Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Blaðsíða 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR11. MARS1986.
17
íþróttir
Iþróttir
Flugleiðir buðu islensku landsliðsmönnum í handknattleik í hádegisverð að Hótel Loftleiðum í gær. Þar mættu HM-leikmennirnir ásamt forustumönnum
HSI eftir hina glæsilegu ferð til Sviss sem lengi verður í minnum höfð. Flugleiðir gáfu leikmönnunum tvo flugmiða hverjum sem þeir geta notað ásamt |
eiginkonum sínum eða kærustum á flugleiðum Flugleiða erlendis á árinu. Stærri myndin er frá borðhaldinu - á hinni innfelldu afhendir Sigurður Helgason. pt,
forstjóriFlugleiða, ÞorbirnifyrirliðaJenssyniflugmiðanatil hópsins. DV-myndir Bjarnleifur. •
Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu:
ísland - Frakkland í
Laugardalnum 10. sept. 1
- einnig leikið heima gegn Sovétríkjunum í september
íslenska landsliðið í knattspyrnu
mun leika þrjá leiki í Evrópukeppni
landsliða í ár, þar af tvo heima. Fyrsti
leikurinn verður gegn Frökkum á
Laugardalsvellinum 10. september,
tveimur vikum síðar mun liðið leika
gegn Sovétríkjunum, einnig á Laug-
ardalsvellinum. Þriðji og síðasti leik-
ur ársins verður síðan 29. október
gegn Austur-Þjóðverjum ytra. Um
þetta samdist á fundi með stjórnar-
mönnum landsliðanna er haldinn var
í Austur-Berlín í gærkvöldi.
„Ég hef aldrei setið jafnstormasam-
an fund. Þoka á Norðurlöndun um
gerði það að verkum að við töfðumst
og þegar við komum til Berlínar voru
Frakkar, A-Þjóðverjar og Sovét-
menn búnir að raða að mestu leyti
niður sínum leikjum. Norðmenn
komu síðan tveimur tímum á eftir
okkur og segja má að þeir hafi fengið
afganga. Ég get þó ekki annað en
verið ánægður með þessa leikdaga,
við vorum með óskir um fjóra leik-
daga sem við fengum uppfylltar,"
sagði Gylfi Þórðarsson, varaformað-
ur KSÍ, en hann sá um samninga
fyrir íslands hönd ásamt Þór Símoni
Ragnarssyni. Þeir félagar munu síð-
ari halda til Danmerkur á morgun
þar sem samið mun verða um leik-
daga fyrir landsliðið u-21 árs.
Annars eru leikdagar þannig í Is-
landsriðlinum á EM:
Leikdagar1986
10/9 ísland Frakkland
24/7 Ísland-Sovétríkin
24/7 Noregur-A-Þýskaland
11/10 Frakkland-Rússland
29/10 A-Þýskaland-ísland
29/10 Sovétríkin-Noregur
19/11 A-Þýskaland-Frakkland
Leikdagar1987
29/4 Frakkland-ísland
29/4 Sovétríkin-A-Þýskaland
3/6 Ísland-A-Þýskaland
3/6 Noregur-Sovétríkin
16/6 Noregur-Frakkland
9/7 Ísland-Noregur
9/7 Sovétríkin-Frakkland
23/7 Noregur-Ísland
7/10 A-Þýskaland-Sovétríkin
14/10 Frakkland-Noregur
28/10 Sovétríkin-Ísland
28/10 A-Þýskaland-Noregur
28/10 Frakkland-A-Þýskaland
-fros
Valur náði jöfnu
-gegn KR í 1. deild kvenna í handknattleik í
gærkvöldi
• Frá leik Víkings og FH í gærkvöldi.
DV-mynd S.
Valur og KR gerðu jafntefii í gær-
kvöldi í 1. deild kvenna í handknatt-
leik.
Valur náði að jafna þegar aðeins 2
sek. voru eftir, 19-19, eftir að KR var
búið að vera yfir allan leikinn. 5
mörk skildu liðin að á tímabili í
seinni hálfleik. Jafnt var allan fyrri
hálfleikinn og var staðan í leikliléi
10 9 fyrir KR. Strax í byrjun seinni
hálfleiks skoruðu KR-stúlkurnar og
var þá staðan 11-9 og bættu þær
alltaf við sig. Valur náði að klóra i
bakkan og jafna, 18 18. KR fékk
vítakast og skoraði, 19 18. Valur
byrjaði með boltann þegar aðeins 9
sek. voru eftir af leiknum. Erna
braust inn úr horni og dæmt víti.
Systa fékk það erfiða hlutverk að
taka vítið en skoraði. Systa og Erna
áttu ágætisleik hjá Val en mest bar
á Dísu í liði KR.
Mörk Vals: Erna 4, Systa 4/1 Ásta
3, Rúna 3. Katrín 2, Harpa 1, Þórey
og Kristín 1 mark hvor.
Mörk KR: Dísa 6, Sigurbjörg 4/2
Elsa 3, Lína 3/1, Jóhanna 2, Hjördís
1.
Öruggt hjá FH-stúlkum
Leikurinn var mjög slappur. Jafnt
var þó til að byrja með en FH náði
fljótt yfirhöndinni í leiknum og vann
verðskuldaðan sigur, 33 19, eftir að
staðan í leikhléi var 14 9fyrirFH.
í liði FH bar mest á Sigurborgu
Maríu og Evu, einnig átti Arndís
ágætan leik.
I liði Víkings átti Inga þokkalegan
leik, annars er ekki hægt að hafa
mörg orð um lið Víkings.
Mörk FH: Eva 7, Sigurborg, María
og Arndís 6, Hilda 2, Rut og Katrín
2, Hilda, Helga 1 mark hvor.
-ÍMÞ
KaupirMan.
Utd Davenport
ívikunni?
- kaupverðið líklega
550 þús. pund
Frá Sigurbimi Aðalsteinssyni, frétta-
ritaraDV íEnglandi:
Allt þykir nú benda til þess að
Manchcster United muni festa kaup
á Peter Davenport, framherja Nott-
ingham Forest, í vikunni. Kaup-
verðið mun að öllum líkindum verða
560 þúsund steriingspund.
Davenport var sem kunnugt settur
á sölulista hjá Nottingham Forest
eftir að hafa lent í rifrildri við stjóra
félagsins, Brian Clough. Manchester
liðið hefur verið á höttunum eftir
leikmanninum til að fylla skarð
Mark Hughes sem fara mun frá fé-
laginu í lok keppnistímabilsins. Ljóst
er að semji félögin þá þarf það að
gerast fyrir mánaðamótin því þá er
markaðnum lokað.
Þá er talið ólíklegt að Frank Stap-
leton muni endurnýja samning sinn
við Man. Utd. -fros
Sevilla bauð
í Keith Edwards
-ogSheff. Utdveltir
nú tilboðinu fyrir sér
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta-
ritara DV í Englandi:
Spánska knattspymufélagið Se-
villa hefur boðið Sheffield United 250
þúsund pund í aðalmarkr.skorara
liðsins, Keith Edwards.
Sheffield liðið hefur ekki enn
ákveðið hvort taka eigi tilhoðinu en
geri félagið það þá er líklegt að liðið
muni kaupa Steve Lawnds frá Mill-
wall. -fros
Austurlandaferðin:
Tveirgegn
Bahrain
-en ekkertverðuraf
leikjunumviðírak
íslenska landsliðið i knattspyrnu
hélt i gærmorgun i keppnisferð til
Bahrain og mun leika tvo leiki. Upp-
haflega var fyrirhugað að leika einn-
ig við írak en ekki gat orðið af þeim
leikjum.
Sigfried Held. nýráðinn landsliðs-
þjálfari. mun stjóma liðinu í leikjun-
um tveimur ásamt Guðna Kjartans-
syni.
Nokkrar breytingar hafa verið
gerðar á hópnum síðan að hann var
fyrst tilkynntur fyrir rúmri viku.
Þeir Teitur Þórðarson, Eggert Guð-
mundsson og Mark DufFieid komust
ekki í ferðina. Hópurinn mun koma
heimnæstamánudag. -fros
Dundee Utd
mætir Hearts
iskoska bikamum
Dregið var í undanúrslit skosku
bikarkeppninnar í gær. Dundee Un-
ited mun mæta Hearts og Hibernian
mætirDundeeeðaAberdeen. -fros
HERRAKVÖLD
knattspyrnufélags ÍA
í veitingastaðnum Þyrli, Hvalfjarðarströnd, föstudag-
inn 14. marskl. 19.30.
Sjávarréttaborð. Allar veitingar á staðnum.
Miðaverð 1.200 kr. Upplýsingar í síma 2243 (Hörður)
. og 2004 (Áki).