurinn einstaki. Hægt er að færa tölvuborðið upp og niður og til hliðar að vild. Stefnt er að því að hefja útflutning á þéssum húsgögnum eftir ca tvö ár. Að sögn þessara aðila, sem standa að KONTRA, á þetta örugg- lega eftir að verða vinsælt enda vel að þessu staðið, góð skipulagning og samvinna og nægilegt fjármagn til þróunar í hönnun. Sala á Kontra hófst í gær en afgreiðsla húsgagna hefst ekki fyrr en 21. jan. á næsta ári. MÁ EKKI ENDA EINS OG NÝJU FÖTIN KEISARANS „Það hefur verið mjög spennandi að hanna þetta og mjög gott að vinna fyrir kaupfélagið. Allar greiðslur og loforð hafa staðist 100%. Það væri ekki hægt að fram- kvæma svona framleiðslu á íslandi nema með fjársterka aðila að baki. Sambönd mín erlendis eiga eftir að koma sér vel er farið verður út í útfluting á Kontra. Þó að þetta sé íyllilega samkeppnisfært erlendis mun útflutningur ekki hefjast al- veg strax. Þetta verður að vera pottþétt, má ekki enda eins og nýju fötin keisarans," sagði Valdimar Harðarson hönnuður. Að sögn Vilmundar ættu þessi húsgögn, miðað við gæði, að vera um 30-40% dýrari en önnur íslensk húsgögn en eru 5-7% dýrari. - KB Fíkniefnafræðsla á Hvolsvelli Frá Halldóri Kristjánssyni, fréttaritara DV, Skógum, Rang- árvallasýslu: Fyrir skömmu stóðu Samband sunnlenskra kvenfélaga og Héraðs- sambandið Skarphéðinn lyrir fíkni- efnafræðslu í Gagnfræðaskólanum á Hvolsvelli. Um 90 manns, börn og unglingar, sóttu fræðslufundinn sem þótti tak- ast mjög vel. Leiðbeinandanum, Hannesi Hilmarssyni, tókst á skemmtilegan hátt að fá fram viðhorf viðstaddra til fíkniefna, og þá sér í lagi áfengis. SMA AUGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN Smáauglýsingadeild EunocAnD - sími 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.