Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Blaðsíða 47
DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985.
47
Paðfæst margt skemmtilegt í Alafossbúðinni, t.d. stílhrein matar- og
kaffistell úr fivítu postulíni frá hinum þekkta framleiðanda hnberg
Parna erauk þess aðfinna listilega hönnuð vínglös, hnífapörog ýmsa
skrautmuni.
/Ilafossbúðin
VESTURGOTU 2, SIMI 13404
GJAFAVORUR
Guðlaug Björnsdóttir viðskiptafræðinemi á heimili sínu með vinnings-
miðann góða. DV-mynd PK
„Styttir
óskalistann”
— segir vinningshafi tveggja milljóna
„Þetta styttir óskalistann," sagði
Guðlaug Björnsdóttir, vinningshafi í
Happdrætti Háskóla íslands, í sam-
tali við DV. Guðlaug vann 2 milljónir
þegar dregið var sl. þriðjudag í 12.
flokki happdrættisins.
Guðlaug er á fjórða ári í viðskipta-
fræði í Háskólanum. „Ef ég hefði
ekki þekkt rödd míns gamla kennara,
Jóhannesar L.L. Helgasonar, hjá
happdrættinu, þá hefði ég haldið að
einhver væri að plata mig,“ sagði
Guðlaug um fyrstu viðbrögð þegar
henni var tilkynnt um milljónirnar
tvær. Guðlaug og maður hennar
keyptu gamla íbúð i Tjarnargötu
fyrir tveim árum og eru komin vel
áleiðis við endurnýjun á húsnæðinu.
Vinningshafinn sagði að nú yrði
lokið við endurbætur og líklega
keypturbíll fyrir heimilisfólkið.
Einn milljón króna vinningur kom
á miða hjá umboði happdrættisins á
Þingeyri.
Ungur sjómaður á togaranum
Sléttanesi, Jens Andrés Jónsson, á
vinningsmiðann.
-ÞG
Börn og fullorðnir og ferðin tók átta tíma norður. Þau sáu ekki
snjó fyrr en þau komu á Holtavörðuheiðina.
DV-mynd JGH.
MIKIÐ FYRIR HAFT
Óku frá Snæfellsnesi til Akureyrar til að sjá leikrit
Frá Jóni G. Haukssyni, blaða-
manni DV á Akureyri:
Óku rakleitt frá Snæfellsnesi til
Akureyrar einungis þeirra erinda að
sjá leikritið Jólaævintýrið. Það gerði
30 manna hópur frá grunnskóla
Staðarsveitar, Lýsuhóli. Lýsuhóll er
á sunnanverðu nesinu, skammt frá
Snæfellsjökli.
„ Við lögðum af stað kl. 8 um
morguninn og komum hingað um
fjögurleytið." sögðu þessir langt að
komnu leikhúsgestir eftir sýninguna.
„Ferðin gekk mjög vel norður. Það
voru engin snjóævintýri, við sáum
ekki snjó fyrr en við komum á Holta-
vörðuheiði."
Snæfellingarnir gistu yfir blánótt-
ina í skólanum á Hrafnagili, sem er
rétt utan Akureyrar. Það var mikið
á sig lagt til að sjá sýninguna. Þetta
var ævintýraferð á Jólaævintýrið.