Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Blaðsíða 26
26 DV. ÞRIÐJUDAGUR11. MARS1986. Utvarp Sjónvarp Jóhann Briem: Er kennslusjonvarp næst á dagskrá? Dagskrá sjónvarps og útvarps er það umfangsmikil að ég get aðeins nýtt mér lítinn hluta hennar. Þess vegna horfði ég á þáttinn sjónvarp næstu viku sl. sunnudag sem Guð- mundur Ingi og Hinrik Bjarnason kynntu. Með þvi að fylgjast með þessum þætti getur maður valið það besta sem sjónvarpið býður upp á. Úr mörgu er að velja. Dagskráin er núna án efa sú fjöibreyttasta og áhugaverðasta frá upphafi. í gær hlustaði ég á fréttir um leið og ég ók í vinnuna. Morgunfréttir mætti lengja og hafa þær milli 7.30 og 8, þannig að þeir sem hefja vinnu kl. 8 gætu náð fréttum. Að degi til hlusta ég aðeins á rás 2 ef ég er á ferð í bíl, en sú dagskrá er lífleg og hefúr sannað tilverurétt sinn. I gærkvöldi hlustaði ég á fréttat- íma útvarps og á þáttinn um daginn og veginn. Fréttir útvarpsins eru yfirleitt vandlega unnar en þó finnst mér sjávarútvegsumfjöllun Gis- surar Sigurðssonar fréttamanns oft bera af umfjöllun fjölmiðla um þau mál. Þær breytingar, sem gerðar hafa verið á fréttaútsendingu sjónvarps, eru til bóta. Hinir nýju fréttamenn standa sig vel þó sumir séu óöruggir i upphafi eins og við má búast. Þá sá ég íþróttaþátt Bjama Felix- sonar en hann fjallaði um hand- bolta og körfubolta, skauta- og skíðaíþróttina. Slík fjölbreytni gerir þættina áhugaverða. Að lokum hlustaði ég á Önund Bjömsson ræða við þá Davíð Scheving Thorsteinsson iðnrek- anda, Sigurð Helgason stjórnarfor- mann og Láms Jónsson banka- stjóra. Stjómandinn hafði greini- lega undirbúið sig vel og spurningar hans voru hnitmiðaðar. Hver þess- ara manna gat haldið uppi sjálf- stæðum og áhugaverðum þætti en hann slitnaði nokkuð í sundur þegar skipt var um viðmælendur. Það efni sem enn vantar í dagskrá sjónvarpsins er kennsluefni. Það er hægt að sýna það að degi til. Þar á ég við kennsluefhi tengt atvinnulíf- inu, skólastarfi eða tómstundum. Sem dæmi um slíkt efni er hægt að halda námskeið fyrir bændur um búskaparhætti, fyrir fiskvinnslufólk um gæðamál og fl. Kennsluefni í sjónvarpi getur þýtt gjörbreytingu og þá sérstaklega fyrir fólk úti um hina dreifðu byggðir landsins. Tómstundakennsla getur einnig verið kærkomin fyrir þá sem eru heima daglangt. Margir möguleikar em fyrir hendi og sá ég einn þeirra á námskeiði í upplýsingatækni í Madisonháskóla í Bandaríkjunum. Þar var verið að kenna nemendum í Alaska. Sjón- varpið er því fræðslumiðill nútíðar og framtíðar. Málfríður Guðmundsdóttir lést 28. febrúar sl. Hún fæddist að Korpúlfs- stöðum 21. mars 1923, dóttir hjón- anna Bjamveigar Guðjónsdóttur og Guðmundar Þorlákssonar. Eftirlif- andi eiginmaðyr hennar er Geir Herbertsson. Þeim hjónum varð fjög- urra barna auðið og eru þrjú á lífi. Árið 1971 hóf Málfríður störf á Borg- arspítalanum og gegndi hún því starfi til æviloka. Utför hennar var gerð frá Dómkirkjunni í morgun. Ásta Kjartansdóttir, Fellsmúla 4, andaðist á Reykjalundi 8. mars sl. Guðbjörg Tómasdóttir,Grettisgötu 57a, lést fimmtudaginn 6. mars á Elliheimilinu Grund. Jarðarförin fer fram frá Fossvogkirkju föstudaginn- 14. mars kl. 15. Á Kristín Einarsdóttir frá Prestshús- um, Mýrdal, er látin. María Ósk Jónsdóttir, Urðarstíg 6, Hafnarfirði, sem lést í barnadeild Landspítalans 5. mars sl., verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 12. mars kl. 13.30. Þorgerður Einarsdóttir, áður til heimilis að Öldugötu 13, Hafnarfirði, andaðist á Hrafnistu miðvikudaginn 26. febrúar. Jarðarfórin hefur farið fram. Kjartan Björnsson, Hringbraut 52, A Keflavík, lést 8. mars. Kjartan Tómasson, Skjólbraut 11, lést að morgni 9. mars á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi. Sigurður H. Guðmundsson, Sólvalla- götu 2, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni miðvikudaginn 12. mars kl. 10.30. Tilkynningar Borgarafundur hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar Bæjarstjóm Hafnaríjarðar hefur ákveðið að halda borgarafund um málefni bæjarins. F’undurinn verður haldinn nk. fimmtuda^g, 13. mars, í félagsheimilisálmu íþróttahússins við Strandgötu og hefst hann kl. 20.30. Framsaga verður um stöðu bæjarins og framkvæmdir á þessu ári. Einnig verða kynntar skipu- lagstillögur sem nú er unnið að. Að loknum framsögum verður svarað fyrirspurnum. Bæjarfulltrúar sitja fyrir svörum ásamt bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa. Dagskrá um mannréttinda- fræðslu í skólum verður haldin í kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar 11. og 12. mars 1986. Áð dagskránni standa: fslands- deild Amnesty International, Náms- gagnastofnun, Biskupsstofa, Banda- lag kennarafélaga, Kennaraháskól- inn, Rauði kross fslands og skólaþró- unardeild menntamálaráðuneytis- ins. Dagskráin hefst í dag, 11. mars, kl. 16. A. Ávarp frá Islandsdeild Amnesty International: Guðrún Hannesdóttir námsráðgjafi. B. Hvað eru mannréttindi?: Eyjólfur Kjalar Emilsson kennari. 'C. Þjóðleg og alþjóðleg sjónarmið í kennslu um mannréttindi: Erla Kristjánsdóttir kennari. D. Vinnustofa: Þátttakend- unum skipt í hópa og þeir vinni að athugun og skrásetningu á verkefn- um. Hugsanlegt er að unnið verði að verkefnagerð. Dagskránni lýkur kl. 19. Miðvikudagur 12. mars kl. 16-18. A, Að rannsaka mannréttindi með börnum: Hreinn Pálsson. B. Yfirlit yfir mannréttindafræðslu í grunnskólum: Sigþór Magnússon námsstjóri. C. Umræður: stjómandi Helgi Skúli Kjartansson sagnfræð- ^ingur. Djass í Djúpinu Næstkomandi mánudags- og þriðju- dagskvöld verður djassað í Djúpinu, þ.e. kjallara veitingastaðarins Homsins (við Hafnarstræti). Þar spila Egill Hreinsson á píanó, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Pétur Grétarsson á trommur. Egill Hreins- son er enn sem komið er fremur ^jþekkt stærð í íslensku djasslífi en ef að líkum lætur breytist það fyrr en varir. Pétur Grétarsson hefur verið einn af eftirsóttustu trommu- leikurum landsins síðan hann kom heim frá námi í Bandaríkjunum og Tómas R. Einarsson er djassfólki kunnur úr Nýja kmpaníinu, Jazz- ófétunum og fleiri hljómsveitum. Þeir félagar munu leika ýmsa eldri dansa í nýjum búningi auk laga eftir Charlie Haden, Eddie Gómez, Or- nette Coleman, Thelonius Monk o.fl. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21. Erró fulltrúi íslands á Fen- eyjabiennalnum 1986 Sýningamefndin fyrir íslenska mynd- list erlendis hefur valið myndlistarmann- inn ERRÓ sem fulltrúa íslands á Fen- eyjabiennalnum sumarið 1986. Myndir ERRÓ verða sýndar í Alvar Alto skálan- um, sem íslendingar hafa fengið á leigu næstu árin. En íslenska deildin fékk fyrst inni í Altoskálanum á biennalnum 1984. Lokið hefur verið við að velja á sýning- una og mun ERRÓ sýna yfirlit yfir hinar frægu „Scapemyndir14 sínar. Þá mun fylgja sýningunni vönduð sýningarskrá. Sýningamefndin fyrir íslenska mynd- list erlendis er þannig skipuð: Einar Hákonarson formaður, Gylfi Gíslason og Jóhannes Jóhannesson. Framkvæmda- stjóri nefndarinnar er Gunnar B. Kvaran listfræðingur. Yfirskrift meginsýningarinnar á Fen- eyjabiennalnum árið 1986 verður „List og vísindi“. Verðurhún í umsjón Mauriz- io Clavesi sem jafnframt er forstöðumað- ur myndlistardeildar Feneyjabiennals- ins. „Plötusnúðar ársins 1986“ Síðustu vikur hefur verið í undir- búningi diskótekarakeppni hjá fé- lagsmiðstöðvunum í Reykjavík. Undankeppnir hafa þegar farið fram þar og komast 2 einstaklingar áfram úr hverri þeirra, alls 12. Undanúrslit fara síðan fram mið- vikudag 19. og fimmtud. 20. mars, keppa þar 6 upprennandi plötusnúð- ar hvort kvöld og öðlast tveir þátt- tökurétt á úrslitakvöldið í hvort skipti. Sjálf úrslitakeppnin verður svo laugardagskvöldið 22. mars í Frosta- skjóli kl. 20.30-00.30. Þá mætast þeir hlutskörpustu í undanúrslitum og berjast um 1. sætið í glæsilegri að- stöðu diskóbúrs Frostaskjóls. Sigurvegarinn hlýtur titilinn „Plötusnúður ársins 1986“ og að auki vegleg verðlaun: Diskómixer frá Japis. Þ>á fær sigurvegarinn að reyna hæfileika sína í öllum Félagsmið- stöðvum, eitt kvöld í Hollywood, og í þætti á rás 2. Allir þátttakendur í úrslitakeppn- inni fá síðan plötuverðlaun frá Karnabæ. Allar frekari upplýsingar eru veitt- ar í Frostaskjóli í síma 622120. (Tóm- as eða Ásta). Stjúpsystur skemmta árshá- tíða- og þorrablótagestum Stupidsystur eða öllu heldur Stjúp- systur hafa ekki slegið slöku við þetta árið fremur en tvö síðustu ár við að skemmta árshátíða- og þorra- blótagestum. En leikkonurnar Guðr- ún Alfreðsdóttir, Saga Jónsdóttir og Guðrún Þórðardóttir eru þekktar fyrir að semja yndislega andstyggi- lega texta um það sem er að gerast með þjóð vorri og syngja þá við gömul dægurlög. Enn fremur fyrir að flytja léttfríkuð gamanmál á milli laga og þá helst um innanhússmál viðkomandi fyrirtækis. Stofnfundur iðnþrónarfélags í Kópavogi Mánudaginn 17. mars verður hald- inn stofnfundur iðnþróunarfélags í Kópavogi. Fundurinn verður í Fé- lagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, og hefst kl. 20.30. Á síðustu misserum hefur mikið verið fjallað um þá að- stoð sem bæjarfélög, fyrirtæki og stofnanir geti veitt hvert öðru í uppbyggingu atvinnulífsins. Hér er átt við mótun nýrra framleiðsluvara, aðstoð við markaðssetningu, útveg- un fjármagns til fyrirtækjareksturs og vöruþróunar og búa fyrirtækjum eðlilega aðstöðu innan bæjarfélag- anna. Þetta er meðal annars eitt af markmiðum fyrirhugaðs Iðnþróun- arfélags Kópavogs. Félagið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á að standa í atvinnurekstri, hvort heldur er í iðnaði, þjónustu, sjávarútvegi eða verslun. Einni er öllum þeim aðilum á höfuðborgarsvæðinu, sem áhuga hafa á rekstri í Kópavogi, velkomið að gerast félagar. Félag makalausra Árshátíð verður 15. mars í Skipholti 70. Pantið miða á skrifstofunni milli kl. 19og21. Sími 17900. Þórður H. Hilmarsson ráðinn framkvæmdastjóri Steinullar- verkmsiðjunnar hf. Stjórn Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki hefur ráðið Þórð H. Hilmarsson rekstrarhagfræðing í starf framkvæmdastjóra frá 1. apríl nk. Þórður lauk verslunarprófi frá Samvinnuskólanum að Bifröst 1971. Að loknu námi að Bifröst hélt Þórð- ur utan til frekara náms og lauk cand merc. prófi frá Verslunarhá- skólanum í Kaupmannahöfn árð 1976. Að loknu námi stundaði Þórður kennslu- og stjórnunarstörf við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti frá 1. sept. 1976 til hausts árið 1978. Á árunum 1978-83 starfaði hann hjá Hagvangi hf. við rekstrarráðgjöf einkum á sviði skipulags og stjórn- unar. Frá 1. september 1983 til áramóta 1985 starfaði hann hjá Hafskip hf., fyrst sem forstöðumaður hagdeildar og síðar við ýmis stjórnunarstörf tengd m.a. skrifstofum félagsins og vöruafgreiðslum. Þórður er kvæntur Hjördísi Krist- insdóttur. ÉNHtMAí u^aUGUST TRO.HÁB® KÆRLIGHED „Tro, háb og kærlighed“ frum- sýnd í Regnboganum Laugardaginn 15. mars nk. kl. 14 verður frumsýnd í A-sal Regnbogans stórmyndin Tro, háb og kærlighed sem er leikstýrt af fremsta leikstjóra Dana, Billie August, þeim sem leik- stýrði myndinni Zappa sem sýnd var í Regnboganum 1984. Myndin Tro, háb og kærlihed heitir á íslensku Trú, von og kærleikur hefur slegið öll met hvað aðsókn snertir og yfir 1 milljón Dana hefur séð hana. Billie August verður viðstaddur frumsýn- inguna í Regnboganum 15. mars sem hefstkl. 14. Kvennadeild SVFÍ í Reykjavík heldur félagsfund þriðjudaginn 11. mars 1985 kl. 20.30 í Slysavarnahús- inu, Grandagarði. Spilað verður bingó, kaffiveitingar. Eiríkur Finnur Greipsson oddviti varð efstur í prófkjöri sjálfstæðis- manna á Flateyri. Hlaut hann 67 af 74 greiddum atkvæðum í fyrsta sætið. Hann skipaði þetta sæti við síðustu kosningar. Aðrir sem hlutu bindandi kosningu Háskólatónleikar í Norræna húsinu Sjöttu Háskólatónleikarnir á vor- misseri 1986 verða haldnir í Norræna húsinu miðvikudaginn 12. mars. Inga Rós Ingólfsdóttir og Hrefna Eggerts- dóttir píanóleikari flytja verk eftir G. Fauré og B. Martinu. Tónleikarn- ir hefjast kl. 12.30 og standa í u.þ.b. hálftíma. Aöalfundur Kvenfélags Kópa- vogs verður fimmtudaginn 13. mars kl. 20.30 í félagsheimilinu. Kvenfélag Kópavogs Spiluð verður félagsvist í félags- heimili bæjarins nk. þriðjudagskvöld ll.apríl kl. 20.30. Kvennadeild Flugbjörgunar- sveitarinnar heldur fund miðvikudaginn 12. mars kl. 20.30. Spiluð verður félagsvist. 70 ára afmæli á í dag, 11. mars, frú Ósk Ólafsdóttir frá Bolungarvík, Skipasundi 21 hér í bæ. Hún ætlar að taka á móti gestum á heimili sínu í dag. Eiginmaður hennar var Hall- dór Halldórsson fiskmatsmaður sem er látinn. eru Guðmundur Finnbogason, Guð- mundur Helgi Kristjánsson og Sig- ríður Sigsteinsdóttir. Þau eru öll ný á listanum enda gáfu þeir sem skip- uðu þessi sæti áður ekki kost á sér. Á kjörskrá voru 103. Af þeim kusu 74. Þrír seðlar voru ógildir. -GK Sjálfstæðismenn á Flateyri: Eiríkur áfram í fýrsta sæti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.