Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Síða 32
32 DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir „Hamramir” kafráku „naglana” í Birmingham —West Ham óstöðvandi í 1. deildinni ensku. Manchester United jók forskot sitt í fimm stig. Liverpool tapaði. Birmingham City til sölu Mark Hughes skoraði eitt marka Manchester United gegn Aston Villa á laugardaginn en honum hefur gengið illa að skora upp á síðkastið og verið meiddur eins og raunar annar hver maður í United-liðinu. Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV í Englandi. Leikmönnum Manchester Un- ited tókst um helgina að vinna stóran sigur á útivelli gegn Aston Villa á meðan helstu andstæðing- ar þeirra í Liverpool áttu ekki möguleika á Highbury gegn Ars- enal í leik sem sýndur var beint frá Englandi í sjónvarpinu hér. Forusta Manchester United er nú fimm stig og meiðsli hjá meira en helmingi af leikmönnum liðsins virðast ekki hafa mikil áhrif enda nóg til af snjöllum leikmönnum á Old Trafford. Gríðarleg harka var í leik Manc- hester United og Aston ViIIa á laug- ardag. Sex leikmenn voru bókaðir og lukkan ein virtist ráða því að tala meiddra leikmanna hjá United hækkaði ekki til muna. Fjórum sinn- um þurfti læknir United að hlaupa inn á völlinn til að huga að méiðslum leikmanna sem ekki reyndust alvar- leg. Leikmenn United byrjuðu mjög vel og hreinlega hlupu yfir leikmenn Villa á fyrstu mínútunum og voru þeir Gordon Strachan og Frank Stapleton mjög óheppnir að skora ekki á upphafsmínútunum. Skot þeirra fóru rétt framhjá markinu. Nokkur breyting var gerð á United- -liðinu frá síðasta leik liðsins og ár og dagar síðan Atkinson fram- kvæmdastjóri hefur getað stillt upp sama liðinu i tveimur leikjum. Nú er markvörðurinn snjalli, Gary Ba- STAÐAN 1.DEILD Manch. Utd. 21 15 4 2 40 12 49 Liverpool 21 13 5 3 45 20 44 West Ham 21 13 5 3 38 19 44 Chelsea 21 12 5 4 34 22 41 Sheff. Wedn. 21 11 5 5 32 30 38 Everton 21 11 4 6 45 27 37 Arsenal 21 10 5 6 24 25 35 Luton 21 9 6 6 35 25 33 Newcastle 21 9 5 7 29 31 32 Nott. Forest 21 9 3 9 33 32 30 Watford 21 8 5 8 37 35 29 Tottenham 20 8 4 8 36 26 28 QPR 21 8 3 10 20 26 27 Southampton 21 6 6 9 27 30 24 Coventry 21 6 6 9 26 31 24 Manch. City 21 5 7 9 24 29 22 Leicester 22 5 7 10 28 40 22 Oxford 22 4 8 10 32 46 20 Aston Villa 21 4 7 10 25 33 19 Birmingham 20 5 2 13 12 29 17 Ipswich 21 4 3 14 17 35 15 West Bromw. 21 1 5 15 16 52 8 2. DEILD Norwich 21 11 6 4 39 21 39 Portsm. 20 12 3 5 34 16 39 Charlton 20 11 4 5 37 22 37 Barnsley 21 10 5 6 25 17 35 Sheff.Utd. 21 9 7 5 38 26 34 Crystal P. 19 10 4 6 28 22 34 Wim! i'edon 21 9 6 6 23 22 33 Brighton 21 9 4 8 35 30 31 Blacihurn 21 8 7 6 24 26 31 Stol f'. 21 7 8 6 27 26 29 Leec • 21 8 5 8 26 33 29 Oldham 21 8 4 9 33 34 28 Hull 21 6 8 7 33 29 26 Grimsby 21 6 7 8 34 31 25 Sunderland 21 7 4 10 20 31 25 Millwall 20 7 3 10 27 32 24 Bradford 19 7 3 9 21 29 24 Fulham 18 7 2 9 21 24 23 Middlesb. 20 5 6 9 16 25 21 Shrewsb. 20 5 5 10 25 22 20 Huddersf. 21 4 8 9 29 39 20 Carlisle 20 3 3 14 19 47 12 ily, kominn á hinn langa sjúkralista hjá United og á laugardag lék Chris Turner sinn fyrsta deildarleik i markinu. Þá lék hinn ungi Billy Garton í stöðu bakvarðar og Clayton Blackmore lék á miðjunni. Og það var einmitt hann sem skoraði fyrsta mark leiksins á laugardaginn með stórglæsilegu skoti úr aukaspyrnu af 25 metra færi á 19. mínútu leiksins. Ekki hafði United lengi forustuna því Steve Hodge jafnaði fyrir Villa á 29. mínútu. Leikmenn Villa efldust við markið og voru sterkari fram að leikhléi en í síðari hálfleik var nán- ast eitt lið á vellinum og þá skoruðu þeir Gordon Strachan á 67. mínútu og Mark Hughes á 71. minútu tvö mörk til viðbótar og sigurinn í ör- uggri höfn. Fljótlega í siðari hálfleik var Mark Hughes felldur í vítateig Villa en dómarinn dæmdi ekkert. Augljós vítaspyrna sem allir sáu nema sá svartklæddi. Leikmenn United urðu æfir og eftir leikinn sagði Ron Atkinson, stjóri United, að þessi fáránlegi dómur hefði öðru fremur haft úrslitaáhrif í þessum leik. Leikmenn sínir hefðu hreinlega tryllst af bræði þegar dómarinn dæmdi ekki vítaspyrnu. HÖRMUNG HJÁ LIVERPOOL Á meðan Manchester United var að vinna góðan sigur á Aston Villa léku leikmenn Liverpool einn sinn daprasta leik í langan tíma. Arsenal var mun betri aðilinn og sigur liðsins var sanngjam. Arsenal fékk óska- byrjun er Charlie Nicholas skoraði mark eftir aðeins fimm mnínútur. 19 ára íri, Niall Quinn, innsiglaði síðan sigurinn eftir ljót mistök Grobba i marki Liverpool. Quinn þessi lék þarna sinn fyrsta leik með aðalliði Arsenal en hann hefur skorað 16 mörk í jafnmörgum leikjum með varaliði félagsins. Quinn lék í stað Tony Woodcock sem er meiddur. Ekkert lát er á mikilli sigurgöngu West Ham og á laugardag vann liðið 10. sigurinn í röð. Slakt lið Bírming- ham var engin hindmn á laugardag og liðið er nú til sölu í Englandi. Það var markavélin McAvennie sem skoraði fyrra mark West Ham og sitt 20. á keppnistímabilinu. Markið skoraði hann á 36. mínútu. Síðara markið skoraði Ray Stewart úr víta- spyrnu eftir að Dickens hafði verið felldur innan vítateigs. Dickens var felldur eftir gullfallega sókn West Ham þar sem knötturinn gekk á milli Charli Nicholas skoraði á fyrstu mínútunum gegn Li- verpool. níu leikmanna. West Ham æðir upp töfluna í 1. deild og er nú jafnt Li- verpool að stigum. En framhaldið hjá þessu fræga félagi hlýtur að vera stórt spumingarmerki þegar munst- ur síðustu keppnistímabila hjá liðinu eru höfð í huga. Ástandið er alvar- legt hjá Birmingham þessa dagana og félagið er nú til sölu. Síðast vann liðið leik 21. september og liðinu hefur aðeins áskotnast eitt stig úr síðustu tíu leikjum og leikmenn liðs- ins hafa aðeins skorað eitt mark í síðustu sjö leikjum. Chelsea vann góðan sigur á heima- velli sínum á laugardag er Sheffield Wednesday kom í heimsókn. Loka- tölur 2-1 og áhorfendur 19.658. Leik- urinn var nokkuð sögulegur. Mer- land hjá Sheffield fékk rauða spjald- ið fyrir gróf brot og Paul Hazard hjá Sheffield var utan vallar á meðan saumuð voru sjö spor í höfuð hans. Þess má geta að alls var 13 leikmönn- um vikið af leikvelli í ensku deildun- um fjórum á laugardag. David Spe- edy skoraði fyrra mark Chelsea og Nigel Spackman hið síðara. Mar- wood skoraði fyrir Sheffield, áður en hann var rekinn í bað, úr vítaspyrnu. Luther Blisset skoraði sigurmark Watford gegn Tottenham á 9. mínútu og leikmönnum Tottenham tókst ekki að klóra í bakkann. Skotið frá Blisset fór milli fóta Ray Clemence í marki Tottenham. Þeir Chris Waddle og Glenn Hoddle léku ekki með Tottenham vegna meiðsla. Everton tapaði óvænt gegn Leic- ester á heimavelli, 1-2. Kevin Ric- hardsson skoraði fyrsta mark leiks- ins fyrir Everton á 26. mínútu en Gary McAllister jafnaði metin á,59. mínútu. Sigurmarkið skoraði síðan Alan Smith á 77. mínútu. Skondið atvik átti sér stað á laug- ardag í leik Newcastle og Sout- hampton. Danny Wallace var rekinn af leikvelli fyrir tvö gróf brot. En svo illa vildi til að Wallace átti ekki hlut að máli í fyrra brotinu heldur Jimmy Case. Tveir lögregluþjónar á vellin- um sáu það og ætla að bera vitni fyrir rétti þar sem áfrýjun Sout- hampton um leikbann Danny Wallace verður tekin fyrir. New- castle sigraði í leiknum, 2-1. Glenn Roeder skoraði fyrsta markið fyrir Newcastle en Steve Moran jafnaði. Peter Beartsley skoraði loks sigur- markið lo mínútum fyrir leikslok. Kevin Wilson skoraði sigurmarkið fyrir Ipswich í leiknum gegn QPR. Gordon Davies 2, Mark Lillis, Paul Simpson skoruðu mörkin fyrir Manchester City en eitt markið var sjálfsmark. Mark Coventry skoraði Terry Gibson. Fyrir þennan leik hafði Manchester City skorað 9 mörk í það heila á heimavelli sínum á tímabilinu en á laugardaginn komu svo allt í einu fimm stykki á einum og hálfum klukkutíma. Nigel Clough skoraði sitt 10. mark fyrir Notting- ham Forest á 30. mínútu gegn Luton en Niel Webb skoraði síðara markið. Þetta var fyrsti sigurleikurinn hjá Forest í sex leikjum. Leikurinn sem flestir hafa líklega haft vitlausan á getraunaseðlinum á laugardag var leikur Oxford og neðsta liðsins WBA. Öllum á óvart náði botnliðið jafntefli, 2-2. Imre Varadi skoraði glæsilegt mark eftir að hafa fengið 40 metra langa send- ingu frá Steve Hunt. Og markið skoraði Varadi víst af 40 metra færi á 56. mínútu. Hunt skoraði hitt markið fyrir WBA en fyrir Oxford skoruðu þeir Aldridge og Jeremy Charles. SK. URSLIT 1. deild Arsenal-Liverpool 2-0 Aston Villa-Manch.Utd. 1-3 Chelsea-Sheff. Wednesd. 2-1 Everton-Leicester 1-2 Ipswich-QPR 1-0 Manchester City-Coventry 5-1 Newcastle-Southampton 2-1 Nottingham Forest-Luton 2-0 Oxford-West Bromwich2-2 Watford-Tottenham 1-0 West Ham-Birmingham 2-0 2. deild Barnsley-Charlton 2-1 Blackburn-Sunderland 2-0 Bradford-Charlisle 1-0 Grimsby-Brighton 0-2 Leeds-Fulham 1-0 Middlesborough-Wimbledon 1-0 Millwall-Huddersfield 2-1 Oldham-Norwich 1-3 Portsmouth-Hull 1-1 Sheffield United-Stoke 1-2 3. deild Bolton-Chesterfield 2-1 Brentford-Bury 1-0 Bristol Rovers-Gillingham 1-0 Lincoln-Cardiff 0-4 Newport-Blackpool 1-1 Plymouth-Darlington 4-2 Reading-Bristol City 1-0 Rotherham-Notts County 1-0 Swansea-York 1-0 Walsall-Bournemouth 4-2 Wolverhamton-Wigan 2-2 4. deild Burnley-Orient l-l Chester-Scunthorpe 1-1 Crewe-Exeter 0-1 Hartlepool-Colchester 4-1 Hereford-Tranmere 1-4 Northampton-Port Vale 2-2 Peterborough-Mansfield 4-2 Preston-Aldershot 1-3 Rochdale-Southend Frestað Stockport-Wrexham 2-0 Swindon-Halifax 3-2 Torquay-Cambridge 1-1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.