Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR11. MARS1986. 15 Lesendur Lesendur Lesendur Jóna hefði ekki haft neitt á móti því að fylgjast með íslenska landsliðinu í Sviss. Ef ég væri rík Jóna hringdi: Eins og komið hefur fram eru nær allir þingmenn vorir að spandera í útlöndum um þessar mundir. Hvað þeir eru að gera er ekki gott að segja, nema hvað Steingrímur og Matthías fóru náttúrlega að horfa á leikinn við Svía. Ég hefði ekki haft neitt á móti því að fara með þeim en því miður hefði ég hvorki getað fengið mig lausa úr vinnunni, né fjármagnað slíka ferð. En sumir þurfa aldrei að hugsa um þessar hliðar, bara gera það sem þá langar til hverju sinni. Ég get ekki neitað því að ég dauðöfunda þá félaga Steingrím og Matthías, ekki bara fyrir að hafa farið til Sviss, heldur og fyrir að geta yfirleitt farið hvert sem er í heiminum. Og þurfa aldrei að borga neitt, þetta er eins og að vera milljónamæringur. Sóknarfélagar - Sóknarfélagar Félagsfundur í nýja Sóknarhúsinu, Skipholti 50a, fimmtudaginn 13. mars kl. 20.30. Fundarefni: Nýir kjarasamningar, önnur mál. Sýnið skírteini. Stjórnin. BÍLEIGENDUR BODDÍHLUTIR! Framleiðum trefjaplastbretti á eftirtaldar bifreiðar: Lada 1600, 1500, 1200 og Lada Sport, Subaru '77, '79, Mazda 323 '77, '80, Mazda 929 '76-'78, Mazda pickup '77-'82, Daihatsu Charmant '78, '79. Brettaútvíkkanir á Lödu Sport. BÍLPLAST . Vagnhöfða 19, sími 688233. Tökum að okkurtrefjaplastvinnu. Dnotonnrlum I Vp.lÍÍft l'slfínskt. Styðjum strákana DV tekur á móti áheitum og peninga- gjöfum til HSÍ vegna handknattleiks- landsliðsins á smáauglýsingadeild DV, Þverholti 11. Opið alla virka daga kl. 9.00-22.00, laugardaga kl. 9.00-14.00, sunnudaga kl. 18.00-22.00. Styrkirtil háskólanáms í Tyrklandi Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum, sem aðild eiga að Evrópuráðinu, fjóra styrki til háskólanáms í Tyrklandi skólaárið 1986-87. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. Styrkirnir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla. Umsækjendur skulu hafa gott vald á tyrknesku, frönsku eða ensku. Sendi- ráð Tyrklands í Ósló (Haldan Svartes gate 5, Osló 2, Norge) lætur í té umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar, en umsóknir þurfa að berast tyrkneskum stjórnvöldum fyrir 31. maí nk. 10. mars 1986. Menntamálaráðuneytið. Stórfelldir reið- Styrkirtil háskólanáms í Frakklandi Frönsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa Islendingum til háskólanáms í Frakklandi á skólaárinu 1986-87. Um er að ræða eftirtaldar námsgreinar: Bókmenntir, málvísindi, húsagerðarlist, stærðfræði og raunvísindi. Umsóknum, ásamt staðfestum afritum af prófskírteinum og meðmælum, skal skila til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 7. april nk. - Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Þá bjóða frönsk stjórnvöld fram í löndum, sem aðild eiga að Evrópuráðinu, tíu styrki til háskólanáms í Frakklandi næsta vetur. Eru þeir styrkir einkum ætlaðir til framhaldsnáms eða rannsóknastarfa að loknu há- skólaprófi, í félagsvísindum, líffræðigreinum, lögfræði og hagfræði. Næg frönskukunnátta er áskilin. Varð- andi umsóknareyðublöð vísast til franska sendiráðsins, Túngötu 22,101 Reykjavík. 10. mars1986. Menntamálaráðuneytið. „Drengur og hjól eru oft sem eitt." hjólaþjófnaðir Öskureið móðir skrifar: Mig langar til að vekja athygli á máli sem allir virðast loka augunum fyrir og enginn vill taka að sér. Hér í borg eru stundaðir stórfelldir reið- hjólaþjófnaðir og virðast heilu gengin hafa þetta fyrir atvinnu. Ég las í DV 28.2. bréf frá móður 15 ára drengs sem skcllinöðru hafði verið stolið frá. Ég er sjálf einstæð ' móðir og á 10 ára dreng. Hans líf og yndi er að hjóla og fékk hann nýtt, blátt DBS-reiðhjól í vetur. Aðfaranótt mánudagsins 17. febrúar var því stolið fyrir utan heimili okkar í Þingholtun- um og hefur ekki sést síðan. Þetta er þriðja hjólið sem cr stolið frá okkur og ég veit að við erum ekkert eins- dæmi. Fyrir utan íjárhagslegt tjón (engin heimilistrygging) þá eru oft drengur og hjól sem eitt og því er þetta tilfinningalegt tjón fyrir börnin og bitnar á saklausu fólki. Mig langar til að beina orðum mínum til foreldra, bæði þeirra barna sem verða fyrir þessu tjóni og hinna sem eru í þessum bransa. Foreldrar! Hvar eru börnin ykkar? Er ykkur alveg sama þótt hörnin ykkar missi hjólin sín? Jafnvel þótt þið fáið þau borguð úr tryggingunum. Og er ykkur sama þótt börnin ykkar séu úti í bæ að ræna hjólum og ferðist um á stoln- um hjólum? Hvar eruð þið, foreldrar? Vitið þið hvar börnin ykkar eru og hvað þau eru að gera? Þau sem eru í þeim hópnum sem stelur eru unglingar, 13-16 óra. Ósak- hæfir unglingar og fyrir utan það, þá gerir lögreglan frekar iitið annað í málinu en að taka skýrslur sem hi'annast svo upp í bunkum og ekkert er gert. Foreldrar! Hvað getum við gert? Mér þætti vænt um ef einhverjir fleiri létu frá sér heyra því þetta er bara byrjunin hjá þessum unglingum. Næst verða það skellinöðrur, bílar, eiturlyf, innbrot ....

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.