Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Blaðsíða 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR11. MARS1986.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Frar.ikvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLÉRT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKUR H F. - Áskriftarverö á mánuði 450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Krónan dugirekki
Verzlunarráðið hefur um árabil haft frumkvæði um
góðar hugmyndir til lausnar efnahagsvanda Islendinga.
Margt af því hefur komið til framkvæmda, sumt nú með
síðustu kjarasamningum. Ein tillaga ráðsins er, að við
fáum annan gjaldmiðil í stað krónunnar. Þetta fer fyrir
brjóstið á sumum, meðal annars Morgunblaðs- og Þjóð-
viljamönnum. En þegar betur er gáð, kemur væntanlega
í ljós, að hagurinn af slíkri breytingu yrði miklu meiri
en óhagræðið. Við létum okkar verðlitlu krónu og
fengjum í staðinn miklu stöðugri gjaldmiðil.
Fram kom á síðasta aðalfundi Verzlunarráðs fyrir
helgi, að krónan væri nú orðin álíka verðlítil og hún
var í upphafi árs 1974. Það ár voru aurar orðnir svo
verðlausir, að rétt var talið að hætta að nota þá í við-
skiptum. Árið 1981 var krónan stýfð um tvö núll, sem
kunnugt er. En hvað hefur gerzt? Staðan er aftur hin
sama og var 1974 þrátt fyrir stýfinguna. Á tólf ára
tímabili hefur verðlag því hundraðfaldazt. Fimm og tíu
aura mynt hefur ekki verið slegin frá árinu 1982. Þá
kostaði fimmeyringurinn 35 aura í sláttu og tíeyringur-
inn 38 aura á núverandi gengi. Með því að skipta um
málm í fimmtíueyringnum tekst að slá hann undir nafn-
verði um sinn. Verzlunarráðið hefur ritað viðskiptaráð-
herra og lagt til, að aurar verði nú afnumdir eins og
gert var við svipaða stöðu fyrir tólf árum. Aurar eru
til vandræða eins og sakir standa.
Rökrétt væri því að stýfa krónuna enn um tvö núll.
En eru það ekki bara skottulækningar?
Við vonumst til, að verðbólga verði minni á þessu
ári en lengi hefur verið. En líklegt er, að aftur sæki í
sama farið, þegar búið verður að eyða bata viðskipta-
kjara. Þá væri rétt að svipta okkar misvitru stjórnendur
þeim glæp að þurfa að möndla með gengi krónunnar
með svo hrikalegum afleiðingum, sem raun ber vitni.
Reynsla smáríkja hefur verið sú, að vilji þau njóta
frjálsra gjaldeyrisviðskipta, hafa þau þurft að fasttengja
gengi gjaldmiðils síns gengi eins og fleiri öflugra gjald-
miðla. Skotar nota pund, sem hefur sama verðgildi og
hið brezka. Dollarinn í Hong Kong er bundinn hinum
bandaríska í ákveðnum hlutföllum. Frankinn í Luxem-
burg er hafður jafngildur hinum belgíska. Þá má nefna
Lichtenstein og Panama. Fjarri fer, að þessu fylgi glötun
sjálfstæðis. Þetta mundi að líkindum efla sjálfstæði
okkar með því að eyða ýmsum þeim vandamálum, sem
nú ógna sjálfstæðinu.
Þessu hefur lengi verið haldið fram í leiðurum þessa
blaðs. Verzlunarráð tók upp þessa stefnu. Nú mun hún
eiga fylgi framsýnna manna í flestum eða öllum stjórn-
málaflokkum.
Ragnar S. Hallórsson, fráfarandi formaður Verzlun-
arráðs, gerði þetta að umtalsefni í ræðu sinni á aðal-
fundi ráðsins. Hann sagði, að vegna biturrar reynslu
spyrðu menn, hvort ekki væri nauðsynlegt að taka
hreinlega upp mynt annarrar þjóðar til að treysta kerf-
ið, þannig að við gætum nýtt kosti frjálsrar gjaldeyris-
verzlunar og búið við raunverulegt aðhaíd í efnahags-
málum. Spurning væri þó, hvort krónan væri of tengd
sjálfstæðishugmyndum þjóðarinnar, til þess að við
gætum valið heppilegustu lausnina.
Lausnin, sem var valin við gerð síðustu kjarasamn-
inga, fellur flestum vel í geð. Sú reynsla sýnir, að við
eigum ekki að óttast nýjar leiðir.
Haukur Helgason.
Vamirogvanefndir
Fyrir nokkru lagði fréttcunaður
sjónvarps fyrir undirritaða tvær
spumingar varðandi tillögu
Kvennalistans um þátttöku sjúkra-
samlaga í kostnaði vegna getnaðar-
vama. Enginn timi gafst í þessu
örstutta fréttaviðtali til að skýra
tillöguna né samhengi hennar og
annarrar tillögu okkar um sama efni
við 11 ára gamla löggjöf, sem venju-
lega er kennd við fóstureyðingar.
Viðbrögð og fyrirspumir úr ýmsum
áttum gefa tilefni til að ætla, að
þörfséskýringa.
Lögin vanefnd
Þegar lögin um ráðgjöf og fræðslu
varðandi kynlíf og bameignir og um
fóstureyðingar og óffjósemisaðgerð-
ir vom sett árið 1975 var réttilega
lögð áhersla á fyrirbyggjandi að-
gerðir og skýr ákvæði sett um
fræðslu og ráðgjöf. Að margra áliti
skortir enn vemlega á ffamkvæmd
þessara ákvæða, sem er þeim mun
alvarlegra sem hér er í rauninni um
að ræða grundvöll lagasetningar-
innar um fóstureyðingar og óffjó-
semisaðgerðir.
Einkum er ástæða til að hafa
áhyggjur af vanþekkingu unglinga,
sem að mati félagsráðgjafa og ann-
arra, sem um þessi mál fjalla, virðast
illa upplýstir um kynferðismál og
getnaðarvamir. Má ætla, að bein
tengsl séu á milli þessarar fáfræði
og mikils fjölda þungana meðal ís-
lenskra stúlkna á aldrinum 15-19
ára. Þá virðist enn skorta mjög á,
að piltum sé ljóst, að þeirra er
ábyrgðin á afleiðingum samlífs ekki
síður en stúlknanna, og er nauðsyn-
legt að vinna að breyttum viðhorf-
um, hvað það varðar.
Norðurlandamet
Samkvæmt skýrslu landlæknis-
embættisins Um fóstureyðingar árin
1976-1983, sem kom út á síðasta ári,
er fæðingartíðni meðal stúlkna
undir tvítugu langtum hærri hér en
á hinum Norðurlöndunum. Vitnað
er í tölur frá 1981, en þá voru 49
lifandi fædd böm á hverjar 1000
stúlkur 15-19 ára hér á landi saman-
borið við 24 í Noregi, 17 í Finnlandi
og 14 í Danmörku og Svíþjóð. Fæð-
ingartiðnin hefur farið lækkandi í
öllum þessum löndum, en minnst á
íslandi. Þá hefur fóstureyðingum
fjölgað í þessum aldurshópi hér á
landi á undanfömum árum um leið
og þeim hefur fækkað á hinum
Norðurlöndunum, þótt enn séu þær
hlutfallslega fleiri þar en hér. Allar
þessar staðreyndir tala sínu máli.
Um nokkurra ára skeið hefur verið
unnið markvisst á hinum Norðurl-
öndunum að fræðslu um kynferðis-
mál, bameignir og fóstureyðingar,
og er það átak talið hafa skilað
verulegum árangri í fækkun þung-
ana hjá 15-19 ára stúlkum. Má það
vera okkur til hvatningar og eftir-
breytni.
Framtak 57 kvenna
57 konur úr öllum stjómmála-
flokkum og ýmsum starfsstéttum
mynduðu áhugahóp um þessi efni
fyrir tæpum þremur árum. Þær
vöktu athygli á þeim vanefhdum,
Kjallarinn
Kristín Halldórsdóttir
þingkona fyrir
Kvennalistann
verði að hefja fræðsluna af fúllum
krafti á næsta ári.“
Lögin verði framkvæmd
Nátengd þessari tillögu okkar er
svo eftirfarandi tillaga, sem við höf-
um einnig lagt fram á Alþingi og sem
hlotið hefúr öllu meiri athygli, e.t.v.
vegna sérstaks áhuga þingfrétta-
manns sjónvarpsins:
„Alþingi ályktar að fela heilbrigð-
isráðherra að hrinda nú þegar í
framkvæmd ákvæði 5. gr. laga nr.
25/1975 þess efnis, að sjúkrasamlög
greiði sinn hluta af kostnaði við
getnaðarvamir."
Eins og fram kemur í tillögunni
er hér einfaldlega verið að skora á
heilbrigðisyfirvöld að framkvæma
vilja Alþingis, sem bundinn var í
lagagrein fyrir meira en áratug og
a „Það er sannfæring okkar Kvenna-
^ listakvenna, að með stóraukinni
fræðslustarfsemi og aðgerðum til aukinnar
notkunar getnaðarvarna megi koma í veg
fyrir fjölda ótímabærra þungana og þar með
fóstureyðinga og barnsfæðinga kornungra
stúlkna.“
sem orðið hafa á framkvæmd 1. kafla
laganna um ráðgjöf og fræðslu varð-
andi kynlíf og bameignir, og skor-
uðu á ráðamenn mennta- og heil-
brigðismála að ráða bót á því
ófremdarástandi. Þær lögðu til, að
landlæknisembættinu yrði falið að
skipuleggja átak til fræðslu um
kynferðismál fyrir almenning með
sérstöku tilliti til unglinga og gerðu
ákveðnar tillögur um framkvæmd
slíkrar fræðsluherferðar.
Tillögur og viðvörunarorð kvenn-
anna vöktu athygli og umtal á sínum
tíma, en annan sýnilegan árangur
hefur framtak þeirra ekki borið.
Þrautaráöið
Tvivegis hefur undirrituð reynt að
ýta við yfirvöldum menntamála og
heilbrigðismála með fyrirspumum á
Alþingi, í nóvember 1983 og aftur í
nóvember 1985. Svörin gáfu ekki
tilefni til bjartsýni um úrbætur, og
því freista nú Kvennalistakonur þess
að fá samþykkta eftirfarandi þingsá-
lyktun:
„Alþingi ályktar að fela heilbrigð-
isráðherra að efna til fræðsluher-
ferðar um kynferðismál meðal al-
mennings með það að meginmark-
miði að koma í veg fyrir ótímabærar
þunganir. Sérstök áhersla skal lögð
á að upplýsa fólk á aldrinum 15-19
ára um kynlíf og getnaðarvamir.
Fræðsluherferðin verði á vegum
landlæknisembættisins í samráði við
menntamálaráðuneyti og stoínanir
þess, svo sem skólaþróunardeild,
Námsgagnastoínun, Æskulýðsráð
ríkisins og Ríkisútvarpið. Gerð skal
áætlun um kostnað í tæka tíð fyrir
gerð næstu Ijárlaga, svo að unnt
þessi aðgerð er aðeins eitt af því, sem
við teljum nauðsynlegt og vænlegt
til árangurs til þess að fækka ótíma-
bærum þungunum, sem oft enda með
fóstureyðingu.
í fyrmefndri skýrslu landlæknis-
embættisins um fóstureyðingar er
sagt, að fjöldi fóstureyðinga á hverj-
um tíma ráðist m.a. af öryggi getnað-
arvama og notkun þeirra og við-
horfúm fólks til bameigna og fóstu-
reyðinga. Athugun á fóstureyðing-
um undanfarinna ára sýnir, að í um
70% tilvika höfðu engar getnaðar-
vamir verið notaðar og að tíðni
fóstureyðinga var hæst meðal
kvenna 25 ára og yngri.
Tilgangurinn Ijós
í skýrslunni er fullyrt, að „mikið
vanti á, að ákvæðum laganna um
fræðslu og ráðgjöf hafi verið fram-
fylgt sem skyldi" og minnt á nauðsyn
þess, að fyrirbyggjandi starf nái ekki
síður til karla en kvenna. Síðan er
sagt orðrétt: „Verði átak gert í þess-
um efnum, ætti að vera hægt að
snúa þróuninni við svipað og gerst
hefur á hinum Norðurlöndunum,
þar sem tíðni fóstureyðinga fer nú
lækkandi."
Væntanlega er nú lesendum orð-
inn ljós tilgangurinn með tillögu-
flutningi Kvennalistans á Alþingi.
Ótímabær þungun er alltaf áfall,
ekki síst komungum stúlkum. Það
er sannfæring okkar Kvennalista-
kvenna, að með stóraukinni fræðslu-
starfsemi og aðgerðum til aukinnar
notkunar getnaðarvama megi koma
í veg fyrir fjölda ótímabærra þung-
ana og þar með fóstureyðinga og
bamsfæðinga komungra stúlkna.
Kristín Halldórsdóttir.