Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Side 46
46
DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985.
Peningamarkaður
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára pg yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjömu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 29% og ársávöxtun 29%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
27% en 2% bætast við eftir hverja þijá mánuði
án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á'óhreyfðri
innstæðu er 33,5% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36%
nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu. Tvisvar á ári má taka út án þessa frá-
dráttar.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og
42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5%
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
36% nafnvöxtum og 34'X, ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 22%, eftir 2 mánuði 23,5%, 3 mánuði
25%. 4 mánuði 26,5%, 5 mánuði 28%, eftir 6
mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 34%. Árs-
ávöxtun á óhreyfðu innleggi er 36,9%, eða
eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum
reikningum reynist hún betri. Vextir færast
tvisvaráári.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburður er gerður
mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, þann mánuð.
Öndvegisreikningur er bundinn til 18
mánaðar, verðtryggður og með 7% nafnvöxt-
um á binditímanum. Eftir það reiknast sömu
vextir og á 3ja mánaða reikning í bankanum.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 34,8% eða eins og á .verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast alrnennir spari-
sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu'sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svoköiluðum trompvöxtum, 32%, með
34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum. viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðhréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
lOOþúsund krónur.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en
innleysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir
7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast
með höfúðstól við innlausn. Með vaxtamið-
um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg
eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð-
stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og
greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð-
bætur greiðast með höfuðstól við innlausn.
Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta-
auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru
meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum
reikningum bankanna og með 50% álagi.
Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur
greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis-
tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau
eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9%
vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn-
lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu
SDR.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með afföllum og ársávöxtun er al-
mennt 12-18% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-Ián, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til
einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna
fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl-
skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa,
annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund.
Lánstími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með' láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóðurákveðursjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur Iiggja inni í 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig’
22%.
Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22%
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45%
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
1,125%.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í desember 1985 er 1337
stig en var 1301 stig í nóvember. Miðað er
við grunninn 100 í júní 1979.
Byggingarvísitala á 4. ársfjórðungi 1985
er 229 stig á grunninum 100 frá janúar 1983
en 3392 stig á grunni 100 frá 1975.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11 -20.12.1985
INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJÁ SÉRLISTA jj il ií ll II íl jlli !l ú
INNLÁN ÖVERÐTRYGGÐ
SPARISJÓÐSBÆKUR Öhundin innstæða 22.0 22.0 22,0 22.0 22.0 22,0 22,0 22.0 22,0 22.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 25.0 26,6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0
6 mán.uppsögn 31.0 33.4 30,0 28,0 28,0 30,0 29.0 31.0 28.0
12 mán.uppsögn 32.0 34.6 32.0 31.0 32.0
SPARNAÐUR - LANSRFTTUR Sparað 3 5 mán. 25.0 23.0 23.0 23,0 23.0 25.0 25,0
29.0 26.0 23.0 29.0 28,0
innlAnsskírteini Til6mánaða 28.0 30.0 28.0 28.0
TÉKKAREIKNINGAR Ávisanareikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10,0
Hlaupareikningar 10.0 10,0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
INNLÁNVERÐTRYGGÐ
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0
6 mán.uppsögn 3.5 3.5 3.5 3,0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0
INNLÁN GENGISTRYGGÐ
GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7,5 7.5 7,5 8.0
Sterlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11,0 11.5 11.5
Vestur-þýsk mörk 5.0 4,5 4,25 4.0 4,5 4,5 4.5 5.0 4,5
Danskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10,0 9.0
ÚTLÁN ÖVERÐTRYGGÐ
ALMENMR VlXLAR (lorvextir) 30.0 30.0 30,0 30.0 30.0 30.0 30.0 30,0 30.0
VIÐSKIPTAVÍXLAR (forvextir) 34,02) kge 34,0 kge 32.5 kge kge kge 34,0
alivie*;nskuldabréf 32.03) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32,0
VIÐSKI.'ASKULDABRÉF 35.02) kge 35,0 kge 33.5 kge kge kge 35,0
HLAU 'Á3EIKNINGAR YFIRDRATTUR 31,5 31.5 31,5 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5
ÚTLAN VERÐTRYGGÐ
SKULCABRÉF Að 21/2 óri 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengri en2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTLÁN TIL FRANILEIÐSLLI
sjAnéðanmAlsi)
1) Lán lil innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 9,5%,
í Bandaríkjadollurum 9,5%, í sterlingspundum 12,75%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%.
2) Við Kaup á viðskiptavíxlum og viðsldptaskuldabréfúm er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í
Hafharfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj.
3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og
óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum.
Verslið þar sem
úrvalið er mest
og k-jörin best.
/A A A A A A
a
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121
j d ZJ QUOl
: c juguaj-j+
l-í l- ci Duaaj-jjh?
■BUMÍÍUIiaiUIUWtil Kiin.:
Sími 10600
Sandkorn
Sandkorn
FIosi Ólafsson kom mikið
við sögu í þeim Gæjum og
píum sem sýnd voru í Þjóð-
leikhúsinu.
Gæjar og píur
í Lögbirtingablaðinu var á
dögunum tilkynning um
skráningu á nýju firma sem
ber það nýtískulega heiti:
Verslunin Gæjar. Tilgang-
ur fyrirtækisins er sagður
vera smásala á fatnaði.
Það vekur athygli að í
sama blaði er skráð annað
fyrirtæki, Verslunin Píur.
Tilgangur þess er einnig
smásala á fatnaði. Það er
sami aðili sem skráir bæði
fyrirtækin. Ekki vitum við
ástæðuna fyrir því að þau
eru skráð sitt í hvoru lagi
en einhver gæti látið sér
detta í hug að skráning á
þessu þekkta söngleiksheiti
hefði ekki fengist með öðru
móti en að skrá það í
tvennu lagi.
Síðbúinn
skilnaður
Þessi er höfð eftir ónefnd-
um presti í Reykjavík:
Það var einhverju sinni
að gömul kona kom til
hans. Kvaðst hún vilja
skilja við manninn sinn.
Prestur vildi reyna að
tala á milli hjónanna, eins
og ber að gera í slíkum til-
vikum. Hann spurði því
gömlu konuna hvort henni
þætti ekki nokkuð seint að
fara að standa í hjónaskiln-
aði, nú þegar hún væri
orðið 93ja ára.
Sú gamla hélt nú ekki.
Nú væri einmitt rétti
tíminn til slíkra hluta. „Við
urðum nefnilega sammála
um það, maðurinn minn og
ég,“ sagði hún „að bíða
með þetta þar til börnin
okkar væru dáin.
Auglýst í
bamablaði
Menn beita öllum brögðum
til að verða ofan á í auglýs-
ingaflóðinu fyrir jólin. Ekki
veitir af því nú skal selja
allt sé það til sölu á annað
borð.
Við höfum það til að
mynda fyrir satt að í nýút-
komnubamablaði, ABC, sé
meðal annars auglýst bókin
„Hvernig elska á karl-
mann“. í þessu fræðsluriti
em að sjálfsögðu hispurs-
lausar kynlífslýsingar sem
virðast vera í tísku um
þessar mundir.
Ekki verður séð í einni
andrá hvaða erindi slík
auglýsing á inn í barnablað.
Þó má kannski gera ráð
fyrir að mamma lesi ögn í
blaðinu fyrir þau minnstu.
En svo má líka hafa það i
huga að það er Fijálst
framtak sem gefur út
hvom tveggja, blaðið og
bókina.
er Þómnn Sigurðardóttir
leikstjóri. Við gefum henni
orðið:
„Ég gleymi því aldrei
þegar við Jón, yngri bróðir
minn, stálum jólakortum.
Ég var svona sjö ára þá.
Við vomm niðri í Austur-
stræti rétt fyrir jólin og
annað hvort okkar fékk
þessa fóránlegu hugmynd.
Við fórum inn í ritfanga-
verslun, sem þá var beint á
móti Hressó, og áður en við
vissum af vorum við komin
út á götuna með þennan
lika fína pakka af jólakort-
um. Það var einhver spenn-
ingur og æsingur sem fékk
mig til að gera þetta, ef til
vill til þess að komast að
raun um hvort þetta tækist
án þess að ég yrði gripin.
Samviskan sló mig strax
ó eftir og ég man að ég
ákvað þegar í stað að við
skyldum segja mömmu að
við hefðum fundið pakkann
með kortunum á Miklatún-
inu. Skýringin reyndist
nógu ótrúleg til þess að
ganga í mömmu en þurr og
fín jólakort finnast nú varla
á Miklatúninu í desemb-
ersnjó.
Svo sendum við systkinin
jólakort til allra ættingja
og vina, með hjarans kveðj-
um og jólaóskum, og ég
man að mér fannst ég hafa
framið hroðalegan glæp.
Samviskubitið nagaði mig í
mörg ár og ég hef ekki sto-
lið svo mikið sem einni
karamellu síðan.“
Sjólfsagt kannast margir
við þá lífsreynslu sem lýst
er hér að ofan því flest
gerumst við einhvern tíma
steliþjófar.
Umsjón:
JóhannaS.
Sigþórsdóttir
} nýjustu Viku svara
nokkrir þekktir íslending-
ar þeirri beinskeyttu spurn-
ingu: Hefurðu stolið?
Meðal þeirra sem svara
Hefurðu
stolið?
FRÁSPÁNI NÝKOMIN
Siðurgyðinga
Nú líður óðum að jólum.
Flestir eru komnir á kaf í
hvers kyns undirbúning
sem þykir nauðsynlegur
fyrir hátíðina. Sjálfsagt
sofnar einhver mamman
örþreytt í stólnum sinum
eftir jólasteikina á aðfanga-
dagskvöld. En það er ný og
gömul saga.
Eitt fyrsta merkið um að
jólin séu að nálgast eru
aðventuljósin sem sjó má í
öðrum hverjum glugga.
Ekki er víst að allir átti sig
á því hvað þessir sjö arma
stjakar, sem boða okkur
aðventuna, tókna raun-
verulega. Þeir eru nefni-
lega tákn trúar gyðinga og
þjóðernis og nefnast í því
hlutverki Menorah. Má
meðal annars sjá þetta
tákn í skjaldarmerki Isra-
els.
Þórunn Sigurðardóttir,
leikstjóri.
REYRHÚSGÖGN