Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Blaðsíða 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR11. MARS1986. Spurningin Hvernig líst þér á Eurovi sion-lögin? Sigríður Gylfadóttir nemi: Illa, en ætli fyrsta lagið, þetta sem Pálmi söng, sé ekki best, samt ekkert mjög gott. Jú, svo var lagið Út vil ek líka svolítið gott, svona skondið. Þórhalla Guðbjartsdóttir nemi: Mér þykja þau ekki nógu góð, ég hugsa að ekkert þeirra sé nógu gott tii að vinna Eurovision. Ég heyrði að vísu ekki fyrstu tvö, en af hinum finnst mér Útvil ekbest. Eiríkur Ólafsson verkamaður: Bara vel, og sérstaklega það sem Pálmi söng í fyrsta þættinum, Gleðibank- inn, ég held að það eigi möguleika á að vinna Eurovision-keppnina. Og ég vil að Pálmi syngi það í Noregi. Þóra Steindórsdóttir: Eitt er gott, fyrsta lagið. Það er eina lagið sem á möguleika á að vinna. Og Pálmi á að syngja það, hann er bestur. Jón Jóhannsson póstafgreiðslumað- ur: Ekkert spes, alltof róleg. Mér fannst ekkert bera af, en ætli það sé þá ekki helst Gleðibankinn, það er skást. Kjartan Flosason póstafgreiðslu- maður: Bara vel, þetta númer tvö, rólega lagið sem Björgvin syngur er það besta af þessum sex sem komin eru, en ég vona að það komi betri lög. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Svikin um verð- lækkun á bensíni Bifreiðaeigandi skrifar: Það gat varla farið hjá því að ekki yrði um einhverjar brigður að ræða í sambandi við lækkun á bensínverð- inu. Svo mikið var búið að guma af því að við íslendingar myndum njóta þess lága innkaupsverðs sem nú er á þessari vöru. Þannig var það fullyrt í flestum fjölmiðlum ekki alls fyrir löngu, einn- ig í Ríkisútvarpinu, að um miðjan mars yrði verðið á bensíni lækkað í kr. 29.00 á lítra. Síðan skeður það nú í dag, fimmtu- daginn 6. mars, að tilkynnt er um lækkun þessa verðháa vökva um aðeins tvær krónur á lítra, þ.e. verðið fer úr 34 kr. í 32.00! Það var nú öll lækkunin. I fréttinni segir að vísu að „gera megi ráð fyrir“ frekari lækkunum og þá aðallega á svartolíu og gasolíu. Einnig að innan fárra daga - segir ekki heldur hvenær - muni flutninga- skip verða fermt í Sovétríkjunum og verði farmurinn verðlagður miðað við það verð sem þá muni gilda á Rotterd- ammarkaði. Auðvitað eru íslensk stjómvöld að bíða eftir því að það verð hækki svo að ekki þurfi að lækka bensínverð meira en um þessar tvær krónur. Það hefur sennilega aldrei verið ætlunin að lækka bensínverðið nema í 34 kr. eins og gert var fyrst, fyrir siðasakir. Þessi tilkynning nú um lækkun, allt í einu, um tvær krónur er líklega gerð til að róa fólk í bili, ekki síst með tilliti til hækkunar tryggingar- gjalda á bifreiðum. Að verðið á bensíni hér fari niður fyrir 30 kr. á lítra er bamaleg bjait- sýni. Þetta nýja „bragð" ríkisvalds- ins, sem beitir fyrir sig Verðlagsráði, er alveg í samræmi við það sem á undan er gengið þegar verð á bensíni er annars vegar. Það er talað um að „væntanlega skili sér enn frekar til okkar lækkun á heimsmarkaðsverði" og fleira í þessum dúr. Ekki heyrist mikið frá FÍB þótt verðlækkun á bensíni hafi komið til framkvæmda í öllum lönd- um öðrum en íslandi fyrir mörgum mánuðum. í Þýskalandi kostar lítrinn í dag innan við 17 kr. og er þó Þýskaland ekki ódýrasta landið í Evrópu að því er snertir neysluvörur. En það er nauðsynlegt fyrir al- menning að fylgjast nú vel með hvort lækkunin í 29 kr. verður að veruleika um miðjan mars eins og áður hafði verið gefin út tilkynning um. - Mín spá er sú að frekar verði bensínverð ekki lækkað á íslandi. Það verða ýmsar afsakanir fundnar fyrir því. - Við sjáum hvað setur! Gúmmípóli- tíkusar Siggi rugludallur skrifar: Ekki veit ég hvað rugludallur eins og ég er að skrifa í blöð, en ég asnast samt til þess. Ég er ekki allskostar ánægður með þetta þjóðfélag, fjár- málaspilling og óstjóm síðustu 10 til 15 ára telja flestir sem vit hafa á að sé orsök þess að ísland er í dag Singapore norðursins. En hvað er hægt að gera? Mín tillaga, rugludalls- ins, er sú að láta ráðherra og al- þingismenn sverja guði og þjóð holl- ustu- og hreinlyndiseið eftir næstu alþingiskosningar eins og t.d. Banda- ríkjaforsetar verða að gera. Burt með alla gúmmípólitíkusa og eiginhags- munaseggi úr ráðherrastólum. Þeir geta hæglega sett þjóðfélagið á haus- inn. „Skrattinn heldur fastumsitt.u Lúðvík Eggertsson skrifar: Mjög margir urðu hissa og trúðu vart sínum eigin augum og eyrum þegar Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri boðaði lækkun útlánsvaxta. Innlánsvextir eiga að heita frjálsir. Forvextir af víxlum og skuldabréfa- vextir skyldu lækka úr 32% í 19%. Ef marka má auglýsingu Landsbank- ans í Morgunblaðinu 1. mars lækk- uðu vextir af þessum víxlum og skuldabréfalánum, sem á annað borð fáanleg eru, aðeins ofan í 24%. Sjálfur reyndi svo Jóhannes að lauma inn hækkun vaxta af verðtryggðum lán- um um 1% en fékk ekki leyfi ríkis- stjómar. Gemingahríð vaxtaauglýs- inga hjá bönkum og sparisjóðum heldur áfram af fúllum krafti í sjón- varpinu. Ríkisstjómin lét ekki sitt eftir liggja því að um leið og kjarasamningar höfðu verið undirritaðir var tilkynnt um 5°/. bækkun á landbúnaðarafurð- um - að undanskildu smjöri auðvitað, því að fólk borðar ekki smjör. Þess vegna höfum við smjörfjall. Fólk borðar margarín eða ekki feitmeti, eins og læknar ráðleggja. Þessi línudans er að verða harla skoplegur. Albert útbjó fjárlög sem þóttu of há. Þá kom Stykkishólms- fundur, stólaskipti í ráðuneytunum og lægri fjárlög hjá Þorsteini. Síðan eru ráðherrastólamir í reynd fluttir upp í Garðastræti og í þá setjast for- menn vinnuveitenda og verkalýðs. Ný fjárlög eru gerð, hærri en fjárlög Alberts og verðbólga sögð lækka við það ofan í 8%. Trúi því hver sem trúa vill. Talað var um „rauð strik“ sem ekki mátti fara yfir en síðan fallið frá öllum fyrirvörum. Vextir em frjálsir, verðlag frjálst, kaupið bundið. Ás- mundur, Þröstur og Guðmundur J. em komnir í forustusveit frjáls- hyggjumanna á íslandi og hættir að kauna Þióðviliann. .Sýningin, sem stúlkan tekur þátt í, er sárasaklaus og telst engan veginn til kláms. Klám íVersló Gamall Verslingur skrifar: Mig langar að leggja orð í belg vegna brottreksturs stúlkunnar frá skrifstofu í Verslunarskólanum. At- vinnurekendum og yfirmönnum kem- ur alls ekkert við hvað starfsfólk þeirra aðhefst í frístundum. Nú er yfirvinna og launin svo léleg að fólk verður að vera frjálst til að reyna eitthvað að bjarga sér. Sýningin, sem stúlkan tekur þátt í, er sárasaklaus as telst enean veginn til kláms. Ef skólastjóri Vl telur þetta klám þá tel ég það alveg eins vera klám þegar birtast myndir í Verslunarskólablað- inu af bem kvenfólki úr stúdentahópi Ví liggjandi á sólarströndum. Einnig vil ég benda á að innflutningur á erlendum klámritum er miklu alvar- legra mál. Vænta má að einhverjir gEunlir Verslingar sjái um þann inn- flutning. Fyrst skólastjóri VÍ gerist siðapostuli ætti hann að reyna að banna innflutning þessara rita og ritskoða Verslunarskólablaðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.