Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Page 26
26 DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985. — V-Þjóðverjar, Danir og Skotar saman í riðli en dregið var í gærkvöldi. Belgar og Frakkar heppnir með mótherja „Þetta er viðkvæm stund. Fyrir aðeins tveimur mánuðum var ég hér í þessari borg til að bjóða aðstoð vegna jarðskjálftanna,“ sagði forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA) er dregið var í riðla fyrir heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu sem fram fer í Mexíkó í sumar. Opnunarleikur keppninnar verður viðureign heimsmeistara ítala við Búlg- ari á Astek-leikvanginum þann 31. maí en keppni í riðlunum stendur til 13. júní. Úrslitaleikur mótsins er síðan fyrir- hugaður 29. sama mánaðar. Það var fimn ára gutti, sonur eins af fram- kvæmdaaðilum keppninnar, sem sá um að draga í riðlana í gærkvöldi. Dregið var í sjónvarpssal í Mexíkóborg. En snúum okkur að riðlunum. Lið númer eitt og tvö og númer þrjú og fjögur í hverjum riðJi munu leika innbyrðis í fyrstu umferðunum. Riðilll 1. ítalía 2. Búlgaría 3. Argentína 4.S-Kórea „Opnunarleikurinn erfiðastur“ „Erfiðasti leikur ítala í keppninni verður opnunarleikurinn gegn Búlgurum. Það er ávallt fyrsti leik- urinn sem sker úr um hvernig fram- haldið verður hjá okkur,“sagði Enzo Bearzot, þjálfari Itala. Riðill 2 5-Mexíkó 6. Belgía 7. Paraguay 8. írak „Gott að leika við Mexíkó fyrst“ „Mér list vel ú dráttinn. Það er gott að leika við Mexíkó fyrst,“ sagði Frankie Vercauteren, leikmaður með Anderlecht og belgíska landslið- inu, eftir að Belgar höfðu dottið í lukkupottinn. Mexíkanar verða án efa skæðustu keppinautar þeirra í riðlinum en ekki má þó gleyma góð- um árangri Paraguay í síðustu heimsmeistarakeppni. Þess má geta að Belgar hafa sent marga lækna til Mexíkó að skoða aðstæður og þeir telja að úthald leikmanna í þunna loftinu verði mest í fyrsta leiknum, fari síðan þverrandi eftir það og því eru Belgarnir mjög ánægðir með að fá gestgjafana í byrjun. Riðill 3 9.Frakkland lO.Kanada ll.Sovétríkin 12.Ungverjaland Eyrópumeistararnir ánægðir „Ég er mjög ánægður. Okkar helstu keppinautar í riðlinum verða Sovét- menn, sem eru í mikilli sókn, og hið unga lið Ungverjalands,“ sagði Franz Beckenbauer: Ánægður með allt nema mótherja V-Þjóð- veija. Henry Michel, þjálfari Frakka, sem eru núverandi Evrópumeistarar. Platini, fyrirliði þeirra, sem leikur með ítalska liðinu Juventus, sagði: „Þetta er góður dráttur. Við erum miklu heppnari en Italía sem fær erfiða andstæðinga. Markvörður liðsins, Joel Bats, er leikur með Paris-Saint Germain, tók í sama streng. „Frakkland gæti átt í erfið- leikum með Sovétríkin og Kanada ef við værum að leika í ísknattleik." „Ég held að Frakkar muni reynast okkur erfiðastir," sagði Tony Wait- ers, hinn enski þjálfari Kanada, en flestir gera þó ekki ráð fyrir því að möguleikar liðsins séu miklir. Riðill 4 13.Brasilía 14.Spánn 15. Alsír 16. Norður-írland Leikið verður í Guadalajara „Viðureign Davíðs og Golíats" „Við erum ánægðir með staðinn. Við vitum að fólk styður okkur í Guad- alajara. Spánverjar eru vinsælir þar en það verður erfitt að sigra Brasilíu og N-íra,“ sagði Jose Luis Roca, meðlimur í spánska knattspyrnu- sambandinu. Billy Bingham, þjálfari íranna, brosti þegar hann sá dráttinn og sagði: „Viðureignin við Brasilíu verður eins og viðureign Davíðs og Golíats en við eigum möguleika, sérstaklega ef okkur gengur vel í fyrri leikjunum. Riðill 5 17. V-Þýskaland 18. Uruguay 19.Skotland 20. Danmörk Leikið verður í Mexíkóborg. Riðill- inn verður leikinn í Queretaro. „Kunnum á kerfi Þjóðverja“ „Við erum mjög ánægðir með Quer- etaro. Þetta er fögur borg, fólkið er vinsamlegt og hjálplegt. Hótelið, sem við höfum þegar valið, er yndislegt. Það eina sem ég er ekki ánægður með eru liðin sem við leikum gegn,“ sagði Franz Beckenbauer, eftir að ljóst var hvaða lið yrðu í fimmta riðli. Uruguay er eitt af bestu liðum S-Ameríku og Skotland og Danmörk eru á meðal þeirra bestu í Evrópu. Ég vona bara að heppnin fylgi okk- ur,“ bætti Beckenbauer við. „Við þekkjum V-Þjóðverjana. Við sjáum þá í hverri viku í sjónvarpinu. Við kunnum á kerfi þeirra og stíl. Þeir leika kerfisknattspymu," sagði Sepp Piontek, þjálfari Dana. „Þetta verður mjög erfitt fyrir okkur. Þetta er erfiðasti riðillinn en það ætti þó að minnsta kosti að tryggja það að við fömm ekki of sigurvissir til leiks, eins og við höfum svo oft brennt okkur á,“ sagði Alex Ferguson, þjálfari Skota. 6 Riðill 21. Pólland 22. Marokkó 23. Portúgal 24. England Leikið í mesta hitanum en lægst yfir sjávarmáli „Ég er mjög ánægður með að hafa sloppið við fimmta riðilinn. Ég hef alltaf sagt að riðillinn sem Danmörk yrði í yrði erfiður,“ sagði Bryan Robson, þjálfari Englands. Ég vonaðist þó til þess að þurfa ekki að leika í Monterrey. Það verð- ur erfitt að byrja á að leika á láglendi og þurfa síðan að venjast öðru lofti Monterrey er langlægsti keppnis- ur. Meðalhiti þar í júnímánuði er 33 ef við komumst í milliriðil. staðurinn en hitinn þar er líka mest- gráður. -fros Bayernleikmennirnir Sören Lerby og Norbert Eder máttu sætta sig við jafntefli í Stuttgart. Hér eiga í baráttu við Núrnbergleikmanninn Hans Dorfner. Forskot Bremen nú fjögur stig — eftir góðan útisigur á Hannover, 2:4. Markalaust hjá Bayem íStuttgart „Það var mjög erfitt að leika hér. Áhrfendur Hannover eru mjög góðir og það hvatti leik- menn liðsins sem léku góða knattspyrnu. Það var því mjög mikilvægt að hirða bæði stigin," sagði Rehakel, þjálfari Werder Bremen, eftir að liðið hafði unnið Hannover, 2-4-, og styrkt þannig stöðu sína á toppi Bundesligunn- ar. Forysta liðsins er nú fjögur stig. Það voru leikmenn Hannover sem voru mun atkvæðameiri í fyrri hálf- leiknum. Hefðu með réttu getað verið með þriggja til fjögurra marka forystu en hálfleikstölur voru 2-1, heimamönnum í hag. Það var Gue sem náði forystunni fyrir heimamenn en austurríski landsliðsfyrirliðinn Bruno Pezzey jafnaði metin fyrir meistaraefnin. Júgóslavinn Vjefrovic skoraði annað mark Hannover fyrir hlé. Werder Bremen lék mun betur í síðari hálfeik og jöfnunarmarkið kom á 70. mínútu og var Votava þar að verki. Manfred Burgsmúller skoraði síðan þriðja markið með skalla og Oerdenevic það Jfjórða. Fjörutíu þúsund manns sáu leikinn. Stuttgart var allan tímann betri aðilinn í leiknum við Bayem sem nú er í öðru sæti. Fyrirliði Bæjara, Klmifi Auo-nntbaler. hefur varla skemmtilegar minningar frá þessum leik því áhorfendurnir í Stuttgart púuðu hraustlega í hvert einasta sinn er hann fékk boltann. Heima- menn fengu nokkur góð marktæki- færi til að gera út um leikinn. Júrgen Klinsman mistókst að senda boltann framhjá besta manni Bayem, Au- mann markverði, úr vítaspyrnu. Þá vildu margir meina að Allgöver hefði skorað löglegt mark með skalla en dómarinn taldi að boltinn hefði ekki farið yfir marklínuna. Markverðimir Roleder og Aumann voru bestu menn vallarins. Aðrir leikmenn, er fengu sæmilegar einkunnir í blöðunum, voru þeir Karl Heinz Förster hjá Stuttgart og Sören Lerby í liði Bay- em. Ásgeir Sigurvinsson lék ekki meðStuttgartaðþessusinni. „Það hefði verið hægt að slá vallar- helming HSV,“ sögðu v-þýsku sjón- varpsmennimir eftir að Hamburger hafði leikið sér að Borussia Dort- mund í 3-0 sigri Wolfgang Rolff skoraði fyrsta markið og Hans Grúndel sem var besti maður vallar- ins skoraði annað. Thomas Kroth bætti því þriðja við. Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri en heima- menn fóru illa með fjölmörg færi. Bayer Uerdingen náði að vinna sigur á Mannheim í mjög grófum leik þar sem tveir leikmanna Uerd- intren burft.u að vfireefa leikvöllir” á fyrsta hálftímanum. Matthias .Herget var borinn af velli á 13. mínútu eftir að illa hafði verið brotið á honum og Wolfgang Funkel fór sömu leið sautján mínútum seinna. Þrátt fyrir meiðsli þessara tveggja náði Uerdingen sigrinum með skallamarki Klinger á 72. mínútu. Lárus lék ekki með en Atli Eðvalds- son kom inn á fyrir Herget. Borussia Mönchengladbach, sem svo óvænt féll út úr Evrópukeppn- inni í síðustu viku, náði jafntefli á útivelli gegn Schalke. Sjálfsmark Wilfried Hannes færði heimamönn- um forystuna en Uwe Rahn náði að jafna. Ólaf Thon skoraði síðan annað mark Schalke áður en að varamaður- inn Pinkall náði að jafna metin. Junghaus markvörður átti slæman dag hjá Schalke og þýsku blöðin telja að hann hafi þennan leik á sam- viskunni. Mistök hans kostuðu Schalkeliðið bæði mörkin. Annars urðu úrslit þessi í leikjum helgarinn- ar: Hannover-Werder Bremen 2-4 Stuttgart-Bayern Munohen 0-0 Schalke-Bor. Mönchengladb. 2-2 Hamburger-Borussia Dortmund 3-0 Núrnberg-Eintr. Frankfurt 4-1 Fortuna Dússeld.-Bochum 2-1 Bayer Uerd.-Waldhof Mannh. 1-0 Saarbruecken-Bayer Lev. 3-1 Köln-Kaiserslautern 1-1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.