Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Síða 34
34 DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Hef opnað lögfræðiskrifstofu að Ármúla 38, 2. hæð, austurenda. Pósthólf 8402,128, Reykjavík. Sími 688404 Tryggvi Viggósson hdl. Raksrcctofan Klapparstíg Hárgreiðslustnfan Klapparstíg Sími12725 Tímapantanir 13010 l l l I ! _i Til sölu SAAB 900 GLI árg. 1983, ekinn 36.000, 4ra cyl., beinskiptur, 4ra dyra, 118 hestöfl, 5 gíra, útvarp, kassetta, vetrardekk, sumardekk, rauður. Verð 540.000. Skipti á ódýrari. Tíu faðmlög Jóhann Helgason er einn af mörg- um gamalreyndum poppurum sem eru með plötu á jólamarkaðinum í ár. Jóhann, sem ætíð hefur verið maður ballöðunnar, er trúr sínum hugmyndum um tónlist og eru á Ástin..., en svo nefnist hans nýjasta plata, eingöngu róleg lög sem ættu að ylja mönnum um hjartaræturnar. Jóhann, sem er meðal okkar reynd- ustu popplistamanna, hefur á löng- um ferli reynt margt og mikið. Verið sá söngvari sem tvisvar hefur verið nokkuð nálægt því að verða þekkt númer i hinum erfiða poppbransa. Fyrst með hljómsveitinni Change og síðan með dúettinum Þú og ég. En það þarf meira en hæfileikana til að þola hina hörðu samkeppni úti í hinum stóra heimi, eins og margoft hefur komið fram í viðtölum við þá sem reynt hafa fyrir sér erlendis. Og satt er það að sum laganna á Ástin mundu sóma sér vel hjá öllum mestu hjartaknúsurum í tónlistinni. Slík eru gæði þeirra. Jóhann hefur haft þann háttinn á á Ástin... að hafa alla texta á ensku og gefur það að sjálfsögðu lögunum alþjóðlegri blæ, en sviptir þau aftur á móti nokkru af sérkennum þeirra, sem sagt að hér eru íslensk lög eftir íslenskan lagahöfund. En hver lista- maður hefur sinn stíl og þrátt fyrir að persónulega sé ég hrifnari af ís- lenskum textum, þá finnst mér hafa verið of mikið gert úr þvi í fjölmiðl- um að skammast yfir þeim poppurum sem vilja hafa lög sín með enskum texta. Svo vikið sé aftur af plötunni þá eru eins og áður sagði eingöngu róleg lög sem prýða Ástin... í mesta lagi er hægt að kalla einstök lög soft rock. Það hefur að sjálfsögðu sínar Nýjar plötur afmarkanir að platan er öll svo róleg. Það er ekki laust við að platan sé langdregin þegar á heildina er litið. Lögin eru nokkuð misgóð. Þau bestu, sem að mínu mati eru I Wanna Be With You, Blueberry Bush, Do You Still Be In Love og Im Sorry, eru lög í hæsta gæðaflokki og syngur Jó- hann þau, eins og reyndar öll lög á plötunni, afmikilli tilfinningu. Ástin... er eingöngu fyrir rómant- isk hjörtu. Aðrir munu hafa lítið gaman af. Þegar miðað er við hvaða plötur seljast best í jólaösinni þá á plata Jóhanns örugglega heima meðal best seldnu platnanna. - HK. ÁSTHILDUR CESIL — SOKKABANDSÁRIN Kraftmiki! kona Opið laugardag kl. 10-19. BÍLASALAN BUK Skeifunni 8 Sími 68-64-77. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 12., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Áusturtúni 4, Bessastaðahreppi, tal. eign Reynis Þórðarsonar, fer fram eftir kröfu Jóns Þóroddssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 19. desember 1985 kl. 17.00. ________________________Sýslumaðurinn I Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 36., 39. og 43. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Leirutanga 6, Mosfellshreppí, þingl. eign Arngríms Jóhannssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Jóhannesar Ásgeirssonar hdl„ Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl., Búnaðarbanka Islands og Jóns Ólafssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 19. desembqr 1985 kl. 16.15. _______Sýslumaðurinn I Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð S'-r-i auglýst var í 36., 39. og 43. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á e-gninni Lækjartúni 13, Mosfellshreppi, þingl. eign Axels Aspelund, fer fr j' i eftir kröfu Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 19. desember 1985 kl. 15.45. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð serr> auglýst var í 68., 70. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Breiðvangi 11, 1. hæð B, Hafnarfirði, þingl. eign Haralds Jóns- sonar o.fl. fer fram eftir kröfu Ólafs Jónssonar hdl. og Veðdeildar Lands- banka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 19. desember 1985 kl. 14.30. ___Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Ekki get ég ímyndað mér annað en Ásthildur sé ánægð með Sokka- bandsárin sín og eflaust eiga fleiri eftir að gleðjast yfir þessari plötu. í það minnsta þeir sem hafa gaman af fjörugu TOkki og róli. ísfirska söngkonan fer nefnilega á stundum allgeyst, enda eru í för með henni röskir piltar sem draga ekki af sér. Helgi E. Kristjánsson útsetur lög Ásthildar, ekki á ýkja frumlegan hátt en ósköp smekklega eins og hans er vísa. Hann leikur auk þess á bassa. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Ásgeir Óskarsson, Jon Kjell, Rúnar Georgsson, Tryggvi Hubner og Þor- steinn Magnússon. Og viti menn: Hljóðfæraleikurinn er alveg hnökra- laus. En með þessa úrvalsspilara í þjónustu sinni hefði gjarnan mátt leyfa fleiri rósum að blómstra í út- setningum því ekki er rödd Ásthildar slík að hún veki eftirminnileg hug- hrif. Hún ræður þó ágætlega við lögin, sem eru ákaflega jöfn að gæðum, engar meiriháttar tónsmíðar en bara nokkuð góð. Það er reyndar áberandi lítið um kaflaskiptingar, yfirleitt sama laglína við öll versin og þar sem útsetningar eru eins og áður sagði ekki tiltakanlega fjölbreytilegar þá er þetta allt ósköp einfalt. En þar með er ekki sagt að lögin séu öll eins. Fjörugt rokk er aðaluppistaðan, einnig gefur að heyra rólegar ballöð- ur, reggí, jass, jive og draugarokk. Textarnir eru samdir af mikilli til- finningu en vandvirkni hefði mátt vera meiri. Ásthildur er greinilega mikil baráttukona; hún berst fyrir bættum heimi, gegn stríði, mengun og eiturlyfjum en umfram allt fyrir lífi sínu, að geta lifað því lifandi. Og víst er hún sprelllifandi á þessari fyrstuplötusinni. - JSÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.