Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Qupperneq 20
20 DV. MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985. - SKIÐI Sportmarkaðurinn Grensásvegi 50. Sími 31290 Iþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir Þótti sopinn of góður Heimsmeistaranum ískíðastökki vísað úr finnska íandsliðinu Heimsmethafinn i skiðastökki, Finninn Matti Nykanen, hefur misst sœti sitt i finnska skíðalandsliöinu vegna drykkjuskapar. Nykanen kom til Helsinki í gær eftir að hafa verið vísað úr keppni í Lake Placid vegna slæmrar hegðunar, eins og einn forráðamanna fmnska skíðasam- bandsins komst að orði. Finnska skíða- sambandíð hefur farið fram á það að hann skili skrifiegri skýrslu um hegðun sína í Lake Placid á Þorláksmessu. Nykanen býr sig nú undir keppni er haldin verður í mars í „skíðaflugi". Það er tiltölulega ný grein sem gefur miklu meiri möguleika á lengri stökkum en af hinum venjulega 70 og 90 mctra pöllum. Nykanen á heimsmetið í greininni, 191 metra. fros Þjóðverjinn í sviðsljosmu — á Evrópumótinu ísundi Austur-þýski sundmaðurinn Dirk Richter var mest í sviðsljós- inu á Evrópumeistaramótinu í Hertogenbosch í Hollandi um helgina. Hann setti heimsmet í 100 m baksundi, synti á 54,20 sek., og Evrópumet i 200 m baksundi. Sigraði þar á 1:58,00 mín. Keppt var í 25 metra laug. í báðum þessum greinum komst Eðvarð Eðvarðsson í úrslit og setti íslandsmet. Synti á 57,07 í 100 m baksundinu en 2:02,23 í 200 m. Varð í fimmta sæti á báðum vegalengdum. Sá austur-þýski var í nokkrum sér- flokki. Sovéski sundmaðurinn frægi, Vladimir Salnikov, keppti á ný á alþjóðlegu móti. Sigraði í 400 m skriðsundi á 3:46,13 mín. Á mótinu náðist yfirleitt mjög góður árangur. Frakkinn Stephan Caron sigraði í 100 m skriðsundi á 49,00 sek., Rolf Beab, V-Þýskalandi, í 100 m bringu- sundi á 1:01,17 mín. og Tékkinn Marcel Gery í 200 m flugsundi á 1:59,46 mín. - hsím Meistara- mót hjá IR-ingum - Bernard Holloway meðal keppenda „Þetta er i fyrsta skipti sem IR gengst fyrir meistaramóti innanhúss i frjálsum iþróttum. Þátttaka er mjög góð, meðal annars verða gestir úr öðrum félögum. Þar má nefna Bem- ard Holloway fró Bandaríkjunum, einn fremsta grindahlaupara hcims," sagði Ólafur Unnsteinsson, þjálfari ÍR, þegar DV ræddi við hann í gær. Meistaramót IR hefst i dag kl. 17.30 í Baldurshaga. Lýkur á morgun, fimmtudag, ó sama stað en þá hefst keppnin kl. 19.30. Ólafur gat þess að mikill áhugi væri innan frjálsíþrótta- deildar ÍR. Milli 40-50 mættu að stað- aldri á æfingar. - hsim. Valur- Þróttur íkvöldí 1. deildinni Einn leikur verður í 1. deild karla í handknattleiknum í kvöld. Þá leika Valur og Þróttur í Laugardalshöll og hefst leikurinn kl. 20. Frestaður leikur frá því fyrr í vetur vegna Evrópukeppni Valsmanna. • Pétur Arnþórsson. Hann hætt- ir í Þrótti og leikur jafnvel í Nor- egi. • Steinn Guðjónsson hættir í Fram og leikur með ÍBV næsta sumar. • Ársæll Kristjánsson hefur skrifað undir félagaskipti úr Þróttií Val. ogHe FjSMi leikmanna skiptir um f élög í knattspyrnunni. Lof hjá Hólmbert út íhött,” segja þeir Sig „Það er alveg öruggt að ég leik ekki með Keflavík næsta sumar. Ég get ekki leynt því að ég er ekki ánægður með Hólmbert að öllu leyti. Hann er klár þjálfari en leikskipulagið og liðsuppstillingarnar hjá honum eru nánast út í hött,“ sagði knattspyrnumaðurinn Sigurjón Kristjánsson í samtali við DV í gærkvöldi. síðasta keppnistímabil vegna meiðsla. Sigurjón er ekki einn um að vera ánægður hjá Keflavíkurliðinu um þessar mundir. Félagi hans Helgi Bentsson sagði í samtali við DV í gærkvöldi:„Líkurnar á því að ég leiki í Keflavík næsta sumar eru nánast engar. Hólmbert er góður þjálfari en leikskipulagið hjá honum er alveg fáránlegt. Eg get ekkert sagt um það á þessari stundu í hvaða lið ég fer,“ sagði Helgi og Sigurjón Kristjánsson tók í sama streng. Brottför þessara sterku leikmanna er gífurlegt áfall fyrir ÍBK-liðið sem hefur misst marga snjalla leikmenn og líklegt er að róðurinn verði þungur hjá félaginu næsta sumar. Þess má geta að bak- vörðurinn smái en knái, Guðjón Guðjónsson, æfir nú af kappi með ÍBK en hann var frá keppni allt • Bernard Holloway kepp- ir fyrir KR næsta sumar. Loftur ætlar í KR Loftur Ólafsson miðvörður, sem lék með Þrótti í sumar, er á förum frá félaginu. Loftur sagði í gær- kvöldi: „Ég er búinn að æfa í mánuð með KR og mun skrifa undir félaga- skipti síðar í þessari viku. Loftur hefur gert nokkuð víðreist á undan- förnum árum og meðal annars leikið með Fylki og Breiðabliki auk Þrótt- ar. Loftur er snjall leikmaður og mun eílaust styrkja KR-liðið. Ársæll genginn í Val „Jú, það er rétt að ég er búinn að skrifa undir félagaskipti úr Þrótti yfir í Val,“ sagði miðvörðurinn sterki, Ársæll Kristjánsson, í sam- tali við DV í gærkvöldi. Ársæll er enn einn leikmaðurinn sem yfirgefur Þrótt og ljóst er að erfitt verður fyrir Sæviðarsundsliðið að endurheimta sæti sitt í 1. deildinni næsta sumar. Band- aríski frjáls- íþrótta- ' * maður- inn, Bern- ard Holloway hefur gengið til liðs , við frjálsíþrótta- deild KR og mun keppa fyrir félagið næsta sumar. Holloway er mjög snjall hlaupari og meðal annars hefur hann náð frábærum tíma í 400 metra grinda- hlaupi, 48,10 sekúndum. Myndin hér til hliðar var tekin af Holloway á æf- ingu hjá KR í gær- kvöldi.-SK. Steinn til Eyja „Það er rétt að við höfum átt í viðræðum við Stein Guðjónsson og hann byrjar að vinna hér í Eyjum eftir áramótin. Ég veit ekki annað en að hann muni leika með okkur næsta sumar. Hann mun örugglega styrkja lið okkar mikið,“ sagði Ólaf- ur Jónsson, formaður knattspyrn- uráðs ÍBV, í samtali við DV í gær- kvöldi. Steinn Guðjónsson náði ekki að vinna sér fast sæti í Framliðinu síðasta keppnistímabil en óneitan- lega vekur það eftirtekt að Steinn skuli fara frá félaginu þegar ljóst er að þeir Ómar Torfason og Ásgeir Elíasson leika ekki með liðinu næsta Pétur líka úr Þrótti? Samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum DV mun Pétur Arnþórs- son, miðvallarleikmaður úr Þrótti, ákveðinn í að leika ekki með liðinu næsta sumar. Pétur mun hafa áhuga á að reyna fyrir sér hjá öðru félagi og jafnvel í Noregi. Ekki tókst að ná í Pétur i gærkvöldi þar sem hann mun vera í Noregi um þessar mundir. Margir á faraldsfæti og víða peningar í boði Margir knattspyrnumenn eru nú að skipta um félag eða hugsa málið. Fyrir nokkru tilkynnti hinn gamal- reyndi leikmaður Vignir Baldurs- son skipti úr Austra yfir í sitt gamla félag, Breiðablik. Óskar Ingimund- arson, sem þjálfaði á Austíjörðum síðasta tímabil, mun þjálfa Leiftur frá Ólafsfirði næsta sumar en Óskar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.