Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Qupperneq 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985. Hækkun á sérf ræðiþjónustu lækna: Hefur hækk- að um tæp 50 prósent — umfram verðlag á einu ári Heildarkostnaður við sérfræði- læknisþjónustu hefur hækkað um 43,7 prósent umfram verðlagsþróun frá því í október 1984 til október 1985. Framreiknaður kostnaður var tæp- lega 21,5 milljónir og er nú kominn upp í rúmlega 31 milljón króna. Hlutur sjúklinga í þessum kostnaði hefur hækkað frá október 1983 til október 1985 um tæp 80 prósent eða úr 2,6 milljónum í 4,7 milljónir króna. Þessar upplýsingar koma fram í svari heilbrigðisráðherra vegna fyr- irspurnar Jóhönnu Sigurðardóttur, Alþýðuflokki. Þingmaðurinn hefur látið framreikna allar tölur miðað við lánskjaravísitölu. Þá kemurfram að hlutur sjúkratrygginga hefur hækkað um tæpar 10,5 milljónir frá því í febrúar á þessu ári umfram verðlagsþróun. I prósentum verður þessi hækkun um 65 prósent. í apríl 1984 var hlutur sjúklinga í lyfjakostnaði um 13 prósent. I apríl í ár er þetta hlutfall komið upp í 23 prósent. Hann var rúmar 10 milljónir en var kominn upp í rúmar 19 millj- ónir í apríl í ár. Þetta þýðir með öðrum orðum að hlutur sjúklinga í lyíjakostnaði hefur hækkað um 88 prósent umfram verðlagsþróun á þessu tímabili. Frá ársbyrjun 1983 fram til 15. október í ár hefur grunnlífeyrir hækkað um 125 prósent og tekju- tryggingar um 182 prósent. Á sama tíma hefur almenn læknishjálp hækkað um 525 prósent, hlutur sjúklinga í sérfræðiþjónustu almennt um 440 prósent, hlutur aldraðra í þessari þjónustu um 300 prósent og lyfjakostnaður almennt um 380 pró- sent. - APH Már fánum skrýddur er hann kom nýr í fyrsta sinn til heimahafnar árið 1980. Á föstudag eignast einhver opinber sjóður togarann. DV-mynd: Bæring. ÓLAFSVÍKURTOGARINN MÁR SLEGINN HÆSTBJÓÐANDA Bæjarfógetinn í Ólafsvík hefur auglýst annað og síðasta nauðung- aruppboð á togaranum Má SH-127, þinglesinni eign Otvers hf. Upp- boðið fer fram á skrifstofu embætt- isins í Ólafsvík næstkomandi föstu- dag klukkan 14. Á fyrra uppboðinu, sem fram fór 15. október, bauð Ríkisábyrgðar- sjóður hæst í togarann, 110 milljón- ir króna. Aðrir sem buðu voru Fiskveiðasjóður, 106 milljónir króna, og Landsbankinn, 107 millj- ónir króna. Fiskveiðasjóður á fyrsta veðrétt í skipinu. Krafa hans er 105,5 millj- ónir króna. Ríkisábyrgðarsjóður er með 70 milljóna króna kröfu á öðrum veðrétti. Þriðja veðrétt á Landsbankinn. Landsbankinn er einnig með veð í fasteignum í landi fyrir skuldum togarans. - KMU. Keppendur veifa viðurkenningum sínum fyrir framan Landsbankaúti- búið í Breiðholti. DV-mynd PK HAUKUR SIT- UR ENN í STJÓRN BSRB SEUASKOLI SIGRAÐI í LANDS- BANKA- MÓTIÍR Lið fimmta bekkjar S.J. i Selja- skóla sigraði í hinu árlega körfu- boltamóti sem Landsbankinn í Breiðholti og körfuknattleiksdeild ÍR standa fyrir meðal ellefu ára bekkja í grunnskólum í Breiðholti og Langholtsskóla. Alls tóku 34 lið þátt í mótinu að þessu sinni. f úrslitaleik, sem fram fór í íþrótta- húsi Fellaskóla 13. desember síðast- liðinn, sigraði lið 5. bekkjar S.J. lið 5. bekkjar B.Á. úr Ölduselsskóla með 21 stigi gegn 8. í úrslitakeppnina komust einnig lið 5. bekkjar K.J. úr Langholtsskóla og a-lið 5. bekkjar Ó.L. úrSeljaskóla. Efnilegustu leikmenn mótsins voru valdir Jónas Valdimarsson, Selja- skóla, og Ómar Hannesson, Öldus- elsskóla. Með sigurliðinu léku Jónas Vald- imarsson, Ólafur Theodórsson, Ágúst Auðunsson, Hermann Sigur- bjamason, Jón Másson og Hjálmar Hafsteinsson. Mótsstjóri var Sigvaldi Ingimund- arson, íþróttakennari í Fellaskóla. Að keppni lokinni bauð Lands- bankinn keppendum í samkvæmi þar sem allir fengu viðurkenningar og sigurvegarar verðlaunagripi. -KMU. „Margir hafa haft samband við mig og spurt hvemig þeir geti verið áfram í BSRB,“ sagði Haukur Helgason skólastjóri í samtali við DV í gær. „En að ég ætli að stofna ný kennara- samtök, það er úr lausu lofti gripið." Hann sagði að margir eldri félagar væru ósáttir við að fleygja frá sér þeim réttindum sem áunnist hefðu innan BSRB nú þegar úrsögn KÍ úr BSRB liggur fyrir. Haukur sagðist benda fólki á ein- staklingsaðild að BSRB vilji það ekki ganga úr bandalaginu. Hann er stjórnarmaður í BSRB . Annar kennari, Ragna Ólafsdóttir, hefur einnig átt sæti í stjórn BSRB. Á stjómarfundi í gær kvaddi Ragna stjórnarmenn en Haukur Helgason sat eftir. Hann sagðist taka ákvörð- un um það fyrir áramót hvort hann sækti um einstaklingsaðild að BSRB eða hætti. -ÞG Ógrynni af rekavið Frá Aðalbirni Arngrímssyni, fréttaritara DV á Þórshöfn: Síðan Skoruvík fór i eyði hefur safnast þar á fjörur ógrynni af reka- viði sem liggur ónýttur vegna flutn- ingsörðugleika. Er þar um mikil verðmæti að ræða miðað við verð á unnu timbri eins og það er nú. BÓKALISTIDV1985: Skipherrann enn á toppnum Bókin um Guðmund skipherra Kjæmested heldur vinsældum sín- um á bókamarkaðnum og er enn á toppnum eins og fyrir viku þegar Bókalisti DV var síðast tekinn saman. í öðm sæti er nú Lífssaga baráttukonu, bók Ingu Huldar Hákonardóttur um Aðalheiði Bjamfeðsdóttur. Löglegt en sið- laust - stjómmálasaga Vilmundar Gylfasonar færist þar af leiðandi niður um eitt sæti sem og bækur Eðvarðs Ingólfssonar og Alistairs MacLean. Efstu sæti listan em því eins skipuð að öðru leiti en þvf að bókinn um Aðalheiði hefur hækk- að um fimm sæti. Hún var fyrir skömmu komin út þegar vinsældir jólabókanna vom síðast kannaðar. Könnunin var þannig gerð að hringt var í tíu bókaverslanir víðs vegar um land og upplýsingar fengnar um tíu vinsælustu bæk- urnar. Vinsælasta bókin í hverri veerslun fékk 10 stig, sú í öðm sæti 9 stig og þannig koll af kolli niður listann. Endanlegur listi var síðan fenginn með því að leggja saman stig hverrar bókar. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar raðast bækumar þannig eftir vinsældum: 1. Sveinn Sæmundsson: Guð- mundur skipherra Kjærnested II, Örn og Örlygur. 2. Inga Huld Hákonardóttir: Lífs- saga baráttukonu - Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Vaka- Helgafell. 3. Jón Ormur Halldórsson:- Löglegt en siðlaust, stjómmála- saga Vilmundar Gylfasonar, Bók- hlaðan. 4. Eðvarð Ingólfsson: Sextán ára í sambúð, Æskan. 5. Alistair MacLean: Njósnir á hafinu, Iðunn. 6. Þórarinn Eldjárn: Margsaga, Gullbringa. 7. Rolf Lindberg: Jólasveinabók- in, Iðunn. 8. Elín Pálmadóttir: Gerður - æfisaga myndhöggvara.AB. 9. Hulda Stefánsdótti: Minning- ar, Skjaldborg. 10. Erlingur Davíðsson: Aldnir hafa orðið, 14, Skjaldborg. Athygli vekur að æfisögur og endurminningar skipa sæti sex af tíu vinsælustu bókunum. Hefur þeim fjölgað um tvær frá því í síð- ustu viku. Áhugi landsmanna á þessari gerð bóka virðist því síst fara dvínandi. Af viðtölum við bóksala má ráða að jólabókasalan sé nú komin vel á skrið. Efstu bækurnar á listanum halda því forskoti sem þær höfðu náð fyrir viku. Enn getur þó röðin átt eftir að breytast því ný útkomn- arbækureruíverulegrisókn. GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.