Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Page 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985. Frá fyrsta samningafundinum í þessari lotu. Fundurinn var haldinn í fundarsal ASÍ. DV-mynd: PK Björn Þórhallsson, varaforseti ASÍ: LAUNIN ÞARF AÐ JAFNA „Það má segja að við höfum sett fram hugmyndir og kröfur í bland um aukinn kaupmátt," sagði Björn Þórhallsson, varaforseti ASI, eftir fyrsta samningafundinn. Hann sagði að hagspekingar beggja aðila og aðrir ætluðu að hugsa málið fram yfir áramót. Næsti fundur er fyrirhugaður strax í ársbyrjun. „Þær kröfur, sem nú voru fram- lagðar, eru í mínum huga fyrst og fremst settar fram til að jafna eða leiðrétta ósamræmi. Það þarf að jafna launin milli þeirra launþega sem fá greidd laun eftir umsömdum töxtum og hinna sem fá yfirborgan- ir. Það er gífurlegt launaskrið í landinu,“ sagði Bjöm Þcrhallsson og hann bætti við: ,, Það hefur verið uppi krafa um að launþegar þrengdu lífskjör sín. Ég hefði talið að atvinnurekendur gætu einnig lagt sitt af mö'rkum. Eg trúi ekki öðru en að ríkisstjórnin geri sitt til að kaupmáttur fari vaxandi á næstaári." - ÞG „Tómt mál að tala um kaupmáttartryggtngu — segir Þórarinn V. Þórarinsson, aðstoðarf ramkvæmdastjóri VSÍ Kröfur verkalýðshreyfingarinnar um að kaupmáttur verði aukinn og tryggður hafa ekki fengið hljómgrunn í röðum atvinnurek- enda. Kröfurnar miðast við að kaupmáttur launataxta verði sá sami og meðaltal ársins 1983. Þetta þýðir með öðrum orðum að kaup- mátturinn yrði að hækka um 8 prósent. Hins vegar er ekki ljóst hversu launahækkanir yrðu miklar í prósentum. Það gæti verið á bil- inu 20 til 40 prósent. „Meginatriðin í þessum kröfum er aukinn kaupmáttur og kaup- máttartrygging. Því miður skortir allar efnislegar forsendur til að um kaupmáttaraukningu geti orðið að ræða á næsta ári. Það er ekki á okkar færi að tryggja kaupmátt- inn. Kaupmátturinn er afleiðing af því hvernig veiðist, hvernig út- flutningsvörur okkar seljast og hvert innkaupsverð aðfanga verð- ur til landsins. Það er því tómt mál að tala um að atvinnurekendur geti tryggt kaupmáttinn," sagði Þórarinn V. þórarinsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri VSI, er DV kannaði viðhorfin gagnvart kröf- um verkalýðshreyfingarinnar. Hann ítrekar að það sé engin sjáanleg leið til að tryggja kaup- mátt. Hann segir að aðilar verði að setjast niður eftir áramót og skoða efnahagsáætlanir fyrir næsta ár. Ljóst sé að endurskoða þurfi þjóðhagsáætlun. I henni var gert ráð fyrir að svigrúm væri til að auka kaupmátt ráðstöfunar- tekna um 0,5 prósent. Kröfur sem ASí hafi nú kynnt hljóti að leiða til aukinnar verðbólgu. „ Við viljum einfaldlega horfa á það sem er til skiptanna og tryggja að útflutingsvegirnir geti þrifist. Við teljum að það verði að líta á þetta með þessum augum og semja um það sem er til skiptanna," sagði Þórarinn. - APH Hjörfur Eiríksson: GENGIS- LÆKKUN EINA LAUSNIN — á ekki von á mikilli hörku BSRB' RÆÐA VIÐ FJARMÁLA- RÁÐHERRA Á MORGUN i samnmgunum Á morgun ætlar formaðui BSRB og varaformaður að ganga á fund fjármálaráðherra til að kynna honum meginsjónarmið samtak- anna í komandi samningum. Að sögn Kristjáns Thorlacius, formanns BSRB, hafa hinar endan- legu kröfur ekki verið mótaðar enn. 10 manna nefnd hefur undan- farið unnið við að yfirfæra sam- þykktir samtakanna á sl. þingi yfir í mótaða kröfugerð. Ekki er ljóst hvenær því verki verður lokið. Það gerist tæplega fyrr en eftir áramót. Kristján sagði að kröfur BSRB og ASÍ yrðu ekki samræmdar. Hins vegar væru þær nokkuð á sama veg. Á þingi BSRB var samþykkt að leggja höfuðáherslu á kaupmáttar- tryggingu, leiðréttingu á misrétti launa, húsnæðismál og vaxtamál. - APH „Menn verða að átta sig á hvern- ig staðan er í raun og veru,“ sagði Hjörtur Eiríksson, framkvæmda- stjóri Vinnumálasambands sam- vinnufélaga, í samtali við DV eftir fyrsta samningafund ASÍ, VSÍ og VMS um nýja kjarasamninga. „Þetta verða líklega flóknir og viðamiklir kjarasamningar en ég hef ekki trú á því að það verði mikil harka í þeim. Aðilar gera sér grein fyrir stöðunni og reyna að ná samkomulagi. Varðandi þær hugmyndir sem fram voru settar um 8% kaupmáttaraukningu með viðmiðun við kaupmátt árið 1983 þá verða menn að átta sig á hvernig kaupmáttur ríkti þá, til dæmis með tilliti til skattamála." Hjörtur benti á slæma stöðu út- flutningsaðila og sérstaklega fisk- iðnaðarins. Hann sagði að menn litu nú til nýrrar spár fyrir árið 1986 sem Þjóðhagsstofnun væri að vinna og aðgerðum ríkisstjórnar- innar í kjölfar þeirrar spár. En staðreynd væri að atvinnulífið og sérstaklega útflutningsgreinarnar þyldu ekki meiri launahækkanir. Gengislækkun taldi hann einu sjá- anlegu lausnina í stöðunni. í dag mællr Pagfari______________í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari Nútímaalþýðuvilji Mitt í fjárlaga- og Hafskipserli alþingismanna hafa borist þær fréttir að formenn þriggja stjórnmálaflokka haldi með sér kærleiksfundi til að ræða úgáfu sameiginlegs dagblaðs. Þar eru á ferðinni Steingrímur fyrir Framsókn, Svavar fyrir komma og Jón Baldvin fyrir krata. Allir eiga þessir stjórnmálaforingjar það sameiginlegt að stjórna flokkum sem eiga við þann vanda að stríða að gefa út blöð sem enginn hefur áhuga á að lesa. Nútíminn, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn eru gefin út daglega í þeim tilgangi að prédika stóra sannleika þeirra flokka sem að þeim standa. Lengi hafa þessi blöð verið rekin með tapi, en það hefur ekki skipt höfuðmáli því samtryggingin hefur séð til þess að láta ríkissjóð punga út fyrir hallanum. Þannig hafa íslendingar fengið að standa undir rekstri þessara blaða og greiða fyrir þau þótt enginn nenni að lesa þau. Árlega er varið tugum milljóna á fjárlög- um til styrktar gjaldþrota út- gáfufyrirtækjum í blaðarekstri án þess að Ólafur Ragnar hafi séð ástæðu til að krefjast rann- sóknar á meintri misnotkun á almannafé. Það er nefnilega ekki sama hvert peningarnir renna. Ef ríkisbanki lánar illa stöddu fyrirtæki í fragtflutning- um eru það svik og prettir og stórpólitíkst hneyksli, en ef þingmenn koma sér þegjandi saman um að ausa fé í dagblöð á eigin vegum þá segir enginn neitt. Svona er nú lýðræðisástin mikil og réttlætiskenndin rík. Nú er hins vegar svo komið að vinstri flokkarnir hafa upp- götvað að þrátt fyrir ríkisstyrk- inn og þann göfuga boðskap sem blöð þeirra flytja hrakar sölu þessara blaða jafnt og þétt. Nú hefur þeim dottið það snjallræði í hug að sameina blöðin þijú. Það á að vera í þágu lýðræðisins og vinstri aflanna. Ástæðulaust er að agnúast út í þá aðferð að pakka lýræðinu saman í eitt blað, en hitt verður sjálfsagt kúnstugra að sjá hvernig þeir félagarnir þrír ætla að húrra saman skoðunum Framsóknar, komma og krata inn í eitt og sama blaðið. Nú er það alkunna að Fram- sókn situr í stjórn með íhaldinu og unir sér vel í hægri sveiflu frjálshyggjunnar. Þá er það ekki lengur leyndarmál að heit- asta þrá Jóns Baldvins er að mynda nýja viðreisnarstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Dagfari man ekki betur en að kommarnir hafi verið að biðla til íhaldsins á dögunum. Allt er þetta sjálfsagt í þágu vinstri aflanna í landinu. Óneitanlega nær maður betri heildarsýn yfir íhaldsbónorðin þegar þeim verður pakkað saman í eitt blað í þágu vinstri aflanna. Á forsíðunni verða væntan- lega fréttir af þeirri ógn sem af íhaldinu stafar samkvæmt þeim kenningum að allt sé betra en íhaldið. Síðan verða innsíðurn- ar helgaðar hveijum flokki fyrir sig, þar sem Framsókn á ann- arri siðu, kommarnir á þriðju síðu og kratarnir á þeirri fiórðu hafa hver sína útgáfu af því hvernig þeir hugsa sér að kom- ast í eina sæng með óvininum í þágu vinstri aflanna. Þegar búið verður að bræða saman Nútí- mann, Alþýðublaðið og Þjóð- viljann í blað sem gæti heitið Nútímaalþýðuvilji verður þessi óskapnaður borinn í hús til fólksins sem ekki vill lesa blöðin hvert í sínu lagi og ríkissjóður látinn borga brúsann. Nú er að vísu erfitt að ímynda sér að fólk trúi því að Þjóðvilja- kaupendur vilji kaupa Þjóðvilj- ann með framsóknarívafi, eða þá að sá þjóðflokkur sem ennþá kaupir NT telji lesefnið batna við að fá skammt af kommaá- róðri, svo ekki sé talað um báða lesendur Alþýðublaðsins, sem eru óvanir að fletta blaði. En þetta er nú samt það sem flokksforingjarnir eru að gamna sér við þessa dagana í þágu vinstri aflanna sem eiga sér þá framtíð að starfa með ihaldinu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.