Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Page 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR11. MARS1986. 13 „Atvinniifrelsi" eða lög- verndun kennarastarfsins? Fyrir skömmu lagði ríkisstjórnin fram frumvarp til laga um að lög- vernda starfsheiti og starfsréttindi grunnskóla- og framhaldsskóla- kennara og gerði ég stutta grein fyrir helstu atriðum þessa frum- varps hér í blaðinu 28. febrúar sl. Lögverndun barnanna vegna Snemma á þessari öld kom fyrir að sveitarómagar væru látnir segja til börnum. Þannig var sparað i rekstri sveitarfélagsins. Enn þann dag í dag fmnst mörg- um alveg óþarfi að kennarar hafi sérmenntun til þess starfs og er jafnvel reynt að nota hugtakið at- vinnufrelsi til að rökstyðja það. í því sambandi hef ég séð vitnað í stjórnarskrána og bornar brigður á að almenningsheill krefjist lög- verndun kennarastarfsins er fyrst og fremst verið að hugsa um börnin en ekki kennarana, það er mergur- inn málsins. Þess vegna er rétt að lögvernda kennarastarfið. Löggiltir pappírar upp á kenn- arapróf tryggja ekki að sá sem þá ber verði góður kennari. Það er hins vegar mikið virðingarleysi gagnvart börnum að kennsla sé eitt fárra starfa sem hver sem er má vinna. Hvað er góður kennari? Það hefur vafist fyrir flestum að skilgreina hvað sé góður kennari. Gumundur Magnússon, blaðamað- ur ó Morgunblaðinu, reyndi það þó 22. febrúar sl. þar í blaðinu. Hann setti upp fjórar meginkröfur til kennara: 1. Að kennarar þekki námsefnið sem þeir ætla að miðla til nem- enda. INGÓLFUR Á. JÓHANNESSON SAGNFRÆÐINGUR OG KENNARI 2. Að þeir hafi ánægju af að um- gangast börn. 3. Að þeir hafi áhuga á því að setja sig inn í hugmyndaheim barna. 4. Að þeir hafi yfirvegaðar skoðan- ir á því hvernig beri að haga skólastarfinu þannig að það verði til árangurs. Guðmundur og margir aðrir gagnrýna það háskólanám sem boðið er upp á hérlendis í uppeldis- og kennslufræðum. Þar lendir hann í verulegri mótsögn við eigin kröfur til kennara. Hvergi annars staðar í íslenskum skólum eiga almenn kennaraefni völ á umfjöll- un um liði 3 og 4 í upptalningu hans en í Kennaraháskóla íslands og Félagsvísindadeild Háskólans. Eru þá ekki komin rök til að heimta slíkt nám af kennurum? Þótt slíkt nám skapi kannski ekki óhuga á börnum og ungling- um hjó öllum þeim sprenglærðu fræðingum sem halda að nóg sé að þekkja námsefnið ætti það þó að hjálpa flestum til að öðlast betri skilning á nútímaskólastarfi, a.m.k. ef þeir eru nægilega nám- fúsir. Það er furðulega áberandi að sumum finnst þeir taka niður fyrir sig að þurfa að læra eitthvað um börn og unglinga til að mega kenna. Sleggjudómar um uppeldis- og kennslufræði I stuttri dagblaðsgrein treysti ég mér ekki til að fella grundaðan dóm um hvort núverandi kennaranám er nógu gott. Margir hafa hins vegar orðið til að fella sleggjudóma um það og skal hér minnst á fáeina þeirra sem hafa látið ljós sitt skína í greinum og viðtölum undanfarið. Guðmundur Magnússon segir í fyrrnefndu Morgunblaði að „veiga- mikill hluti námsins (í uppeldis- og kennslufræði) snúist um ... á köfl- um ævintýraleg heilaköst...“ og að það sé „staðreynd... að í hug- mydnaheimi uppeldis- og kennslu- fræðinga sé að finna hinar ótrúle- gustu grillur ...“ og til þessa megi rekja margt af því sem aflaga hefur farið í skólastarfi á undanförnum árum. Guðni rektor í MR fullyrðir í Morgunblaðinu 2. mars sl. að upp- eldis- og kennslufræði séu „mjög sveimandi og ónákvæm vísindi“. Mér er til efs að þessir tveir menn séu dómbærir á það sem þeir eru að tala um. Veruleg hætta er á því að mark verði tekið á þeim þar sem annar þeirra er rektor í mennta- skóla en hinn er „sérfræðingur“ Moggans í skólamálum. Hvað varðar atvinnufrelsi er það allt annar handleggur að Guðmundur megi „upplýsa“ lesendur Moggans en að hver sem er megi kenna eða stjórna skóla. Vitnað skal hér í þann þriðja sem rætt er við í sama Mogga og Guðna. Það er Guðmundur Heiðar Frí- mannsson, menntaskólakennari á Akureyri. Hann staðhæfir að í uppeldis- og kennslufræði í Há- skóla íslands sé farið í „mjög óljós- ar og grautarlegar kenningar og aldrei fjallað um raunverulega hluti...“. Það er athyglisvert að þessum þremenningum finnast uppeldis- fræði óljós. Það kemur ekki á óvart. í aldanna rás hefur gengið illa að finna Stórasannleika um uppeldi. Ef reynt væri í kennara- náminu að gefa svörin væri verið að plata fólk. Verður lögverndunar- frumvarpið samþykkt? Miðað við þingmeirihluta ríkis- stjórnarinnar og loforð hennar við kennarasamtökin skyldi maður ætla að frumvarpið ætti geiða leið í gegnum þingið, auk þess sem ætla má að frumvarpið eigi verulegan stuðning meðal stjórnarandstöð- unnar. En sjáum hvað setur. Ingólfur Á. Jóhannesson Skiptar grunn' verndun a sU aUennara /3|1 w I ‘ hX* kð., k U — ***»£$£ 'z&SsxÉss. z&sgsZs - “sísr-HfiS | hvoA V*r « ' !*“» ko*"** Í' . ™ riÆr-: 1 1 „Guðni rektor í MR fullyrðir í Morgunblaðinu 2. mars sl. að uppeldis- og kennslufræði séu „mjög sveimandi og ónákvæm visindi“.“ Hvevs eiga nemendur að gjalda? „Á íslandi er það látið viðgangast að í grunnskólum landsins starfi réttindalaust fólk við kennslu. Því fer fjölgandi ár frá ári og eru nú yfir sjö hundruð talsins er ekki hafa þá sérmenntun sem krafist er samkvæmt lögum. Þetta er ófremdarástand sem þarf að breytast." Ofanritað er tekið úr auglýsingu frá Kennarasambandi íslands og er hún tilefhi þessa greinarkoms. Það er líklegast að bera í bakka- fullan lækinn að gera grein fyrir ástæðum þess að svona er komið. En tími er kominn til að snúa þessari þróun við. Kennarar hafa gert ítrekaðar tilraunir til að útskýra í hveiju starf þeirra er fólgið og hvemig kennarastarfið hefúr verið að breytast undan- farin ár. í eyrum valdhafanna eru einhverjir samgróningar sem valda aðgerðaleysi hjá þeim og takmörkuðum vilja til að horfast í augu við ástandið eins og það er. Ein höfuðástæðan fyrir kenn- araskortinum em lág laun. Þar fyrir utan hafa kennarar þurft að búa við lélega starfsaðstöðu og mikið álag í starfi. Lágu launin hafa kallað á meiri yfirvinnu sem hefur síðan leitt af sér meira álag og streitu. Svokölluð endunnats- skýrsla staðfestir að kröfur til kennara hafa stóraukist, bæði í starfi og menntun. EIRÍKUR ELLERTSSON SÉRKENNARIVESTURLANDI Neyöarúrræði Óánægja kennara með lág laun og starfsaðstöðu hefur farið vax- andi undanfarin ár og hafa kenn- arar þurft að fara út í aðgerðir sem þeir sjálfir líta á sem neyðar- úrræði. Nýlegt dæmi um það er að kenn- arar lögðu niður vinnu í einn dag til að knýja á um að gefin loforð standi. Nú má heita að það mál hafi verið leyst og því verður ekki farið nánar út í þá sálma. Þá langar mig til að beina orðum mínum til foreldra, foreldrafé- laga, skólanefhda og fleiri sem em tengdir skólanum á einn eða annan hátt. Myndin yfir starf- andi kennara á íslandi sýnir hversu margir réttindalausir kennarar em við kennslu. Það er sjálfsögð krafa foreldra . að sá sem kennir barninu þeirra hafi tilskilin réttindi til þess. En eins og ástandið er mun dragast að réttindakennari skipi hvert pláss. Stefha stjómvalda á að vera skýr: Allar kennarastöður skulu skip- aðar fólki með tilskilin réttindi. Þá þurfa stjómvöld að búa svo í haginn fyrir allt skólastarf að kennarastarfið verði eftirsóknar- vert. Það er skylda hagsmunaað- ila skólanna að knýja á um að stjómvöld sýni menntun í landinu þá virðingu að til skól- anna ráðist kennarar með tilskil- in réttindi. Margir réttindalausir kennarar stunda starf sitt með ágætum og það mundi fólk efalaust líka gera í öðrum störfum, jafnvel lög- vemduðum, þó það væri ekki menntað til þeirra. Sérfræðilegt trúnaðarstarf Kjaminn í umræðunni um rétt- indakennara og réttindalausa er sá að kennsla er „sérfræðilegt trúnaðarstarf1. í þessu flest að sá maður sem ætlar að leggja kennslu fyrir sig verður að sér- hæfa hæfileika sína undir fag- legri leiðsögn. Flestir réttinda- kennarar í grunnskólum landsins hafa fengið þessa faglegu leið- sögn í Kennaraháskóla íslands. Lesandi góður! Treystir þú þér til að kenna 25 bama hópi að lesa og skrifa. Áður en þú svarar skaltu muna að allt að þriggja ára þroskamunur getur verið á bömunum, einhver börn geta átt við hegðunarvandkvæði að stríða, e.t.v. em mikil vandræði á heimili bamsins sem það ber merki um í skólanum eða kannski vanræksla í uppeldinu o.s.frv. Þetta er sú lifandi mynd sem blasir við kennaranum og honum er skylt að sinna þörfum hvers bams. Er ekki ‘er alveg ljóst að kennsla krefst ákveðinna hæfileika og menntunar? Kennarar verða að fá samningsrétt Ef ekki á að ríkja algjört ófremd- arástand í skólum landsins í ná- inni framtíð verða stjómvöld að leggja sitt af mörkum til að- fá kennara til starfa. í fyrsta lagi og það sem snýr beinast að kennurum verða þeir að fá samn- ingsrétt svo hægt verði að semja um verulega launahækkun. I öðm lagi verður að styrkja starf skólanna með hærri fjárframlög- um til þeirra og bæta allan að- búnað þeirra. Hvers eiga nemendur að gjalda er spurt í dag? Ef einhver áhugi er fyrir þvi að efla skólahald og menntun í landinu og hag bam- anna er kominn tími til að sjá það í verki. Það viljum við kennarar gera og munum því leggja okkar af mörkum til að svo megi verða. Eiríkur Ellertsson. a „Það er skylda hagsmunaaðila skól- ™ anna að knýja á um að stjórnvöld sýni menntun í landinu þá virðingu að til skól- anna ráðist kennarar með tilskilin réttindi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.