Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Blaðsíða 25
DV. ÞRIÐJUDAGUR11. MARS1986. 25 Sandkorn Sandkorn í panik Við tæptum lítillega á því hér í Sandkorni um daginn að íslenskir prófessorar gætu verið utan við sig ekki síður en hinir útlensku. Og það var ekki að sökum að spyrja. Sögurnar fóru að streyma inn. Ein þeirra var til dæmis um prófessor í Háskóla Is- lands. Hann vippaði sér einn daginn út úr skrifstofu sinni og ætlaði að skjótast út í bæ einhverra erinda. En þegar hann settist upp í bílinn sinn, sem stóð fyrir utan háskólann, komst hann að raun um að bil- lyklarnir voru týndir. Prófessorinn lagði nú þreyttan heilann í bleyti. Komst hann að þeirri nið- urstöðu að lyklunum hlyti hann að hafa gleymt ein- hvers staðar um morgun- inn því þá hafði hann verið að snúast í bænum. Síðast hafði hann komið við í Landsbankanum á rúntin- um. Því hringdi hann í bankann og kvaðst vera í algjörum vandræðum. Hann kæmist ekki á bilnum heim því hann hefði gleymt lyklunum einhvers staðar. Hvort það vildi nokkuð svo heppilega til að þeir hefðu orðið eftir í bankanum. Viðmælandi prófessors- ins benti honum þá þegar á að hann hefði tæplega gleymt lyklunum í bankan- um úr því að hann hefði komist á bílnum upp í Há- skóla aftur! Beggja hagur Ásgeir Hannes Eiriksson, tittnefndur pulsusali, deyr yfirleitt ekki ráðalaus. Við rákumst á eftirfarandi sögu því til staðfestingar í Vík- ingi: Hættir Lára hjá ASÍ? Heyrst hefur að farið sé að losna um Láru Júlíus- dóttur, lögfræðing hjá AI- þýðusambandi íslands. Hún hefur sem kunnugt er starfað hjá ASÍ nokkur undanfarin ár. Lára hefur notið vaxandi álits innan þeirra stéttarfélaga sem hún hefur starfað fyrir, enda mjög fær í sínu fagi. En hvernig sem nú á því stendur var Lára sniðgeng- in mjög í nýafstöðnum samningaviðræðum. Segja kunnugir að helst hafi virst sem helstu forkólfarnir hafi hreint ekki kært sig Blankur maður hitti Ás- geir Hannes í pulsuvagnin- um við Útvegsbankann og bað hann að lána sér pen- inga. -Því miður, ég bara get það ekki, var svarið. -Ég hef fastan samning við Útvegsbankann um að ég Iána ekki peninga og hann selur ekki pulsur. Ásgeir Hannes Eiríksson. Marktækir vinsældalistar Útvarpið og dagblöðin hafa sem kunnugt er mælt vinsældir dægurlaga um nokkurt skeið. Þeir eru til sem halda því fram að þess- ar mælingar séu ekki á nokkurn hátt marktækar. Til dæmis sé einstökum útgefendum í lófa lagið að gera veg „sinna “ hljóm- platna sem mestan í könn- ununum. Á þetta verður ekki lagð- Umsjón: Jóhanna S. Sig- þórsdóttir um að hleypa henni inn í viðræðurnar. Hún hafi helst ekki verið boðuð á fundi. Eitt sinn hefði það komið fyrir að hún hefði verið boðuð þegar fundur- inn var vel kominn af stað. Á þann fund mætti Lára að sjálfsögðuekki. Þykir mönnum þetta fá- Iæti ýmissa verkalýðsfröm- Lára Júlíusdóttir. uða í hennar garð bera vott um að þeir óttist að hún skyggi á þá, enda er hún vinsæl, hæf og vinnusöm. Þætti það til frásagnar á næsta bæ ef hún yfirgæfi skútuna af ástæðum sem þessum. Þar kennir margra grasa Á ísafirði var á dögunum opnuð lagerverslun í tengslum við Blikksmiðju Erlendar. Blaðið „Bæjarins besta" segir frá þessum viðburði á þann hátt að „... Erlendur blikksmiður sé með lausar skrúfur og ýmislegt fleira til sölu i nýrri lagerverslun sinni...“ ur dómur hér. En líklega eru kannanir ofangreindra miðla ekki unnar eins frjálslega og vinsældalisti Snæfellska fréttablaðsins. Þar vildi svo furðulega til að valið var lag sem ekki var til. Það átti að heita Eiríkur Hauksson hefur fleytt „Gaggó vest“ upp vinsældalist- ann. „Loft“ og vera með hljóm- sveitinni Yfirsjón. Segir blaðið að hefði lagið verið til þá hefði það lent i 7. sæti. Sem sagt allt pottþétt! Kvikmyndir__________Kvikmyndir Nýja bíó - Blóð annarra ★ Ástarsaga úr stríðinu Sam Neill og Jodie Foster eru bæði á rangri hillu í þessari mynd. Frönsk-ensk. Leikstjóri: Claude Chabrol. Byggt á sögu Simone de Beauvoir. Hand- rit: Brian Moore. Framleidd at Denis Heroux og John Kemeny. Aöalhlutverk: Jodie Foster, Michael Onikean og Sam Nell. Heimsstyrjaldirnar tvær, sem hafa orðið á þessari öld, ætla að verða endalaus uppspretta skáldverka af ýmsu tagi. A þetta ekki hvað síst við um kvikmyndalistina. Hvað veldur þessum áhuga á heimsstyrj- öldunum er erfitt að segja til um. Það má þó leita skýringanna í þeirri miklu röskun sem varð þá á lífi fólks. Það sem áður var talið tak- mark lífsins verður einskis vert þegar út í hildarleikinn er komið. Fólk tekur stakkaskiptum, allt er breytingum undirorpið. Þessi mynd hefst 1938 þegar skuggi yfirvofandi styrjaldar er að færast yfir. Helena er ung og falleg stúlka í París sem vefur karlmönn- unum um fingur sér. Hún er í sam- bandi við Paul en er þó ekkert sérs- taklega hrifin af honum. Hann er of venjulegur. En þegar hún hittir John, félaga Paul, verður hún undir eins hrifin af honum. Og vegna þess að Helena er einbeitt stúlka líður ekki á löngu þar til hún er búin að ná í hann en Paul situr eftir með sárt ennið. En þó Helena vilji helst ekkert vita af stríðinu þá skellur það á og breytir lífi hennar eins og annarra. John verður að fara í stríðið þrátt fyrir áköf mótmæli hennar. Stríðið tapaðist hins vegar fljótt hjá Frökk- um og John er tekinn til fanga. Til að fá hann lausan vingast hún við háttsettan Þjóðverja, Bergmann að nafni. Fær hún John lausan og hann snýr sér að störfum fyrir andspymuhreyfinguna. Og þrátt fyrir að Helena hafi lítin áhuga á stríðinu neyðir ást hennar á John hana til að taka þátt í störfum andspyrnuhreyfingarinnar. Eru þá örlög hennar ráðin. Handrit að myndinni Blóð ann- arra er byggt á sögu skáldkonunnar frægu, Simone de Beauvoir. Hún var gift skáldinu og heimspekingn- um Jean Paul Sartre. Þau tók þátt í starfi andspymuhreyfingarinnar á stríðsárunum þó þau hefðu sínar efasemdir um gagnsemi þess. Þessar efasemdir birtast að nokkru í mynd- inni þó það sé allt heldur yfirborðs- kennt. Það er nefnilega þannig að bæði handritshöfundar og leikstjóri virðast ekki hafa hugmynd um hvemig eigi að vinna úr þessum efnivið. Ástarsagan með hildarleik- inn mikla í baksýn verður fyrir vikið ósköp venjuleg. Aðalmistökin við þessa mynd liggja þó í vali aðalleikkonunnar. Þó Jodie Foster hafi staðið sig með prýði sem barnastjarna í Taxi Dri- ver þá er það furðuleg ákvörðun að láta hana leika hlutverk ■ Helenu. Hana skortir einfaldlega þann þokka sem Helena á að hafa. Verður hálfhjákátlegt að sjá alla karlmenn í nágrenni hennar missa fótanna vegna töfra hennar sem áhorfendur sjá alls ekki hverjir eru. I stað þess að minna á franska þokkagyðju líkist Jodie helst bandarískri götud- rós, og það meira að segja með Brooklyn hreim. Einnig er hörkutó- lið Sam Neill vandræðalegur sem ástsjúkur nasistaforingi. Sigurður Már Jónsson ★★★★ Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit % . Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Síðumúla 21, þingl. eign Selmúla sf., fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl., Gjáldheimtunnar í Reykjavjk, Hauks Bjarnasonar og Helga V. Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. mars 1986 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Grensásvegi 12, þingl. eign Bakhússins hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. mars 1986 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Laugavegi 20A, þingl. eign Nýja Kökuhússins hf„ fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. mars 1986 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. r' Nauðungaruppboð sem auglýst var í 119., 122. og 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Baldursgötu 12, þingl. eign Viðars Friðrikssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. mars 1986 kl. 15.30. Borgarfógetaembættíð i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 111., 116. og 121. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Tunguseli 4, þingl. eign Guðbjarts Ágústssonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavik og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 13. mars 1986 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Tungu- seli 10, þingl. eign Þórdisar Sigurðardóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans og Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. mars 1986 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 119., 122. og 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Baróns- stíg 13, þingl. eign Eddu Guðmundsdóttur o.fl., fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavik og Gunnars Guðmundssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. mars 1986 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 90., 99. og 101. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni mb. Græði HF-8, Hafnarfirði, þingl. eign Jóns Þ. Jónssonar og Guðnýjar Sigurðardóttur, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins og Áma Einarssonar hdl. við eða i bátnum þar sem hann liggur við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn föstudaginn 14. mars 1986 kl. 13.45. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 90., 99. og 101. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Asbúðartröð 9, jarðhæð og 1. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Árna Gíslasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Hafnarfirði á eigninni sjálfri föstudaginn 14. mars 1986 kl. 14.00. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. ■cr' Nauðungaruppboð sem auglýst var í 90., 99. og 101. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Lækjarhvammi 1, Hafnarfirði, þingl. eign Leifs Ivarssonar, fer fram eftir kröfu Kópavogskaupstaðar á eigninni sjálfri föstudaginn 14. mars 1986 kl. 14.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 90., 99. og 101. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Smyrlahrauni 47, 1. hæð t.h., Hafnarfirði, þingl. eign Olgeirs Þor- steinssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands, Gjaldheimt- unnar í Hafnarfirði og Sigriðar Thorlacius hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 14. mars 1986 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. ★ Nauðungaruppboð sem auglýst var í 90., 99. og 101. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eignini Hjallabraut 1, 3. h. nr. 6, Hafnarfirði, þingl. eign Ferdinands Hansen, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði og Guðjóns Armanns Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 14. mars 1986 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 135., 141. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Köldukinn 30, kjallara, Hafnarfirði, þingl. eign Hróbjarts Gunnlaugs- sonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar rikisins og Guðjóns Steingríms- sonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 14. mars 1986 kl. 17.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. jt Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Stekkjarhvammi 27, Hafnarfirði, þingl. eign Einars M. Sigurbjömssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 14. mars 1986 kl. 17.30. Baejarfógetinn í Hafnarfirði *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.