Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Side 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR11. MARS 1986. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Peningamarkaðurinn Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlcgg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 19,5% og ársávöxtun 19,5%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 14% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 20%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 21,55% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 18% nafnvöxtum og 18,8% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 19% nafnvöxtum og 19,9% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 15% nafnvöxtum og 15,6% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 18% nafnvöxtum og 18,8% ársávöxtun cða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 12%, eftir 2 mánuði 13%, 3 mánuði 14%, 4 mánuði 15%, 5 mánuði 16%, og eftir b mánuði 18%, eftir 12 mánuði 18,6% og eftir 18 mánuði 19%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vcxti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 18.8‘X,, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir úerðir í árslok. Sé tekið útaf reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir. 12%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársíjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir spariíjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 16,42% eða eins og á verðtryggð- um 6 mánaða reikningum með 2,b% nafn- vöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast al- mennir sparisjóðsvextir, \2,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársíjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Inn- legg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 16.5%, með 17,2% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Rcynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 12%. Vextir færastmisserislega. Sparlskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. f>au eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. I5au eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. I’au eru seld með afföllum og ársávöxtun er al- mennt 12-16*%, umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-Ián, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til cinstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Iján til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 195 þúsund. 2-4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjölskylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest290 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól. aðeins vextir og verðbætur. Útlán lifeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir_vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggö og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yftr þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ff l(XK) krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 2,15% á mánuði eða 33% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0.9167%. Vísitölur Lánskjaravísitala í mars 1986 er 1428 stig en var 1396 í febrúar og 1364 stig í janúar. Miðaðerviðgrunninn lOOíjúní 1979. Bygg>ngarvis*tala á 1. ársfjórðungi 1986 er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) n -20.03. 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUIV1 SJÁSfRLISTA ll it UHií ú li ii lisi INNLÁN ÖVERÐTRYGGÐ SPARISJÓÐSBÆKUR Óbundin innstæða 13.0 13.0 12.5 12.0 13.0 12.0 12.0 12.0 12.5 12.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 14.0 14.5 14.0 13.0 13,5 14.0 13.0 14.5 14.0 13.0 6 mán.uppsögn 17.0 17.7 17,0 14.0 15,0 17.0 15,5 15,5 14.0 12 mán.uppsogn 18.5 19.4 18.5 15.0 18.0 SPARNAÐUR-LÁNSRfrrTURSparað3-5 mán. 17.0 17.0 13.5 14.0 12.0 14.5 14.0 13.0 Sp. 6 mán. ogm. 17.0 17.0 14.0 15.5 15.5 14.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanarcíkningar 11.0 11.0 4.0 5.0 5.0 4.0 5.0 5.0 4.0 Hlaupareikningar 5.0 4.0 4.0 5.0 5.0 4.0 5.0 5.0 4.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 1.5 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán.uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 3.0 2.5 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarlkjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.0 7.5 7.0 7,5 7,5 Sterlingspund 11.5 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 Vestur-þýsk mörk 4.5 4.5 3.5 4.0 3.5 4.5 3.5 4.5 4.5 Danskar krónur 10.0 9.5 7.0 8.0 7.0 9.0 7.0 10.0 8.0 ÚTLÁN ÖVERÐTRYGGÐ ALMENNIRVlXLAR (forvextir) 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 VIÐSKIPTAVlXLAR 2) (forvextir) kge 24.0 kge 24.0 kge kge kí« kge ALMENN SKULDABRÉF 3) 20.0 20.0 20.0 20.0 20.0 20,0 20.0 20.0 20.0 VIÐSKIPTASKULOABRÉF 2) kge 24.5 kge 24.5 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDARRÉF 3) Að 2 1/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en 21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAIVILEIÐSLU SJÁNEÐANMÁLS1) 1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 19,25% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 10,0%, í Bandaríkjadollurum 9,5%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum mörkum 6,0%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréftim er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stæretu sparisjóðunum. 3)Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjöre vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtrveeð oe óverðtrvgeð lán. Skortur á hæfu fólki í útflutningsverslun Það sem stendur útflutningsmál- um mest fyrir þrifum er skortur á hæfu fólki til starfa í útflutnings- verslun. Sérstaklega á þetta við um fólk til að starfa að markaðs- og sölumálum. Jafnframt vantar fólk sem hefur góða innsýn í markaðs- mál erlendis en þeir sem starfa við markaðssetningu á erlendri grund verða að geta aðlagað sig hugsana- gangi annarra þjóða. Frá Utflutningsmiðstöð iðnaðar- ins berast þær fréttir að um þessar mundir sé unnið að ýmsum nýmæl- um til þess að bæta úr þessum skorti. Unnið er að því að kynna markaðs-og sölumál fyrir námsfólki sem stundar nám á viðskiptasviði í framhaldsskólum landsins og unnið að því að koma á eftirmenntun í markaðs- og sölumálum. Einnig er í undirbúningi að gefa markaðsfólki í ýmsum fyrirtækjum kost á starfsþjálfun erlendis til skemmri tíma. Markmiðið er að fólki, sem starfar að markaðsmálum í atvinnufyrirtækjum, verði gefmn kostur á að dvelja í stuttan tíma við athuganir á erlendum mörkuð- um. Utflutningsmiðstöðin og Félag íslenskra stórkaupmanna hafa ákveðið að taka upp samstarf um þessa tilraun og mun utanríkis- ráðuneytið annast fyrirgreiðslu í þessu sambandi. -KB Hótel Saga kynnir starfsemina erlendis Hótel Saga hóf nýlega mikla kynn- ingarherferð innanlands og utan í tilefni af því að í vor verða fyrstu áfangar i nýrri álmu hótelsins teknir í notkun. Kynrúngarherferð hótelsins felst meðal annars í útgáfu vandaðs bækl- ings sem gefinn hefur verið út á ensku og dreift víða um heim. Þá hefur Hótel Saga hafið útgáfu á fréttabréfi á ensku og íslensku sem ætlað er að komi út reglulega framvegis. Frétta- bréfið heitir „Sögu-fréttir“ og „Saga- News“ á ensku og flytur tíðindi af starfsemi hótelsins, nýjungum sem gestum standa til boða ásamt almenn- um fréttum af ýmsu tagi sém áhuga- vert kann að þykja í höfuðborginni hverju sinni fyrir gesti. „Við dreifðum þessu enska frétta- bréfi á ferðaskrifstofur í Bandaríkj- unum og Evrópu í 2 þúsund eintökum. Við erum að reyna að ná til nýrra aðila og þeirra sem hafa verið í við- skiptum við ísland. Við höfum fengið margar fyrirspurnir síðan við dreifð- um þessu, bæði varðandi ráðstefnuað- stöðuna, varðandi verð o.fl. Sá mark- aður sem við stefnum á eru ráðstefnu- gestir og einnig stefnum við að því að auka hlutdeild okkar á hinum almenna ferðamannamarkaði. Nú erum við langt komin með að fylla þau herbergi sem við vorum með og þessi 56 sem bætast við í vor. Einnig erum við komnir með margar ráð- stefnur," sagði Jónas Hvannberg, aðstoðarhótelstjórí á Hótel Sögu. -KB PubtiÚHMt U> IJofct Keykjavíkja'taml. _____________________N«». 1 Vot. 1 - Jatwaf.v !98ft| VVhuu thf *tm dotríify l fotci Saga's fcapadtv, Tín* evpanston (irogtntmnif'v <w»n aíw-, |uivi> toien providittg rooms md crcattng a jjoodi amkwwv Itofd wjfh »11 th« !alf<4 facititíi-s. First-class service for the businessman - p. 8 Quality cuisine and breathtaking view - pp. 4&5 „Saga-News“ sem Hótel Saga gefur út í 2 þúsund eintökum og dreift er á ferðaskrifstofur í Bandaríkjunum og Evrópu. Fengu styrki Verslunarráðs Námssjóður Verslunarráðs íslands, sem styrkir efnilega nemendur til framhaldsnáms annað hvert ár, veitti að þessu sinni Hallgrími Ingólfssyni og Þuríði Helgu Benediktsdóttur 75 þúsund króna styrk hvoru um sig. Þrjátíu og átta umsóknir bárust og vegna miklis fjölda umsókna hefur verið ákveðið að veita þessa styrki á hverju ári. Þuríður Helga er fædd 1961. Hún lauk námi í viðskiptafræðum við Háskóla íslands 1985 og stundar nú nám á sviði kerfisgerðar við Verslun- arháskólann í Kaupmannahöfn. Hallgrímur er fæddur 1960, lauk Þuríður Helga Benediktsdóttir og Hallgrímur Ingólfsson. viðskiptafræðinni hér 1984 og stundar nú nám í rekstrarhagfræði við há- skóla í Arizona í Bandaríkjunum. -KB Sparisjóður vélstjóra: Ný sparibók Hjá Sparisjóði vélstjóra býðst nú ný sparibók með 20% nafn- vöxtum og jafnhárri ársávöxt- un. Hver innborgun er bundin í 12 mánuði, er síðan laus í mánuð en bundin aftur næstu 11 mán- uði. Ef kjör á sex mánaða verð- tryggðum reikningum reynast betri gilda þau. Vextir á bókinni eru færðir síðasta dag hvers árs og verða um leið lausir til útborgunar. Eins og aðrir sparisjóðir býður Sparisjóður vélstjóra einnig svokallaðan trompreikning sem einnig er innlánsreikningur með sérkjörum. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.