Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Side 48
48 DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985. Kristín Vigdís Erlendsdóttir, Smáratúni 44, Keflavík, lést á Landakotsspíta’a 9. desember sl. Hún fæddist á Vesturgötu 7 í Kefla- vík 23. júlí 1925. Dóttir hjónanna Oddnýjar Maríu Kristinsdóttur og Erlendar Jónssonar útgerðarmanns. Kristín var gift Ragnari Þói’ðarsyni, fæddum að Ystagili í Langadal, og eignuðust þau sex börn. Útför Krist- ínar fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 17. desember kl. 14. Lilja Lárusdóttir, Gnoðarvogi 62, lést á öldrunardeild Landspítalans þann 12. desember. Steinunn Jónsdóttir, Hliði, Eyrar- bakka, andaðist á dvalarheimilinu Kumbaravogi föstudaginn 13. des- ember. Jón Sigurðsson, Blöndubakka 3, lést á heimili sínu 11. desember. Guðmundur Guðmundsson, sparisjóðsstjóri, Ölduslóð 40, Hafn- arfirði, léstað morgni 13. desember. Ingibjörg Bjarnfreðsdóttir, sem lést 10. desember, verður jarðsungin frá Hallgrimskirkju miðvikudaginn 18. desemberkl. 15. Ásta S. Ólafsdóttir, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstudaginn 13. des- ember. Ástríður Hannesdóttir, Sóleyjar- götu 27, verður jarðsungin þriðju- daginn 17. desember. Ásrún Jónasdóttir, verður jarðs- ungin frá nýju Fossvogskapellunni þriðjudaginn 17. desemberkl. 10.30. Ragnheiður Ingibjörg Bjarna- dóttir verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu þriðjudaginn 17. des- emberkl. 15. Knut Langedal, Þórsgötu 15, verð- ur jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag. mánudaginn 16. desember, kl. i.'l.JO. Tilkynningar Flugbjörgunarsveitirnar efna til landshappdrættis í fyrsta sinn Landssamband flugbjörgunarsveita efnir um þessar mundir til lands- happdrættis til styrktar starfsemi flugbjörgunarsveita víðs vegar um landið. Stærsta verkefnið sem safnað er til er bygging nýs húss undir starf- semi Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík sem búið hefur við ófull- nægjandi húsákost um langt árabil. í landshappdrætti flugbjörgunars- veitanna eru alls 194 vinningar að verðmæti um sjö milljónir króna. Þar af eru þrjár bifreiðar af gerðinni Toyota Tercel 4WD, þrjár bifreiðar af gerðinni Toyota Corolla DeLuxe og þrír Yamaha vélsleðar af gerðinni XLV sem er tveggja manna vélsleði. Auk þessara stóru vinninga eru tölvur, myndbandsupptökuvélar, myndbandstæki, ferðahljómtæki, utanlandsferðir og Soda-Stram tæki meðal vinninga. Sá háttur verður hafður á i þessu happdrætti að fyrst verða dregnir út fimm aukavinningar þann 23. des- ember en aðrir vinningar verða dregnirút 17. febrúarnæstkomandi. Þannig geta fallið tveir vinningar á sama miðann því vinningsnúmerin í aukadrættinum 23. desember verða aftur með í aðaldrættinum 17. febrú- ar. Vinningarnir sem dregnir verða út 23. desember eru tvö myndbands- tæki, tvær myndbandsupptökuvélar og ein heimilistölva. Ritfrá fjármálaráðuneytinu Út er komið ritið Stjórnir, nefndir og ráð ríkisins fyrir árið 1984. Út- gefandi er sem fyrr fjármálaráðuney- tið, fjárlaga- og hagsýslustofnun. Ritið er selt í Bókabúð Lárusar Blöndal og kostar 150 kr. Leiðsögn um landið Eins og boðað hefur verið í fyrri fréttatilkynningum frá Leiðsögn um landið sf. eru nú komnar út á vegum félagsins leiðsögusnældur um sögu- slóðir Njálssögu. Snældurnar eru þrjár, hver u.þ.b. klukkutíma löng. Eins og fyrri leiðsögusnældur eru þessar fyrst og fremst ætlaðar til notkunar í einkabifreiðum, þ.e sem leiðsögn fyrir einstaklinga og fjöl- skyldur sem fremur kjósa að ferðast í eigin bifreið en taka þátt í hópferð með leiðsögumanni. Söguslóðir Njálssögu spanna í höfuðatriðum þrjú byggðarlög, þ.e. Fljótshlíð, Landeyjar og Rangárvelli. Áfangaskipting snældanna miðast við þetta, þ.e. sú fyrsta veitir leiðsögn um Fljótsblíð, önnur um Landeyjar, þriðja um Rangárvelli. Aka má áfangana í þessari röð eða taka hvern þeirra sem sjálfstæða ferð og er þá alltaf lagt upp frá Hvolsvelli. Á snældunum er leitast við að veita alþýðlega, albliða leiðsögn um þetta svæði þar sem megináhersla er að sjálfsögðu lögð á atburði og frásagnir Njálu. Því eru veittar almennar upplýsingar um það sem fyrir augu ber á leiðinni. Nokkuð er minnst á kveðskap sem tengist Njálu. Lesin eru nokkur ljóð og kveðnar rímur. Höfundur leiðsögutexta er Franz Gíslason en hann er lesinn af Ævari Kjartanssyni. Heimir Pálsson les valda kafla úr Njálu, Hugrún Gunn- BELLA ástarsorgina vegna Péturs, ég átti eftir aö missa eitt kíki. arsdóttir les ljóð en Margrét Hjálm- arsdóttir kveður rímur. Snældunum er komið fyrir í sér- hannaðri plastöskju með bókarlagi er svipar til myndbandaöskju. Er hún bvort tveggja í senn, handhæg og meðfærileg í ökuferðinni en auk þess eigulegur og snotur gripur sem fer vel í bókaskápnum. Það eykur svo verulega gildi snældanna að eintak af Njálu fylgir með sem eins konar kaupbætir. Leiðsögn um landið sf. gerði samning við bókafor- lagið Svart á hvítu sem nú er að gefa út allar íslendingasögur í tveim bindum um sérútgáfu á Njálu í örs- máu broti, þannig að bókin passar í fjórða snælduhólfið í plastöskjunni. Er ekki kunnugt um að Njála hafi fyrr verið gefin út í jafnsmáu broti. Að sjálfsögðu má vel njóta leið- sögusnældanna og bókarinnar heima í stofu og raunar er skynsamlegt að gera hvort tveggja: aka um söguslóð- irnar og hlýða á leiðsögnina en rifja síðan sögu- og staðþekkinguna upp þegar heim kemur. SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifaeranna. Markaðstorgið teygir sig víöa. Það er s Jnrianlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sépi flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesið. • Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaðstorginu, en um hvaö er samiö.er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekkí aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstofginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru rparkaöur meö mikinn mátt. Þar er alit sneisafullt af' tækifærum. Þaö er bará aö grípa þau; Þú hringir... Við birtum... Það ber árangur! Smáauglýsingadeildin er I Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00— 14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 ER SMÁAUGLÝSINGABLADID Frjalst.ohaö dagblaö ALLT A SAMA STAÐ! ÞVERHOLTI11. smáauglýsingar blaðaafgreiðsla xitstjóm skrífstofur auglýsingar AUGLÝSENDUR! Vezið velkomnir i nýja húsið. Við erum tíl þjónustu reiðubúin. Þverholtill, Sími 27022. 27022 Síminn á öllum deildum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.